Skagablaðið


Skagablaðið - 05.12.1991, Blaðsíða 3

Skagablaðið - 05.12.1991, Blaðsíða 3
Skaaablaðið 3 Grundartangakórinn ásamt stjórnanda og undirleikara. Jakkarnir, sem kórfélagar eru í, eru saumaðir hjá Akró hér á Akranesi. Fjölbrautaskóli Vesturlands auglýsir: Lanst starf Starf aðstoðarmanns á bókasafni Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi er laust til umsókn- ar. Um er að ræða fullt starf í 9 mánuði á ári. Starfið felst m.a. í að vinna undir stjóm bóka- varðar að skráningu, viðhaldi og röðun bóka svo og aðstoð við nemendur sem leita til safnsins. Laun em greidd í launaflokki 234 - BSRB 506. Ráðið verður í starfið frá 1. janúar 1992. Um- sókarfrestur er til 16. desember. Nánari upplýsingar má fá í síma 12544. SKÓUmmSTARI Grundartangakórinn sýnir dirfsku og metnað: Gefa út geisiadisk Grundartangakórinn gefur núna um helgina út kassettu og geisla- disk með 16 lögum sem kórinn flytur. Þetta er í fyrsta skipti sem geisl- adiskur er gefinn út af flytjendum frá Akranesi þótt plötuútgáfa hér eigi sér miklu lengri forsögu. Sundfélag Akraness hefur tekið að sér sölu á kassettunum og diskunum og munu félagar úr því ganga í hús á næstunni og bjóða bæjarbúum. Sundfélagið fær 300 krónur í sinn hlut af hverjum seldum diski. ugmyndin að plötunni er orðin nokkurra ára gömui að sögn þeirra Þorsteins Hannes- sonar og Arna Sigurðssonar, sem báðir eru í kórnum. Þeir sögðu kórinn hafa safnað upptökum undanfarið hálft annað ár. Tekið var upp í Stúdíói Stemmu undir stjórn Sigurðar Rúnars Jónsson- ar. Nítján manns skipa nú Grund- artangakórinn. Lætur nærri að það sé um 10% starfsmanna ís- lenska járnblendifélagsins. Kór- inn hefur víða komið fram á undanförnum árum, jafnt á Akranesi sem annars staðar. Kórinn hefur einnig komið fram á báðum sjónvarpsstöðvunum svo dæmi sé tekið. Sumarið 1988 fór kórinn meira að segja í söng- för til Noregs. Á geisladiskinum/kassettunni eru 16 lög, flest íslensk. Um er að ræða þekktar dægurflugur frá liðnum árum sem margar hverjar hafa verið sérstaklega útsettar fyrir kórinn. Það verk önnuðust nemendur Tónlistarskólans í Reykjavík. Kórinn, sem var stofnaður árið 1980, naut aðstoðar margra góðra manna við upptökurnar. Lárus Sighvatsson stjórnar kórn- um og Flosi Einarsson er undir- leikari. Auk þeirra komu við sögu Eðvarð Lárusson, Eiríkur Guðmundsson, Halldór Sig- hvatsson og Páll Einarsson. Mikiö úrval af fallegri gjafavöru frá Kúnigúna — Heimsljósi — Kosta Boda Gull- og silfurskartgripir í miklu úrvali. Jólaflaskan og kökuboxið frá Holmegaard eru komin. VERSLID HJÁ FAGMANNINUM FAGUR GRIPUR — FÖGUR GJÖF STAÐGRElÐSLUArSLÁTTER EÐALSTEINNiNN SKARTGRIPAVERSLUN SKÓLABRAUT 18 - SÍMI 93-13333 Óðurinn til lífsins Spakmæli og þankabrot. Höfundurinn Gunnþór Guðmundsson hefur á lífsferli sínum gert sér fágætt safn orðskviða. Lífsspeki hans er byggð á innsæi og eftirtekt. Bók sem læra má af og er til þess fallin að betra og bæta. Verð: 980,- Kór stundaglasanna Hér er á ferðinni fimmta ljóðabók Friðriks Guðna Þórleifssonar. í þessari bók slær Friðrik Guðni strenginn með öðrum hætti en fyrr, leikur nánast á tungumálið eins og hljómborð. Efniviðurinn er tunga vor fom og samt ætíð ný. Verð: 1.780,-krónur Vatnsmelónusykur Skáldsaga eftir bandaríska rithöfundinn Richard Brautigan. Þessi sérstæða saga hefur borið nafn hans víða. Vatnsmelónusykur er saga um ástir og svik í undarlegum heimi. Bókmenntaverk í íslenskri þýðingu Gyrðis Elíassonar. Verð: 1.480.- krónur Þér veitist innsýn Lífsspekibók, sannkölluð leiðsögn á lífsbrautinni. Bók sem hefur fært birtu inn í líf margra og verið nefnd "Náttborðsbókin - lykill að lausn vandamálanna". Hér er að finna speki sem allir ættu að geta fært sér í nyt. Verð: 1.980,- krónur Spakmæli Yfir 4000 spakmæli og málshættir frá öllum heimshlutum. I bókinni eru fjölmargar skopmyndir tengdar efninu. Skemmtileg og fræðandi bók, sem á erindi inn á hvert heimili. Verð: 1.980.-krónur HORPUUTGAFAN Stekkjarholt 8 -10, Akranesi / Síðumúli 29, 108 Reykjavík

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.