Skagablaðið


Skagablaðið - 12.09.1991, Blaðsíða 8

Skagablaðið - 12.09.1991, Blaðsíða 8
Bdvamareffirlib JóhannesK. fær starfid Jóhannes K. Engilbertsson hefur verið ráðinn starfsmaður við eldvarnareftirlit á Akra- nesi. Hann leysir Guðmund Þór Sigurbjörnsson, sem gegnt hefur starfinu um árabil, af hólmi. Mikil ásókn var í þetta starf og bárust alls 20 umsóknir um það. Bæjarráð tók endanlega afstöðu á fundi sínum sl. fimmtudag. Akraneskaupstaður. Kjartaní ■ ■ ■ |iM Kjartan Kjartansson hefur verið ráðinn á bókhalds- deild Akraneskaupstaðar í stað Eirnýjar Valsdóttur sem færðist upp í starf aðalbókara. Alls sóttu ellefu um þetta starf. Sfigarsetfir upp í höfninni Hafnarstjórn samþvkkti á fundi sínum fyrir skömmu að taka tilboði Vélsmiðju Ólafs R. Guðjónssonar í smíði og uppsetningu stiga í Akranes- höfn. Alls bárust þrjú tilboð í verkið. Ólafur bauð lægst, kr. 613.100. Hin tilboðin voru frá Véltækni upp á kr. 784.350 og frá Þorgeir & Ellert hf. upp á kr. 898.000. Kostnaðaráætl- un hljóðaði upp á kr. 795.000. Iramesvegurinn lagfærður Undanfarna daga hafa staðið yfir endurbætur á Innnesveginum, sem voru orðnar tímabærar í meira lagi. Slitlag vegarins var orðið mjög holótt. Það er verktakafyrirtækið Loftorka í Borgarnesi sem annast lagningu malbiks á veginn. Innnesvegurinn er að hluta það sem kallað er „þjóðvegur í þéttbýli" og því greiðir ríkið hluta kostnaðar við framkvæmdirnar. Myndin hér að ofan var tekin í fyrradag, þar sem starfsmenn Loftorku voru að vinna við malbikun. Móttaka Endunrinnslunnan Búið að taka við 2 millj. ein- notaumbuða Verndaður vinnustaður á Vesturlandi, sem annast mót- töku einnota drykkjarfanga- umbúða fyrir Endurvinnsluna hf., tók þann 7. ágúst sl. við tveggja lítra plastflösku. Flask- an er að því leytinu merkileg að með henni fyllti tala mót- tekinna einnota umbúða tvær milljónir. Að sögn Einars Guðmunds- sonar, forstöðumanns VvV, hefur innstreymi einnota umbúða verið jafnt og þétt frá því fyrst var tekið á móti um- búðum um mánaðamótin júlí/ ágúst 1989. Milljónasta flaskan (dós var það reyndar) kom í hús í byrjun ágúst í fyrra. Margir töldu að mjög myndi draga úr flóði drykkjarfanga- umbúða eftir að mesta bjór- víman væri runnin af lands- mönnum en svo virðist ekki vera. Júlímánuður í ár var t.d. næststærsti mánuðurinn til þessa. Ástandið í Garðaflóanum eins og í VilHa vestrinu á síðustu öld: Skyttur og naut ógna öry^gi bæjaihúa á heilswótaraöngu Lögreglan á Akranesi rannsak- ar nú atvik er átti sér stað á vegin- um upp í Akrafjall sl. laugardag er riffilkúla hafnaði í vegkantin- um skammt frá hjónum sem voru þar á gangi. Nokkur spotti var á milli hjónanna þar sem þau voru á gangi. Talið er að kúlan hafði hafnað 10 -15 metra frá þeim. Engir skotmenn sáust í ná- grenninu en fullvíst má telja að skotið hafi komið úr kraft- miklum riffli úr talsverðri fjarlægð. Ekki þarf að fjölyrða um hversu mikil hætta getur staf- að af umferð skotmanna á þessu svæði, þar sem mjög algengt er að bæjarbúar fari þarna um á leið sinni upp í fjall eða þá bara á göngu sér til heilsubótar. Er fyllsta ástæða til þess að brýna skotmenn til þess að fara að öllu með gát. Þetta er ekki eina hættan sem gangandi fólki er búin á þessum slóðum. Fyrir nokkrum vikum slapp eldri maður með naumind- um inn í bíl sinn undan nautum sem ganga laus í Garðaflóanum. Fleiri bæjarbúar hafa komist í kast við nautin án þess þó að hafa verið í bráðri hættu. Ekki mun um þó um það að ræða að nautin séu á svæði, þar sem pau eiga ekki að vera, þar sem landið sem um ræðir er í eigu Innri- Akraneshrepps og nautin á beit með leyfi hrepps- yfirvalda. Eitt lítið og torlæsilegt skilti er á þessum slóðum, þar sem varað er við nautunum en ákaflega auðvelt er að fara á mis við það. Þá er ekki nema á færi útvalinna að lesa það sem á skilt- inu stendur, svo máð er letrið orðið. Si^urður Jónsson ekki í náðinni hjá Arsenal þessa dagana: Sagði stjóranum til syndama Sigurður Jónsson, knattspyrnumaður hjá Arsenal, verður að láta inu fyrir náð og miskunn en það við þessar aðstæður,“ sagði Sig- sér nægja að æfa með varaliði félagsins þessa dagana eftir að upp úr sauð í viðskiptum hans og George Graham fyrir þremur vikum. Síðan hafa þeir ekki talast við. „Þolinmæði mína þraut einfaldlega og ég krafði hann skýringa. Hann gaf engar. Eg sagði honum þá bara að fara í rass og rófu og gekk burtu,“ sagði Sigurður í samtali við Skagablaðið. Atvik þetta gerðist á föstu- degi fyrir leik Everton og Arsenal fyrir þremur vikum. Sig urður hafði verið valinn í 14 manna hóp fyrir leikinn. Á æfingunni þennn dag meiddist einn úr hópnum þannig að Sig- urður taldi öruggt að hann yrði a.m.k. annar tveggja vara- manna liðsins. Graham tók hins vegar inn nýjan mann þannig að Sigurður var út úr myndinni. Það var meira en hann lét bjóða sér. „Ég fæ nú að æfa með varalið- er ljóst á öllu að ég er ekki inni í myndinni hjá Graham, allra síst eftir þessa uppákomu,“ sagði Sigurður. Hann sagði í samtali við Skagablaðið að um tvennt væri að velja fyrir sig. Annað hvort að reyna að komast að hjá öðru liði eða þá að snúa heimleiðis á ný. „Mér finnst miklu nær að reyna að komast eitthvert þar sem þörf er fyrir mig. Það er andlega niðurdrepandi að búa urður. Sigurður sagðist vera búinn að fá sig fullsaddan af knatt- spyrnunni í Englandi. Hann kynni vel við land og þjóð en sagðist myndu frekar reyna fyrir sér á meginlandinu ef kostur væri á því. Ef það gengi ekki upp kæmi hann heim til Akra- ness í vor. Samningur hans við Arsenal rynni þá út og ljóst væri að félagið gæti ekki krafist neins fyrir hann úr því það hefði ekki nein not fyrir krafta hans. Sigurður Jónsson — draumurinn hjá Arsenal úti!

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.