Skagablaðið - 29.03.1990, Side 1
— J'r"" ...- |T '"II f r |
■■ i •
•" ^ ! • ■;
Teikning af fjölnotahúsi því sem VT-teinistofan hefur verið að kynna síðustu daga.
Tillaga VT-teiknistofunnar hf. að fjölnotahöll:
„Viðtökur mjög jákvædar1
í
Hugmynd VT-teiknistofunnar hf. hér á Akra-
nesi að fjölnota íþrótta- og sýningarhöll hefur að
sögn Gunnars Gíslasonar, framkvæmdastjóra
stofunnar, fengið „mjög jákvæðar viðtökur allra
þeirra sem hafa kynnt sér hana.“
Um er að ræða 11.700 fermetra höll, sem býð-
ur upp á mun fjölþættari möguleika en þær
tillögur sem til þessa hafa verið í umræðunni.
Það sem skilur tillögu VT-manna frá öðrum er
fyrst og fremst það, að í húsi þeirra er gert ráð
fyrir að hægt verði að leika þar knattspyrnu á
velli í löglegri stærð og efna til frjálsíþróttamóta
og stórra sýninga. í tillögunni er gert ráð fyrir
rúmlega 300 metra langri hringlaga hlaupabraut.
Auk þessa er húsið að sjálfsögðu sniðið að þörf-
um annarra boltaíþrótta; handknattleiks, körf-
uknattleiks og blaks.
Gunnar tjáði Skagablaðinu í gær, að hugmynd-
in hefði þegar verið kynnt formönnum KSÍ, HSÍ
og FRÍ, auk þess sem allir þingmenn Vesturlands
hefðu séð hana svo og fjórir ráðherrar, þar á
meðal menntamálaráðherra.
„Við höfum lengi verið með þessa hugmynd í
kollinum en ástæðan fyrir því að hún var ekki
kynnt fyrr í þeirri umræðu, sem fram hefur farið
um fjölnotahús á höfuðborgarsvæðinu, er ein-
faldlega sú að undirbúningur að gerð tillögunnar
tók sinn tíma,“ sagði Gunnar.
Iðnadarrádherra áfundimeð bæjanáði:
Gmndartangi em
inni í myncfiimi
- Óeining innan Alumax-hópsins um stað-
setningu, þar sem hvert hinna þriggja álfyrir-
tækja hefur áhuga á sinum staðnum
Iðnaðarráðherra lýsti því yfir á
klukkustundarlöngum fundi,
sem bæjarráð Akraness og
bæjarstjóri átti með honum í
gær, að Grundartangi væri alls
ekki út úr myndinni varðandi
staðsetningu nýs álvers. Hins
vegar væri sú athygli sem Eyja-
förður, ReyðarfjörðurogStraums
vík hefðu hlotið í umfjöllun fjöl-
miðla undanfarið alfarið komin
til vegna kynningarátaks við-
komandi sveitarstjórna.
Samkvæmt heimildum Skaga-
blaðsins skýrði iðnaðarráð-
herra frá því að undirbúningur
færi af stað fyrir alvöru upp úr
mánaðamótum og endanleg stað-
setning álversins yrði ákveðin í
maí/júní.
Þær fréttir bárust síðan í gær
um að óeining væri komin upp
innan álfyrirtækjanna um stað-
Fjölbrautaskóli Vesturiands færir út kvíaman
Áfovmað ad hefja rekstur
farskóla á haustmánuðum
Farskóli Vesturlands kemur að
öllum líkindum til með að taka til
starfa í haust. Undanfarið hefur
hugmyndin að baki honum verið
kynnt fyrir sveitarstjórnarmönn-
um, verkalýðsfélögum, forsvars-
Restir vilja
hlutafélag
M
ikill meirihluti þeirra
Istarfsmanna SR, sem
tók þátt í nýlegri skoðana-
könnun, er hlynntur því að
verksmiðjan verði gerð að
hlutafélagi. Alls voru 54 af 91
fylgjandi því en aðeins 17 á
móti. Tuttugu höfðu ekki
skoðun á málinu og tveir skil-
uðu auðu.
mönnum atvinnufyrirtækja og
fleiri og hún fengið góðar viðtök-
ur. Hugmyndin er að Farskólinn
verði eins konar hliðardeild við
Fjölbrautaskóla Vesturlands.
Þórir Ólafsson, skólameistari
FVA, sagði í samtali við
Skagablaðið, að hugmyndin væri
að hefja starfsemi farskólans í
október að öllu forfallalausu.
Starfið yrði skipulagt í sumar og
síðan gefin út dagskrá fyrir næsta
vetur.
Farskóli tók fyrst til starfa á
Austurlandi haustið 1988 en í
vetur hefur einnig verið starf-
ræktur farskóli á Suðurlandi.
Skólar þessir eru fyrst og fremst
hugsaðir sem stoðtæki við at-
vinnulífið.
Þórir sagði stefnt að því að
efna til námskeiða víðs vegar um
Vesturland og í flestum tilvikum
yrðu leiðbeinendur úr röðum
starfsliðs skólans. í einhverjum
tilvikum væri þó ljóst, að leið-
beinendur kæmu annars staðar
frá.
Að sögn skólameistara eru
ekki miklar líkur á að námskeiða
hald það sem tengist farskólan-
setningu álverssins, þar sem að-
ildarfélögin, Alumax, Gránges
og Hoogovens, hefðu hvert um
sig augastað á sínum staðnum.
Gránges vildi eingöngu byggja í
Straumsvík, Alumax væri spennt
fyrir Reyðarfirði en Hoogovens
Éyiafirði.
I ljósi þessara fregna virðist
sem lag hafi skapast fyrir að
koma Grundartanga kröftugiega
inn í umræðuna á ný. I áliti stað-
arvalsnefndar hefur Grundar-
tangi alltaf verið ofarlega á blaði
og geti fyrirtækin þrjú ekki sam-
einast um neinn þeirra þriggja
staða, sem mest hefur verið rætt
um undanfarið, er ekki loku fyrir
það skotið að Grundartangi
verði eftir allt fyrir valinu.
um verði skólanum nein tekju-
lind að ráði. Þórir sagði stefnt að
því að námskeiðin stæðu undir
sér. Ef þau ættu að mala gull
þyrfti að verðleggja þau mjög
hátt. Út í slíkt yrði ekki farið.
Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi.