Skagablaðið


Skagablaðið - 08.05.1991, Blaðsíða 9

Skagablaðið - 08.05.1991, Blaðsíða 9
Skagablaðið 9 Skagablaðið ræðir við Einar Guðmundsson, forstöðumann Vemdaðs vinnustaðan „Þröngsýnin horfið op viðhorf almennings orðið mjög jákvætt“ „Starfsemin hér er mjög umfangsmikil og víðtæk. Auk mín starfa hér í dag þrettán starfsmenn, níu karlar og fjórar konur auk verk- stjóra,“ sagði Einar Guðmundsson, forstöðumaður Verndaðs vinnu- staðar á Vesturlandi ■ samtali við Skagablaðið nýlega. „Eins og flestir ættu að vita er markmið staðarins að veita fólki með skerta starfs- orku, sem ekki á kost á atvinnu á hinum almenna vinnumarkaði, íbrennidepli Fullt nafn? Valdimar Lár- usson. Fæðingardagur og fæðing- arstaður? 14. janúar - Top ’49, á Akranesi. Fjölskylduhagir? Kvæntur Rósu Halldórsdóttur eigum fjögur börn. Starf? Gúmmítæknir. Stundar þú einhverja lík- amsrækt? Er að ná mér niður eftir „kviðpokana". Besti og versti matur sem þú færð? Grjótbarið vega- lamb með öllu besti matur en allur siginn fiskur versti. Besti og versti drykkur sem þú færð? Elefant bjór bestur, hef ekki drukkið þann versta ennþá. Síðasta hljómplata sem þú hlustaðir á? Það man ég ekki. Síðasta myndbandsspóla sem þú sást? Af trúarástæðum horfi ég ekki á vídeó. Hvaða bók lastu síðast? Bankabókina mína. Uppáhaldsíþróttamaður? Sunddrottningarnar mínar þrjár. Hvað horfir þií helst á í sjónvarpi? Fréttir. Hvaða sjónvarpsefni fær þig til þess að slökkva á sjón- varpinu? Flest nema fréttir. Úppáhaldsleikari? Tina Turner á Miðgarði. Hvaða grínisti fær þig til þess að hlæja? Spaugstofu- menn. Hvemig eyðir þú frístund- um þínum? Hvaða frístund- um? Fallegasti staður á íslandi? Hvalfjörður í góðu veðri. Hvaða mannkosti metur þú mest? Að vera Top ’49. Hvað líkar þér best við Akranes? Allt - þekki ekkert annað. Hvað finnst þér vanta á Akranesi? Fleiri af Top ’49. Hvað myndir þú vilja fá í afmælisgjöf? Nýjan snjósleða. Hvað veitir þér mesta af- slöppun? Faðmurinn á Rósu minni. Ertu góður bílstjóri? Hafa ekki sést betri. vinnu við sitt hæfi.“ erndaður vinnustaður á Vesturlandi hefur verið starf ræktur frá því í ágúst 1984 og hóf þá starfsemi sína í Bókhlöðunni en er nú í nýlegu húsnæði að Dalbraut 10, sem var afhent 15. september 1987. Ríkið á 85% í húsnæðinu og Akranesbær 15%, en þriðjungur þess er nýttur sem dagvistun fyrir fatlaða einstakl- inga. Aukin verkefni „Ég tók við forstöðumanns- starfinu þann 1. desember 1987 af Viðari Vésteinssyni,“ sagði Einar. „Síðan hefur aðalstarf mitt verið m.a. að reyna að tryggja vinnustaðnum aukin verkefni og að markaðssetja framleiðsluvörurnar. Starfsemin byggist á léttum iðnaði. Fyrsta framleiðslan var jólaseríur, en hún hófst árið 1985 og var eina framleiðsla vinnu- staðarins á næstu árum. En ný verkefni hafa stöðugt bæst við og í dag tekur það okkur aðeins ör- fáar vikur að vinna að jólaseríun- um. Af nýjum verkefnunum má nefna að um áramótin keyptum við fyrirtækið Plasttækni, sem var starfrækt í Reykjavík, og eignuðumst þá vélar þess til framleiðslu á hinum ýmsu plast- vörum. Má þar nefna raflagna- efni, m.a. til samsetningar á raf- magnsköplum, kapalspennur, flísakrossa og netlykkjur í vírnet. Þá framleiðum við plast- glös fyrir sjúkrahús og skóla. Eftirspurn eftir þessum vörum hefur í flestum tilvikum verið mikil. Má segja að núna fyrst höfum við náð að byggja upp lager með þessum vörum, en hingað til höfum við vart haft undan við að anna eftirspurn.“ Nytsamar ábendingar Einar sagði cnnfremur að ýms- ir aðilar hér í bæ hefðu leitað til sín um það hvort Verndaður vinnustaður gæti ekki tekið að sér ýmis verkefni fyrir þá. „Ég get nefnt tvö dæmi um slíkar ábendingar. Guðmundur Pálma- son hjá Haferninum leitaði til mín þar sem hann átti í töluverð- um erfiðleikum með að fá striga- poka undir skreiðarhausa fyrir fyrirtæki sitt og spurði hvort við gætum ckki gert þetta fyrir sig. í framhaldi af þessu varð úr að við festum kaup á saumavélum til þessara verka. Auk þess að fram- leiða fyrir Haförninn seljum við mikið magn til Sambandsins. Vegna ábendingar frá Máln- ingarþjónustunni festum við kaup á teppaföldunarvél og höf- um við nýlega tekið að okkur verkefni á þá vél. Nýlega keypt- um við svo Tækjaleiguna af Myndbandaleigunni Ás. Þó nokkuð hefur verið að gera í út- leigu hingað til, en ég á von á því að viðskiptin aukist verulega þegar vorverkin hefjast hjá flest- um á næstunni.“ Eitt stærsta verkefnið sem Verndaður vinnustaður hefur tekið að sér er móttaka á einnota umbúðum fyrir Endurvinnsluna hf. Það verkefni hófst 8. ágúst 1988. „Við tökum á mótu áttatíu þúsund einingum á mánuði,” sagði Einar, „dósum, plast- og glerflöskum. Á þessu tímabili hef ég greitt fyrir hönd Endur- vinnslunnar hf. um það bil tíu milljónir króna. Tilkoma þessarar móttöku hefur — auk þess að vera at- vinnuskapandi fyrir okkur — verið afskaplega jákvæð fyrir vinnustaðinn útávið. Hér kemur nú stór hluti bæjarbúa nokkuð reglulega með dósir og plast- flöskur og sér um leið að hér er alvöru vinnustaður og hér fer fram iðnaðarframleiðsla eins og víða. Þröngsýnin hefur horfið og viðhorf almennings til staðarins er orðið mjög jákvætt". Drjúg vinna Einar sagði að það væri mjög drjúg vinna sem fylgdi starfi for- stöðmanns vinnustaðarins. Hún fælist ekki aðeins í verkefnaieit og hráefnisöflun heldur einnig fjármögnun og vinnu við bók- hald og launaútreikninga. Auk þess hefði hann sjálfur unnið mikið, m.a. við plastframleiðsl- una og almenna verkstjórn. Þann 1. mars sl. réð hann til sín Jón Trausta Hervarsson, trésmið, sem verkstjóra á staðnum. „Hin öra uppbygging staðarins hefði ekki gengið svona vel ef ekki hefðu komið til margir sam- verkandi þættir,“ sagði Einar. „Fyrst vil ég nefna frábært starfsfólk, sem við höfum hjá okkur og síðan góða stjórn, þar sem Gísli Gíslason bæjarstjóri er formaður. Það hefur ætíð verið mjög gott að leita til hans og bæjarsjóðs og höfum við ætíð mætt skilingi og velvilja þaðan við úrlausn hina ýmsu mála sem upp koma hverju sinni,“ sagði Einar Guðmundsson að lokum. ISJ AÐGAHTGUR. íþróttabandalag Akraness Einctr Guðmundsson, forstöðumaður Verndaðs vinnustaðar á Vesturlandi.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.