Skagablaðið

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat

Skagablaðið - 11.12.1985, Qupperneq 12

Skagablaðið - 11.12.1985, Qupperneq 12
„Brot á útivistarreglum“ — segir æskulýðsfulltrúinn um áramótadansleik unglinga ef hann yrði haldinn á nýársnótt Á bæjarráösfundi í síðustu viku kom fram tillaga um að æskulýðsnefnd kannaði mögu- leika á að halda unglingadans- leik í íþróttahúsinu um áramót- in. Til að fá frekari upplýsingar um þetta snerum við okkur til Elís Þórs Sigurðssonar æsku- lýðsfulltrúa. „Æskulýðsnefnd hefur haft samband við alla þá aðila sem til greina geta komið. Jafnframt hefur verið gerð kostnaðaráætl- un fyrir slíkan dansleik, en ef ætti að halda hann á nýársnótt þá yrði kostnaðurinn 200 þúsund krónur. Þá eru tekjur af miða- sölu ekki reiknaðar með“. — Er líklegt að af þessu verði? „Ég get lítið sagt um það á þessu stigi málsins. Hótel Akra- nes verður með dansleik fyrir 16 ára og eldri þannig að aldurinn fyrir þennan dansleik yrði því að vera frá 13-14 ára aldri að 16 ára aldri. Reyndar sýnir að ekki þýðir að halda dansleik fyrir kl. 24 á gamlárskvöld og ég er ekki viss um að allir foreldrar séu sáttir við að vita af börnum sínum á dansleik svona seint endabrotáútivistarreglum.“ ' Nú fér hver ai veröa síöastur á pósthúsið: Jólapósturinn af stað í tæka tíó Björn Lárusson að tafli. Haustmót Taflfélags Akraness: Bjöm Lárusson varð sigurvegari Eins og nærri má geta fer nú hver að verða síðastur að ganga frá jólapóstinum sínum vilji sá hinn sami vera öruggur um að hann komist á áfangastað í tæka tíð. Skagablaðið sló á þráðinn til Hermanns Guðmundssonar, stöðvarstjóra Pósts & síma hér á Akranesi og innti hann eftir því hvort jólatraffíkin væri ekki farin að setja svip sinn á vinnuna á pósthúsinu. Hermann kvað svo vera, en til Til lesenda Ákveðið hefur verið að Skaga- blaðið komi næst út miðvikudag- inn 18. desember, ekki þriðjudag- inn 17. eins og tilkynnt hafði verið áður. Síðasta blað fyrir jól verður svo sunnudaginn 22. desember. þessa hefði mesta annríkið verið í tengslum við sendingar til út- landa enda þyrftu þær að vera fyrr á ferðinni. Flugpóstur til Norður- landa þarf að póstleggjast í síð- asta lagi á mánudag, 16. des. ef hann á að komast í tæka tíð fyrir jól. Hermann vildi hvetja alla bæjarbúa til þess að kaupa frí- merki og að frímerkja bréf sín í heimahúsum til þess að flýta fyrir afgreiðslu. Sama gilti um böggla. Heppilegast væri að fólk fengi fylgibréf á pósthúsinu og gengi frá þeim heima. Hermann sagði í lokin að pósthúsið yrði opið til kl. 20 á mánudagskvöld en um önnur frávik í afgreiðslunni yrði ekki að ræða. Óþarfi væri þó að draga sendingar jólapóstsins fram á ell- eftu stund eins og oft vildi brenna við. Skákmeistari Taflfélags Akra- ness 1985 er Björn Lárusson sem sigraði í eldri flokkiá Haustmóti T.A. með SV2 vinning af 9 mögu- legum. Nokkuð afgerandi skák- maður Björn. Stefán Guðjónsson varð í öðru sæti með 7Vi vinning og í þriðja sæti með 7 vinninga varð Gunnar Magnússon. Telft var eftir Monrad-kerfi. Mjög góð þátttaka var, eða 19 alls, í eldri flokki. Lokaumferð í unglingaflokki verður tefld í kvöld og stefnir í spennandi keppni. Alls eru 7 keppendur í unglingaflokki en þar keppa allir við alla, tvær umferðir. Teflt verður í Röst og er sjálfsagt fyrir fók að líta á lokaumferð hjá unglingunum. Geypileg uppsveifla hefur verið hjá T.A. að undanförnu eftir lægð í skáklífinu. Vekur það at- hygli hve vel unglingamir mæta á æfingar þó ekki séu allir tilbúnir að fara í mót. Er þetta góð þróun því við höfum átt marga góða skákmenn og engin ástæða til að ætla að skákmannakvótinn sé búinn. Framundan eru ýmiss mót hjá skákmönnum, t.d. jólahraðskák- mót sem verður á milli jóla og nýárs, firmakeppni eftir áramót sem og Skákþing Akraness en þar er keppt um Akranesmeistaratit- ilinn. Þeir fjórir sem eiga möguleika á að vinna í unglingaflokki, þegar tvær umferðir eru eftir eru: Jó- hann Steinar Ingimundarson með 7 vinninga, Gunnlaugur Guð- mundsson 6Vi vinning, Kristján Gunnarsson 6 vinninga og Guð- jón Freyr Gunnarsson með 5V? Frumsýna „Vígsluvottorðiö" Hjá leikflokknum Sunnan Skarðsheiðar standa yfir lokaæfingar á „Vígsluvottorðinu“ þessa dagana, enda verður frumsýning næstkomandi föstudagskvöld kl. 21 að Fannahlíð. Leikstjóri er Oktavía Stefánsdóttir. Alls eru leikendur 6 í þessu verki, en auk þess eru einir 12 aðilar í viðbót sem hafa unnið að því að koma leikritinu á fjalirnar. Fyrirhugaðar eru tvær sýningar fyrir jól en í janúar er ætlunin að ferðast með leikritið um. Þeir sem ætla að sjá verkið geta pantað miða í síma 1212 og allar frekari upplýsingar eru veittar í sama númeri, eða þá að miðar eru seldir við aðgöngudyr. Meðfylgjandi mynd var tekin á æfingu á mánudagskvöldið. HAKK Allharður árekstur varð á gatnamótunum margfrægu Stillholt - Kirkjubraut - Kal- mansbraut um kl. 20.30 á mánu- dagskvöld. Lentu þar saman bíll héðan úr bænum og annar Utanbæjar, algeng blanda í árekstrum á þesum gatnamót- um. Annar bílstjóranna kvart- aði undan eymslum en meiösli : voru ekki talin alvarleg. Handbolti um helgina Handknattleiksmenn bæjar- ihs fóru fýluferö áustur til Hveragerðis um helgina er þeir áttu að leika þar gegn Heima- mönnum í íslandsmóti 3. deild- ar. Enginn dómari iét sjá sigog varð því áð fresta leiknum. Strákamir mæta hins vegar Selfyssingum fyrir austan í kvöld og um helgina fá þeir ÍH frá Hafnarfirði í heimsókn. Kakósala skátanna Skátamir munu selja kakó á Akratorgi á laugardag og hefst salan um það leyti er ljósin á jólatrénu frá Tönder verða tendruð. Ágóði af kakósölunni rennur til styrktar Jamboree- ferð dróttskátanna á Akrancsi. Þá er ráðgert að selja kakó á torginu annan laugardag á svip- uðum tíma svo og á Þorláks- messu. Lúðrasveit í önnum Aðalfundur Lúðrasveitar Akraness var haldinn 6. des- ember sl. Kjarni stjórnarinnar var endúrkjörinn en tveir nýir meðstjórnendur hlutu kosn- ingu. Nýja stjórnin er þannig skipuð: Kristján Ingólfsson, formaður, Eggert Sæmunds- son, ritari, Guðjón Ólafsson, gjaldkeri og þau Bryndis Jóns- dóttir og Gautur Gunnlaugs- son, meðstjórnendur. Stjórn- andi sveitarinnar er Lárus Sig- hvatsson. Á fundinum kom m.a. fram, að síðasta starfsár hefði verið það annasamasta í sögu sveit- arinnar Kom hún víða fram m.a. við eftirtaida viðburði: við móttöku jólatrés á Akra- torgi, á hljómleikum f BíóhöII- inni, á 1. maí hátíðahöldunum, við vígslu kútters Sigurfara, á hátíðarhöldunum 17. júní og á afmæii Skagavers, auk þess sem leikið var við formlega móttöku Reynis Péturs, göngu- garps, er hann kom í bæinn. Þá var leikið á íþróttavellinum fyrir hinn sögulega sigur gegn . Fram í sumar, 6:2 og í ferð um Borgarfjörð var leikið í Hreða- vatnsskála og í Borgarnesi. Þá lét Kristján þess getið í stuttu spjalli við Skagablaðið að þeir lúðrasveitarmenn hefðu gengið og spilað í þrem- ur göngum á árinu, samtals um 5 kílómetra.

x

Skagablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.