Skagablaðið


Skagablaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 2
2 Skagablaóið Smáauglýs- ingamar Til sölu DBS karlmannsreið- hjól 24”, þriggja gíra. Einnig byrjendahjól. Uppl. í síma 12191. Til sölu Maxtonetrommusett meðtöskum. Uppl. í síma 11126. Köttur í óskilum. Svartur, hvítur og grár köttur er í óskil- um. Uppl. í síma 12329. Til leigu 4ra herbergja íbúð í blokk (Lerkigrund 4). Leigist frá 1. júlíí eitt ár. Uppl. í síma 13242. Gamall ísskápurfæstgefins gegn því að verasóttur. Uppl. ísíma 12908. Ti leigu 3ja herbergja íbúð í blokk. Leigist frá 1. júlí. Tilboð. Uppl. i síma 12782 eða 12558. Til sölu eins árs grár Silver Cross barnavagn. Uppl. í síma 13181 eftir kl. 16.30. Óska eftir að passa barn í sumar. Verð 14 ára á árinu. Uppl. í síma 12820. Óska eftir einstaklingsíbúð eða herbergi til leigu. Uppl. í síma 91 -667009 eftir kl. 22. Óska eftir 3ja herbergja íbúð til leigu. Reglusemi og örugg- um greiðslum heitið. Uppl. í síma 13265. Óskum eftir 2ja-3ja her- bergja íbúðtil leigu. Uppl. í síma 11785 eða 11085. Til sölu BMX hjól og barna- kerra, án skerms. Uppl. í síma 11603. Óska eftir að kaupa notaða ódýra þvottavél. Uppl. í síma 12685. Til sölu Commodore 64 K tölva með gulum skjá, segul- bandi og 8 leikjaspólum. Einnig á sama stað til sölu 26" DBS reiðhjól. Uppl. í síma 11674, Einar. Til sölu mjög vel með farin Emmaljunga barnavagn, stærri gerð. Uppl. í síma 11333. Til sölu furuhjónarúm, 1,80x2,00 m. Verð ca10. þúsund. Uppl. í síma 12817. Til leigu raðhús við Voga- braut. Uppl. í síma 11842. Óska eftir að taka á leigu 2-3 herbergja íbúð. Uppl. í síma 11768 á kvöldin. Óska eftir góðri barnapíu, helst 10-12 ára, til þess að gæta 2ja ára stúlku frá kl. 13-17 mánudagatil fimmtudaga. Bý á Stekkjarholti. Uppl. í síma 11532. Gísli Gíslason bæjarstjóri skrifar um reikninga bæjarsjóðss Ýmsum góðum málum þokað Reikningar bæjarsjóðs fyrir árið 1987 hafa nú verið lagðir fram í bæjarstjórn. Reikningarnir eru fyrr á ferðinni en oft áður og er því að þakka að veruleg áhersla hefur verið lögð á það undanfarin ár að gera bókhald bæjarins að virku og öruggu stjómtæki. Nú er svo komið að úrvinnsla bókhaldsgagna og upplýsingar úr bókhaldi eru óvíða hjá sveitarfé- lögum betri en hér í bæ, en því er þó ekki að leyna, að þessu marki var náð með mikill vinnu og til þess að halda því sem náðst hefur og bæta árangurinn, þarf einnig mikla vinnu. Helstu niðurstöðutölur í reikn- ingum bæjarsjóðs eru þessar: Tekjur voru 260,1 milljónir króna að meðtöldum fjármuna- tekjum, en tekjur voru áætlaðar 261.2 milljónir. Tekjur voru því 1.2 milljónir undir áætlun eða 2,3%, sem verður að teljast við- unandi mismunur þótt ætíð sé betra að hafa mismuninn á hinn veginn. Heildargjöld bæjarsjóðs voru 396,3 milljónir króna, sem er 13,6 milljónir umfram fjárhagsáætlun. Heiídartekjur bæjarsjóðs urðu hins vegar 390,7 milljónir, sem er um 11,5 milljónirumfram áætlun. Lántökur Gjöld til rekstrar, tækjakaupa og framkvæmda fóru því 5,6 mill- jónir króna umfram þær tekjur sem bæjarsjóður hafði til ráð- stöfunar. Úr bæjarsjóði þurfti að greiða auk framangreindra gjalda 68,6 milljónir, t.d. í afborganir af lánum o.fl., en á móti komu m.a. lántökur og afborganir af þeim skuldum sem bæjarsjóður á úti- standandi, 69,4 milljónir króna. Lántökur bæjarsjóðs á árinu 1987 námu 54,3 milljónum króna, sem er 8,9 milljónir umfram það sem áætlað var. í afborganir af langtímalánum fóru 26,2 milljón- ir. í fjárhagsáætlun 1987 var gert ráð fyrir að verja 13,5 milljónum króna til þess að lagfæra greið- slustöðu bæjarsjóðs. Reyndar var einnig áætlað í fjárhagsáætluninni fyrir kostnaði við framkvæmdir ársins 1986, sem fóru þá fram úr áætlun 17,8 milljónir. Þvi mark- miði var ekki náð, en í árslok hafði þó tekist að lagfæra stöðuna lítillega eða um tæpa milljón króna. Meginskýring þess að staðan lagaðist ekki jafnmikið og stefnt var að er sú, að laun og launa- tengd gjöld fóru 12,3 milljónir umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, sem er 10,9% umfram það sem áætlað var til launa og launatengdra gjalda. Þá fór kostnaður vegna tannlækni- nga barna og framlag til Sjúkra- samlagsins samtals 4,3 milljónir umfram áætlun, en þessi liður nam á árinu samtals 28,1 milljón króna. Happdrætti Knattspyrnufélags ÍA Vinningsnúmer 1.-2. FerðtilAmsterdam 3.-4. Adidas íþróttagallar 5.-6. Adidas íþróttatöskur 7.-10. Frímiðar á SL-deildarleiki 11.-20. Selectfótboltar nr. 899 og 919 nr. 208 og 871 nr. 588 og 820 nr. 446, 263, 55,193 nr. 845, 852, 777, 729,349,587,240, 438,431,792 Gagnrýni sveitarstjórnarmanna Sveitarstjórnarmenn hafa gagnrýnt hvernig framlögum til þessara málaflokka er fyrir komið, en þeir sem halda utan um bæjarkassann fá engu ráðið um þann kostnað sem til fellur, auk þess sem ríkið innheimtir í raun stærri hlut af kostnaði við rekstur sjúkrahúsa en lög heimila. Hreinn umframkostnaður vegna fjármagnskostnaðar/fjár- munatekna nemur um 2,5 mill- jónum, að teknu tilliti til mismun- ar á uppsetningu ársreikninga og fjárhagsáætlunar, en þar vegur þungt, að þær forsendur sem lagð- ar voru til grundvallar við gerð fjárhagsáætlunar um vexti og lánskjaravísitölu, voru nokkru lægri en raun varð á en mikil hækkun vaxta á árinu hafði þarna mest áhrif. Þá má segja að vegna hækkana verðlags umfram for- sendur fjárhagsáætlunar hafi 1,2 milljónir króna komið til gjalda umfram fjárhagsáætlun. Heildarkostnaður rekstrar umfram áætlun ársins 1987 nam 25,7 milljónum og eru framan- greind atriði að mestu skýring þess mismunar, en að auki má benda á að kostnaður við sorp- hreinsun, skipulagsvinnu, gatna- gerð, almenningsgarða og útivist varð nokkru meiri en ráð var fyrir gert eða um 4,3 milljónir króna umfram áætlun. Framkvæmdir Rekstrargjöld bæjarsjóðs námu nettó 228,2 milljónum króna, en í fjárhagsáætlun voru áætlaðar 202,4 milljónir. Til gjaldfærðrar fjárfestingar fóru nettó 10 mill- jónir og til eignfærðrar fjárfest- ingar nettó 13,8 milljónir. Stærsta framkvæmd ársins var við B-álmu Grundaskóla, þar sem tekið var í notkun nýtt 815 fer- metra skólahúsnæði, en heildar- kostnaður nam á árinu 33,5 mill- jónum króna, en til viðbótar er kostnaður, 5,8 milljónir, sem féll til á árinu 1986. Þá voru lagðar 3,4 milljónir króna í nýbyggingu gatna, 2,4 milljónir í holræsi og 2,8 milljónir í sjóvarnargarð við Bakkatún og í skógrækt fóru 4,4 milljónir. Til Fjölbrautaskólans fóru 5 milljónir króna, 8,2 milljónir til sundlaugur á Jarðarsbökkum og 1,2 milljónir til dvalarheimilisins Höfða. Niðurstaða reikninganna er sú, að ýmsum góðum málum var þok- að áfram en ekki tókst að létta á skuldum bæjarsjóðs eins og ráð var fyrir gert. Ástand mála er þó eilítið betra í lok árs 1987 en í upphafi þess árs og ef markmiðum áætlunar ársins 1988 verður náð hvað varðar rekstur, framkvæmdir og annað sem snýr að fjármálum bæjarins, þá iná vel við una í Ijósi þeirrar óvissu sem ríkir bæði um verðlag í landinu og tekjur sveitarfélaga. Gísli Gíslason, bæjarstjóri Spuming vikunnar Hefur þú skoðað Byggða- safnið í Görðum nýlega? Jón Gunnlaugsson: - Ekki nýlega. Ég skoðaði það fyrir um tveimur árum mér til mikillar ánægju. Bjarki Sveinbjörnsson: - Ég hef aldrei skoðað það. Það er á fimm ára áætlun að skoða það. Þorbjörg Magnúsdóttir: - Nei, ég hef aldrei skoðað það. Ragna Guðmundsdóttir: - Nei, ekki nýlega, en skoðaði safnið fyr- ir nokkrum árum og líkaði mjög vel. Skagablaóiö Ritstjóri: Garðar Guðjónsson. ■ Ábm.: Sigurður Sverrisson ■ Ljósmyndari: Árni S. Árnason ■ Auglýsingarogdreifing:ÁrniS. Árnason ■ Innheimta: Ellen Blumenstein ■ Setning, umbrot, film- uvinna og prentun: ■ Borgarprent ■ Útlit: Skagablaðið ■ Ritstjórnarskrifstofa er að Skólabraut 21,2. hæð, ogeropinallavirkadagafrákl. 10-17. ■ Símar 12261 og 11397 ■ Póstfang: Pósthólf 170, 300 Akranes.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.