Skagablaðið


Skagablaðið - 27.05.1987, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 27.05.1987, Blaðsíða 2
Smáauglýs- ingamar Óska eftir aö kaupa notað svart/hvítt sjónvarp fyrir tölvu, helst ódýrt. Uppl. í síma3310. Ung hjón meö eitt barn óska eftir aö taka á leigu íbúö í eitt ár. Uppl. í síma 92-8636 eöa 91-39591. Okkur vantar barnastól á reiðhjól. Uppl. í síma 1547. Óska eftir Hókus-Pókus stól eða einhverjum svipuöum. Uppl. í síma 1076 eftir kl. 19. Tll sölu Silver Cross-barna- vagn. Uppl. í síma 1044. Til sölu dökkgrænt sófasett mjög vel farið. Uppl. í síma 2857. Til sölu drapplitað eldhús- borö. Stærð 90x90 sm. Uppl. í síma 2045. Óska eftir að taka á leigu 3ja eða 4ra herbergja íbúð eða einbýlis. Uppl. í síma 1974 eftir kl. 19. Til sölu leðurjakki stærð 16. Lítið notaður. Uppl. í síma 1493. Til leigu er verslunar- eða skrifstofuhúsnæði við Skólabraut. Þeir sem hafa áhuga sendi tilboð í pósthólf 170 merkt „Verslunar- eða skrifstofuhúsnæði. Óska eftir unglingsstúlku til þess að passa bam á Akra- nesi í sumar. Uppl. í síma 91-24347. Óska eftir að taka á leigu 2ja-3ja herbergja íbúð í eitt ár, frá 1. júlí næstkomandi. Uppl. ísíma 91-621928. Til sölu rúm ásamt tveimur náttborðum og snyrtiborði. Einnig Hoover ryksuga. Uppl. í síma 2735 eftir kl. 17. Óska eftir að kaupa notaðan mótorhjólahjálm, helst Nova (nr. 57) eða sambærilegan. Uppl. í síma 2696. Ungur einstæður maður óskar eftir íbúð á leigu sem fyrst. Einnig á sama stað til söluToyota Corolla'74. Selst ódýrt. Uppl. í síma 2655 eftir kl. 14. Til sölu ný og ónotuð frystik- ista, 400 lítra. Uppl. í síma 2616 eftir kl. 17. Til sölu dökkbrúnn, vel með farinn Silver Cross barna- vagn með innkaupagrind. Uppl. í síma3119. Ljós drapplitað veski (budda) tapaðist á Langas- andi síðastliðinn þriðjudag. í veskinu eru skilríki, húslyklar og gleraugu. Uppl. í síma 1896 eða 3096. Óskum eftir að taka 4ra herb. íbúð á leigu eða einbýl- ishús sem allrafyrst. Uppl. í síma2515. Skagamenn komu mikið við sögu í 2. deikfl körfuboltans: Fengu sæti í 1. deild- inni fært á silfurfati Meistaraflokkur Skagamanna í körfuknattleik fékk óvænta gjöf á silfurfati á ársþingi Körfuknatt- ieikssambands Islands nú um helgina. Gjöfin var sæti í 1. deild á næsta keppnistímabili en sem kunnugt er hafa Skagamenn leik- ið í 2. deild undanfarin ár. Sú breyting var samþykkt á þingi KKÍ, að fjölga liðum í úrvalsdeild úr 6 í 9 og að öll önnur lið leiki í einni og sömu deildinni, 1. deild. Miðað við núverandi félagafjöldaættu 1. deildarfélögin að verða 12 talsins næsta vetur en þó kunna einhver að hellast úr lestinni áður en keppnistímabilið hefst. Þessi breyting hefur það í för með sér að í stað örfárra leikja í deildinni á vetri hverjum koma Skagamenn til með að leika 18-20 leiki á næsta keppnistímabili. „Þetta er mjög jákvætt fyrir körfu- boltann, ekki aðeins hér á Akra- nesi, heldur einnig um land allt. Núna fær meistaraflokkurinn mun fleiri og jafnari verkefni en verið hefur,“ sagði Ragnar Sig- urðsson, formaður Körfuknatt- leiksfélags Akraness, í stuttu spjalli við Skagablaðið. Ragnarvar endurfcjörinn Ragnar Sigurðsson var fyrir skömmu endurkjörinn formaður Körfuknattleiksfélags Akraness. Stjórn félagsins var öll endurkjör- in nema hvað Elías Ólafsson er nú í stöðu gjaldkera. Aðrir í stjórn- inni eru Elvar Þórólfsson, varaformaður, Sigurdór Sigvalda- son, ritari og Sveinbjörn Rögn- valdsson, spjaldskrárritari. Jón Þ. varð stigahæstur Jón Þ. Þórðarson varð stiga- kóngur í körfuknattleiknum á Akranesi sl. vetur. Jón, sem leik- ur í 4. flokki, skoraði 254 stig í leikjum vetrarins og skaut Garð- ari Jónssyni í meistaraflokki ref fyrir rass. Garðar skoraði alls 237 stig- I 5. flokki varð Rúnar Bjarna- son stigahæstur með 56 stig, Bogi Pétursson í 3. flokki með 99 stig og í 2. flokki kvenna varð Andrea Hjálmsdóttir hlutskörpust í þessu tilliti, skoraði 24 stig. Þess ber þó að geta að stúlkurnar léku mjög fáa leiki. Frumherjamótið í pflukasti: Bretamir hittu í maifc! Bretarnir David Butt og Michael Claxton sigruðu í vikubyrjun í fyrsta opinbera pílukastmotinu, sem fram hefur farið hér á Akra- nesi. Keppt var í „technics“ í tvíliðaleik. I öðru sæti í mótinu urðu þeir Birgir Arnar Birgisson og Pétur Björnsson en í þriðja sæti urðu Einar Skúlason ogHaraldur Helga- son. Mótið, sem bar nafnið Frumherjamótið, heppnaðist mjög vel í alla staði og tóku alls 8 pör þátt í því. Mikil og vaxandi áhugi eru nú á þessari íþrótt hér á Akranesi og hefur góðri aðstöðu verið komið upp í Knattborðsstofunni að Vesturgötu 48, þar sem Frum- herjamótið fór fram. Áttu bæði stiga- og villukónginn í vetur Skagamenn áttu bæði stiga- og hæsta leikmann deildarinnar, villukóngi2.deildíslandsmótsins Boga Pétursson, sem skoraði 118 í körfuknattleik karla. Þetta kom stig í 8 leikjum. fram á nýafstöðnu þingi Körfu- Elvar Þórólfsson reyndist hins knattleikssambands Islands. vegar villukóngur deildarinnar. Það var Garðar Jónsson sem Hann hlaut 31 villu í 8 leikjum. hirti stigakóngsnafnbótina en Skagamenn áttu einnig þann er hann skoraði 169 stig í 8 leikjum. var í 2. sæti, Sigurdór Sigvalda- Skagamenn áttu einnig 6. stiga- son, með 29 villur. Gísli Gíslason skoraði flestar stiga körfur í 2. deildinni sl. vetui Hann skoraði 8 slíkar í 6 leikjum Elvar varð í 3. sæti í þessu tillii með 6 slíkar körfur í 8 leikjum. Þ varð Bogi Pétursson í 5. sæti yfi bestu vítaskyttur deildarinnar o kom út með 63% hittni. Spuming vikunnar Hvernig verður veðrið í sumar? Leifur Heiðarson: — Það verður sól og blíða í allt sumar. Guðmundur Bjamason: — Sól og blíða. Kristinn Guðmundsson: — Það verður gott veður í sumar. Sæmundur Helgason: — Ósk- hyggjan segir gott sumar. Skagabladsó Ritstjórn og ábm.: Sigurður Sverrisson ■ Blaðamaður og Ijósmyndari: Árni S. Árnason ■ Auglýsingar og dreifing: Árni S. Árnason ■ Innheimta: Ellen Blumenstein ■ Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent ■ Útlit: Skagablaðið ■ Ritstjórnarskrifstofa er að Skólabraut 21, 2. hæð, og er opin alla virka daga frá kl. 10-17. ■ Símar 2261 og 1397 ■ Póstfang: Pósthólf 170, 300 Akranes. 2

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.