Skagablaðið


Skagablaðið - 05.12.1991, Blaðsíða 9

Skagablaðið - 05.12.1991, Blaðsíða 9
Skagablaðið 9 Fullt nafn? Páll Þórir Guð- mundsson. Fæðingardagur og fæðing- arstaður? 28. júní 1961 á Akranesi. Starf? Sjómaður og áhuga- ljósmyndari. Hvað líkar þér best í eigin fari? Að ég skuli ekki drekka áfengi og vera þar af leiðandi alltaf í „fókus.“ Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú „yrðir stór“? Það man ég bara alls ekki. Hvert var uppáhaldsfagið þitt í skóla? Reikningur. Ertu mikið fyrir blóm? Já, mér finnst gaman að þeim. Hver er uppáhaldslitur þinn? Gulur. Ferðu oft með Akraborg- inni? Stundum geri ég það, já. Attu eða notarðu tölvu? Nei, hef aldrei átt slíkan grip. Hefur þú farið hringveg- inn? Já, nokkrum sinnum. Ferðu oft í gönguferðir? Það kemur fyrir. Drekkurðu mikið af gosi/ öli? Já, det kóki. Hver er algengasti matur sem þú borðar? Fiskur, mat- reiddur á allra handa máta. Ferðu oft í bíó? Nei, aldrei. Stundar þú stangveiðar? Ég fer að veiða nokkrum sinnum á hverju sumri. Áttu einhver gæludýr? Nei, ekki sem stendur, en hef oft átt kött. Lestu mikið, notarðu bóka- safnið? Nei, ég les helst ljósm- yndablöð. Hverju myndir þú breyta hér á Ákranesi ef þú gætir? Umferðarmenningunni og sjálfum mér. Draumabíllinn? Volvo, all- ar gerðir koma til greina. Ertu mikið fyrir tónlist — hvemig? Já, allt gott rokk og klassík líka. Hvað hræðistu mest? Myrkrið. Sækirðu tónleika Nei, það get ég ekki sagt. Notarðu bflbelti og Ijós þegar þú ekur? Já, alltaf. Fylgist þú með störfum bæjarstjómar? Nei, það geri ég ekki. PRENTVERK AKRANESS HF. Porvarður Magnússon, gjaldkeri Þroskahjálpar á Vesturlandi, tekur við gjöf Oddfellowstúkunnar nr. 8, Egils, úr hendi Jóhanns Bogason- ar, yfirmanns hennar. Stórgjafir Oddfellowa .FÓLAITMHTÍ Sjálfstæðiskrennafélagið Bára, Akranesi, heldur jó- lafund sinn mánudaginn 9. dcsember kl. 20.00 í Sjálf- stæðishúsinu, Heiðargerði 20. 1» A S 14. IC Á: 1. Matur 2. Skcmmtiatriði að hætti nefhdarinnar. Konur fjölmennið og takið með ykkurgesti. Jólakveðja, skcmmtmcmdm. Akurnesingar athugið: RÆKJUSALA Hefjum hina hefðbundnu rækjusölu okkar í kvöld. Sölufólk okkar mun ganga í hús og bjóða rækjuna til sölu. Með von um góðar móttökur nú sem endranær. Oddfellowstúkurnar Vestur- landi afhentu á föstudaginn Þroskahjálp á Vesturlandi höfð- inglegar gjafir. Stúkan nr. 8, Egill, gaf krónur eina milljón til frekari uppbyggingar starfsemi félagsins að Holti í Borgar- hreppi. Einnig gaf Rebekkustúk- an nr. 5, Ásgerður, krónur 300.000 til kaupa á baðvagni. „Þessar gjafir eru í senn höfðing- legar og starfseminni mikil lyft- istöng,“ sagði Þorvarður Magn- ússon, gjaldkeri félagsins, er Skagablaðið ræddi við hann. Markviss uppbygging hefur staðið yfir að Holti allt frá því Þroskahjálp á Vesturlandi fékk jörðina að gjöf frá Benja- mín Ólafssyni árið 1979. Um- fangsmiklar framkvæmdir fóru fram sl. vetur er byggð var 60 fer- metra tengiálma á milli gamla hússins og nýs húss, sem áður hafði verið byggt. í skýrslu Elínar Kjartansdótt- ur, forstöðumanns að Holti, fyrir árið sem er að líða segir m.a.: „Mesta breytingin hvað húsnæði varðar er að sjálfsögðu nýbygg- ingin. Við þetta pláss skapaðist meira svigrúm, bæði fyrir vist- menn og starfsmenn, og þegar ég hugsa til baka skil ég ekki hvern- ig við fórum að með gamla hús- næðið.“ Framkvæmdakostnaður við húsið nam 3,3 milljónum króna. Til verksins fékkst 1,5 milljóna króna framlag frá framkvæmda- sjóði fatlaðra en Þroskahjálp á Vesturlandi fjármagnaði eftir- stöðvarar. Einnig var unnið við gerð íþróttavallar. Þær fram- kvæmdir kostuðu rúmlega 600 þúsund krónur. Félagið hefur á undanförnum árum notið mikillar velvildar ým- issa félaga og félagasamtaka við uppbyggingu starfseminnar að Holti. Án þess stuðnings væri Þroskahjálp á Vesturlandi ókleift að halda úti þessari starfsemi að sögn Þorvarðar. Boðið var upp á skammtíma- vistun frá 15. mars til maíloka á þessu ári, tvær helgar í mánuði. Sumardvöl var rekin frá mánaða- mótum maí/júní til 23. ágúst. Boðið hefur verið upp á skamm- tímavistun síðan og verður fram til áramóta. Þessi starfsemi hefur verið rekin í góðri samvinnu við Svæðisstjórn fatlaðra á Vestur- landi. Þorvarður sagði starfsemina að Holti ómetanlega fyrir fötluð börn og foreldra þeirra. Börnin nytu þess að komast í annað um- hverfi og í nána snertingu við náttúruna. Um leið væri það kærkomin hvíld fyrir foreldra að geta vistað fötluð börn sín í skamman tíma að Holti. Fréttatilkynning Handknattleiksfélag PÓSTUR OG SÍMI, AKRANESI, AUGLÝSIR: Breyttur afgreiðslu tími í desember Laugardaginn 14. desember opið frá kl. 10.00 — 16.00 Mánudaginn 16. desember opið til kl. 19.00 Síðustu skiladagar á jólapósti: Bréf: Mánudaginn 16. desember. Flugpósti til landa í Evrópu fyrir sunnudaginn 15. desember.'J Flugpósti til annarra landa fyrir mánudaginn ll.desember. Kaupið frímerki tímanlega til að forðast biðröð. Munið eftir að tilkynna breytt póstfang. PÓSTUR & SÍMI, AKRANESI Lögmaim§§tofa Lögmeðiþjónusta — Málflutningur Innlieimta — Samningsgerð — Búskipti Jósef H. Porgeirsson ■4k;.>iáimic Stillholti 14 S 13183 - Fax 13182 Málningarþjónusta Tökum að okkur alla alhliða málningarvinnu. Getum bætt við okkur verkefnum. Smíðum m.a. sðl- stofur, glugga, hurðir — eða hvað sem er. Tilboð eða tímavinna. Trésmiðjan Höldur hf. Uppl. ísíma 11024 (Bjarni Guðmundsson) eða 13232 (Vilhjálmur Guðmundsson) í hádeginu eða á kvöldin. Innréttingar — Málning Gólfefni — Búsáhöld BYGGINGAHUSIÐ SMIÐJUVÖLLUM 7 - AKRANESI - SIMI 93-13044 JSIÐ^I Auglýsið í Skagablaðinu Bifreiðaþjónustan Allar almennar viogerðir og réttingar. HARALDUR AÐALSTEIHSSON VALLHOLTI1 - SÍMI114 77

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.