Skagablaðið - 27.05.1987, Page 4

Skagablaðið - 27.05.1987, Page 4
Opna Þ&E öldungamótiö í golfi: Einn Skagamaður á verölaunapall Skagamenn áttu einn mann á verð- launapalli í opna Þorgeirs & Ellerts öld- ungamótinu í golfi, sem fram fór á sunnu- dag. Vigfús Sigurðsson varð í 3. sæti í keppni með forgjöf. Það var Knútur Björnsson, Golf- klúbbnum Keili, sem sigraði í keppni án forgjafar en Þórður Sigurðsson, Golf- klúbbi Borgarness, sigraði í keppni með forgjöf. Lék hann á 61 höggi nettó. Ann- ar varð Karl Jóhannsson, Golfklúbbi Reykjavíkur, á 65 höggum nettó og 3. Vigfús á sama höggafjölda. Varað við sölu gass til bama Nú hefur verið dreift í allar verslanir hér á Akranesi plaggi frá heilbrigðisráð- herra, þar sem greint er frá banni á sölu kveikjaragass. Gasið má aðeins selja á bensínstöðvum og þá aðeins fólki, sem náð hefur 18 ára aldri. Bannið við sölu gassins kemur til af því að mikil brögð hafa verið að því, sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu, að unglingar hafi „sniffað" af gasinu til að komast í vímu. Alvarlegur heilaskaði getur hæglega or- sakast af slíku fikti. Að sögn lögreglunnar hér á Akranesi hefur ekkert borið á „sniffi“ hjá ungling- um hér í bæ svo vitað sé. Árekstur hjá SR en lítió tjón Smávægilegur árekstur varð á athafna- svæði Sementsverksmiðju ríkisins á mið- vikudaginn. Um var að ræða bifreið í eigu verksmiðjunnar og einkabifreið. Tjón varð óverulegt og meiðsli engin á fólki. SKAGABLAÐIÐ KEMUR NÆST ÚT FIMMTU- DAGINN 4. JÚNÍ Auglýsingarverð hækkarum5% Frá og með 1. júní hækkar grunnverð auglýsinga í Skagablaðinu um rúm 5%. Kostar dálksentimetrinn þá 185 krónur. Verð blaðsins hækkar í dag um 5 krónur og kostar þá kr. 60 miðað við 8 síður. Áform eru uppi um að stækka blaðið á ný í 12 síður í haust og mun verð þess þá hækka til samræmis. Ungur Skagamaður lýkur Kantorspróf i frá Tónskóla þjóðkirkjunnar. , JEtli þetta sé ekki eins konar köllun“ ■ segir Friðrik Vignir Stefánsson, sem stundað hefur tónlistamám í 18 ár og er ekkert á þeim buxunum að hætta Ungur Skagamaður, Friðrik Vignir Stefánsson, efnir á morgun til burtfarartónleika í Hallgrímskirkju í Reykjavík í tilefni þess að hann er að Ijúka Kantorsprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar. Orgeltónleikar Friðriks Vignis hefjast kl. 17 á morgun. Skagablaðið ræddi stuttlega við tónlistarmanninn unga og innti hann fyrst eftir því hvenær hann hefði hafið tónlistamám. Friðrik Vignir með skiltið á Tónlistarskóla Akraness fyrirofan höfuðið. Þar steig hann sín fyrstu spor í orgelnáminu. „Ég var sjö ára þegar ég fór fyrst í Tónlistarskólann hér á Ákranesi," sagði Friðrik Vignir. „Upphaflega ætlaði ég að fara beint í orgelnám en var kurteis- lega bent á að ég hefði nú tæpast vald á slíku. Það varð því úr að ég byrjaði að læra á píanó en fór síð- an yfir í orgelið þegar ég var 9 ára.“ Köllun - Hvað kom til að gutti á þess- um aldri hafði svo mikinn áhuga á að læra á orgel? „Það er nú það. Ætli þetta sé ekki einhvers konar köllun. Bílgarmar fjarlægðir Þessa dagana er lögreglan að undirbúa í samráði við bæjaryfir- völd herferð gegn þeim bfleigend- um, sem geymt hafa númerslausa og óskráða bflgarma á götum úti. Slfkt er bannað samkvæmt reglu- gerð. Að sögn lögreglu hafa menn vikuna til að gera hreint fyrir sín- um dyrum. Vitað er af fjölda númerslausra bíla á götum úti, sem ekki verður hikað við að fjar- lægja á kostnað eigenda geri þeir það ekki sjálfir fyrir tiltekinn tíma. Þá mun nokkuð um það, að menn geymi bílgarma sína inni á lóðum, þar sem erfiðara er að hrófla við þeim. í slíkum tilvikum verður að reyna að höfða til sam- kenndar fólks gagnvart nágrönn- um því tæpast getur það talist til garðprýði að hafa ryðgaða bíl- druslu til skrauts. Opiö hús í „Grundó“ Grundaskóli efndi um fyrri helgi til opins húss í skólanum, þar sem gestum gafst kostur á að kynna sér húsakynni og starfsemi skólans, auk þess sem hluti vetrarstarfs nemendanna var til sýnis. Til þess að skemmta gestum brugðu nemendur á leik og þegar Skagablaðið bar að garði var kór nemenda að syngja. Meðfylgj- andi mynd sýnir kórinn syngja undir stjórn Flosa Einarssonar. Reyndar kynntist ég sem barn konu, sem spilaði mikið á gamal- dags orgel og hún kenndi mér eig- inlega nóturnar. Þegar ég kom í skólann gat ég spilað einföld lög á hljómborðið með einum fingri. Það hjálpaði til og eflaust hafa kynnin af þessari konu haft eitt- hvað að segja.“ - Samkvæmt þessari lýsingu þinni ertu búinn að vera að læra á píanó og orgel í 18 ár, er ekki kominn neinn námsleiði í þig? „Nei, það er af og frá. Auðvitað verður maður stundum þreyttur en tónlistin veitir manni svo mikla fyllingu að slík tímabil gleymast fljótt. Það er hægt að fá ótrúlega útrás við það að spila á orgel. - Ertu þá kannski að hugsa um framhaldsnám erlendis? „Já, ég get ekki neitað því að ég hef verið að velta slíku fyrir mér. Ég er jafnvel að gæla við að kom- ast að í Finnlandi. Menn hafa ver- ið að fara til Frakklands og Þýska- lands til framhaldsnáms í orgel- leik en ég held að það gæti verið gaman að reyna fyrir sér annars staðar.“ - Hvernig er það með orgel- verkin, sem leikin eru nú á dögum, eru þetta einvörðungu eldri verk eða eru einhver nútíma- verk með í dæminu? „Jú, það eru nú samin verk fyrir orgel enn í dag og reyndar er dálítil vakning í þeim efnum en sú tónlist er ekki beint mjög lík þeirri, sem gömlu meistararnir voru að semja hér fvrr á öldum.“ Auglýsið í Skagablaðinu Friðrik við orgelið í Hallgrímskirkju. Ótæmandi möguleikar - Hvað hefur orgelið að þínu mati fram yfir píanó t.d.? „Það er æði margt. Orgelið hef- ur miklu breiðara tónsvið og á stór orgel er hægt að spila ótrúlegustu verk. Möguleikarnir eru nánast ótæmandi.“ - Hve stór eru orgelin hérlendis yfirleitt? „Þau eru nú fremur smá miðað við orgel sem notast er við erlend- is. Ég held að stærsta orgel lands- ins sé að finna á Akureyri. Það er að ég held 48 radda. Svo vill til, að það er einmitt Skagamaður, Bjöm Steinar Sólbergsson, sem er Vel heppnað maraþon* badminton um helgina Þau voru að vonum þreytt en ánægð krakkarnir, sem efndu til mara- þonbadmintonsins í íþróttahúsinu frá kl. 10 á föstudagsmorgun til kl. 16 á laugardag. Alls léku þau sleitulaust í 30 klukkutíma og söfnuðu vel á annað hundrað þúsund krónum upp í væntanlega smíði og uppsetn- ingu ljósa í nýja íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum, sem Badmintonfélag Akraness ætlar að annast. AKUMESmGAR ■ PÍÆRS VEITAMENN Athugið að umhoð Samvinnutrygg- inga á Akranesi hefur fengið nýtt símanúmer. fiýja númerið er SAMVINNU TRYGGINGAR 3388 UMBODIÐÁAKRMESL organisti þar.“ - Nú ertu búinn að sitja á skóla- bekk í fjölda ára, er orgelnámið frábrugðið öðru tónlistarnámi? „Já, það er það í sjálfu sér að mörgu leyti. Eitt af því sem við þurfum t.d. að læra er að gera við minniháttar bilanir, sem hrjáð geta hljóðfærin. Þá þurfum við að læra allt um uppbyggingu mess- unnar út frá tónlistinni og einnig þurfum við að læra sálmafræði. Sjálfur hef ég sökkt mér í það því ég er að vinna að lokaritgerð sem fjallar um samanburð á gömlu íslensku sálmunum. Það er heil- mikil stúdía.“ - Svo aftur sé vikið að námi Friðriks Vignis í lokin má geta þess, að síðustu 3 árin hefur hann verið í læri hjá Herði Áskelssyni. Áður lærði hann hjá Hauki Guð- laugssyni og Fríðu Lárusdóttur við Tónlistarskóla Akraness. Samhliða náminu hefur hann m.a. annast kórstjórn og sinnt starfi organista við Innra-Hólmskirkju. Á tónleikunum í Hallgríms- kirkju á morgun leikur hann verk eftir Bach, Couperin, Frank og Jón Þórarinsson. Sem fyrr segir hefjast tónleikarnir kl. 17 hjá þessum unga en staðfasta tónlistar- manni. Skagablaðið óskar honum velfarnaðar í framtíðinni og góðr- ar ferðar er hann heldur utan til náms í haust. Lokað vegna sumarleyfa Viðskiptavinir athugið! Verkstæðið við Suðurgötu verður lokað um óákveðinn tíma vegna sumarleyfa. Að sjálfsögðu verður boðið uppá alla þjónustu á verkstæðinu við Dalbraut og geta viðskiptavinir snúið sér þangað. HJOIBARÐAVIÐGERÐIN SF. Dalbraut 14, sími 1777 Sláttuvélar - vélorf Kantskerar og fleira til garðverka. Þjónustu- fyrirtæki á uppleiö. Opið alla virka daga frá Tækjaleígan Akranesi kl. 17 til 20 og í hádeginu, laugardagafrákl. Vesturgötu 48 - Sími 2614 10 til 17. EÓSTSENDÚM. Jersl.OÐINN < , ‘ Kirkjubraut 5, sími 1986. LEIIíJAAÁMSKEID Leilsjanámskeiðm viiisælu hefjast uæstkomaudi ináiiii- dag. Xámskeiðin eru fyrir börn á aldrinum 7-11 ára. Sérstakt námskeið verður fvrir 6 ára börn og er skráð í þau á sama stað. A uámskeiðuuum er boðið upp á leiki, gönguferðir, áti- grill, sigliugu og farið verður á liestbak. Skráning fer fram á Bæjarskrifstofuuni Kirkjubraut 28. Aámskeiðsgjabl er kr. 1000 og greiðist við skráningu. Æsiírijfísxr.rxn. 4 5

x

Skagablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.