Skagablaðið


Skagablaðið - 08.08.1991, Blaðsíða 6

Skagablaðið - 08.08.1991, Blaðsíða 6
6 Skagablaðið Starfaði í tvö ár í New York og lenti í ýmsun sérkennilegum uppákomun: „Andstæðumar em gífuriegar“ - segir Guimar Ásgeir Enarsson, sem varð ma fyrir barðinu á óaldarffokki að næturfagi í stótborginni „Andstæðumar þarna eru gífurlegar. 1 borginni er hægt að sjá það fullkomnasta og glæsilegsta í ríkidæmi og tækni sem um getur. En síðan blasir við þér ein mesta mannlega eymd, fátækt og niðurlæging sem fyrirfinnst. Að koma frá íslandi og kynnast þessari borg er mikil upplifun sem ég hefði ekki vilja missa af fyrir nokkurn mun,“ sagði Akurnesingurinn Gunnar Ásgeir Einarsson í spjalli við Skagablaðið. Hann er nýkominn heim aftur eftir að hafa starfað í New York í rúm tvö ár. að sem var óvenjulegt við dvöl Gunnars Ásgeirs í heimsborginni var starf hans. Hann var flutningabílstjóri og ók á næturnar með ferskan íslensk- an fisk til fiskmarkaðanna í borg- inni og veitingastaða. Oft á tíð- um fór hann alla leið til Philadelpíu í Pennsylvaníu. Á þessum ferðum sínum um nætur bar margt fyrir augu Gunnars Ásgeirs, sem lýtur að skuggahlið- um mannlífsins. í eitt skipti slapp hann naumlega þegar hann varð fyrir árás óaldarflokks í New Jersey. stórborgarinnar. Markaðurinn er í risastórri byggingu og þar vann margt ungt fólk hörðum höndum fyrir lág laun. Á annari hæð í þessari byggingu er mjög vinsæll veitinga- og skemmtistaður sem heitir Pier. Þennan stað sækir m.a. „uppalið" borgarinnar. Pað var dálítið skrýtið að sjá hverja glæsibifreiðina af annarri koma að staðnum hjá fiskmarkaðnum og úr þeim stíga ríkmannlega unglinga skálandi í kampavíni. Jafnaldrar þeirra á fiskmarkaðn- um horfðu til þeirrra löngunar- augum. Aukin umsvif „Ástæða þess að ég fór til New York var sú að ég átti kunning- skap við íslending sem er búsett- ur í borginni, Braga Hennings- son. Bragi hefur verið búsettur þarna í tíu ár og stundar inn- flutning á ferskum íslenskum fiski. Ég réði mig í vinnu til hans. Þegar ég kom út var auk mín aðeins einn annar starfsmaður hjá honum, Berta Finnbogadótt- ir einnig frá Akranesi. Hann hafði til umráða einn lítinn flutn- ingabíl. í dag hafa umsvif fyrir- tækisins aukist mjög. AIls starfa þar nú átta manns og hann hefur til umráða þrjá flutningabíla. Tvo minni og einn stærri í lengri ferðir, sem ég ók lengstum seinna árið sem ég var þarna.“ Fyrirtæki Braga heitir North Landing og kaupir ferskan fisk frá íslandi, sem kemur í flugi a.m.k. þrisvar í viku til New York. Á meðal þess sem hann kaupir er þorskur, ýsa, lúða og lax. „Ég byrjaði yfirleitt að keyra klukkan átta á kvöldin. Þau kvöld sem flogið var frá íslandi hófst ferðin á því að ég fór út á Kennedyflugvöll og náði í fisk- sendinguna. Síðan var henni ekið á fiskmarkaði víðsvegar um borgina; Brooklyn, Manhattan og New Jersey og í sumum tilfell- um beint á veitingastaðina. Einn stærsti og þekktasti fisk- markaðurinn í New York heitir Fulton og er á Manhattan. Þang- að fór ætíð stór hluti af fiskinum frá íslandi. Á þeim markaði blöstu fyrst við mér andstæður Óhreinindi og mengun Það sem hafði helst áhrif á mig þegar ég kom fyrst til New York var hversu óhrein borgin var og hversu mengað loftið var sem maður andaði að sér, nýkominn úr þessu hreina og ómengaða lofti á íslandi. Eftir að ég hóf að vinna á nóttinni við aksturinn blasti oft við mér ófögur sjón. Það sem stakk í augun var hinn gífurlegi fjöldi heimilislausra sem ráfaði um eða svaf á gang- stéttum og skúmaskotum og átti hvergi höfði sínu að halla. Þetta var fólk, sem hafði orðið undir í lífinu, ýmist vegna drykkjuskap- ar, eiturlyfjanotkunar eða af ein- um eða öðrum orsökum. Sumt þessa fólks var geðveikt og átti hvergi heima nema á stofnunum. Heimamenn sögðu mér, að þannig sjúku fólki hefði fjölgað mjög á götum borgarinnar eftir að lögum um vistun geðveiks fólks var breytt upp úr 1970. Lagabreytingin fólst m.a í því að mörkin um veikindastig til vist- unar á stofnunum voru hækkuð. Þetta var döpur sjón í byrjun en maður lærði smám saman að leiða þetta hjá sér.“ Á leið sinni til Philadelphíu eitt sinn kom Gunnar Ásgeir að bílslysi, þar sem bíll hafði keyrt utan í steyptan vegg sem skiptir akreinum á hraðbraut. Tveir farþegar í bílnum höfðu komist út úr honum en bílstjórinn, sem var töluvert slasaður, sat fastur í bílnum og gat sig hvergi hrært. Gunnar Ásgeir, sem var með far- síma í bílnum gat, komið til hjálpar og hringt eftir aðstoð í neyðarlínuna 911. En eina nótt- ina varð Gunnar Ásgeir fyrir óskemmtilegri lífreynslu. Óaldarflokkur „Ég var að aka með fisk til New Jersey, sem átti að fara til heildsölu- og dreifingafyrirtækis sem er staðsett í hverfi sem heitir Jersey City. Þar búa nær ein- göngu þeldökkir. Ég hafði stöðv- að bílinn við umferðarljós og var að bíða eftir grænu ljósi þegar vegfarandi benti mér á að aftur- hurðin á flutningabílnum væri opin. Ég sá strax í speglinum að svo var og stökk út úr bílnum til þess að loka hurðinni. Þegar ég var að myndast við það stökk allt í einu einn þel- dökkur út úr farangursgeymslu bílsins. Hann hafði farið þarna inn til þess að ná sér í fisk af ís- landsmiðum þegar hann sá að hurðin var opin. Þarna rétt hjá var húsaþyrping sem var í niður- níðslu og verið var að brjóta niður. Skyndilega birtist stór hópur svertingja, allt frá 10 ára smá- krökkum upp í þrítuga menn, allir vopnaðir múrsteinum. Þeir komu æðandi í áttina til mín og hófu að grýta steinunum í mig. Mér tókst að skýla mér á bak við hurðina fyrst í stað og síðan heyrði ég að einn þeirra, sem sennilega hefur verið leiðtogi hópsins, öskraði til þeirra að þeir skyldu reyna að ná bílstjóranum. Ég náði þá að hlaupa meðfram bílnum og komast fram í stýris- húsið. Setti á fulla ferð með afturhurðirnar opnar og múr- steinakastið dynjandi á bílnum, sem eyðilagði bæði bílstjóra- hurðina og annað frambrettið. Ég hélt rakleiðis til dreifingarfyr- irtækisins sem ég var á leið til. Þetta fyrirtæki, sem er mjög stórt á sínu sviði og er staðsett í þessu hverfi, er með hreina víggirðingu í kringum byggingar sínar til varnar innbrotum. Ég komst því á leiðarenda með sendinguna en myndi ekki kæra mig um að lenda í slíku aftur. Ég varð að sjálfsögðu mun varkárri eftir þessa óskemmtilegu reynslu.“ Iðandi mannlíf Eftir að hafa fengið Gunnar Ásgeir til þess að lýsa skugga- hliðum næturinnar í New York sagði hann að borgin ætti engu að síður sínar heillandi hliðar og iðaði af mannlífi. íbúar borgar- innar eru um 14 milljónir, þar af tvær milljónir á Manhattan, þar sem Gunnar Ásgeir bjó ásamt Skagamanninum Jakobi Hall- dórssyni. Yfir daginn er talið að allt að tíu milljónir séu þar við vinnu sína eða að sinna ýmsum erindargjörðum. Sem dæmi má nefna að talið er að í World Trade Center séu hvorki meira né minna en tvö hundruð og átta- tíu þúsund manns á launaskrá. Gunnar Ásgeir sagði að end- ingu að hann hefði hæglega getað hugsað sér að setjast þar að eitthvað áfram en kosið að koma heim aftur til fslands því þar væri alltaf eitthvað sem togaði í hann. Það er vissara að fara varlega og líta fyrir horn í stórborginni New York, ekki síst eftir að tekur að rökkva. íslenska sumarið á Akranesi er barnaleikur í samanburði við New York að nœturlagi.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.