Skagablaðið - 29.03.1990, Blaðsíða 9
Skagablaðið
Fullt nafn? Gísli Sveinbjörn
Einarsson.
Fæðingardagur og fæðing-
arstaður? 12. desember 1945 á
Súðavík.
Fjölskylduhagir? Kvæntur
Eddu Guðmundsdóttur.
Börn: Einar, f. 1964, Ólaf, f.
1965 og Erlu Björk, f. 1983.
Bifreið? Cherokee ’86.
Starf? Verkmiðlari á véla-
verkstæði S.R.
Finnst þér gaman í vinn-
unni? Yfirleitt já.
Stundar þú einhverja lík-
amsrækt? Sund, gönguferðir
og golf.
Uppáhaldsbrandarinn
þinn? Jóka með nærbuxurnar
undir hendinni.
Uppáhaldsmatur og versti
matur? Besti maturinn finnst
mér svínakótilettur að hætti
Eddu. Borða annars allan mat
nema grænar súpur.
Uppáhaldsdrykkur? Ama-
retto di Saronno og kaffi.
Uppáhaldstónlist? Spannar
vítt svið en fer eftir aðstæð-
um.
Hvað lestu helst? Skáldsög-
ur, dagblöð, Skagablaðið og
bæjarbókmenntir.
Uppáhaldsíþróttamaður?
Ragga Run.
Ertu sjóveikur? Nei.
Horfirðu mikið á sjónvarp
og þá hvað helst? Nei, helst
fréttir og íslenskt efni.
Áttu marga vini? Nokkra
mjög góða, fjölmarga kunn-
ingja og félaga.
Uppáhaldsleikari? Erla
Björk, Sigurður Sigurjónsson.
Er langt síðan þú fórst í bíó
og hvað sástu þá? Fór síðast á
17. júní í fyrra. Sá þá barna-
mynd.
Hvemig eyðir þú frístund-
um þínum? í lestur, golf og
félagsmál.
Fallegasti staður á íslandi?
Flókið rnál. Þórsmörk, held
ég-
Hvaða mannkosti metur þú
mest? Heiðarleika.
Hvað líkar þér best við
Akranes? Gott uppeldisum-
hverfi, gott fólk.
Hvað finnst þér vanta á
Akranesi? Fleiri atvinnutæki-
færi.
Hvað myndir þú vilja fá í
afmælisgjöf? Golden Ram.
Hvað veitir þér mesta af-
slöppun? Að vera heima, lesa,
grípa í hljóðfæri og spila golf.
9
Bílaleiga - bílaverkstæði
Allar almennar viðgerðir.
Réttingar og sprautun.
BRAUTIN HF.
Dalbraut 16 0 12157
RÆKTARFOLK!
Verknámsdeild FVA;
Þriggja vikna námskeið hefst mánudaginn 2. apríl
og verðurþað síðasta námskeið vetrarins.
Upplýsingar ísímum 13240 og 12440.
Práinn við frœsarann, sem hægt er að forrita hvort heldur með lykl-
aborði tölvunnar, sem fylgir honum, eða með því að setja inn teikn-
ingu á tölvuskjáinn og láta tölvuna forrita sjálfa.
LOGFRÆÐIÞJONUSTA
- Málflutningur, innheimtur, skjalagerð, búskipti
-i—t-r Lögmannsstofan Kirkjubraut 11
o <L Tryggvi Bjarnason, hdl.
1 Símar 12770 og 12990
Viðtalstímar frá kl. 14.30 - 16.00 eða eftir nánara samkomulagi.
LATIÐ
FAGMENN
VINNA
VERKIÐ
pMa
PRENTVERK
AKRANESS HF.
LÍKAMSRÆKTIN
Mikil tölvuvæðing
Nemar í vélsmíði (vélvirkjun)
við Fjölbrautaskóla Yesturlands
þurfa ekki að kvarta undan því
að þeim séu boðin úrelt tæki til
afnota. í hinu glæsilega húsi verk
menntakennslunnar var fyrir
nokkrum mánuðum tekinn í
notkun nýr og glæsilegur tölvu-
stýrður fræsari. Þessi fræsari er
einhver sá allra fullkomnasti sin-
ar gerðar og að sögn Þráins Sig-
urössonar, kennara.
Þetta nýja töfra-
tæki er þeirrar
náttúru að það get-
ur fræst í hring. Sá
eiginleiki er einkar
mikilvægur við
ýmsa fræsivinnu.
Fræsarinn er ákaf-
lega nákvæmur og
er að sögn Þráins
sannkölluð bylting
frá eldri tækjum.
Ekki er heldur
langt síðan skólinn
festi kaup á tveimur
rennibekkjum til
viðbótar einum gömlum sem var
fyrir. Að sögn Þráins er því vart
hægt að segja annað en vélsmíði-
nemar búi við góðan tækjakost
og sagðist hann efast um að öllu
betri aðstaða væri fyrir hendi í
nokkrum skóla á landinu. Alls
stunda nú 15 nemar nám í vél-
smíði. Af þeim eru 11 í grunn-
námi en fjórir í framhaldsnámi.
verða enn meiri þegar maður
hefur náð fullu valdi á forritinu,“
sagði Hörður.
Það eru þeir Hörður og Páll I.
Pálsson, kennarar á raf- og
málmiðnaðarbraut, sem hafa
mest unnið við þetta magnaða
teikniforrit, sem býður upp á
ótrúlega möguleika. Stutt er síð-
an efnt var til kynningar á forrit-
inu og prentaranum og sóttu það
„Plotter“
Sannkallað töfratæki, svokall-
aður „plotter“ er nú kominn
undir þak verkmenntadeildar
FVA. Tæki þetta er mjög fjöl-
hæfur teiknari, sem skrifar út
teikningar úr tölvukerfi deildar-
innar. Skólinn hefur fest kaup á
mjög fullkomnu teiknikerfi,
AutoCAD, sem kemur sér sér-
lega vel við alla hönnun. Þetta
kerfi er það fullkomnasta sem
völ er á í svokallaðar einkatölv-
ur.
Ekki aðeins sparar það gífur-
lega vinnu við hönnun heldur
einnig ómælda vinnu við teikn-
ingar. Hörður Ragnarsson,
kennari á rafiðnaðarbrautinni,
hefur t.d. teiknað raflagnir í hús.
Sagðist hann ekki í vafa um að
notkun teikniforritsins hefði
sparað sér nær helming þeirrar
vinnu sem annars hefði farið í
verkið og það þó þetta væri
frumraun hans í notkun þess.
„Tímasparnaðurinn á eftir að
Páll og Hörður vinna við teikniforritið og
„plotterinn. “
nokkrir aðilar, sem sýndu því
mikinn áhuga.
Að sögn þeirra Harðar og Páls
er stefnt að því að bjóða ein-
staklingum og fyrirtækjum, sem
hafa þörf fyrir að láta prenta út
teikningar fyrir sig, afnot af
„plotternum".
Jafnframt er í bígerð að bjóða
öllum þeim sem áhuga hafa á að
kynna sér teikniforritið og mögu-
leika þess upp á námskeið. Til
þess að hafa geta nýtt sér AutoC-
AD-forritið er nauðsynlegt að
hafa grunnþekkingu á DOS-stýr-
ikerfinu. Hafa þeir í hyggju að
bjóða upp á stutt námskeið í
DOS fyrir páska og síðan í beinu
framhaldi námskeið í AutoC-
AD-teikniforritinu.
TÆKJALEIGA
Nýleg og öflug tæki.
Opið alladagafrá kl. 13-22.
TÆKJALEIGAN AKRANESI
Kirkjubraut 11 0 12950