Skagablaðið


Skagablaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 3

Skagablaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 3
Skagablaðið 3 Fjölmargar kærnr vegna lausra hunda: Leyfin verði endurskoðuð -segirGuðni Halldórsson heilbrígöisfulttrúi „Það hafa borist margar kærur til okkar vegna lausra hunda og það verður ekki hjá því komist að taka á málinu. Eg mun leggja til að leyfi til hundahalds verði endurskoðuð þegar svona mál koma upp,“ sagði Guðni Halldórsson heilbrigðisfulltrúi við Skagablaðið. Heilbrigðisnefnd kemur saman um miðjan júní og munu kærur vegna lausra hunda þá verða lagð- ar fyrir nefndina að sögn Guðna. „Þegar hringt er eða skrifað til okkar er það einkum vegna þess að hundar hafa gengið lausir þar sem börn eru að leik. Þetta hefur verið til vandræða, sérstaklega á Langasandi og í skógræktinni. Þar Húsmæður í orlof Húsmæður á Akranesi eiga þess kost að fara í orlof á Laugarvatni um næstu mánaðamót. Um er að ræða vikudvöl sem að verulegu leyti er greidd niður af ýmsum aðilum. Orlofsvikan stendur yfir dag- ana 27. júní til 3. júlí. Kvenfélag Akraness, Akranesbær, verka- kvennadeild verkalýðsfélagsins og mæðrastyrksnefnd sjá að mestu um kostnaðarhliðina, Stofnun Fiárfestinaar- félaas Vesturlands Vakin er athygli á því að fyrirhugað er að stofna fjárfestingarfélag á Vesturlandi á vegum fulltrúa atvinnulífs, sveitarstjórna og Þróunarfélags íslands hf. Tilgangur félagsins er að örva og efla alla arð- sama atvinnustarfsemi á Vesturlandi. Þeir sem hafa hug á að kynna sér málið nánar er bent á að hafa samband við undirritaðan í síma 11211. BÆJARRITARINN Á AKRANESI Frá innheimtu Akraneskaupstaðar Gjaldendur á Akranesi eru minntir á að miðviku- dagskvöldið 15. júní næstkomandi verða reiknaðir 3,7% dráttarvextir á öll gjöld sem þá verða í vanskil- um við bæjarsjóð Akraness. Þeir aðilar, sem enn skulda gjöld frá árinu 1987, eru áminntir um að gera skil nú þegar, svo komast megi hjá kostnaðarsömum innheimtuaðgerðum. Með kveðju, INNHEIMTA AKRANESKA UPSTAÐAR eiga hundar auðvitað alls ekki að ganga lausir og því verður að gera eitthvað í málinu. Samkvæmt reglugerð eiga hundar aldrei að vera lausir. Flestir hafa þó skilning á því að hundar þurfa að fá sína hreyfingu, en hundaeigendur verða þá að fara með hunda sína út fyrir bæinn, þar sem annað fólk er ekki á ferli,“ sagði Guðni. Hann bætti því við að alltaf væru til hundaeigendur sem ekki valda sínu hlutverki og því væri mikilvægt að hundaeftirlitið væri virkt. „Það þyrfti að vera miklu virkara en það er í dag. Hundaeig- endur virðast þurfa miklu meira aðhald en nú er.“ Bíllinn skemmdist nokkuð sem sjá má, en ökumaðurinn og farþegi í framsœti sluppu ómeiddir. Próflaus í árekstri Próflaus, ung stúlka ók aftan á tengivagn við Hafnarbraut aðfara- nótt síðasta laugardags. Grunur leikur á að Bakkus hafi verið með í för. Stúlkan slapp þó ómeidd úr þessari svaðilför. Hún mun hafa komið af Suðurgötu, en náði ekki beygjunni í átt að hafnarsvæðinu og því fór sem fór. Áður en bíllinn hafnaði aftan á tengivagninum, slengdist hann utan í ljósastaur. þannig að þarna er um að ræða ódýra ferð. Áhugasamar geta haft samband við Katrínu í síma 11791, Kristínu í síma 11772 eða Steinunni í síma 12454. Toyota kostatílboð Höfum nokkrabíla afToyota Camry árgerð 1987, til afgreiðslu íjúní, áótrúlegahagstæðuverði. Takmarkaður fjöldi bíla. Ger- ið pantanir strax. Bíll til sýnis og reynsluaksturs. AÐHIKA ERSAMA OG TAPA. Flestar aðrar gerðir Toyota fyrirliggjandi td. Toyota Corolla 4x4 árgerð 1989. TOYOTA ÁVALLT í FARARBRODDI TOYOTA - AKRANESI Ó. E. Guðjónsson - ® 12218 Það verður Rósarblandað stuð á Hótel Akraness um helgina 'K Hið eina og sanna Stuðkompanískemmtir Skagamönnum á föstudag frá kl. 23 til 03. Missið ekki af þessum eldfjörugu Akureyringum. ★ Það er ennþá möguleiki fyrir þá sem ekki hafa komið á ball með Rós- inniað koma á laugardaginn. Rósin skemmtir frá kl. 23 til 03. Þeir hafa slegið í gegn á dansleikjunum fram til þessa og gera það væntanlega áfram. ★ Báran opin fímmtudag frá kl. 18 til 01. 'A Matur framreiddur frá kl. 19. ★ Borðapantanir alla virka daga ísíma 12020 STÆÐCJR í SÓK/\

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.