Skagablaðið


Skagablaðið - 24.09.1986, Síða 5

Skagablaðið - 24.09.1986, Síða 5
Leiðari Sú bylting sem viröistframundan í fjöl- miðlum, og þá einkum á sviöi útvarps- og sjónvarps, hefur tæpast fariö framhjá nokkrum þeim manni sem á annað borö fylgist með fjölmiðlun. Fyrsta útvarps- stööin í eigu einkaaðila hóf rekstur sinn fyrir nokkrum vikum og óöum styttist í útsendingar fyrstu sjónvarpsstöðvarinn- ar í eigu einkaaðila. I ofanálag er ör þró- un í mótttöku sjónvarpsefnis erlendis frá með hjálp gervihnatta. Á skömmum tíma hefur fjölbreytnin aukist mikið í þessum, efnum og á enn eftir að aukast. Hins vegar virðist sem framförunum sé einkum og sér í lagi ætl- að að koma íbúum Stór-Reykjavíkur- svæðisinstil góða. Bylgjan, nýjaeinkaút- varpsstöðin, þjónart.d. aðeins Reykjavík og næstu byggðalögum þótt útsendingar hennar heyrist kannski eitthvað víðar og Stöð 2, nýja sjónvarpsstöðin, herjar á sama markað. „Lánsamir“ Akumesingar eru svo „lánsamir“ að geta notið þessara nýjunga íslenska fjöl- miðlaheimsins. En hvort bæjarbúar reiða fram 12.000 krónur til þess að kauþa „af- ruglara" og eru reiðubúnir að greiða 1.000 krónur á mánuði í afnotagjald að auki hjá Stöð 2 er svo önnur saga. Víst er að undirritaður á fullt í fangi með að fylgj- ast með dagskrá íslenska sjónvarpsins þótt ekki bætist önnur rás við. Séu íslend- ingar sjálfum sér samkvæmir má telja fullvíst að „afruglararnir" renni út eins og heitar lummur. Tólf þúsund er kannski ekki há upphæð, a.m.k. ekki fyrir þjóð sem lætur sig ekki muna um að snara á borðið 70-80 þúsundum fyrir þílasíma til þess eins að geta hringt í kunningjana á meðan beðið er á rauðu Ijósi. Þjónustuleysi Þrátt fyrir aukna fjölbreytni í úrvarpi hefur þjónusta við okkur Skagamenn lítið batnað í eiginlegum skilningi ef undan er skilinn þáttur Svæðisútvarps Reykjavík- urog nágrennis. Rás 1 sinnir Akranesi illa svo ekki sé meira sagt og má þar eflaust kenna um slakri frammistöðu fréttaritara hennar í bland við annað. Sjónvarpið sinnir Akranesi sömuleiðis takmarkað og má eflaust skrifa það að hluta á útsend- ara þess hér I bæ. Svipað er uppi á ten- ingnum hjá Rás 2 og Bylgjunni. Og Akra- nes er ekkert einsdæmi. Minni byggðalög úti á landi verða ætíð útundan í fréttaum- fjöllun nema þar séu fyrir þeim mun ötulli fréttaritarar. „Útvarp Akranes“ Þegar umræðan um hina yfirvofandi fjölmiðlabyltingu stóð sem hæst í fyrra ruku menn upp til handa og fóta og skráðu firmanöfn. „Útvarp Reykjavík", sem verið hefur kallmerki Ríkisútvarps- ins i yfir 50 ár, var skyndilega komið í eigu einkaaðila og hér á Akranesi tóku menn sig til og skráðu firmaheitið „Útvarp Akranes“. Að sjálfsögðu kviknaði sú von í brjósti að þeir sem að skráningu nafns- ins stóðu færu e.t.v. út í útvarpsrekstur hér á Skaga en frá tíma skráningarinnar hefur hvorki heyrst hósti né stuna. Rekst- ur útvarpsstöðvar á Akranesi væri enda óhugsandi nema ef til kæmu afnotagjöld sem bæjarbúar greiddu t.d. með útsvar- inu. Rekstur útvarpsstöðvar, sem byggði afkomu sína á auglýsingum einvörð- ungu, væri óhugsandi. Jafnvel þótt ekki væri útvarpað nema í 2 tíma á dag. Á meðan svo er verða Akurnesingar og reyndar margir fleiri að láta sér nægja að vera aðeins annars flokks fréttaefni í rík- isfjölmiðlunum. Sigurður Sverrisson Guðríður Jónsdóttir, þekktari sem Dúa í Garðba, í spjalli við Skagablaðið; „Verð alltaf islendingur“ Fvrir um 40 árum fluttu nokkrar ungar stúlkur héðan frá Akranesi til Bandaríkjanna eftir að hafa kynnst þarlendum hermönnum á meðan dvöl þeirra stóð hér á íslandi í síðari heimstyrjöldinni. Allar giftust þær hamingjusamlega og hafa síöan alið manninn vestra. Ein úr þessum hópi er Guðríður Jónsdóttir, mun betur þekkt sem Dúa í Garðbæ. Hún hefur undanfarið dvalið hér á Akranesi eftir að hafa unnið farseðil til gamla landsins á Þorrablóti íslendingafélagsins í Kansas City. Skaga- blaðið hitti hana að máli á mánudaginn og við spurðum hana fyrst að því hve oft hún hefði komið hingað heim frá því hún flutti fyrst út. Dúa í Garðbœ á heimili systur hennar á Vesturgötunni. I níunda sinn „Þetta er í níunda skipti sem ég kcm heim á þeim rúmlega 40 árum, sem ég hef búið ytra. Eg hélt til Bandaríkjanna þann 19. ágúst 1945 í fyrsta skipti en það liðu sex ár þangað til ég kom aftur til Islands." — Þú hefur á getað fylgst vel með þeirri breytingu sem orðið hefur á bænum? „Já, ég hef séð þær hægt og bít- andi þannig að þótt yfir 40 ár séu liðin frá því ég fór héðan fyrst er nú fátt sem kemur mér reglulega á óvart. Utlendingum, sem ég þekki, finnst hins vegar mikið til koma um hvað allt er hreint hérna og þá ekki bara loftið og vatnið.1- Býr í Missouri — Hvar hefurðu búið vestra? „Nánast alla mína tíð í borginni Independence rétt fyrir utan Kansas City í Missouri-ríki. Framan af búskapnum okkar bjuggum við í fremur litlu húsi en Vetrarstarf Björgunarsveitarinnar Hjálparinnar að komast á fulla ferð: Efnt til opins kynningarfundar og nýir félagar verða teknir inn Vetrarstarf björgunarsveitarinnar Hjálparinnar er að hefjast þessa dagana. Síðast liðinn sunnudag var sveitin með æfingu í sigi í Akraflalli og fór Skagablaðið á staðinn til að forvitnast um hvernig svona æfing gengur fyrir sig. Þegar upp var komið var fyrir líflegur hópur frá Hjálp- inni og var andinn yfir hópnum góður. Vakti það athygli, að þrátt fyrir léttleikann var fyllsta öryggis gætt í hvívetna. Æfingin var í því fólgin að sótt- ur var „slasaður“ maður niður í fjallshlíð og hann fluttur í körfu í sjúkrabíl. Þá æfðu félagar sveitar- innar sig í að síga og sumir voru að síga í fyrsta skipti en allt gekk vel. Eftir æfinguna tókum við Þór Magnússon formann Hjálparinn- ar tali og spurðum hvað væri fram- undan hjá sveitinni. Opinn fundur Hann sagði að nú færi vetrar- starfið af stað og liður í því væri að haldinn yrði kynningarfundur, þar sem starfsemi sveitarinnar yrði kynnt og nýir félagar teknir inn. Þór sagði að fundurinn væri öll- um opinn og það sem Hjálpin væri að gera væri að fá inn mannskap, sem vildu vera virkir félagar, en að sjálfsögðu væru aðrir félagar teknir inn (þ.e. félagar, sem ekki eru í fremstu víglínu en styðja sveitina á annan hátt). Þór sagði að sveitin væri opin fyrir bæði kynin, aldurstakmark væri að öllu jöfnu 17 ár. Ferskir að hausti Aðspurður sagði Þór, að yfir sumartímann væri frekar rólegt hjá sveitinni og menn hvíldinni fegnir og kæmu því ferskir til starfa í vetrarstarfið. í sveitinni eru um 25 félagar, þar af 15 sem eru mjög virkir. Sveitin er mjög vel búin fyrir sig og björgun slas- aðra úr fjöllum og erfiðum að- stæðum. Þá á sveitin mjög góðan bíl ásamt öðrum búnaði og er allt- af stefnt að því að endurnýja bún- aðinn eftir því sem hann gengur úr sér og ný tæki koma á markað. Varðandi fundinn, sem haldinn verður á morgun, fimmtudag kl. 20, verða þar þeir félgar sem eru virkir og munu þeir vera með ýmiss konar búnað sem sveitin á og sýna hann og svara fyrirspurn- um. Þá verða sýndar litskyggnur frá starfseminni í gegnum tíðina og erindi um starfið verða flutt. Eins og áður hefur komið fram þá er fundurinn opinn öllum karl- mönnum og kvenmönnum sem áhuga hafa á að taka þátt í björg- un mannslífa og una útivist og góðum félagsskap. Erþettakjörið tækifæri fyrir þá sem vilja taka þátt í starfseminni að láta í sér heyra og mæta á fundinn og láta skrá sig. Húsið of lítið Þór var spurður hvaða verkefni væru stærstu verkefnin hjá sveit- inni. Hann sagði að húsmálin hjá sveitinni væru það sem yrði að fara að huga að , húsið væri að verða allt of lítið fyrir starfsemina. Þá sagði Þór að brýnt væri orðið að fá annan bát og þá stærri en þann sem væri fyrir. Þá væri alltaf verið að vinna að því að fá tæki og búnað til hinna ýmsu verkefna sveitarinnar. Það er greinilegt, að nóg er að gera hjá þeim Hjálparmönnum og vafalítið væru not fyrir fleiri ein- staklinga, sem myndu vilja starfa í sveitinni. Þór sagði að fundir væru haldnir hálfsmánaðarlega og æfingar væru ekki sjaldnar en einu sinni í mánuði, en yfirleitt oftar. síðar byggðum við stærra hús og fluttum inn í það 1960. Þar kom sér vel að maðurinn minn var trésmiður því hann gerði nánast allt sjálfur." — Hvernig gekk þér að komast í snertingu við lífið í bænum fyrst eftir að þú fluttir út, varstu ekkert einmana? „Jú, auðvitað langaði mig alltaf heim annað slagið því ég er ákaf- lega mikill íslendingur og þá ekki síður Akurnesingur í mér. Sér- staklega saknaði ég sjávarins og fjallsins fallega við bæinn okkar. Þar sem við búum núna er hæðótt landslag og mikill trjágróður þannig að útsýnið er ekkert sam- bærilegt. Ég komst fljótt í sam- band við nágranna í gegnum for- eldrafélag skólans sem dóttir okk- ar gekk í og eins kynntist ég mörgu góðu fólki í gegnum safn- aðarstarf kirkjusnar okkar.“ Stöðugra veðurfar — Svo maður spyrji eins og dæmigerður íslendingur, hvernig viðrar þarna hjá ykkur? „Veðrið er miklu stöðugra en hér að öllu jöfnu en veðrabrigðin geta samt verið ótrúlega snögg. Jafnvel enn örari en hér heima. Og sem betur fer eru fellibyljir og hvirfilvindar nokkuð sem íslend- ingar eru lausir við. Mágkona mín lenti í því einu sinni að húsið hennar ásamt öllu innbúi sogaðist eitthvað upp í loftið og sást ekki meir. Fjölskyldan náði að komast niður í kjallara áður en sveipurinn gekk yfir og það varð henni til bjargar." — Er margt um íslendinga á þínum slóðum? „Nei, það er kannski ekki fjöl- mennt en þó eru þarna 20-25 íslendingar í eða við Kansas City og nágrannabyggðum. Annars vissi ég ekki annað en að ég væri einasti íslendingurinn þarna um slóðir allt fram til 1951. Þá gerði mikil flóð, en sem betur fer sluppum við frá þeim án skakka- falla. Hins vegar vareinhvergerð- ur út af örkinni til að kanna hvort allir Islendingarnir á þessum slóð- um væru ekki lifandi og ég vissi ekki neitt fyrr en ég heyrði kallað: „Dúa, eru lifandi?" Þá var þetta íslendingur að kanna ástandið hjá löndum sínum. Ég man að Morg- unblaðið sagði frá þessu 1951, að allir íslendingarnir hefðu lifað flóðin af í Missouri. Þau urðu hins vegar til þess að ég komst í kynni við aðra landa.“ — Þú hefur ekki hugsað þér að snúa hingað aftur og eyða efri árunum í gamla bænum? „Jú, þeirri hugsun hefur oft skotið niður í kollinn á mér og lengi vel ól ég þann draum með mér að við gætum flutt hingað þegar maðurinn minn væri kom- inn á eftirlaun. Þeim áfanga er reyndar náð en hann fékk hjarta- áfall fyrir nokkrum árum og sá atburður breytti öllum hugsanleg- um áformum í þá veruna. En þótt ég flytji ekki aftur heim alkomin verð ég aldrei annað en Islending- ur og Akurnesingur í mér,“ sagði Dúaaðlokum. —SSv. Björgun sjúklings æfð í Akrafjalli. I hreinskilni sagt: Dettur stundum í hug að maður sé að berja Villta vestrið augum Manni dettur stundum í hug þegar farið er í hjólreiðatúr eða bara göngutúr niður í bæ á laug- ardags- eða sunnudagsmorgn- um að maður sé að berja Villta vestrið augum. Og að kúrekarn- ir hafi aldeilis tekið trylling í rúðubrotum og öðru þá helgina. Nei, þetta er einfaldlega afrakstur skemmtana helgar- innar og þá sérstaklega þegar gott er veður. Þá virðist þessi einkennilega árátta ríkja að hreinlega mála bæinn rauðan!. Og viti menn, þetta eru bara við í litla bænum okkar og kannski þá mest unglingarnir. En mér segir svo hugur um að alltaf sé gottað segja: Unglingarnir voru að skemmta sér. En innan um slæðast nú oft þeir sem komnir eru af unglingsárunum. Já, það er sannarlega nóg að gera hjá þeim sem vinna við það hjá bænum að hreinsa þessa morgna. Sjáum ekki bjálkann Það er svolítið kátbroslegt að heyra þessa setningu á hverju hausti núorðið: „Það er alltaf allt vitlaust þegar þessi utanbæj- arlýður er kominn í bæinn, skólafólkið." Er þetta ekki eitt- hvað sjálfbirgingslegt og púka- legt? Væri ekki hálfleiðinlegt ef enginn vildi koma hingað í bæ- inn og vera. Kannski flæmum við að endingu alla í burtu með svona umtali. Mér finnst nefni- lega, að við séum farin að not- færa okkur þetta og hreinlega gerum íþvíað alltverði vitlaust, sérstaklega þessa umræddu fyrstu helgi í september. Við getum alveg gert allt vitlaust í bænum og brotið og bramlað. Við þurfum ekkert utanbæjar- fólk til að skýla okkur á bak við, ekki satt? Hreinsum þennan orðróm af fólkinu sem vill vera hjá okkur í bænum. Lögreglan Hvaða mynd vill lögreglan gefa af sér með því að segja, að ef hún sjáist í svona bæjarupp- þoti þá verði hreinlega allt vit- laust. Ég spyr bara: Hvernig á að skilja þetta? Það er óneitan- lega skrýtið að heyra yfirlög- regluþjón segja þetta. Mér finnst þctta leiðinlcgt fyrir lög- regluna að fólkið skuli bregðast svona við. Svo þegar þeir segja að það sé best að koma hvergi nærri þá er kjörið fyrir þá sem vilja vera með læti að lesa þetta í bæjarblaði að nýta sér næstu helgi í eitthvað fjör, brot og braml því löggan ætlar að vera inni hjá sér. Getur löggan ekki tekið þetta til athugunar? Hreinskilin. Umdeildir flutningar Þá er búið að flytja einhverjar umdeildustu kennslustofur í sögu bæjarins, af lóð Fjölbrautaskólans yfir álóð Grundaskóla, þarsem þær munustanda, a.m.k. ívetur. Upphaflega varmikil andstaða kennara í Grundaskóla við þessar stofur en er leið að hausti var sýnt að ekki var önnur haldbetri lausn — nema með því að prenta peningaseðla — og var því fallist á hana. Myndin var tekin þegar verið var að flytja stofurnar. Smáauglýsingamar Til sölu Philco tauþurrkari. Tekur 5 kíló. Uppl. í síma 2449. Tveir eldhressir 14 ára strákar á Skaganum taka að sér skemmtiatriði á samkom- um, árshátíðum og fleiru. Skemmtum með léttu gríni og trúbadortónlist. Uppl. í síma 1824 á milli kl. 20 og 21. Er með 5 mánaða skosk/ íslenskan hvolp sem ég vil gjarnan gefa upp í sveit. Uppl. í síma 2539 eftir hádegi. Til sölu vel með farin barna- kerra og baðborð. Á sama stað er óskað eftir fiskabúri með öllu. Uppl. í síma 1910. Eldri hjón vantar íbúð áeinni næðtil leigu. 100% reglu- semi heitið. Uppl. í síma 99-8356. Ung stúlka óskar eftir vinnu hálfan daginn. Einnig á sama stað til sölu barnavagn. Uppl. i síma 2967. Til sölu Amstrad tölva, 64 k, CPC-464 m/litaskjá og inn- byggðu segulbandi. Uppl. í síma 1097 eftir kl. 19. Til sölu síður símunstraður stórris; 2 lengjur 250x250 sm og 2 lengjur 320x250 sm. Gott verð. Einnig til sölu þykk- ar sofugardínur, 8 lengjur, 115x250 sm. Hlægilegt verð. Uppl. í síma 1530 á kvöldin. Óska eftir að kaupa notaða 2-400 lítra frystikistu. Uppl. í síma 2977. Til sölu vel með farinn Silver Cross barnavagn og leik- grind. Uppl. í síma 1891. Til sölu Sharp MZ 700 tölva með litprentara. Uppl. í síma 2608. FLUTNINGAR Tilboö óskast til flutninga á um það bil 760 tonnum af áfengi og tóbaki frá Reykjavík til útsölustaða ÁTVR á Akranesi, Akur- eyri og Sauðárkróki. Gert er ráð fyrir vikulegum ferðum. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri og tilboð verða opnuð á sama stað í viðurvist viðstaddra bjóðenda kl. 11.00 f.h. 3. október nk. Óska eftir að kaupa stóra vel með farna barnakerru. Uppl. í síma 1249. INNKAUMSTOFNUN RÍKISINS BORGARTUNI 7 SiMi 26íJ^4 PQSTHOLF '441 TEL£X 2006 'V0RUH AÐ TAKA UPP.„ ...peysur og boli á dömur og herra * Vinsælu Bonanza-buxurnar; komnar aftur ★ dömu-og herrasnið, gott verð * Tvískiptir gailar á börn^ í stærðunum 2-6 jf Einnig ódýrirjogging-gallar, verð aðeins kr. 680,- Verslunin Schiesserílv MERKIR GÆÐI Kirkjubraut 2, s. 1504 4 5

x

Skagablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.