Skagablaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 4
4
Skagablaðið
Leynir hafði sigur
Ley nismenn unnu yfirburðasig-
ur á starfsmönnum Olís í árlegri
sveitakeppni þessara aðila um síð-
ustu helgi. Leynismenn slógu 639
högg alls, en Olís 799.
Leynismenn röðuðu sér í efstu
sætin bæði þegar reiknað var með
forgjöf og án forgjafar.
Yngri flokkamir
Aöeinseinn
leikurtapast
Yngri flokkar ÍA í knatt-
spymu hafa enn sem komið er
aðeins tapað einum leik.
Annar flokkur karla tapaði
fyrir Þór á Akureyri, en ann-
ars hafa allir leikir unnist.
Fimmti flokkur karla vann
stórsigur á Keflvíkingum
nýverið. A-lið fimmta flokks
vann Suðurnesjastrákana 12-
4, en b-liðið bætti um betur og
vann með fjórtán mörkum
gegn engu.
Þriðji fíokkur fór illa með
Hauka í Hafnarfirði, sigraði
með tólf mörkum gegn engu.
Annar flokkur karla tapaði
sem fyrr segir fyrir Þór á
Akureyri, en vann Þrótt
Reykjavík með sex mörkum
gegn fjórum.
Annar flokkur kvenna
vann Stjörnuna 2-0.
Þegar reiknað er án forgjafar
varð Ragnar Þór Ragnarsson
hlutskarpastur. Hann fór 18 holur
á 73 höggum. Kristinn G. Bjarna-
son varð í öðru sæti með 74 högg,
en Elvar Skarphéðinsson fór á 76
höggum og lenti í þriðja sæti.
Þegar forgjöfin er tekin með í
reikninginn færist Kristinn hins
vegar upp í fyrsta sæti og Ragnar í
annað. Vilhjálmur Birgisson lenti
í þriðja sæti með forgjöf.
Elvar Skarphéðinsson fór með
sigur af hólmi í Vélamóti Leynis
sem haldið var fyrir viku. Elvar
lék á 72 höggum. Ragnar Þór
Ragnarsson varð í öðru sæti með
76 högg, en Hannes Þorsteinsson
lék á 77 höggum og varð þriðji.
í keppni með forgjöf varð Birg-
ir Hafþórsson fyrstur. Hann hefur
22 í forgjöf og fór hringinn á 59
höggum nettó. Annar varð Helgi
Dan Steinsson með 25 í forgjöf og
62 högg nettó. Þórdís Arthurs-
dóttir hefur 42 í forgjöf og lenti í
þriðja sæti með 63 högg nettó.
Fyrsta opna mót sumarsins fór
fram í lok maí. Þar var um að
ræða Þorgeir & Ellert mótið, sem
er opið öldungamót.
Kempan Þorbjörn Kjærbo sló
öllum keppinautum sínum við og
lék á 75 höggum. Skagamaðurinn
Gunnar Júlíusson, sem nú keppir
undir merkjum NK, varð í öðru
sæti með 77 högg. Efsti Leynis-
maður, Guðmundur Valdimars-
son, varð í fimmta sæti með 81
högg.
TIL LEIGU
Til leigu góð 3ja herbergja blokkaríbúð. Er
laus l.júlí.
Ahugasamir sendi nain, símanúmer og frek-
ari upplýsingar í pósthólf 170 merkt „Góð 3ja
herbergja“ íyrir 22. júní.
ATVINPÍA
Óskum að ráða fólk til framreiðslu- og
hótelstarfa. Lágmarksaldurer20ár. Mán-
ari upplýsingar veitir hótelstjóri.
Hér er Hjörleifur Jónsson á Glœsifrá Hofsstaðaseli, en þeir unnu úrtökuna í tölti um síðustu helgi.
Úrtaka fyrír fjórðungsmót hestamanna á Kaldávmelum:
Hjörieifur vann töltið
Hjörleifur Jónsson og Glæsir frá Hofsstaðaseli fóru með sigur af
hólmi í úrtökukeppni Dreyra í tölti fyrir fjórðungsmót hestamanna á
Kaldármelum sem hefst í lok júní. Hjörleifur og Glæsir unnu sér einnig
rétt til þátttöku í B-flokki gæðinga á fjórðungsmótinu.
Einar H. Einarsson og Stefnir,
Gísli Geirsson og Léttir, Stefán
Armannsson og Tígull og Hreinn
Elíasson og Hulduglampi unnu
sér einnig rétt til þátttöku í tölt-
keppninni á fjórðungsmótinu á
Kaldármelum.
Úrtaka í A-flokki og B-flokki
og flokki unglinga fór fram um
síðustu mánaðamót. Einar H.
Einarsson og Stefnir fengu hæstu
einkunn í B- flokki, 8.27.
Aðrir úr Hestamannafélaginu
Dreyra sem keppa í B-flokki á
fjórðungsmótinu eru: Armann
Armannsson á Glampa, Hjörleif-
ur Jónsson á Glæsi, Gísli Geirsson
á Létti og Ólafur Guðjónsson á
Loga. ________________________
Jón Árnason og Karon fengu
8.09 í einkunn í A-flokki og fengu
þar með öruggan farseðil á fjórð-
ungsmót. Jón reið einnig Höldi,
sem lenti í öðru sæti. Auk þess
unnu Gísli Gíslason og
Drottning, Hallgrímur Hall-
grímsson og Kiljan og Valdimar
Geirsson og Blær sér rétt til þátt-
töku í A-flokki á fjórðungsmót-
í eldri flokki unglinga urðu
Ármann R. Ármannsson og
Glampi hlutskarpastir, en í yngri
flokki unglinga fóru Sigmundur
Kristjánsson og Matthías með sig-
ur af hólmi.
Töpuðu dýrmætum stigum
Meistaraflokkur kvenna 1
knattspyrnu tapaði tveimur dýr-
mætum stigum á Isafirði um síð-
ustu helgi, þegar liðið gerði
markalaust jafntefli við B.I.
Skagastelpurnar sóttu nánast
látlaust allan leikinn, en tókst
ekki að finna leiðina að marki
ísfirðinga.
Stelpurnar leika við Val í kvöld
kl. 20.00. Það verður án efa erfið-
ur leikur, því Valsstúlkur tróna nú
á toppi fyrstu deildar.
PC-tölvan flytur
HÓTEL AKRANESS
TIL SÖLU
Lokað vegna flutninga á fimmtudag 9. júní. Opnum föstudaginn 10. júní
að Kirkjubraut 2.
Almenn kynning á STÓLPA-hugbúnaði frá Kerfisþróun hf. laugardaginn
11. júní frá kl. 14 til 16 að Kirkjubraut 2. Fyrirtæki geta pantað sér tíma eftir
almennu kynninguna. STÓLPI er alhliða tölvukerfi.
Hjá okkur færðu allt til tölvuvæðingar fyrir heimili, sem stór og smá fyrir-
tæki.
Opið laugardaga frá kl. 10 til 16.
Til sölu er fiskimatshúsið við Hafnar-
braut. Húsið skal fjarlægt af þeim stað
sem það er á.
Tilboð sendist í pósthólf 207, Akranesi.
Kirkjubraut 2 —S 13088