Skagablaðið


Skagablaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 2
Tvötöpí körfunni Ekki gengur körfuknattleiks- mönnum bæjarins jafnvel að hala inn stigin og handknattleiks- mönnunum. Skagamenn hafa ný- verið leikið tvo leiki og tapað þeim báðupi. ÍA - UMFG 67-86 Þessi leikur gegn Grindvíking- um var liður í 2. umferð bikar- keppni KKÍ og var góður af hálfu okkar manna þrátt fyrir tapið, sem kannski var full stórt í lokin. Garðar Jónsson skoraði 22 stig, Gísli Gíslason 21 og Elvar Þór- ólfsson 10. Aðrir minna. KFÍ - ÍA 71-68 Isfirðingarnir báru sigurorð af Skagamönnum í þessum jafna leik þrátt fyrir að okkar menn færu ekki nema með 5 fastamenn sína vestur. Elvar Þórólfsson, minnsti, yngsti og léttasti leikmaður vallarins, fór á kostum í leiknum og skoraði 31 stig auk þess að hirða fjöldann allan af fráköstum. Gísli skoraði 19 stig og Garðar 10. Elvar er mjög ört vaxandi leikmaður og hefur náð sér ótrú- lega vel af fótbroti sem hann hiaut fyrir réttu ári. Körfuboltinn: Tveir leikir á laugardag Tveir leikir verða í körfunni hér á Akranesi á laugardag. Klukkan 14 leiða Skagamenn og Borgnesingar, alias Skallagrímur, saman hesta sína og strax á eftir mætast ÍA og KR í 1. deild kvenna. Á sama tíma mun 4. flokkur karla taka þátt í „turneringu" í Digranesskóla í Kópavogi. Leikftokkurinn Sunnan Skarðsheiöar Frumsýna um aðra helgi Það er létt yfir leikflokknum Sunnan Skarðsheiðar um þessar mundir þar sem æfingar standa yfir á hinum bráðskemmtilega gamanleik „Vígsluvottorðið“ eft- ir Ephraim Kishon. Ljómandi þýðingu á þessu ísra- elska leikriti úr þýsku hefur Árni Bergmann innt af hendi. Frum- sýning er fyrirhuguð um aðra helgi. Leikendur í stykkinu eru 6 talsins og er leikstjórinn Oktavía Stefánsdóttir. NOTAR *§ ÞÚ Sveinn Jónsson um viöbrögö lögreglu í óhappinu„er Gmndartangarútan lenti í fyrir viku: Þarf ekki frjótt ímyndunarafl til að sjá að hægt er að gera betur Það er óhætt að segja, að viðtal það sem birtist í síðasta tölublaði Skagablaðsins við Svan Geirdal, yfirlögregluþjón, hafi vakið undrun margra. Það er margt í frásögn Svans, sem stenst alls ekki, og verður að teljast undarlegt að yfirlögregluþjónn skuli leyfa sér að gefa upp svo rangar tímasetningar sem raun ber vitni. Þjappað saman Svanur tekur þá stefnu að þjappa öllum tímasetningum saman svo að heildarmyndin af viðbrögðum lögreglunnar er alls ekki svo slæm. Ég ætla nú að segja söguna eins og hún gerðist og skal tekið fram að allar tíma- setningar hafa verið bornar und- ir þá sem tóku þátt í hinum einstöku þáttum þessarar óskemmtilegu lífsreynslu. Það er öruggt að rútan valt við Berjadalsá ekki seinna en klukk- an 7.10. Einn þeirra, sem voru í rútunni, leit á klukkuna strax eftir veltuna og sýndi hún þenn- an tíma. Einnig hafa tímatökur eftir slysið sýnt að rútan er á hverjum morgni á mjög svipuð- um tíma við ána og aldrei seinna en kl. 7.10. Þess má geta að þennan morgun voru óvenju- fáir í rútunni. Lætur nærri að 10-15 mönnum færra hafi verið í rút- unni en venjulega. Tveir bílar komu á slysstað rétt eftir að slysið varð og ber þeim saman um að þá hafi klukk- an verið 7.11-7.12. Tók fyrri bíllinn strax einn farþega rút- unnar upp í og keyrði mjög geyst niður á lögreglustöð. Þangað var komið kl. 7.16. Seinni bíllinn kom með annan farþega þangað örskömmu síðar. Bílstjóri fyrri bílsins var þá að berja á dyr og glugga stöðvarinnar en þar var allt í myrkri. Stórfurðuleg ummæli Ummæli Svans um að mennirnir hefðu séð ljós á stöð- inni ef þeir hefðu farið aftur fyrir hana verða að teljast stórfurðu- leg. Það hlýtur að vera lágmarks- krafa að stöðin sé opin þannig að þeir sem þurfa að tilkynna slys eða bruna geti náð sambandi við vakthafandi lögregluþjón STRAX. Að ætlast til þess að fólk sé hlaupandi í kringum húsið og berjandi á glugga er óraunhæft. Þeir er voru við lögreglustöðina óku síðan upp á sjúkrahús og tilkynntu um slysið. Starfsstúlka þar ræsti út lækna og það starfsfólk, sem gert er ráð fyrir í slíkum tilvikum og virðist það kerfi hafa virkað mjög vel. Reynt að hringja Reyndu bílstjórarnir að hringja á lögreglustöðina en eng- inn svaraði. Hringdu þeir því heim til eins lögreglumannsins og fengu þar þær upplýsingar, að viðkomandi væri á vakt niðri á Frá slysstað í rútuóhappinu. stöð. Þær getgátur að þeir hafi ekki kunnað að hringja út af sjúkrahúsinu standast því ekki. Reyndu þeir því aftur við stöðina en allt á sama veg. Tók þá Jónína Halldórsdóttir, hjúkrun- arkona, við og náði sambandi í annarri eða þriðju tilraun. Út- kallið er bókað kl. 7.25 hjá lögreglunni en því hafa tapast 8-10 mínútur en ekki 2-3 eins og Svanur lætur liggja að. Þetta eru mínútur sem skipt geta sköpum í alvarlegum slysum. Mínútur sem eiga alls ekki að tapast á þennan hátt. Stenst ekki Tímasetning Svans á komu sjúkrabílsins á slysstað stenst engan veginn. Klukkan 7.37 kemur hin Grundartangarútan á slysstað og fóru farþegarnir í hana og var haldið af stað niður á Akranes kl. 7.40. Rétt hjá hitaveitutanknum mætir hún lögreglubíl á leið uppeftir og þegar rútan er í hringtorginu er sjúkrabíllinn að koma þangað. Við erum komnir inn á sjúkrahús kl. 7.46 og er líklegt að sjúkra- bíllinn hafi komist á slysstað um svipað leyti. Þess má geta, að hringt er á Grundartangann um leið og náðst hefur samband við lögregl- una og þaðan var sendur sjúkrabíll. Þegar hann kemur á staðinn er lögreglan komin en sjúkrabíllinn frá Akranesi kom rétt á eftir. Það er hreinlega ekki hægt að ætlast til að ökumaður sjúkrabílsins geri allt það, sem Svanur telur upp, á ekki lengri tíma en 5-6 mínútum. Það er ekkert óeðlilegt að allir þessir snúningar, sem ökumaður sjúkrabílsins þarf að standa í, taki um 15 mínútur en það er umhugsunarvert hvort ekki sé hægtað einfalda þetta. Engin sjúkrataska í raun er stórfurðulegt að sjúkrataska með nauðsynlegum búnaði skuli ekki vera í bílnum. Þegar talað er um allar þessar tímasetningar má vera ljóst að ekki eru allar klukkur stilltar nákvæmlega eins en þar skakkar ekki miklu. Ég hef talað við fjölda manns, sem var tengdur slysinu á einn eða annan hátt og þessar tímasetningar, sem að framan greinir, eru allir sama- mála um. Þessar línur eru skrifaðar til þess að sýna fram á að úrbóta er þörf. Það þarf að nota þetta slys til þess að skoða almannavarna- kerfið, finna hvað má betur fara og þakka það sem vel var gert. Allir farþegar rútunnar, sem á sjúkrahúsið komu, eru þakklátir fyrir þær góðu móttökur sem við fengum þar. Svanur, gagnrýnin á við rök að styðjast og það þarf ekki frjótt ímyndunarafl til að sjá að hægt er að gera betur. Sveinn Jónsson Auglýsendur á Akranesi! Haldiðréttá spilunum ogauglýsið í Skagablaðinu, eina vikulega fréttablaði bæjarins. Skagablaðið Skagablaðið Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson ■ Blaðamaður og Ijósmyndari: Árni S. Árnason ■ Auglýsingar: Steinunn Árnadóttir (heimasími 2955) ■ Umsjón með dreifingu, áskriftum og innheimtu: Sigríður Árnadóttir ■ Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent ■ Útlit: Skagablaðið ■ Ritstjórnarskrifstofa er að Suðurgötu 16 og opin alla daga ■ Simar 2261 og 1397 ■ Póstfang: Pósthólf 170, 300 Akranes. 2

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.