Skagablaðið - 29.03.1990, Side 10
flÉ? Skagabladið
Gott hjá 4. flokki
Fjórði flokkur Skagamanna stóð sig með miklum ágætum í
B-úrslitum íslandsmótsins í handknattleik og stóð þar uppi
sem sigurvegari eftir harða keppni við sjö önnur lið. Þessi árangur
strákanna svarar til 9. sætis yfir landið allt og er langt síðan flokk-
ur frá Akranesi hefur staðið sig svo vel. Strákarnir unnu fimm af
sjö leikjum sínum í B-úrslitunum. Árni Gautur Arason var þeirra
atkvæðamestur í markaskorun, skoraði 40 mörk í leikjunum sjö.
Meðfylgjandi mynd var tekin af strákunum og þjálfara þeirra,
Pétri Ingólfssyni, í vikubyrjun en einhverja úr liðinu vantar á
myndina.
Prófkjör Alþýðuflokksins um aðra helgi:
Fymim formaður
„Borgaranna“
með í baráttunni
Fyrrum formaður Borgara-
flokksfélagsins á Akranesi,
Björn Guðmundsson verður á
meðal þátttakenda í prófkjöri
Alþýðuflokksins sem fram fer
um aðra helgi. Björn sagði af sér
formennsku í félaginu í fyrra-
kvöld.
lls taka 9 manns þátt í próf-
kjörinu. í þeim hópi eru
báðir bæjarfulltrúar flokksins,
þeir Gísli Einarsson og Ingvar
Ingvarsson. Auk nafn Björns
vekur athygli að sjá nafn Hervars
Gunnarssonar, formanns Verka-
lýðsfélags Akraness á meðal
þeirra sem taka þátt í prófkjör-
inu.
Aðrir sem taka þátt í því eru
þessir: Guðmundur Garðarsson,
Sigríður K. Óladóttir, Droplaug
Róbertsdóttir, Sigurjón Hannes-
son og Hafsteinn Baldursson.
dæmisfélag Borgaraflokksins á Vesturlandi vilja að gefnu tilefni
taka fram, að ekkert samstarf keniur til greina á milli Borgara-
flokks og Alþýðuflokks í komaudi hicjar-og sveitarstjórnarkosn-
■^ctta segir í fréttatilkynningu scm Skagablaðinu barst í fyrra-
kvökl fra Borgarafldkknum hér á Ákranesi. í tílkynningunni
„Þar sem tni líður senn að prófkjöri Alþýöuftokksins hér á
Akranesi og nafn Bjorns Guðmundssonar mun vcra þar á lista
telja féiögin nauðsynlegt að fram komi. að hann hefur sagt af sér
þvi alfarið í eigin nafní í prófkjörinu en ekki á vegum Borgar-
^»^*^^í^*IMMMMMMMMMM-MMMMMM-MMM—MMBM—MMMMMMMMMMB
Listaklúbbur NFFA frun>
sýnir hnyndunarveikina
Listaklúbbur NFFA frumsýnir
á laugardaginn gamanleikinn
Imyndunarveikina eftir franska
höfundinn Moliére. Nærri lætur
að um 50 manns taki þátt í upp-
setningu verksins en aðalhlut-
verkin eru í höndum þeirra
Björns Brimars Hákonarsonar
(Bimsó) og Andreu Guðjóns-
dóttur. Leikstjóri er Helga Braga
Jónsdóttir en leikmynda- og
búningahönnuður er Helena
Guttormsdóttir.
kagablaðið spjallaði við þær
stöllur í gær og innti þær eftir
því hvernig æfingar og undirbún-
ingur fyrir sýningar hefði gengið.
„Þetta hefur gengið að mestu
stóráfallalaust,“ sagði Helga
Braga, sem nú spreytir sig í
fyrsta sinn á leikstjórn réttu ári
eftir að hún lauk námi frá Leik-
listarskóla íslands. Helga sagði
æfingar hafa staðið í sex vikur og
í raun mætti tíminn ekki vera
öllu styttri ef vel ætti að vera.
Helena er sömuleiðis í fyrsta
sinn að spreyta sig á leiktjalda-
og búningagerð. Hefur hún farið
ótroðnar slóðir í gerð leiktjalda
og búninga og grafið upp ódýrt
efni til þess að nota við sýning-
una en miklu skiptir fyrir Lista-
klúbbinn að uppsetningin kosti
ekki morð fjár.
Þær Helga Braga og Helena
sögðu það báðar skemmtilegt að
stíga sín fyrstu spor í þessum
nýju hlutverkum innan veggja
gamla skólans þeirra. Helga
sagði aukinheldur að hún efaðist
um að hún hefði tekið að sér
leikstjórn hjá nokkrum öðrum
skóla en FV svona í fyrstu at-
rennu. Þeim bar báðum saman
um að það hjálpaði þeim mikið
að hafa verið í skólanum því
báðar þekktu þær kennara og
starfslið frá gamalli tíð.
Þetta verk Moliéres, ímyndun-
arveikin, er síðasta verkið sem
hann skrifaði. Að sögn þeirra
stalla á hinn 200 ára gamli texti
ekki síður erindi við fólk nú en
þá. Þetta verk var síðast sett upp
í Þjóðleikhúsinu árið 1976.
Leikritið fjallar um Argon,
hinn ímyndunarveika, fjölskyldu
hans, ástir þeirra og „ímyndað-
ar“ raunir. „í þessu verki setur
Moliére fram á gamansaman hátt
mikinn sannleika um manneskj-
una og veikleika hennar,“ sögðu
þær stöllur.
Helga Braga sagði ímyndunar-
veikina hafa komið sér fyrst til
hugar þegar þess var farið á leit
við hana að hún fyndi einhvern
gamanleik til þess að æfa. Hún
hefði leitað áfram en alltaf kom-
ið aftur að þessu verki.
„Það er mikilvægt fyrir krakk-
ana að taka þátt í uppsetningu
sem þessari,“ sögðu þeir stöllur.
„Þau þroskast og læra að taka til-
lit til annarra. Ekki spillir heldur
fyrir að texti verksins er þrosk-
andi en ekki innihaldslaust blað-
ur sem gleymist strax eftir sýn-
ingu.“
Sem fyrr segir er frumsýning
verksins á laugardag en aðeins
verður um sex sýningar að ræða.
Þær eru nánar auglýstar inni í
blaðinu.
fulltrúa á fundi sínum í fyrradag tiltögu, þar sem bæjarstjöra er
ness imi liyggingn íþróttamanmirkja. Orðrétt hljóðar tillagan
Um síðustu áramót tóku gildi lög um nýja verkaskiptingu rík-
is og sveitarfélaga, þar sem m.a. er kveðið á um aö sveitar-
stjórnir veiti byggingastyrki tii íþróltafélaga og íþriittasamtaka
eftir þvt sem ákveðíð er í fjárhagsáætlun sveitarfélags. Aíþesstt
sem kveðið vcrói á um samstarf bæjarins og íþróttahreyfingarinn-
ar um byggingu íþróttamannvirkja.“
Stærstur hluti þeirra sem koma við sögu á uppsetningu Listaklúbbs NttA á verki Moliéres, Imyndunar-
veikin.