Skagablaðið


Skagablaðið - 16.05.1991, Síða 1

Skagablaðið - 16.05.1991, Síða 1
Fengu smyril um borð Skipverjar á togaranum Haraldi Böðvarssyni fengu góðan gest um borð til sín í túr fyrir stuttu. Var þar kominn örþreyttur og hrakinn smyrill, feginn því að geta hvílt lúna vængi á skipinu. Róbert Reynisson, einn skipverja, náði að handsama fuglinn og sá síðan um að hlú að honum. Hann braggaðist fljótt og reyndist gæfur. Hann tók vel til matar síns þegar honum var réttur biti en fór hreinlega hamförum þegar honum var réttur hamflettur múkki. Bók- staflega spændi hann í sig með bestu lyst. Páll Guðmundsson, ljósmyndari og háseti á Haraldi, tók þessar skemmtilegu myndir af smyrlinum. Á stóru myndinni situr hann mak- indalega á öxl Róberts en á þeirri minni nartar hann í kjötbita. Lionsmenn afhenda Sjúkrahúsi Akraness blóðkornaleljarann. Frá vinstri: Sigurður Ólafsson, forstjóri SA, Elías Rúnar Elíasson, ritari klúbbsins, Þorgeir Jósefsson, formaður klúbbsins og Jón Jóhannsson, formað- ur stjórnar Ahaldakaupasjóðs. Sjúkrahús fær stórajafir Sjúkrahúsi Akraness hefur að undanförnu borist hver stórgjöf- in á fætur annarri, samtals á fjórðu milljón króna. Lionsklúbbur Akraness af- henti sjúkrahúsinu fyrir skömmu nýjan blóðkornateljara ásamt tilheyrandi prentara í til- efni af 35 ára afmæli klúbbsins, sem stofnaður var 22. apríl 1956. Verðmæti gjafarinnar er kr. 1.888.926 en þar sem virðisauka- skattur fékkst endurgreiddur var kostnaðurinn kr. 1.517.210. Lionsklúbbur Akraness hefur beðið Skagablaðið um að koma á framfæri þökkum til bæjarbúa fyrir veittan stuðning á liðnum árum, ekki síst er félagar hafa gengið um bæinn og selt ljósa- perur. Allur ágóði af þeirri sölu rennur til tækjakaupa fyrir Sjúkrahús Akraness. Þá fékk SA fyrir stuttu stórgjöf frá Sambandi borgfirskra kvenna, kr. 1.494.582 til tækja- kaupa fyrir endurhæfingadeild- ina. Jafnframt bárust kr. 300.000 frá Jóni Mýrdal Sigurðssyni, Vesturgötu 67. Eins og Skaga- blaðið skýrði frá í síðustu viku gaf hann Knattspyrnufélagi ÍA kr. 200.000. Fréttir Júlíusar Júlíus Þórðarson, sem um langt árabil var fréttaritari Morgunblaðsins hér á Akranesi, tók sig til fyrir stuttu og afhenti Akranesbæ að gjöf innbundna bók með Ijósritum af öllum þeim fréttum sem hann sendi frá sér á árunum 1957 - 1989. Eins og nærri getur er hafsjór fróðleiks í bókinni og hefur hún mikið sögu- legt gildi fyrir bæinn. Meðfylgj- andi mynd var tekin er Júlíus af- henti Gísla Gíslasyni, bæjar- stjóra, bókina góðu. Árið 1990 erfrtt hjá kl og SR: Rekstrartap hjárisunum Síöasta ár rcyndist stóru iönfyrirtækjunum, Scmcntsvcrksmiöju ríkisins og íslcnska járnblendifélaginu, báðum þungt í skauti. Tap varð á rekstri beggja fyrirtækjanna, 127 milljónir króna hjá IJ en tæp- lega 14 milljónir kr. hjá SR. Umskiptin voru mikil hjá IJ frá árinu áður er hagnaður af rekstrinum varð 323 milljónir króna. Umskiptin hjá SR voru einnig mikil, en til hins betra. Tap SR 1989 nam 76 millj. króna. Horfur fyrirtækjanna fyrir þetta ár eru sömuleiðis mis- jafnar. Allt bendir til þess að árið verði járnblendifélaginu erfitt vegna samdráttar í sölu um allan heim. Mikið framboð á ódýru kísiljárni hefur verið frá Kína og svo frá ríkjum Austur-Evrópu sem standa frammi fyrir breyt- ingum í kjölfar efnahagslegra umbrota á þeim slóðum. Verulegt tap hefur verið á rekstri fyrirtækisins fyrstu mán- uði þessa árs. I skýrslu stjórnar, sem lögð var fram á aðalfundi fyrirtækisins fyrir skömmu, kem- ur fram að þótt verð á kísiljárni kunni að hækka á árinu bendi allt til þess að afkoman verði slæm í ár. Bjartara er yfir hjá Sements- verksmiðjunni. Síðasta ár var það lakasta í 20 ár hvað varðar sementssölu þannig að búast má við að leiðin liggi upp á við á ný. Þrátt fyrir tapið á síðasta ári varð hagnaður af reglubundinni starf- semi upp á 9 milljónir króna. Rekstrartekjur IJ á síðasta ári voru 2,336 milljarðar króna en voru 2,507 árið áður. Rekstrar- tekjur SR námu í fyrra 771 millj. króna er voru 715 millj. kr. árið áður.

x

Skagablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.