Skagablaðið


Skagablaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 11

Skagablaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 11
Skagablaðið 11 í brennidepli Fullt nafn? Jón Pálmi Pálsson. Fæðingardagur? 27. júlí 1954. Fæðingarstaður? Siglu- fjörður. Fjölskyldurhagir? Kvæntur Katrínu Leifsdóttur, á þrjú börn. Bifreið? Subaru árgerð 1984. Starf? Bæjarritari. Fyrri störf? Bæjarritari á Siglufirði. Helsti veikleiki? Ekki mitt að dæma um það. Helsti kostur? Læt aðra dæma um það. Uppáhaldsmatur? Blóð- steikt nautafile með góðu rauðvíni. Versti matur sem þú færð? Hræringur. Uppáhaldsdrykkur? Bjór og gott viský. Uppáhaldstónlist? Flestar tegundir tónlistar nema sin- fóníur. Uppáhaldsblað/tímarit/ bók? Morgunblaðið. Uppáhaldsíþróttamaður? Enginn sérstakur. Hvaða stjórnmálamanni hefurðu mestar mætur á? Bresku járnfrúnni. Uppáhaldssjónvarpsefnið þitt? Fréttir. Leiðinlegasta sjónvarps- efni að þínu mati? Óperur. Uppáhalds útvarps- og sjónvarpsmaður? Ómar Ragnarsson, Sigrún Stefáns- dóttir. Uppáhaldsleikari? Bill Cosby. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Jörð í Afríku. Hvernig eyðir þú frístund- um þínum? Með fjölskyld- unni. Fallegasti staður á Islandi? Heiðarleika og hreinskilni. Hvað metur þú mest í fari annarra? Óstundvísi. Hvað angrar þig mest í fari annarra? Óstundvísi. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta og hvers vegna? Margaret Thatcher vegna stórkostlegs stjórn- málaferils. Hvaða námsefni líkaði þér verst við í skóla? Þýsku. Hvað myndirðu vilja fá í af- mælisgjöf? Garðhúsgögn. Hvað veitir þér mesta afslöppun? Heitt bað. Hvaða mál myndirðu setja efst á blað ef þú værir einráð- ur í einn dag? Einfalda stjórn- kerfið, ríkisbáknið. Áskornn atvinnumálanefndar til stjómvalda: Stór hluti Akumesinga gæti misst vinnu sína - óvíst um framtíð margra fyrirtækja á Akranesi, segiríáskonminni Atvinnumálanefnd Akraness fullyrðir m.a. í áskorun sinni til stjóm- valda að óvíst sé um framtíð margra fyrirtækja í iðnaði og þjónustu á Akranesi. Nefndin segir einnig að stór hluti vinnandi fólks á Akranesi gæti misst atvinnu sína á næstu vikum ef stjórnvöld sitja aðgerðalaus. Atvinnumálanefnd sendi stjórnvöldum áskorun sína um það bil sem gengisfelling og bráða- birgðalög ríkisstjórnarinnar voru að skella á. Nefndin bendir á að starfsskil- yrði undirstöðuatvinnugreina bæjarbúa og um leið allra lands- manna hafi versnað mjög undan- farin tvö ár. í áskorun sinni rekur nefndin áhrif fastgengisstefnunnar á stöðu útflutningsfyrirtækja, áhrif verð- bólgu, hækkun olíuverðs og lækk- un fiskverðs á mörkuðum erlend- is. „Fiskverð erlendis hefur almennt lækkað og ferskfisksalan jafnvel talin vera farin að koma í bakið á okkur hvað varðar sölu á fullunnum fiski. í ár tala forsvars- menn fiskvinnslufyrirtækja um tap af stærðargráðunni 15-20% af tekjum. í samkeppnis- og útflutnings- iðnaði hefur hallað undan fæti all- an þennan tíma nema náðst hafi verulegar verðhækkanir á fram- leiðslunni, en það er yfirleitt þrautin þyngri að ná umtalsverð- um verðhækkunum á iðnvarningi, ekki síst þar sem staðið er í sam- keppni við iðnþróuðustu láglauna- svæði heimsins, eins og gerist í mörgum greinum iðnaðar, t.d. í fataframleiðslu. í þeirri grein hafa íslensk fyrirtæki bókstaflega hrunið á þessum tveim árum,“ segir í áskoruninni. Áskorunin var rituð og sam- þykkt af Ragnheiði Þorgrímsdótt- ur, Rúnari Péturssyni, Bimi Kjart- anssyni, Kjartani Guðmundssyni og Valgeiri Guðmundssyni. Almenn hlutaQár- söfnun í Fjárfestingar- félagi Vesturlands Almenn hlutaQársöfnun í Fjárfestingarfélagi Vesturlands stendur yfir. Stofnun öflugs fjárfestingarfélags hér í kjördæminu gerir heimamönnum kleift að hafa meiri áhrif en ella á atvinnuuppbyggingu svæðisins. Til þess að þetta takist vel þarf að nýta þekkingu og reynslu þeirra sem standa að atvinnurekstri á Vesturlandi. Hlutafjárkaup eru frádráttarbær til skatts að vissum skilyrðum uppfylltum. Allar nánari upplýsingar eru gefnar hjá viðkomandi sveitastjórum eða í síma 71318. FRMKVÆMDMEMD MSTOFNW FJÁRFESTIPÍGARFÉLA GS Akraneskaupstaður -Tæknideild ÚTBOÐ SORPHAUGAR AKRANESI, GÆSLA OG URÐUN Tilboð óskast í gæslu og urðun sorps á sorphaugum Akraness við Garðasel. Verkið tekur til eftirfarandi þátta: 1. Gæsla, sorpmóttaka, urðun með vinnuvél, móttaka aðflutts efnis. 2. Flutningur og taka malarefnis, ásamt viðhaldi plana og brauta. Verkið er boðið út til eins árs. Útboðsgögn eru afhent á Tæknideild Akraneskaupstaðar, Kirkjubraut 28, gegn 5000 kr. skila- tryggingu. Tilboðum skal skilað á sama stað eigi síðar en þriðjudaginn 21. júní 1988, kl. 11:00. Verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þar mæta. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða að hafna þeim öllum. BÆJARTÆKNIFRÆÐINGUR Lijjaog þýddljóð Hörpuútgáfan gaf nýverið út tvær bækur, Lilju Eysteins Ásgrímssonar og Ljóðaþýð- ingar Yngva Jóhannessonar. Báðar hafa þessar bækur áður komið út hjá Hörpuút- gáfunni. Lilja er talin vera ort af Eysteini Ásgrímssyni munki um miðja 14. öld og er þar sögð saga heimsins frá sköp- un til dómsdags. Allir kann- ast við orðtakið „öll skáld vildu Lilju kveðið hafa“ og segir það sína sögu um sess Lilju í íslenskum bókmennt- um. Gunnar Finnbogason cand. mag. annaðist þessa útgáfu, sem er 113 blaðsíður. Skýringar fylgja hverju kvæði. Ljóðaþýðingar Yngva Jóhannessonar komu fyrst út árið 1973. Þar er að finna þýð- ingar á ljóðum ýmissa höfuð- skálda, en ljóðin eru þar einn- ig á frummálinu, þannig að bera má saman frumútgáfu og þýðingu. HÆTTULEG KYNNI (FATALATTRACTION) Þá er hún komin, myndin sem allir hafa verið að bíða eftir. Hættuleg kynni var til- nefnd til 6. óskarsverð- launa. ★ Besta kvikmynd ársins ★ Besti kvenleikari í aðal- hlutverki ★ Besti leikstjóri ★ Besti kvenleikari í aukahlutverki ★ Besta kvikmyndahandrit ★ Besta klipping ★ Glenn Close fékk óskar- inn fyrir frábæran leik í myndinni. Aðalhlutverk: Michael Douglas, Glenn Close, Anne Archer. Sýnd fimmtudag, föstudag og sunnudag kl. 21.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.