Skagablaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 10
10
Skagablaðið
ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR
Blóm í úrvali og
allt tíl blómar æktar
Blómabúðin LOLlSE
Skólahraut 33 * & 11301
KÆLITÆKJAMONUSTA
Viðgerða- og varahlutaþjónusta fyrir frystiKistur,
ísskápa og kælikerfi.
KÆLITÆKJAÞJÓNUSTA VESTURLANDS
Stekkjarholti 15, Akranesi © 13211
LJOSMYNDASTOFA
ÓLAFS ÁRNASONAR
Framköllunarþjónusta. Afgreiðum myndir í stærð-
unum 9x13,10x15 og 13x18. Afgreiðslustaðir auk
okkar: Bókaskemman, Skúturnarog Stjörnukaffi.
SÓLBAÐSTOFAN
SÓLBREKKA
SÍMI12944 - VERIÐ VELK0MIF1 E
BOLSTKUN
Klæði gömul húsgógn og
geri þau sem ný.
GUNNAR GUNNARSSON,
Hjarðarholti 9 • S 12223
Ljúffengir réttir
í hádeginu—allan daginn
STJÖRNUKAFFI • & 12269
Æteiirer?
TRYGGINGAR
™ 93-12800.
GARÐABRAUT 2
TÆKJALEIGA
Nýleg og öflug tæki.
Opið alladagafrá kl. 13-22.
TÆKJALEIGAN AKRANESI,
Suðurgötu 103 - S 12950
VIÐTALSTIMAR
Mánudaga, miovikudaga og föstudaga
f Lögmannsstofan Kirkjubraut 11
Jón Sveinsson, hérðasdómslög-
maður, símar 12770 og 12990.
Suðurlandsbr. 32. simi 91-680070
JIAMX
Tek að mér alhliða mábúngarriimu.
RÍIAR ELÍASSOA - S12916
MÁLARAMEISTARI
Samvinnuferdir - Landsýn
Akranesumboð
Breiðargðtu 1 - Sími 13386
Trésmíðaþjónusta
Tek að mér ýmiss smærri verk, t.d.
uppsetningar o.fl.
RÚNAR HJÁLMARSSON @11244
HREINGERNINGARÞJONUSTA
Tökum að okkur allar hreingerningar. Teppa- og húsgagna-
hreinsun. Bónhreinsun og gólfbónun. Sjúgum upp vatn.
ValurGunnarsson
Vesturgötu 163-® 13271 eða 11877(símsvari)
FOTAAÐGERÐIR
Tímapantanir í síma 11014
Fótaaðgerðastofa
Guðrunar Sigurbjömsdóttur
Einigrund 18
• Kemiskhreinsun
• Fatapressun
• Þvottahús-þvoum
allan þvott
• Vönduð þjónusta
T
HOPFERÐABILAR
ReynirJóhannsson © 12505& 38800
VELAVINNA
Leigjum út flestar gerðir vinnu-
SKTIFI JMJ7 véla. Önnumst jarðvegsskipti
,'U| \JV ogútvegummöi sand og mold.
Fljót og örugg þjónusta.
Faxabraut 9
S 13000
GÆLUDÝR, FÓÐUROG
ALLTTILHEYRANDI
Opið frá kl. 13-18 virka daga.
DÝRALÍ F SKÓLABRAUT 23, S. 12852
Öll almenn renni-
smíði. Erum með
fræsivél.
HAFSTEINN BALDURSSON RENNISMIDAU
JADARSBRAUT13 - 300 AKRANES
BILALEIGA
MMC-4WD 8 manna og 5 manna
fólksbílar, allir árg. 1988.
SIIX/II 1 1 856
Jón Svenisson skrifar um garðyrkju:
Tvær tískuplöntur
Blóm ganga í tísku eins og föt og annað. Fyrir nokkrum árum kom
á markaðinn blóm sem allir urðu vitlausir í að eignast. Þetta voru trjá-
stautar í ýmsum stærðum og oft margir saman. Ut úr þeim óxu svo blöð
á víð og dreif.
Þetta var nýtt fyrir fólki og þótti
fínt. En nú virðist þessi planta
ekki lengur í tísku, en önnur tekin
við sem tískuplanta (sjá síðari
grein). Þetta kemur fram í verð-
laginu, því fyrst eftir að þessi
planta kom á markaðinn var hún
svakalega dýr, en í dag er hægt að
fá hana á þokkalegu verði.
Þessi planta hefur gengið undir
nafninuyucca, en heitir pálmalilja
á íslensku. Hún þarf mikla vökv-
un yfir sumarið en mjög litla yfir
veturinn og getur maður hæglega
farið illa með hana á ofvökvun yfir
veturinn. Blöðin verða gul og
detta af, fyrst að neðan.
Yucca þarf mikla birtu og má
standa í sól. Hún getur einnig
staðið úti á góðum dögum. Gott
er að úða hana annað slagið.
Yucca er harðgerð planta og
frábrugðin öðrum plöntum.
Stofuaskur
Stofuaskur er nýja tískuplant-
an. Hægt er að fá hann í ýmsum
stærðum og stundum marga sam-
an í einum potti. Oftast er sáð fyr-
ir plöntunni en einnig er hægt að
koma til toppgræðlingum með því
að stinga þeim í vaxtarhormón og
síðan beint í mold.
Stofuaskur vex frekar hratt
þegar bestu skilyrði eru fyrir
hendi. Hann má ekki standa í sól,
en þarf samt góða birtu. Yfir
sumarið þarf hann mikla vökvun,
sérstaklega stórar plöntur, en
minna að vetrinum. Þetta gildir
um flestar plöntur, en það er lík-
lega skýring á því hve blómin fara
illa hjá mörgum yfir veturinn að
um ofvökvun er að ræða, en þá
eru flest stofublómin í dvala og
þurfa ekki á miklu vatni að halda.
Stofuaskur má alls ekki þorna
að sumrinu því þá skrælnar hann
og blöðin krumpast. Ekki er hægt
að bæta úr því þegar skaðinn er
skeður. Gott er að úða með vatni
einu sinni í viku.
Við getum alveg ráðið vextin-
um á stofuaskinum. Við getum
leyft honum að vaxa beint upp
þangað til hann kemst ekki
lengra, en hann getur vaxið frá
gólfi og upp í loft á um það bil
fjórum árum.
En ef við toppstífum, þ.e.
brjótum toppinn af, koma aðrir
með hliðunum og verður plantan
þá þéttari. Þannig getum við topp-
stíft að vild og haldið plöntunni
lágri og þéttri eða leyft henni að
vaxa beint upp sem einstofna tré.
Stofuaskur er mjög fallegt stof-
ublóm og fremur auðvelt í
ræktun.
Jón Sverrisson
Söfnuðu fyrir vatni
Rakel Karlsdóttir, Sigríður Víðis Jónsdóttir, Styrmir Karlsson og
Bjarki Þór Jónsson héldu hlutaveltu nýlega og söfnuðu 1360 krónum.
Þau ætla að láta peningana renna til vatnsbóls Rauða krossins í Eþíó-
píu. Skagablaðið kemur fénu til skila.
Nýja íþróttahúsið:
Parkett á góffiö
Hafist var handa við að leggja
parkett á gólf nýja íþróttahússins
á Jaðarsbökkum í þessarí viku og
var fenginn danskur sérfræðingur
til þess að leiðbeina um lagning-
una.
Parkettið varð fyrir valinu þar
sem slysahætta af því er talin
minni en af dúk eins og er á gólfi
íþróttahússins við Vesturgötu.
Tæplega þrjú ár eru nú liðin síð-
an fyrsta skóflustungan að nýja
íþróttahúsinu var tekin og er nú
stefnt að því að taka húsið í notk-
un í haust.
Til þess skortir þó enn talsvert
fjármagn. Farið hefur verið af
stað með sölu á nokkurs konar
hlutabréfum eða gjafabréfum og
er búist við að þannig megi fjár-
magna hluta þeirra framkvæmda
sem enn eru eftir.