Skagablaðið - 30.01.1992, Page 10

Skagablaðið - 30.01.1992, Page 10
flíttfl KIRKJUBRAUT 4-6 Skagablaðið flíltð KIRKJUBRAUT 4-6 Fégurðardísir Undirbúningur fyrir Fegurð- arsamkeppni Vesturlands sem haidin verður í lok marsmán- aðar er nú kominn á fulla ferð. Búið er að velja 12 þátttakend- ur til keppninnar. Fjórir þeirra eru frá Akranesi, hinir annars staðar að af Vesturlandi. Enn hefur ekki verið ákveð- ið hvar keppnin verður haldin en þessa dagana standa yfir viðræður við yfirvöld í Fjölbrautaskóla Vesturlands um að haida keppnina í hinum nýja og glæsilega sal skólans. Skagablaðið mun í næstu viku hefja kynningu á þátttak- endum í keppninni. Kynntar verða tvær stúlkur í hverri viku næstu sex vikurnar. Tíu þeirra tólfstúlkna sem keppa um titilinn „Fegurðardrottning Vesturlands“ í Líkamsrœktinni um síðustu helgi. Guðjón Þórðarson, þjálfari og Gunnar Sigurðsson, formaður Knatt- spyrnufélags ÍA, með Lotto - merkið á milli sín. Skagamenn í Lotto Knattspyrnufélag ÍA kynnir nú síðdegis nýjan samning við EG - heildverslunina í Reykja- vík, sem hefur umboð fyrir Lotto íþróttafatnað og skó. Samningur- inn er til sex ára, uppsegjanlegur af hálfu hvors samningsaðila um sig á tveggja ára fresti. Með þess- um samningi lýkur 17 ára tengsl- um Skagamanna og Adidas. Akranesliðið verður það eina hérlendis í sumar sem notar skó og búninga frá Lotto. etta er besti samningur sem knattspyrnuforystan á Akra- nesi hefur gert af þessu tagi,“ sagði Gunnar Sigurðsson, for- maður Knattspyrnufélags ÍA, er Skagablaðið ræddi við hann. Gunnar sagði samninginn félag- inu mjög hagstæðan. „Parna er um að ræða bæði fatnað frá toppi til táar og skó.“ Lotto er ítalskt vörumerki og hefur á síðustu árum unnið sér æ ríkari markaðs- hlutdeild á Vesturlöndum. Augljóst er að endurkoma Skagamanna í 1. deildina hefur vakið verðskuldaða athygli. Fé- laginu bárust boð frá fleiri aðil- um en Lotto um samninga um fatnað og skó. Adidas, Nike, Umbro og Diadora umboðin hafa öll haft samband til að kanna hug forráðamanna félags- ins. Jakob HaHdórsson lauk tökum á nýni mynd sinni á Akranesi fyrir stuttu: Tökum á mynd Jakobs Hall- dórssonar, Huliðsheimar Morphos, lauk hér á Akranesi fyrir nokkrum dögum. Myndin var einnig tekin í Nýju Mexíkó og svo við Arbæjarkirkju í Reykjavík. Jakob er farinn til Bandaríkjana, þar sem hann hef- ur innan skamms vinnu við klipp- ingu og fullnaðarvinnslu myndar- innar. Hún verður sýnd á loka- hátíð School Of Visual Arts í maí og vonandi hér á Akranesi síðar í þeim sama mánuði. Skagablaðið ræddi stuttlega við Jakob og George Kaper- ones, aðalleikara myndarinnar, í vikunni. Jakob sagði hér vera um stuttmynd að ræða, 20 mínútur, og næmi heildarkostnaður við gerð hennar um 8 þúsund Banda- ríkjadölum. Myndin er að mestu fjármögnuð með framlögum vel- viljaðra aðila, m.a. ættingja Jakobs sem hafa stutt hann með ráðum og dáð. Ekki er inni í þessari tölu kostnaður við dreif- ingu á myndinni. Eins og Skagablaðið hefur áður skýrt frá er myndin lauslega byggð á sögunni um Sæmund fróða. Tökur stóðu yfir í 20 daga og sagði Jakob láta nærri að hann hefði náð einni mínútu af nýti- legu efni á filmu á dag. Kaperones, sem er af grísku bergi brotinn, er eins og kjörinn í hlutverk galdramannsins í mynd- inni. Hann er dökkur yfirlitum, með sítt svart hár. Hann sagðist í samtali við Skagablaðið hafa haft mjög gaman af samstarfinu við Jakob og vonandi myndi myndin opna honum leið til nýs áhorf- endahóps. Kaperones hefur aðallega unnið við leikhús en aðeins að litlu leyti fengist við kvikmyndaleik. Hann sagðist hafa hrifist mjög af íslandi þann tíma sem hann hefði dvalið hér. Lítill tími hefði reyndar gefist til þess að skoða sig um en vel gæti farið að hann leggði leið sína hingað síðar meir til þess að kynnast landinu betur. Hópurinn sem vann að tökum á mynd Jakobs. Jakob er lengst t.v. en George Kaperones lengst t.h. Skagaleikflokurinn hyggst reyna að hressa aðeins upp á starfsandann með því að efna til „opins húss“ fyrsta og þriðja fimmtudag í hverj- um mánuði í vetur. Markmið ið er að efna til opinnar og frjálslegrar umræðu um leik- listarlífið. Fyrsta „opna húsið“ af þessum toga verður fimmtudagskvöldið 6. febrú- ar kl. 20.30 í „leikhúskjallar- anum“ við Vesturgötu. Ungbarnamæður hér á Akranesi eru duglegar við að koma saman og ekkert lát er á atorkunni á þeim bæ. Mömmurnar hafa nú fengið til liðs við sig þrjá fyrirlesara sem funda með þeim í febrú- ar. Þriðjudaginn 4. febrúar kl 14 mætir Ragnheiður Ól- afsdóttir, formaður samtaka heimavinnandi fólks, á fund hjá þeim og mánudaginn 10. febrúar kl. 10.30 fá þær Anton Bjarnason, íþrótta- kennara, til að fjalla um hreyfiþroska. Þriðjudaginn 25. febrúar kemur svo Berg- þóra Gísladóttir til þeirra og fjallar um einelti barna. All- ar mæður eru velkomnar á fundina, sem haldnir eru í félagsheimili KFUM & K við Garðabraut. Luka Kostic hafði sam- band við blaðið og vildi koma því á framfæri við bæjarbúa að fatasendingin frá Akurnesingum er kominn til Júgóslavíu. Hún fer á næstunni frá Belgrad, þar sem hún er núna, til svæð- anna umhverfis Osijek þar sem hörðustu bardagarnir geisuðu fyrir stuttu. Þau hjón Luka Kostic og Svetlana vildu enn og aftur koma á framfæri þakklæti til Skaga- manna fyrir stuðninginn. Sú breyting hefur orðið á að Skagablaðið sinnir ekki lengur fréttaþjónustu fyrir DV hér á Akranesi. Samkomulagi þar að lútandi lauk 15. janúar sl. Þá tók rit- stjóri Skagablaðsins við starfi fréttaritara ríkisútvarpsins af Elís Þór Sigurðssyni. Rétt eins og var hjá DV er það þó ekki sjálfgefið að allar fréttir héðan birtist í ríkisútvarp- inu. Slíkt er alfarið ákvörðun fréttastofu útvarps. Frétt Skagablaðsins um frystitogarakaup HB hf. í síðustu viku vakti mikla at- hygli. Hún markaði einnig tímamót í sögu blaðsins því hún er „nýjasta" fréttin sem blaðið hefur nokkru sinni birt. Vinnslu fréttarinnar á ritstjórn lauk kl. 14.15 sl. fimmtudag og réttum tveim- ur klukkustundum síðar runnu fyrstu eintök blaðsins út úr prentvélinni.

x

Skagablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.