Skagablaðið


Skagablaðið - 29.03.1990, Síða 5

Skagablaðið - 29.03.1990, Síða 5
4 Tillaga VT-teiknistofunnar að fjöl- nota íþróttahúsi, sem fyrst var kynnt í lok síðustu viku, hefur fengið góð- ar undirtektir hvarvetna sem hún hefur verið sýnd. Tillagan er byggð á öðrum hugmyndum en þær sem þegar hafa komið fram í þessum efnum án þess verið sé að rýra gildi þeirra. Fjölnotahús VT-teiknistofunnar gerir ráð fyrir því að innan veggja hússins sé hægt að leika knatt- spyrnu á velli í fullri stærð og halda þar frjálsíþróttamót. Gert er ráð fyrir hringlaga hlaupabraut upp á rúm- lega 300 metra. Að auki hentar hús- ið vel undir handknattleik, sem hef- ur verið miðpunktur þeirrar umræðu sem fram hefur farið um svona hús síðustu vikur. Síðast en ekki síst býður húsið upp á geysilega góða aðstöðu til sýningarhalds og mun stærri gólfflöt en hér hefur áður þekkst, mun stærri en t.d. er gert ráð fyrir í „Kópavogstillögunni" sem hvað mest hefur verið í umræðunni. Sem fyrr segir hefur tillagan feng- ið góðar móttökur, ekki hvað síst hjá formönnum sérsambanda á borð við HSf, KSÍ og FRf enda yrði húsið ekki aðeins bylting fyrir hand- knattleik heldur einnig fyrir knatt- spyrnu og frjálsar íþróttir. Það kitlar óneitanlega hégóma- girnd okkar Akurnesinga að verða vitni að þeirri athygli sem tillaga VT- teiknistofunnar hefur hlotið. Um- ræða um Akranes hefur síðustu vik- ur og mánuði verið fremur neikvæð og helgast af þeirri staðreynd, að hér hefur ríkt mikið atvinnuleysi um langt skeið. Ekki hefur það heldur orðið til þess að lyfta brúnum bæjar- búa, að Grundartangi virðist hafa orðið útundan í umræðu um stað- arval fyrir nýtt álver. Jákvæð athygii á borð við þá sem tillaga VT-teikn- istofunar hefur skapað er því kær- komin um leið og hún undirstrikar að hér eru til stórhuga og framsýnir einstaklingar. Akranes hefur um árabil verið íþróttabær í hugum fólks og verði þessi tillaga fyrir valinu er ekki vafi á að sú ímynd myndi styrkjast enn frekar því væntanlega yrði tillagan eftirleiðis titluð „Akranestillagan". Það hlýtur að auki að vera byr í segl þeirra VT-manna, að fjölnota- hús þeirra kostar samkvæmt frum- áætlunum lítið meira en húsin í „Kópavogstillögunni", sem fyrst og fremst miðast við þarfir þess bæjar- félags, og síðan „Hafnarfjarðartil- lögunni" þrátt fyrir að vera miklum mun stærra og hafa meira notagildi. Tillaga VT-teiknistofunnar byggir á meiri víðsýni og hlýtur því að eiga góða möguleika þegar valkostir verða skoðaðir betur. Sigurður Sverrisson Skagablaðið Skagablaðið AIR bendirtil að afkoma bæjarsjóðs hafi ekki verið jafn góð um árabil Eins og fram hefur komið var fjárhagsáxtlun Akraneskaup- staðar samþykkt 27. febrúar sl. Allir bæjarfulltrúar að undan- skildum sjálfstæðismönnum stóðu að áætluninni en þeir sátu hjá. Athygli vakti, að þeir komu ekki með neina breytingartillögu og sýnir það best hve ágæt þessi fjárhagsáætlun er. Ársuppgjör Iú er verið að vinna við árs- uppgjör 1989 og bendir allt til að afkoma bæjarsjóðs hafi ekki verið jafn góð um árabil, þó N Kirkjuhvoll er enn til umrœðu á síðum Skagablaðsins. Stefán Lánis Pálsson Hrekar ósk sina um swr bæjarstjómar vegna fyriispumar um sölu Kiriquhvols: Eni svör ekki á reiðum höndum? Hr. rítstjórí. I 8. tölublaði Skagablaðsins, dagsettu 22. febrúar sl. var birt opið bréf til bæjarstjórnar Akraness frá undirrituðum. Tilefni þess var meðal annars tilmæli fjölda fólks hér í bæ þess efnis að komið yrði á framfæri ákveðnum og eindregnum andmælum kjósenda við fyrir- hugaða hugmynd nokkurra bæjarfulltrúa um áframhaldandi tilvist húseignarinnar Kirkjuhvols með sölu til einkaaðila, en um leið að meina Sjúkrahúsi Akraness að kaupa húsið án nokurra bindandi kvuða um nýtingu eða niðurrif. Oskað var skjótra svara, stuðnings- og flutningsfólks þeirrar ólánstillögu, sem leiddi til skjótrar afgreiðslu, þvert á óskir ráðamanna sjúkrahússins, og af- greiðslu sölu til einkaaðila með einstökum skilmálum. Sé horft til annara mála, þar sem sala á eignum og eignarhlut- um Akranesbæjar hefur komið til tals, hlýtur óhjákvæmilega að vera ástæða til að draga í efa, hvort ekki sé full ástæða til að staldra aðeins við og skoða málin í víðara samhengi og gera betur grein fyrir þeim ástæðum sem að baki liggja. Afgreiðsla þessa máls er bæjarstjórn ekki til álits- auka heldur til háðungar. Þrátt fyrir þrábeiðni mna um að bæjarfulítrúar þeir sem fyrir sölu hússins stóðu, færðu einhver rök fyrir þesum gjörðum sínum „og hvaða brýn nauðsyn rekur bæjar- stjórn (með hag bæjarins í huga) til þess að leggjast á móti hags- munum Sjúkrahúss Akraness í þessu máli“ svo og skoðunum fjölda annars fólks, hef ég engin svör né viðbrögð fengið. Þögnin á greinilega að geyma það sem ég nefni stjórnunarlegt óhapp. Fyrir hinn almenna kjós- anda og skattborgara vil ég upp- lýsa að ekki er söluverð eignar- innar slíkt að miklu varði bæjar- sjóð næstu þrjú ár. En sá skilmáli sem mesta furðu vekur er sá, að eftir 20 ár í versta falli, skal sjúkrahúsið eða bæjarsjóður að undangengnu mati, leysa til sín húseignina Kirkjuhvol ef eigend- ur vilja. En trúlega getur Akra- nesbær líka neitað að framlengja lóðarleigusamning eftir sama tíma og þá vandast nú málið. Mikið var talað um varð- veislu í upprunalegri mynd, en nú strax hefur bygginganefnd af- greitt beiðni um frávik. Hæpið er að söluverð hússins standi undir þeim breytingum á aðkeyrslu og bílastæði sjúkrahússins, sem af þessum eignarbreytingum leiða. Þegar svo þar á ofan er vitað að langflestir íbúar Akraness vildu að þetta hús hyrfi „hægt og hljótt" og í staðinn kæmi snyrti- Iegt opið svæði, er vel skiljanlegt að þögnin sé talin hæfa best í þessu tilviki. Hr. ritstjóri, ég tel samt sem áður að blaði þínu og þér sjálfum auk okkar sem skrifum þetta blað, sé sýnd hin mesta ókurteisi og vanvirða af opinberum full- trúum í stjórn Akranesbæjar með því að ekkert af því fólki, sem kjörið er til setu í æðstu stjórn bæjarfélagsins, sjái ástæðu til að svara erindi sem beint er til þess í formi opins bréfs á síðum Skagablaðsins. Því liggur beinast við að slá því föstu að svör séu ekki á reiðum höndum og efni fyrrnefnds bréfs standi óhaggað og án athugasemda. Ég óskaði svara sem fyrst því kjördagur nálgast nú óðum. Ég álít óhjákvæmilegt að ítreka þetta erindi mitt vegna þess hverjar undirtektir eru og óska birtingar í Skagablaðinu. Akranesi 26. mars 1990 Stefán Lárus Pálsson. Bæjarsjóður Akraness Rekstrargjöld sem hlutfall af tekjum 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 — Áætlun 1 Reikningur ævinlega megi gera enn betur og stefnum við sannarlega að því. Fjármagnskostnaður er mun lægri en áætiað var eða sem nem- ur um 10 milljónum. Tekist hefur að lagfæra greiðslustöðuna á milli áranna 1988 og 1989. Megum við því vel við una í þessu efni og er það ekki síst að þakka ágætri fjármálastjórn bæjarstjórans og starfsfólki bæjarins. Tekjur Tekjur bæjarsjóðs eru áætlað- ar 455 milljónir króna. Rekstrargjöld eru áætluð 354 milljónir króna. Rekstrarafgangur er 101 mill- jón króna sem er 22,2% af heild- inni, sem er hærri upphæð en undanfarin ár en það er vegna nýrra laga um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Rekstur Stærsti rekstrarliðurinn er enn sem fyrr launagreiðslur sem nema 179,4 milljónum króna eða 51% af heildarrekstrargjöldum en hjá bænum starfa alls rúmlega 300 manns. Nokkrir stórir rekstrarliðir: — Til fræðslumála er áætlað að fari 74 millj. kr. — Til æskulýðsmála er áætlað að fari 38 millj. kr. — Til almannatrygginga og fél- agshjálpar (m.a. til reksturs Höfða og dagvistarstofnana) 70 millj. kr. — Til menningar- og fræðslu- mála 18 millj. kr. Of langt væri að telja einstaka einstaka lögbundna rekstrarliði. Stærstu viðhaldsverkefni þessa árs eru sem hér segir: — Viðgerð á Bjarnalaug 3,4 millj. kr. — Viðgerð á Bíóhöllinni 3 millj. kr. — íþróttahúsið við Vesturgötu 1,7 millj. kr. Framkvæmdir Stærstu framkvæmdir þessa árs eru: Götur, holræsi og umferð- armál, alls kr. 30,5 millj. Sam- þykkt var að fara í eftiifarandi framkvæmdir: — Garðabraut, botnlangar, 4,4 millj. kr. — Heiðarbraut, gangstétt, 2,7 millj. kr. — Jörundarholt 23 - 46 8,9 millj. kr. — Vesturgata, endi, 5,8 millj. kr. — Holræsi, Ægisbraut, frá Still- holti að Esjubraut, I. áfangi 1,4 millj. kr. MUNIÐ SKÁTASKEYTIN! Afgreiðslan í Skátahúsinu er opin á laugardag frá kl. 14 -18 og á sunnudag frá kl. 10 -18. Sími 11727. Bíiar eru við Stillholt. Skóiabraut og Víkurbraut á sunnudaginn frá kl. 10-18. — II. áfangi 3,3 millj. kr. Þá eru áætlaðar til viðhalds eldri gatna og gangstétta tæplega 5 milljónir króna. Núverandi meirihluti hefur eingöngu notað steypu til gatnagerðar og mun halda því áfram þrátt fyrir að það sé dýrara en aðrar gerðir varan- legs slitlags því gæðin eru að okkar mati ósambærileg. Dvalarheimilið Höfði: 22,5 millj króna (hluti bæjarsjóðs). Flutt verður í 25 ný vistrými í apríl. Dagvistarstofnun við Lerki- grund: 18,1 milljón. Áætlað að taka í notkun á miðju næsta ári. Fjölbrautaskóli Vesturlands: 7,1 milljón (hluti bæjarsjóðs) Heilsugæslustöð: 3,6 millj. kr. (hluti bæjarsjóðs). Tekin í nokt- un að hluta á næsta ári. Tónlistarskóli: 5 millj. kr. Æskulúðs- og íþróttamál: 3,6 milljónir króna. Hafnarsjóður Áætlað er að framkvæma fyrir 48 milljónir króna og skiptist upphæðin á milli uppfyllingar við aðalhafnargarð, öryggisútbúnað- ar, úrbóta í rafmagnsmálum og lóðsbáts, sem er í smíðum. Minni lántökur I ár er gert ráð fyrir að taka að láni 39 milljónir króna, sem er sama upphæð og gert er ráð fyrir að fari í afborganir af lánum. Lántakan í ár verður mun minni en margra undangenginna ára. Alls verður 16 milljónum króna varið til þess að bæta greiðslu- stöðu bæjarsjóðs, sem þýðir minni fjármagnskostnað. Lokaorð Mikil og góð samvinna var við gerð fjárhagsáætlunar. Álagn- ingu gjalda var haldið í lágmarki. Fasteignaskattur á íbúðarhús- næði á Akranesi er 0,36% og af iðnaðarhúsnæði 1%. þessi álagn- ing er í algjöru lágmarki og ef lit- ið er til flestra annarra sveitarfé- laga erum við ekki hálfdrættingar í skattlagningu. T.d. er fast- eignaskattur á íbúðarhúsnæði 0,421% í Reykjavík og 1,25% á iðnaðarhúnsæði. Reynt er að halda uppi miklum framkvæmd- um enda er það skylda ríkis og sveitarfélaga að skapa sem mesta atvinnu þegar samdráttur er hjá einsiaklingum og fyrirtækjum. Hér hefur aðeins verið stiklað á því stærsta því umfang slíkrar áætlunar er efni í heilt blað. Um leið og ársreikningar bæjarsjóðs fyrir 1989 eru tilbúnir verður árs- skýrslunni dreift í hvert hús eins og tíðkast hefur á þessu kjörtíma bili þannig að bæjarbúar geti fylgst með hvernig skattpeningn- um þeirra er varið. LATIÐ FAGMENN VINNA VERKIÐ PRENTVERK LAKRANESS HF. J 7. apríl næstKomandi. Þátttökutilhynningar 5. apríl. Þátttökugjald er kr, 7000, spyrnufélags IA, JaðarsböKKum, í síma 13311 eða í heimasíma Knattspyrnufélag ÍA Á ^ „Tvíefld trygging" VÁTRYQOINOAFÉLAO ÍSLANDS Kirkjubraut 28 Ö 13388 & 13389 MÚRVERK Tek að mér múrverk og flísalagnir. Tilboð eða tímavinna. VIÐAR SVAVARSSON Laugarbraut 14 — Sími 11412 Spónaplötur, allar þykktir ■ Krossviður, þakjárn og stál ■ Margskonar byggingavörur ■ Alhliða byggingaþjónusta TRÉSMIÐJA SIGURJÓNS & ÞORBERGS ÞJÓÐBRAUT 13 — SÍMI 11722 5 A---h BrOHOilLMN SÍM111100 (SÍMSVARI) Ein geggjuð (She‘s Out Of Control) Sýnum þessa skemmti- legu grínmynd í síðasta sinn í kvöld, fimmtudag. Vitið þið hversu oft á dag venjulegur unglingsstrákur hugsar um kynlíf? Tíu sinnum? Tuttugu sinnum? Nei, 656 sinnum! Viltu fá að vita meira? Komdu þá í kvöld! Lokasýning í kvöld, fimmtudag, kl. 21. Bekkjar- félagið (Dead Poets Society) Dead Poets Society er mynd sem óþarfi er að kynna. Hún var tilnefnd bæði til Golden Globe og Óskars- verðlauna í ár. Stórleikarinn Robin Williams var tilnefndur sem besti leikarinn og mynd- in sem mesta myndin. DEAD POETS SOCIETY - Ein af stórmyndunum 1990! Sýnd kl. 21 föstudag, sunnudag, mánudag og þriðjudag.

x

Skagablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.