Skagablaðið


Skagablaðið - 08.05.1991, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 08.05.1991, Blaðsíða 1
17. TBL. 8. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1991 Yfir 200 á námskeiði Rúmlega 200 manns sóttu námskeið um þjónustu og samstarf sem efnt var til í samráði Þórdísar Arthursdóttur, ferðamála- fulltrúa og Gísla Blöndal hjá Þjónustu & samstarfi. Upphaflega var gert ráð fyrir einu námskeiði en þau urðu á endanum sex. Myndin hér að ofan var tekin á síðasta námskeiðinu á mánudags- kvöld. Gísli Blöndal er fremstur á myndinni. Rannsóknir vegna vegtengingar yfir HvaKjörð að komast á skríð: Sotnstokkur í stad ganga enn ekki út úr myndmni Til þessa hefur umræðan um samgöngubætur yfir Hvalfjörð aðallega snúist um jarðgöng und- ir fjörðinn og þau eru enn efst á óskalistanum en botnstokkur eða brú hafa enn ekki verið endan- lega afskrifuð í stjórn Spalar hf. Þetta kom fram í máli Gylfa Þórðarsonar, stjórnarformanns félagsins á háegisverðar- rabbfundi um atvinnumál í Hótel Akranes á mánudag. Gylfi sagði stjórnina ætla að leita til hlutlauss erlends að- ila varðandi ráðgjöf um valkosti. Þannig lítur þversnið fyrir- hugaðra jarðganga undir Hvalfjörð út. Ivenær fá Vesttendmgar svæðisútvaip eins og aðrir landsfjórðungar?: Engin viðbót ráðgerð í ár - „búar kjördæmisins geta hafið undirbúning sjálfir,“ segir formaður útvarpsráðs „Útvarpsráð hefur ákveðið að stíga ekki nein skref í sambandi við þróun svæðisútvarps á þessu ári,“ sagði Inga Jóna Þórðar- dóttir, formaður útvarpsráðs ríkisútvarpsins, er Skagablaðið ræddi við hana nýverið og innti hana eftir því hvort svæðisútvarp á vegum ríkisútvarpsins væri væntanlcgt í Vesturlandskjör- dæmi. Svæðisútvarp er þegar komið á fsafírði fyrir Vestfirði, á Akureyri fyrir Norðurland og á Egilsstöðum fyrir Austurland. Það liggur gífurleg fjárfesting í því að koma upp svæðisút- Knattspymufélag 1A: Fengu200þús. krónur að gjöf Knattspyrnufélag ÍA fékk á mánudaginn afhenta höfð- inglega gjöf frá Jóni Mýrdal, níræðum heiðursmanni hér á Skaga. Hann afhenti félaginu þá 200 þúsund krónur að gjöf með þeirri von að framlag hans mætti verða starfsemi félagsins til framdráttar. Gunnar Sigurðsson, for- maður Knattspyrnufé- lags ÍA, sagði í samtali við Skagablaðið að gjöfin væri einkar kærkomin og sýndi mikinn hlýhug í garð knatt- spyrnunnar. „Gjöf sem þessi virkar sem vítamínsprauta og hvatning á alla okkar starfsemi sem verður sífellt umfangsmeiri," sagði Gunnar. varpi; húsnæði, tækjakosti og minnst þremur starfsmönnum. í þeim landshlutum þar sem svæð- isútvarp er nú þegar hófst starf- semin í bráðabirgðahúsnæði og við knappan tækjakost. Við lít- um svo á, að það sé mjög aðkall- andi að koma þeim stöðum í gott horf áður en hugað verður að Vesturlandi og Suðurlandi. Til dæmis nær aðeins hluti Vest- fjarða útsendingum svæðisút- varpsins þar og er því mjög brýnt að útsendingarnar nái til allra Vestfjarða sem allra fyrst.“ Inga Jóna sagði að sér fyndist að íbúar kjördæmisins gætu á margan hátt hafið undirbúning fyrir svæðisútvarp sjálfir. Það gæti m.a. legið í því að koma upp öflugum fréttariturum í kjör- dæminu, sem væru ötulir við að senda fréttir og fréttatengt efni til ríkisútvarpsins. „Allt slíkt hefur áhrif þegar kemur að því að taka þarf ákvörðun um staðsetningu svæð- isútvarps. Til dæmis er mjög virkur fréttaritari á Selfossi, sem vissulega vinnur kjördæminu sínu mikið gagn. Mér finnst Sunn- lendingar vinna af meiri krafti að þessum málum en Vestlending- ar, að minnsta kosti hvað þessa hlið mála varðar.“ Inga Jóna sagði að það væri mikil ánægja með svæðisútvarp þar sem það væri og það kæmi örugglega að því í þeim kjör- dæmum sem eftir væru á næstu árum. Hún sagði útsendingar svæðisútvarpsstöðvanna sendar út á dreifikerfi Rásar 2, og væru þær í flestum tilfellum í eina klukkustund á dag, ýmist sam- fellt eða eins og það er á Akur- eyri, þar sem útsendingin er hálf- tíma á morgnana og hálftíma seinni hluta dags. Sagði hann gott að hafa fyrir- liggjandi álit hlutlauss aðila á því hvaða kostur væri vænlegastur; göng, botnstokkur eða brú. Hann taldi þó síðarnefndu kost- ina dýrari en göng. I máli Gylfa kom einnig fram að stjórn Spalar hf. hefur ákveð- ið að ganga til samninga við Orkustofnun um rannsóknir, sem þyrfti að gera á svæðinu og boðnar voru út fyrir skömmu. Erlendir aðilar buðu einnig í verkið en boð þeirra var hærra. Þessum rannsóknum, sem m.a. eru bylgjubrotsmælingar, á að ljúka í sumar og skýrsla að liggja fyrir í september. Frekari kannanir þarf að gera, m.a. jarðfræðikort af strand- svæðinu beggja vegna fjarðarins og sagði Gylfi tilboð í þann verk- þátt verða opnuð síðar í þessum mánuði. Lítidbam hættkomið Barn á öðru ári var hætt komið í fyrradag er það féll ofan í grunnan gosbrunn á lóð húss hér á Akranesi. Barnið var flutt meðvitund- arlaust með þyrlu til Reykja- víkur og mun líðan þess eftir atvikum. Stórajafir Kiwanismanna Kiwanisklúbburinn Þyrill aflienti í fyrrakvöld árlega styrki sína til félagasamtaka og einstakl- inga. Alls hlutu sjö aðilar styrk að þessu sinni, samtals að upphæð kr. 850 þúsund krónur. Hæstu styrkina hlutu Knattspyrnufélag ÍA og Sumarbúðirnar í Ölveri, 200 þús. kr. hvor aðili. Skólahljómsveit Akraness hlaut 150 þús. kr., Elmar Þórðarson, talkennari, og Hjálpar- sveit skáta 100 þús kr. hvor aðili og íþróttafélag fatlaðra og Svala Auðbjörnsdöttir, hjarta- og lungnaþegi, 50 þús. kr. hvor aðili. Myndin hér að ofan var tekin á mánudagskvöld er styrkirnir voru afhentir. Lengst t.v. er Logi Arnar Guðjónsson, formaður Þyrils, þá Ingólfur Ingólfsson, f.h. Skólahljómsveitar Akraness, Jó- hannes Ingibjartsson, f.h. Sumarbúðanna í Ölveri, Kjartan Kjartansson, f.h. Hjálparsveitar skáta, Elmar Þórðarson og Gunnar Sigurðsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.