Skagablaðið


Skagablaðið - 11.12.1985, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 11.12.1985, Blaðsíða 5
|___________Punktar úr bæjarstjóminni: Nýr samningur um akstur nemenda í 9. bekk grunnskóla landsbyggðinni. Hérvar hækkun matsins 34% á milli ára, 1984 og 1985. Mesta hækkunin er á Suðurlandi, 55%. Liggur þetta í því að eignir hafa ekki verið endurmetnar hér í eins miklum mæli eins og t.d. Suðurlandi. Stefnan hlýtur því að vera að láta endurmeta sem mest af eignum þannig að eignar- mat gefi rétta mynd af raunveru- legu verðmæti eigna. Samið við Akur Eftirfarandi tilboð bárust í viðbyggingu Brekkubæjarskóia en kostnaðaráætlun hljóðar upp á kr. 664.206. Þorgeir og Ellert kr. 792.200, Trésmiðjan Akur kr. 738.600 og Tréverk kr. 457.978. A síðasta bæjarstjórnarfundi kom fram bréf frá Tréverki, þar sem fyrirtækið óskar eftir að fá að falla frá tilboði sínu. Var það samþykkt, sem og að taka tilboði Trésmiðjunnar Akurs hf. sem var með næstlægsta tilboðið. Samningur hefur verið gerður um akstur 9. bekkjar nemenda sem fá afslátt með strætó vegna fjarlægðar frá skóla. Kom fram á bæjarstjórnarfundi að þetta þýddi um 100 þúsund króna útgjaldaaukningu hjá bæjar- sjóði. Með tilkomu breyttra laga um að gera 9. bekk að skyldunámi fjölgar þeim nemendum um 35 sem fá afsláttinn. Þeir nemendur sem búa í 1,5 km fjarlægð frá skólanum eða meira falla undir þetta ákvæði. Upphaflega var þetta sett á til að flytja nemendur á milli stofn- ana því frímínútur dugðu ekki til að nemendurnir næðu í kennslustundir á tilsettum tíma. Hinn nýi samningur var gerður við sama aðila og hefur flutt nemendur fram að þessu. Rýrt fasteignamat Fasteignamat virðist vera rýr- ara hér á Akranesi heldur en t.d. Reykjavík og Suðurlandi, þetta á reyndar við um fleiri staði á Fasteignamat á Akranesi þykir rýrt. Bótaréttur kynntur í framhaldi af frétt af sandfoki um daginn þá liggur fyrir að íbúum sandfokssvæðanna verði kynntar niðurstöður bæjarritara um könnun á bótarétti íbúa á fundi um miðjan mánuðinn. Þar verður jafnframt leitað eftir til- lögum íbúa til varnar tjóni og sandfoki. Ennfremur er fundur með stjórn Sementsverksmiðju ríkisins. Kaupin samþykkt Bæjarstjórn samþykkti á síð- asta fundi kaupin á Kirkjubraut 50 fyrir æskulýðsnefnd, sem ætl- ar húsið undir aukna starfsemi vinnuskólans og Arnardals. Arnardalur hefur sprengt utan af sér húsnæðið, sem hann hefur til umráða og vinnuskólinn hefur þurft að fá inni hjá Grundaskóla Brekkubœjarskóli. vegna plássleysis. Er ekki að efa að þetta verður mikil lyftistöng fyrir æskulýð bæjarins. Þótt ef til vill þyki sjálfsagt að bæjarstjórn samþykki ráðstafan- ir fyrir æskuna á þessu sérstaka ári ungviðisins þá er rétt að taka það fram að þessi kaup voru ekki á fjárhagsáætlun fyrir þetta ár. Því telst þetta vera rós í hnappagat(göt) bæjarstjórnar. 5 MHÓI

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.