Skagablaðið


Skagablaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 4
1 v SPEKINGAR X 2 SPÁ Annastsöluog viðhald á hand- slökkvitækjum - unnu bæði Vöslung og Þór hér heima um síöustu helgi og hafa hlotiö 15 stig úr 9 leikjum Nú þegar líða fer að jólum er ekki úr vegi að minnast á þá hættu sem er samfara kertaljósum, en sjaldan eða aldrei er meira um kertaljós en einmitt um jólin. Hér á Akranesi hefur verið opnað verkstæði og verslun með slökkvitæki, en þetta er umboð frá Eldvörnum sf. sem er viðurkennt sem slíkt. Umboðsmaður hér er Óskar Tryggvason og er hann með verk- stæðið í bílskúr heima hjá sér að Skagabraut 38. Þegar við litum við hjá honum var hann í óða önn að lagfæra slökkvitæki og fengum við þær upplýsingar, að það væri í því fólgið að hreinsa duftið því með tímanum getur það orðið kekkjótt og því er duftið hreins- að. Einnig er skipt um hleðslu í kolsýringshylkinu sem blæs duft- inu út til að vera 100% öruggt að allt sé í lagi. Oft væri nægjanlegt að vikta hylkið en engin áhætta er tekin og því skipt um hleðslu. Þá er einnig annað athugað sem úr lagi gæti verið gengið og það lagfært. Ennfremur er gert við reykskynjara ef það er gerlegt en oft borgar það sig ekki. Talið er að lágmark sé að láta yfirfara slökkvitæki einu sinni á ári en eðlilegt sé að láta yfirfara þau á hálfs árs fresti. Óskar selur slökkvitæki, reyk- skynjara og rafhlöður í þá auk þess sem hann veitir ráðgjöf við val á slökkvitækjum. Jón Karl Einarsson Guðný Jónsdóttir Óskar yfirfer slökkvitœki á verkstœðinu. Nauðsynlegt að gera endubæt ur áður en frekara tjón verður Trillukarl skrifar: í suðaustan veðrinu núna um daginn hefur sjórinn brotið skarð í uppfyllinguna og að veginum fyrir neðan húsið, þar sem hafn- sögumennirnir hafa aðstöðu. Ég vildi benda á þetta ef þeir sem þetta heyrir undir hefðu ekki tekið eftir þessu. Ef annað veður álíka því sem síðast gekk hér yfir kæmi gætu orðið skemmdir á sjálfri götunni, en nú þegar er farið að grafa undan malbikinu á kafla. Eins og þetta er núna myndi ég telja, að hætta stafaði af þessu. Nú þegar þarf að setja grjót í skarðið áður en meiri skemmdir eiga sér stað því aldrei er að vita hvenær næsta rok gengur hér yfir. Hverjum bjargar það afi næst JEr Skemmdirnar, sem um ræðir í bréfinu, sjást ágœtlega á þessari mynd. Ekkert lát á sigurgöngu í handknattleiknum Aldrei fór það svo að Margrét Vilhjálmsdóttir ógnaði honum Jóni Karli Einarssyni nokkuð að ráði í getraunaleiknum um síðustu helgi. Jón Karl náði reyndar ekki nema 5 réttum en Margrét fékk hins vegar bara 1 réttan og hefur enginn þátttakenda okkar í vetur náð þeim árangri fyrr. En kvenþjóðin lætur engan bilbug a sér finna og Margrét útnefndi Guðnýju Jónsdóttur, sem arftaka sinn í getraunaleiknum. Hún heldur að sjálfsögðu með Liverpool (en ekki hvað... „Come on you reds“) en segist reyndar líka halda með ManchesterUnited(???).Sérstaklega heldur hún upp á markverði liðanna. Guðný segist ekki tippa oft en horfir þeim mun oftar á fótboltann í sjónvarpinu. Ekki er að efa að Guðný á eftir að veita Jóni Karli harða keppni um næstu helgi og fylgja spár þeirra hér á eftir: Birmingham - Watford Jón Karl 2 Guðný X Leicester - Manchester City X X Luton - Newcastle 1 X QPR-WestHam 2 2 Sheff. Wed. - Nottingham Forest 1 1 Southampton - Arsenal X 2 Tottenham - Oxford 1 X WB A - Everton 2 2 Charlton - Sheffield United 1 X Norwich - Blackburn 1 1 Shrewsbury - Oldham X 2 Sunderland - Portsmouth 2 2 Ekkert lát er á stórgóðri frammi- stöðu Skagamanna í 3. deild íslandsmótsins í handknattleik og um helgina unnu Skagamenn tvo góða sigra hér á heimavelli. Fyrst vann IA Völsung 32:23 og svo Þór frá Akureyri 29:26. Leikurinn gegn Völsungi varð heldur betur köflóttur. Gestirnir komu okkar mönnum bersýnilega í opna skjöldu í fyrir hálfleik og höfðu þá undirtökin og leiddu 12:10 þegar flautað var til leik- hlés. I síðari hálfleiknum tóku okkar menn leikinn hins vegar algerlega í sínar hendur og rót- burstuðu gestina. Pétur Ingólfsson skoraði 9 mörk, Óli Páll Engilbertsson 8, Kristinn Reimarsson 5, Þorleifur Sigurðsson 4, Hlynur Sigur- björnsson og Pétur Björnsson 3 hvor. ÍA - Þór 29:26 Það var ekki að sjá, að okkar menn væru neitt tiltakanlega þreyttir er þeir mættu Þórsurum frá Akureyri um hádegisbilið á laugardag, daginn eftir leikinn við Völsung. Akureyringarnir reyndust þó harðari í horn að taka en Húsvíkingarnir og eftir að staðan hafði verið 15:14 fyrir ÍA í hálfleik var jafnt á öllum tölum þar til tvær mínútur voru eftir og þær áttu svo sannarlega eftir að reynast örlagaríkar. Einum leikmanna ÍA var þá vikið af leikvelli en það kom ekki í veg fyrir að þeir skoruðu mark. Þórsarar klúðruðu næstu sókn og Skagamenn juku muninn í 2 mörk. Þór fékk síðan vítakast og var þá öðrum leikmanni í A vísað út af. Léku þeir því tveimur færri lokamínútuna. Vítakastið fór hins vegar í súginn því Hákon Svavarsson, markvörður, varði það meistaralega. Þetta verkaði sem vítamínsprauta á okkar menn sem létu sigurinn ekki renna úr greipum sér þrátt fyrir að vera tveimur færri. Glæsilegur sigur. Þrátt fyrir að vera í gæslu allan leikinn skoraði Pétur Ingólfsson 10 mörk, svo leiða má að því getum hve mikið hann skoraði fengi hann að leika lausum hala í leikjunum. Kristinn skoraði 6, Þorleifur 5, Óli Páll 4, Hlynur og Pétur 2 mörk hvor. Þeir reyndust því vel boltarnir frá Bókaverslun Andrésar Níels- sonar og Prentverki Akraness, sem leikið var með í þessum viðureignum. Áhorfendur á leikjunum voru nokkuð margir, en þó heldur fleiri á föstudagskvöldið. Skaga- menn hafa nú hlotið 15 stig í 9 leikjum og er staða liðsins í hinni jöfnu keppni 3. deildar mjög góð. Enn eru þó eftir 15 leikir og því getur margt gerst áður en staðið verður upp í mótslok. Mikilvægt er að áhorfendur fjölmenni á næstu heimaleiki Skagamanna því það er erfitt að vera í toppbarátt- unni. 4

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.