Skagablaðið


Skagablaðið - 12.03.1986, Blaðsíða 9

Skagablaðið - 12.03.1986, Blaðsíða 9
„Tel gmndvöll fyrir ann- arri snyrtistofu í bænum -segir Brynhildur Bjömsdóttir sem opnað hefur snyrtistofu að Kirkjubraut 9 Opnuð hefur verið ný snyrti- stofa á Akranesi, að Kirkjubraut 9. Eigandi er Brynhildur Björns- dóttir, snyrtifræðingur. í spjalli við Skagablaðið sagði Brynhildur, að hún teldi að grundvöllur væri *‘yrir annarri snyrtistofu í bænum, en Lilja Högnadóttir hefur rekið þá einu til þessa. Hún sagðist vera með alla almenna snyrtingu sem og ráðgjöf 1 yali á snyrtivörum en sjálf sagðist hún ekki vera með snyrtivörur til sölu, a.m.k. ekki til að byrja með. Hún vildi sjá fyrst hvernig til tækist áður en hún færi út í slíkt. Brynhildur sagði að stofan væri ætluð fyrir alla, það er bæði karla °g konur og allir aldurshópar væru velkomnir. Brynhildur verð- ur með vörur frá Monteil í vinnu sinni. Hún verður með opið frá hádegi og fram eftir degi, en vinnutíminn ræðst af eftirspurn frá viðskiptavinum en pantanir eru teknar á stofunni eða í síma 3102. Brynhildur er lærður snyrti- fræðingur og útskrifaðist í júní 1985. Við óskum Brynhildi til ham- lngju með nýju stofuna og góðs 8engis í framtíðinni. Brynhildur á nýju snyrtistofunni að Kirkjubraut 9. Slæmt gengi innanhúss Þeim gekk ekki of vel stúlkunum okkar í 2. og 3. flokki í Islandsmótinu í innanhúss knattspyrnu, sem haldið var hér um síðustu helgi. Lentu 3. flokksstúlkurnar í 3ja sæti en 2. flokksstúlkurnar urðu í neðsta sæti í sínum riðii. Breiðablik varð íslandsmeistari í 2. flokki en Keflvíkingar urðu íslandsmeistarar í 3. flokki. Þetta er f þriðja sinn sem mótið er haldið hér á Akranesi. AKURNESINGAR Munið tónleika Tónlistarfélagins í Safnaðarheimiíinu sunnudaginn 16. mars næstkomandi kl. 15.45. Flytjandi er Strengjakvartett Tónlistarskólans í Reykjavík. Fyrir fermingaraar * Seljum út heita og kalda rétti, Kalt borð, kabarettborð og snittur. * Veisluráðgjafi okkar er til viðtals alla virka daga frá kl. 11-15 í síma 2020. *Leitið upplýsinga — gerið verðsamanburð - geymið auglýsinguna. Bárugötu 15, sími 2020 aöeins einn banki býöur REIKNING ^ Samvinnubankinn Akranesi, Kirkjubraut 28, sími 2700 9

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.