Skagablaðið - 29.03.1990, Blaðsíða 6
6
Skagablaðið
„Til sigurs" - átak Krabbameinsfélags íslands um helgiiia:
Safnað á Akranesi á laugardag
„Til sigurs“ er yfirskrift átaks nær hápunkti um helgina. Sjón-
Krabbameinsfélags íslands, sem varpsþáttur verður í ríkissjón-
Akraneskirkja
Laugardagur 31. mars
Barnaguðsþjónusta í safnaðarheimilinu Vinaminni (neðri
sal) kl.11. Barnakórinn syngur. Myndasýning.
Kirkjuskóli yngstu barnanna í umsjón Axels Gústafssonar
kl.13.
Sunnudagur 1. apríl.
Fermingarguðsþjónustur kl. 11 og kl. 14.
Mánudagur 2. apríl
Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 18.30. Beðið fyrirsjúkum.
Altarisganga fermingarbarna og aðstandenda þeirra
kl.19.30.
Orgelleikari Einar Örn Einarsson.
SÓKNARPRESTUR
Okkar hjartans þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og
útför eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður og ömmu
INGILEIFAR EYLEIFSDÓTTUR
VESTURGÖTU 161, AKRANESI
Fyrir hönd sona, tengdadætra, barnabarna og annarra
vandamanna
Einar Kristjánsson
Okkar hjartans þakkir sendum við
öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur
samúð, vinarhug og hjálpsemi við and-
lát og útför eiginmanns míns, föður
okkar, sonar, bróður og tengdasonar
BENEDIKTS RÚNARS HJÁLMARSSONAR
SANDABRAUT 16, AKRANESI
Sérstakar þakkir til Jaðarsbakkabræðra, Knatt-
spyrnufélags ÍA, Mfl. kvenna ÍA og góðra vina okkar.
Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur góða daga.
Friðgerður Bjarnadóttir
Kolbrún Benediktsdóttir
Ásta Benediktsdóttir
ívar Örn Benediktsson
foreldrar, systkini, tengdamóðir og aðrir vandamenn.
varpinu annað kvöld, föstudag,
til þess að kynna átakið og þar
verður jafnframt safnað fé til efl-
ingar rannsóknum og ýmissri
þjónustu á vegum félagsins.
Hér á Akranesi munu sjálf-
boðaliðar síðan ganga í hús
á laugardaginn og safna fé til
styrktar átakinu. Þar sem fólk er
ekki heima verður skilinn eftir
gíróseðil, sem fólk getur fyllt út
og greitt eftir mánaðamótin.
Vart þarf að fjölyrða um mikil-
vægi baráttunnar gegn krabba-
meini og þátt Krabbameinsfélags
íslands í henni á liðnum áratug-
um. Eru það því eindregin til-
mæli þeirra sem að söfnuninni á
Akranesi standa að bæjarbúar
taki vel þeim sjálfboðaliðum,
sem hafa tekið að sér að ganga í
hús á laugardaginn.
Ráðgjafi frá
SAA á Akra-
nesiíapríl
Jóhann Örn Héðinsson, ráð-
gjafí hjá S.Á.Á. verður hér á
Akranesi dagana 2. - 9. apríl nk.
Hann mun bjóða íbúum Akra-
ness og nærsveita upp á margs
konar þjónustu.
Jóhann Örn verður með að-
stöðu í Bókhlöðunni að
Heiðarbraut 40, efri hæð og
verður með símatíma frá kl. 13 -
17. Síminn er 12980.
Boðið verður upp á fyrirlestra
fyrir félagasamtök fyrirtæki.
Einnig verður skólunum boðin
þjónusta á morgnana. Þeir sem
hafa áhuga á að notfæra sér þessa
þjónustu hafi samband í síma
12980.
Samhliða þessu verður haldið
fjölskyldunámskeið fyrir að-
standendur alkohólista og aðra
áhugamenn helgina 7. og 8.
apríl.
Fundur hjá Ösp
Fundur verður hjá ITC-deild-
inni Ösp þriðjudaginn 3.
apríl kl. 20.30 í Framsóknarhús-
inu. Gestir velkomnir. Upplýs-
ingar veita Fanney í síma 11840
og Sigrún í síma 11956.
PÍPlILAGUíIR Getum bætt við okkur verkefnum. JÓ\ IMAKAI i ASlASOX I'ípulttgiiiugaiiicisian S13939 & 985 - 31844 • Kemiskhreinsun • Fatapressun =á\ • Þvottahús-þvoum (((HÍll íllll))) allan þvott '^5írni12503jy • Vönduð þjónusta ^ ^
Fiskbúð Sólveigar Háholti 35 — Sími 13236 ■■■■’ ilýkomnar stórar rækjur, harðfiskur, selspik og hákarl.. . Öll blikksmíði Smíðum einnig úr járni, áli og ryðfríu stáli. BLIKKVERK SF. ÆGISBRAUT 23 S* 11075
Ásgeir Ásgeirsson Aðalheiður Jónsdóttir
Hulda Birna Baldursdóttir varð Ásgeiri Ásgeirssyni ekki mikil
hindrun í getraunaleiknum um helgina. Hún náði aðeins tveimur
leikjum réttum á síðasta seðli á sama tíma og Ásgeir náði fimm
leikjum réttum.
Það hefur ekki komið fram á þessum vettvangi fyrr en Ásgeir
nýtur dyggilegrar aðstoðar starfsfélaga við útfyllingu seðils-
ins. Sér í lagi er Hafsteinn Baldursson óspar á góð ráð, einkum
þegar Arsenal er á seðlinum. Þeir SR-menn leggja allan sinn
metnað í góðan árangur eftir skrykkjótt gengi starfsmanna Þor-
geirs & Ellerts.
Nýi áskorandinn er Aðlheiður Jónsdóttir og eru spár hennar og
Ásgeirs giska líkar. Ásgeir
Aðalheiður
Arsenal — Everton 1 1
Charlton — OPR 2 2
Chelsea — Derby 1 1
Liverpool — Southampton 1 1
Manch. United — Coventry X X
Millwall — Crystal Palace X 1
Norwich — Luton 1 1
Nottm. Forest — Wimbledon 1 1
Sheffield Wed. — Tottenham 2 1
Middlesbrough — Oldham 2 2
Watford — Blackburn 2 X
Wolves — Leeds 2 2
Hópleikurinn í getraununum:
Tveir hópar efstir
Tveir hópar eru nú efstir og
jafnir þegar 10 vikum af 13 er
lokið í getraunahópleiknum.
Þetta eru hópar nr. 278, Rúnar
Þór Gunnarsson og félagar, og
nr. 996, Guðjón Engilbertsson
og félagar. Báðir eru hóparnir
með samtals 94 leiki rétta, vel á
undan næstu hópum.
únar Þór og félagar standa
þó betur að vígi því þegar
upp verður staðið eftir vikurnar
þrettán verða þrjár lökustu vikur
hvers hóps dregnar frá. Eins og
staðan er nú hefur hópur nr. 278
tveggja leikja forskot á hóp nr.
996 sé tillit tekið til þess.
Alls náðu fjórir hópar 10 leikj-
um réttum um helgina. Það voru
hópar nr. 235, Einar Skúlason og
félagar, nr. 245, Tippfélagið
Tumi, nr. 996, Guðjón Engil-
bertsson og félagar, og nr. 586,
Hörður Harðarson og félagar.
Næstu hópar á eftir hópum 996
og 278 eru nr. 586 með 88 rétta
og síðan hópar 235 og 877, Smári
Guðjónsson og félagar, með 87
rétta.
Umónýtar
rafhlöður
Talsvert hefur verið spurst
fyrir um það á ritstjórn Skaga
blaðsins hvar sé hægt að
losna við ónýtar rafhlöður.
Til þess að kanna málið sneri
blaðið sér til heilbrigðisfull-
trúa.
ð sögn Guðna Halldórs-
sonar taka bensínstöðv-
ar yfirleitt á móti þeim í þar
til gerða og sérmerkta poka.
Sagði Guðni allar bensín-
stöðvarnar á Akranesi, að
annarri Esso-stöðinni
undanskilinni, taka við ónýt-
um rafhlöðum.
Páskamót í knattspymu?
Svo kann að fara að efnt verði til knattspyrnumóts hér á Akranesi
um páskana.
Tvö aðkomulið verða hér við æfingar um páskana, Leiftur frá
Ólafsfirði og Þróttur frá Neskaupsstað. Hefur þeirri hugmynd
skotið upp að efna til móts með þátttöku þessara liða svo og að sjálf-
sögðu Skagamanna.