Skagablaðið - 20.09.1990, Side 4

Skagablaðið - 20.09.1990, Side 4
Skagablaðið Skaaablaðið Dauft hefur verið yfir atvinnumál- um á Akranesi um langa hríð. Sam- drátturinn sem hófst fyrir nokkrum árum hefur enn ekki linað tak sitt þrátt fyrir væntingar þar að lútandi. Eitt af rótgrónari fyrirtækjum bæjar- ins, Akraprjón, hefur verið úrskurað gjaldþrota og var innsiglað í vikunni eftir vonlitla baráttu við brostinn rekstrargrundvöll síðustu árin. Akra- prjón er því fjórða fyrirtækið á Akra- nesi sem tekið hefur verið til gjald- þrotaskipta á árinu. Eitt fyrirtækjanna, sem orðið hafði gjaldþrota, Fiskiðjan Arctic, kann að hefja rekstur á ný innan tíðar. Fyrir- tækið var slegið Landsbankanum á uppboði ekki alls fyrir löngu. Nokkrir einstaklingar eru þessa dagana að kanna möguleikana á því að reisa fyrirtækið úr rústum. Óskandi væri að það tækist því þau eru mörg störfin sem farið hafa forgörðum síðustu misseri. Lítið hefur heyrst að undanförnu um fyrirhugð göng undir Hval- fjörð, sem margir binda vonir við. Stefnt er þó að því að leggja frum- varp til laga um gerð ganganna fyrir Alþingi þegar það kemur saman í byrjun næsta mánaðar. Flestir eru sammála um að göngin yrðu Akranesi mikil lyftistöng. At- vinnulífið í bænum hefur ekki reynst vera nægilega fjölbreytt til þess að fólk með framhaldsmenntun hafi get- að fengið hér vinnu. Með göngum yrði fólki, sem flust hefur héðan vegna þess að það fékk ekki vinnu við sitt hæfi, gefinn kostur á búsetu hér þótt það starfaði á höfuðborgar- svæðinu. Akstur til Reykjavíkur tæki 30 - 40 mínútur eftir að göngin yrðu komin í gagnið og fæstir myndu setja þá fjarlægð fyrir sig til þess að stunda vinnu sína. Erlendis þykir ekki til- tökumál að ferðast í klukkustund til og frá vinnustað. Þeir eru líka til sem telja að göngin muni lama allan hugsanlegan vöxt í atvinnulífinu á Akranesi og draga stórlega úr verslun. Hæpið er að at- vinnulífið beri meiri skaða af göngun- um en þegar er orðið. Hugsanlegt kann að vera mögulegt að eitthvað drægi úr versiun. Undirritaður telur þó litla hættu á því á meðan verslanir og þjónustufyrirtæki á Akranesi rækja hlutverk sitt af sömu kostgæfni og verið hefur. Matarverð er óvíða lægra en hér og velflestar aðrar verslanir eru fyllilega samkeppnis- færar með verð og þjónustu saman- borið við verslanir á höfðuborgar- svæðinu. íbúafjöldi Akraness hefur staðið í stað síðustu 6-8 árin. Jarðgöng undir Hvalfjörð myndu að mati undir- ritaðs verða til þess að fólki fjölgaði hér frekar en hitt. Sigurður Sverrisson Óli Þórdar og félagar í Brann ír leik í norska bikamum: „Geroum alK nema að skora" Frá Kristni Reimarssyni í Osló: „Við gerðum allt nema að skora,“ sagði Ólafur Þórðarson hjá Brann eftir að lið hans hafði tapað, 0 : 2, fyrir hinu Björgvinjarliðinu, Fyll- ingen, í undanúrslitum norsku bikarkeppninnar um helgina. Leikurinn fór fram á heima- grasvöllur. Að sögn Óla hafði velli Fyllingen, sem er gervi- það ekki góð áhrif á leikmenn ÞórðurEmil ágraði Þórður Emil Ólafsson sigraði á Vesturlandsmeistaramótinu í golfi, sem fram fór um helgina á Garðavelli. Keppendur voru 50 talsins, Þórður lék 18 holurnar á 78 höggum, fjórum minna en Birgir A. Birgisson, félagi hans úr Leyni. Jafnir í 3. - 4. sæti urðu Sváfnir Hreiðarsson úr Mostra og Viðar Héðinssn frá Golf- klúbbi Borgarness á 83 höggum. í keppni með forgjöf sigraði Eyþór Benediktsson, Mostra, á 67 höggum nettó. Birgir A. Birg- isson, Leyni varð annar á 71 höggi nettó og jafnir í 3. - 7. sæti á 73 höggum nettó urðu Gunnar Kristjánsson og Ingvi Árnason, Golfklúbbi BöFgarness, Birgir A. Birgisson og Birgir Jónsson úr Leyni og Sváfnir Hreiðarsson, Mostra. í sveitakeppninni sigraði sveit Leynis á 441 höggi. Sveit GB varð 2. á 444 höggum og í 3. sæti varð Mostri á 448 höggum. Brann, sem kunnu illa við sig á gervigrasinu. Norsku blöðin fjalla mikið um þennan leik eða öll heldur sjálf úrslitin. Er almennt talað um að „litli bróðir hafi unnið stóra bróður“. Ekki er ýkja langt síðan Brann tapaði 2 : 3 á heimavelli fyrir þessu sama liði í deildinni. „Við stefnum frekar að því nú að ná Evrópusæti en sjálfum titl- inum því við eigum eftir að spila gegn tveimur efstu liðunum, Tromsö og Rosenborg, og þau eru erfið viðureignar,“ sagði Óli. Þegar þremur umferðum er ólokið í norsku 1. deildarkeppn- inni er Brann í 3. - 4. sæti með 33 stig, fimm stigum á eftir Tromsö, Ólafur Þórðarson. sem er í efsta sætinu. Til að ná Evrópusæti er nóg fyrir Brann að halda 3. sætinu svo framarlega sem Rosenborg verður bikar- meistari. Rosenborg mætir Fyll- ingen í bikarúrslitunum. Vinni Fyllingen bikarinn þarf Brann að ná 2. sætinu í deildinni til þess að krækja í Evrópusæti. Brann mætir Tromsö í næstu umferð á laugardaginn. Unglingameislaramótið í sundi í suman Olafur vann til sex guHverðknna Ólafur Sigurðsson, einn hinna mín., 100 m flugsundi á 1:07,68 Þórður Emil Ólafsson - Vestur- landsmeistari í golfi. ungu og bráðefnilegu sund- manna í liði Sundfélags Akra- ness, náði þeim frábæra árangri að vinna til sex gullverðlauna á Unglingameistaramóti íslands sem fram fór í sumar. Vegna sumarleyfa Skagablaðsins og fjarveru Steve Cryer, þjálfara, hefur dregist úr hömlu að skýra frá þessu. Olafur, sem er mjög fjölhæfur sundmaður, sigraði í 100 metra skriðsundi á 59,70 sekúnd- um, í 200 m fjórsundi á 2:30,79 •II . ■. :• ■.................................................................................................................................................................. : ■ ■■ ...............................................................................'...... min., 100 m bringusundi a 1:17,44 og í 100 m baksundi á 1:12,21 mín. Þá var hann í sigur- sveit Skagamanna í 4 X 100 m fjórsundi. Hlaut því alls sex gull- verðlaun sem er afar sjaldgæfur árangur. Steve Cryer, þjálfari Sundfé- lags Akraness, sagðist hafa verið nokkuð ánægður með útkomu liðsins í mótinu þó svo Ægir hefði sigrað. Ægir hlaut 369 stig en Sundfélag Akraness 303 stig. Þessi tvö félög voru í algerum sérflokki. Cryer sagði, að keppendurnir frá Skaganum hefðu bætt sig í 44,2% tilvika eða í 34 tilvikum að 77. Slíkt væri ekki afleitur árangur og vægi að vissu leyti upp þau vonbrigði að ná ekki á sigra í stigakeppninni. Margir keppendur frá Akra- nesi stóðu sig mjög vel á mótinu eins og sjá má af því hversu margir bættu sig. Steve Cryer sagði það þó óneitanlega há flest- um keppendum hversu litla reynslu þeir hefðu af 50 metra laug. Því væri nauðsynlegt að fá fleiri met í svo langri laug því er- lendis væri undantekingalaust keppt í slíkum laugum. Vetrarstarf Sundfétags Akraness að hefjasb Yetrarstarf Sundfélags Akra- ness er að hefjast af fullum krafti um þessar mundir. Æfingar eru þegar hafnar undir stjórn Steve Cryer, en auk hans þjálfa Sigur- laug Guðmundsdóttir og Hugi Skemmtileg nöfn æfingahópa Sundfélag Akraness hefur tekið upp þá skemmtilegu nýbreytni að gefa C-hópunum, sem svo hafa verið nefndir í sundinu, hóp- um byrjenda, sérstök nöfn. Þannig heita nýliðahóparnir þrír sem nú æfa ísbirnir, Höfrung- ar og Selir. Þessar nafngiftir hafa fallið í góðan jarðveg enda þarf þá ekki lengur að notast við nöfnin A, B og C. Ólafur Sigurðsson — 6 gullverð- laun. Nýlidum boðið að slást í hópinn Harðarson hjá félaginu í vetur. Næstu átta laugardaga gefst þeim börnum og unglingum sem hafa hug á því að stunda sundæfingar í vetur kostur á að mæta í Jaðarsbakkalaug kl. 11 til þess að kynna sér íþróttina og njóta leiðsagnar þjálfaranna. Þá hefur verið ákveðið að efna til innanfélagsmóta mánaðarlega í vetur. Að kvöldi mótsdaganna verður síðan efnt til dansleiks fyrir sundkrakkana. Steve Ciyer enduvráðinn Sundfélag Akraness hefur ákveðið að endurráða breska sundþjálfarann Steve Cryer til eins árs. Aðeins á eftir að ganga formlega frá samning- um. Cryer, sem kom til starfa á Akranesi, fyrir réttu ári, hefur náð góðum árangri með sundfólk á Skaganum og er almenn ánægja með störf hans. Soðið kál og (ónleftahald Hafí einhver úr Skólahljómsveit Akraness haldið að hann eða hún væri að fara í frí dagana 7. — 14. júlí á alþjóðlega lúðrasveitamótinu í Rostock í Austur Þýskalandi reyndist það hinn mesti misskilningur. Að jafnaði var hópurinn sestur út í rútu ekki seinna en klukkan átta á morgnana og sjaldnast kominn heim fyrr en tíu eða ellefu á kvöldin. Lúðrasveitamót af þessu tagi eiga sér langa hefð í Rostock og hefur íslensk hljómsveit tekið þátt hverju sinni en aldrei tvisvar sú sama. Þannig var Skólahljóm- sveit Akraness fulltrúi Islands að þessu sinni. Þarna voru mættar til leiks 11 þjóðir með hljóm- sveitir sínar og sumar með tvær eins og Danir, Tékkar og Ung- verjar. Borgin iðaði af tónlist og hvarvetna mátti heyra í lúðra- sveitum á götum úti. Okkar menn spiluðu daglega á opnum svæðum víðsvegar um borgina. Pöllum og hátölurum var komið fyrir á torgum úti, bekkjum rað- að hér og hvar og svo dunaði tón- listin tímunum saman. Menn sátu og hlustuðu, drukku bjór, kaffi eða bara hvíldu lúin bein á leið sinni um borgina. Lagavalið brást aldrei íslendingarnir buðu upp á það besta sem þeir áttu og lagaval hljómsveitarinnar brást aldrei. Margar hljómsveitanna spiluðu tónlist sem sumir vilja kenna við ekta lúðrasveitartónlist og segja að menn verði að vera komnir yfir fimmtugt til að hafa gaman af! En okkar krakkar tóku Bítla- lög, létta klassík og popp. Áheyrendur voru bersýnilega ánægðir og var stöðugt verið að biðja Andrés um nótur af ís- lenska prógraminu. Nótur af þessu tagi hafa verið illfáanlegar í austantjaldslöndunum til þessa. Inn á milli laga skaut umdirrituð upplýsingum um land og þjóð. Þótti mörgum forvitnilegt að heyra að allt ísland hefði sömu íbúatölu og Rostockborg en væri að flatarmáli jafn stórt Austur Þýskalandi, svo og að hljóm- sveitin kæmi frá fimm þúsund manna bæ en spilaði samt svona vel! Allan tímann sem við dvöldum í Rostock höfðum við sama bíl- stjórann, Dieter, sem ók okkur um í harmonikustrætisvagni. Hann var afburða snúningalipur, geðgóður og mikill vinur okkar. í hvert sinn sem íslenska hljóm- sveitin hafði spilað lyngdi hann aftur augunum brosti og sagði: „Og enn spiluðu þau guðdóm- lega.“ Framandi réttir Spölkorn frá íbúðum okkar var matstaðurinn „Kombuese.“ Þar borðuðum við alla dagana. í byrjun var uppi fótur og fit er inn sigldu kúfaðir diskar af hinum og þessum réttum sem menn full- yrtu að þá hefði ekki dreymt um að borða heima á íslandi. Má þar nefna soðið kál, sveppi, ófitu- sprengda mjólk, dísætt te og fleira. Kastaði liðið sér yfir gos og íssalann Búm Búm og hugðist nú bæta sér upp matarleysið með stórveislu við hann. Búm Búm hafði aldrei í annað eins komið og heldur áræðanlega enn að peningar vaxi í vösum íslenskra barna og unglinga. Troðningurinn umhverfis hann komu Tékkar og gáfu Pólverjum lítið eftir. Okkar menn skiluðu sínu en voru glaðir er yfir lauk. varð ógurlegur en fararstjórar sátu og horfðu í gaupnir sér. Síð- an var fundað og málin rædd og auðvitað voru allir á einu máli er upp var staðið. Það var dóna- skapur að borða ekki þann mat sem var okkur að kostnaðarlausu og allir lofuðu að gera sitt besta. Og þar við sat. Umgengnin batn- aði með hverjum deginum sem leið. Eldhúsliðið var beðið að skammta minna á diskana, appelsínusafi kom í stað ófitu- sprengdrar mjólkur og þá voru allir glaðir og ánægðir. Starfs- fólkið í eldhúsinu átti hinsvegar í erfiðleikum með að skilja hve lít- ið íslensk börn borða en vildu allt fyrir okkur gera. Það var síð- ur en svo að Búm Búm væri van- ræktur en biðröðin styttist og var öll hin menningarlegasta. Dag- inn sem við fórum spilaði kvint- ettinn í borðsalnum í hádeginu og hópurinn gaf starfsliðinu gjaf- ir frá íslandi til minningar. Eldskírn Kvöldið sem mótið var sett áttu allar hljómsveitirnar að marséra inn á Ernst Thelmann- platz sem er ráðhústorgið. Það var mikil eldskírn fyrir hópinn og mátti kannski segja að þau hefðu getað verið heppnari með upp- röðun því á undan fóru Pólverjar sem gengu eins og þeir væru fæddir í marstakti og á eftir Við undirstrikuðum við stjórn- endur að ísland hefði ekki her og ætlaði ekki að hafa. þess vegna kynnum við ekki að ganga í takti. Og á tímum sameinaðrar Evrópu þegar múrarnir falla var þetta eins og talað út úr hjarta stjórnendanna og íslendingar voru þar með lausir við allar marséringar vegna sérstöðu sinnar! Heilan dag var æft fyrir Evróputónleikana. Það pró- gramm hafði verið æft hér heima í vetur en nú mátti skólahljóm- sveitin ekki sitja saman og var raðað eftir hljóðfærum en ekki þjóðerni. Þá þýddi lítið að horfa biðjandi á Andrés, nú var bara að standa sig. Um kvöldið voru tónleikarnir undir berum himni í góðu veðri. Var það áttahundruð manna hljómsveit, sannkallaðir Evróputónleikar. Allar sveitir í próf Allar hljómsveitirnar gengust undir próf og fóru tveir heilir dagar í þau. ísland spilaði seinni daginn. Fyrri daginn fór hópur- inn til að hlusta á hina. Við lædd- umst inn í kaldan salinn og sett- umst niður eins og mýs. Á svölunum sátu dómnefndarmenn af ýmsu þjóðerni, misfeitir og sköllóttir. Pólverjar voru að spila. Það var allt í senn fáguð tónlist, ærandi hávaði og melo- TIL SOLO MAN 15/216 Bíllinn, 5em er árgerð 1972, er með hliðarsturtu og HIAB 550 Krana að aftan, þannig kemst hann vel að aftaníkerru, hafnarvinnu og öðrum verkum. Verð kr. 680 þúsund. Bíllinn verður á bílasölu okkar næstu daga. BÍLÁS Þjóðbraut 1 — SÍMI 12622 & 11836 dískur jazz. Okkar fólk seig nið- ur í sætunum, snéri sér síðan við og horfði í uppgjöf á Andrés og Petu. Þegar Belgarnir létu Carm- en eftir Bizet hljóma um salinn í öllum litbrigðum eftir að hafa flogið í gegnum ómstríðan Korsakof hækkaði heldur ekki risið á okkar mönnum. Við lædd- umst út í rútu til Diters, þung- lyndið var um það bil að ná tök- um á hópnum . . . Menn sváfu misvel um nóttina en næsta dag stóð hópurinn á sviðinu klukkan ellefu. Eftir að hafa horft á svarta, gráa og brúna hermannabúninga hinna þjóð- anna var regluleg upplyfting fyrir salinn að sjá litaglaða jogging- galla ísiendinganna svo ekki sé minnst á hárprúðan stjórnand- ann en flestir kollegar hans hefðu sjálfsagt þegið að fá nokkur að láni! „Spiluðu guðdómlega“ Og eins og Dieter sagði „Og enn spiluðu þau guðdómlega!“ og það í orðsins fyllstu merk- ingu. Þarna tóku allir á því sem þeir áttu, enginn leyfði sér að sofa eða gera ekki sitt ítrasta. Lófaklappið var dynjandi, menn svifu ofan af pallinum. Andrés var ekki fyrr búinn að sleppa sprotanum en stjórnendur ung- versku og búlgörsku hljómsveit- anna voru mættir með heimboð íslensku hljómsveitinni til handa og Belgar áttu eftir að bætast í hópinn. Þetta kvöld var haldið úti- diskótek. Er ekki að orðlengja að íslendingarnir skemmtu sér vel enda höfðu þeir unnið til þess um morguninn. Diskótekið var á hringsviði umkringdu bekkjum sem tóku átta þúsund manns í sæti. Þarna skemmtu ýmsir utan- aðkomandi listamenn en auk þess sáu hljómsveitirnar um margvíslegar uppákomur. Annars virtist greinilega minna borið í þetta lúðrasveitar- mót en mörg hinna fyrri. Sást það best ef borin var saman dagskrá þessa árs og undangeng- inna ára. Það er um að kenna pólitísku ástandi í landinu og kvörtuðu menn sáran yfir pen- ingaleysi og óáran. Eftir að vest- ur þýska markið var tekið upp í Austur Þýskalandi 1. júlí virðist allt hafa hækkað nema kaupið. Rúnstykki sem áður kostuðu 5 Pfenninga kosta nú 35 Pfenninga og annað þar fram eftir götun- um. Krökkunum var ekki gefinn kostur á nema þessu eina diskóteki á hinn bóginn fengu yfirmenn og stjórnendur töluvert af veislum! Það er kannski til íhugunar fyrir okkur foreldrana að ís- lensku börnin höfðu 200 mörk í vasapeninga í Þýskalandsferð- inni þar sem fæði og uppihald var ókeypis á meðan Ungverjarnir höfðu 36 mörk! Sem dæmi um samdrátt í mót- haldinu var árviss viðburður, ó- keypis Berlínarferð, skorin niður. Við létum það ekki á okk- ur fá, leigðum rútu og héldum til Berlínar. Segir af þeirri ferð seinna. Kvöldið sem mótinu lauk var íslenska hljómsveitin beðin um að „hita upp“ því hún var með lagavali sínu og skemmtilegheit- um talin sú langákjósanlegasta. Sú upphitun stóð í klukkutíma. Viðurkenningu hlaut hún síðan fyrir afburðaárangur yngstu hljómsveitarinnar á mótinu. Ing- unn Gunnarsdóttir og Stefnir Sigmarsson fóru á verðlaunapall og sóttu viðurkenninguna fyrir hönd hljómsveitarinnar. Akraneskirkia Laugardagur 22. september ** Kirkjuskóli yngstu bamanna í umsjá Axels Gústafssonar í safn- aðarheimilinu Vinaminni kl. 13.00. Sunnudagur 23. september Barnaguösþjónusta kl. 11.00. Nýstofnaður bamakór syngur. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14.00. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Messa á Höfða kl. 15.30. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Fimmtudagur 27. september Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 18.30. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. VIÐTALSTÍMAR Viðtalstími sóknarprests er í safnaðarheimilinu Vinaminni þriðjudaga til föstudaga frá kl. 18.00 til 19.00 eða eftir sam- komulagi. Sóknarprestur Kyuumgarfimdiu* Vl im VI I.KOMI.V.V: Stjóm tfC—Akraness

x

Skagablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.