Skagablaðið


Skagablaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 12

Skagablaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 12
15 árekstrar Alls urðu 15 árekstrar hér á Akranesi f nóvember og er það „allt of mikið“, eins og Svanur Geirdal, yfirlögregluþjónn orðaði það. Eflaust hefur skipt miklu í þessari fjölgun að akstursskilyrði eru alltaf slæm á þessum árstíma sökum dimmviðris og þá hefur það stundum gerst að skyndileg hálka hefur komið ökumönnun í opna skjöldu. ,,Aldrei nokkru sinni verið í jafn góðri líkamlegri æfingu“ - segir Siggi Jóns, sem kom inná sem varamaður hjá Sheffield Wed. um helgina Gunnari sýnt hvernig Gunnar gerir. Hvelletta í sandþró SR Hvelletta, sennilega frá því í síðari heimstyrjöldinni, fannst í sandþró Sementsverksmiðjunnar fyrir skemmstu og var sótt af varðskipsmönnum á Ægi í síðustu viku. Ekki er vitað hvort einhver hætta stafaði af hvellettunni en hún var ■ öryggisskyni meðhöndl- uð sem hættugripur. I sömu ferð sóttu varðskips- menn stóra byssukúlu sem verið hafði lengi í vörslu lögreglunnar. Kom hún upp við gröft í íbúða- hverfi hér í bæ. Um er að ræða u.þ.b. 15 sm langa kúlu, um 5 sm í þvermál. „Jú, það er rétt, ég kom loksins inná núna um helgina en við töpuðum fyrir Ipswich, 1:2,“ sagði Sigurður Jónsson er Skagablaðið hringdi til hans á mánudagskvöldið. Sigurður kom inn á fyrir Andy Blair þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum og er þetta í fyrsta sinn frá því í 3:2 sigurleiknum gegn Leicester fyrir allmörgum vikum, sem Siggi kemst í aðalliðið. Hann skoraði reyndar mark í sigrinum gegn Leicester og stóð sig vel þannig að það kom nokkuð á óvart að hann skyldi ekki vera inni í liðinu áfram. Við spurðum hann fyrst að þvi líkamlegri æfingu og núna. Þó er hvort hann væri bjartsýnni á að hann væri að ná sæti sínu í Iiðinu á nýjan leik. „Já, ég er það. Mér finnst ég hafa staðið mig vel á æfingum að undanförnu og átt ágæta leiki með varaliðinu að ég tel. Við spilum alltaf einu sinni í viku.“ -— Þú ert þá í fínni æfingu eins og nærri má geta? „Tvímælalaust. Ég hef aldrei nokkru sinni verið í jafngóðri ég skrambi þreyttur núna þegar ég er að ræða við þig í símann.“ — Af hverju stafar það? „Það var hálfgert refsihlaup hjá okkur í morgun. Við þurft- um að takast á við hæðina ill- ræmdu (henni var nákvæmlega lýst í Skagablaðinu sl. vor eftir að blaðið heimsótti Sigga í Sheff- ield). Mér taldist til að hlaupa- æfingin hefði staðið í tæpar tvær klukkustundir og þó hlupum við ekki að undra að maður sé háli- þreyttur." — Lyftingaprógrammi á miðju keppnistímabili? „Já, þetta er í samráði við Wilkinson. Hann vill að ég fari í gegnum þetta og verður að fá að ráða því, en ég hef örugglega mjög gott af að fara í þetta.“ — Þú segist bjartsýnni á að komast í liðið aftur. Hvenær verður liðið gegn Forest á laug- ardaginn valið? „Það verður tilkynnt á föstu- daginn samkvæmt venju. Maður verður bara að bíða og sjá hvort nafnið manns er á meðal þeirra 11 útvöldu. Það þýðir ekkert að kippa sér upp við það þótt svo verði ekki,“ sagði Siggi Jóns í lokin. Ssv. „Dimmitterað“ í Fjölbraut „Dimmisjon“ var hjá útskrift- arnemum FA síðata föstudag, en þá kasta þeir af sér þessu hefð- bundna og bregða á leik. Kennslustofurnar voru heimsótt- ar og heilsað upp á kennara og nemendur. Þá var haldin hátíð á salnum, þar sem kennararnir fengu hciðurssæti á sviðinu, en útskriftarnemar sáu um að taka þá fyrir. Þær sprungur sem fundist höfðu á hversdagsbrynju kennaranna voru opnaðar upp á gátt. Þetta var eitt af þeim tilfellum þegar maður myndi alls ekki vilja vera kennari. Var ekki laust við að blm. vorkenndi lærifeðrunum. Þetta sannaði þó, að nemendur höfðu tekið vel eftir í tímum, a.m.k. ýmsum töktum kennar- anna. I Bíóhöllinni voru flutt ávörp og skemmtidagskrá, sem tókst vel, og svo þétt var skipað, að ekki var hægt að drepa niður fæti án þess að stíga á einhvern efni- legan nemanda. Um kvöldið var dansleikur að Hlöðum og þurfti Sæmundur að nota allan rútuflota sinn til að koma öllum tímanlega uppeftir. Núna eru prófin framundan hjá nemendum og allar frístundir not- aðar í lestur. nokkrir í gærmorgun (sunnu- dag). Maður er því nokkuð lerk- aður sem stendur. Ég hef verið í stífu lyftingaprógrammi undan- farið þannig að það er kannski Sigurður Jónsson, kom inn sem varamaður um helgina. , Jón Þórðar- son lengd- urumlOm Ejns og kunnugt er hefur verið unnið við að lengja bát Runólfs Hallfreðssonar, Jón Þórðarson, hjá Skipasmíða- stöð Þorgeirs & Ellertss. Var báturinn iengdur um 10 metra og er því verki nú að mestu leyti lokið. Búið er að setja lengingúna í bátinn og lokið hefur verið við að sjóða saman hlutana. Næst verður unnið við að einangra og klæða lestar að innan ásamt röralögn- um, sem koma í lenginguna. Samtímis þessu er verið að smíða ýmislegt sem til þarf í sambandi við rækjuvinnsluna um borð. Þessi verk eru að mestu unnin inni í húsum skipasmíðastöðvarinnar. Mynd hér til hægri er tekin af bátnum fyrir utan skipa- smíðastöðina um síðustu heigi. Ármótin á flakki? Margir bæjarbúar hrukku i kút sl. fimmtudagskvöld og litu í ofvæni á dagatalið. Hvað var eiginlega að gerast? Flugeldar komnir á loft og desember ekki kominn! Eflaust hefur einhver bæjarbúinn efast um eigið tímaskyn og því fór svo, að margir höfðu samband við lög- regluna til þess að tilkynna þennan atburð. Þegar málið var kannað nán- ar kom í ljós að Hjálparsveit skáta hafði fengið leyfi lög- regluyfirvalda til þess að skjóta flugéldum á loft í kynningar- skyni vegna væntanlegrar sölu.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.