Skagablaðið


Skagablaðið - 07.03.1994, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 07.03.1994, Blaðsíða 1
5.TBL. 11.ÁRG, MÁNUDAGUR7. MARS 1994 VERÐ KR. 200,-M/VSK í þjónustu þjálfarans Þeir taka sig óneitanlega vel út þessir snyrtilegu „þjónar“ meistaraflokks ÍA, þar sem þeir standa að baki Herði Helga- syni, þjálfara, á Herrakvöldi ÍA sem fram fór á Langasandi á föstudagskvöld. Herrakvöldið var eins konar „aukaæfing“ hjá strákunum fyrir æfingaferðina til Kýpur en liðið hélt utan í dag. Mihajlo Bibercic kom til landsins í síðustu viku og er með í förinni auk þess sern annar Serbi, Zoran Miljkovic, kemur til liðs við Skaga- menn á Kýpur. Vönir standa til þess að hann geti fyllt það skarð í vörninni sem Luka Kostic skildi eftir sig. Strákunum fylgja árnaðaróskir um gott gengi í sólinni syðra en Skagablaðið skýrir nánar frá förinni er liðið snýr heim. SkagamarkaÖurinn seidi 452 tonn: Febrúar sló öll fyrri met Nýliðinn febrúarmánuður sló öll fyrri met á Skagamark- aðnum. Alls voru seld rúm- lega 452 tonn af fiski en eldra metið var frá því í júní í fyrra, tæplega 300 tonn. Heildar- verðmæti selds afla var 32,8 milljónir króna. Eins og endranær var þorskur uppistaða aflans en alls var selt 221 tonn af honum í febrú- ar. Meðalverð var 88,27 krónur. Tæp 88 tonn voru seld af ýsu, meðalverð 94,95 krónur. Stein- bíturinn kom sterkur inn, enda hans tími núna. Seld voru 55,5 tonn af honum á 27,39 krónur kílóið að meðaltali. Tæpt 31 tonn var síðan selt af ufsa, með- alverð 39,13 krónur. Einar Jónsson, framkvæmda- stjóri Skagamarkaðarins, var að vonum kátur er Skagablaðið ræddi við hann. Þrátt fyrir lægra meðalverð en í janúar vegur þjónustugjald, sem Faxamark- aður tók áður en er nú aflagt, verðmuninn upp að nokkru leyti. f 1 1 í * / ■" Krossvík og Sæfong i Grundar- firði ræða möguleika ó samstarfi Viðræður hafa að undanförnu staðið yfir á milli forráða- manna Sæfangs í Grundarfirði og Krossvíkur um samstarf fyr- irtækjanna. Þá er stefnt að því að Krossvík taki frystihús Haf- arnarnins á leigu þegar leigusamningur fyrirtækisins við HB hf. rennur út þann 15. mars nk. Sæfang gerir út togarann Runólf og rekur að auki fiskvinnsluhús í Grundarfirði. Utgerðin og fiskvinnslan voru nýlega sameinuð undir nafni Sæfangs en fram að því var tog- arinn rekinn af Guðmundi Run- ólfssyni hf. sem er gamalgróið fyrirtæki í Grundarfirði. Fyrir- tækið er í eigu Guðmundar Runólfssonar og sjö sona hans og starfa þeir allir hjá því. Sam- kvæmt heimildum Skagablaðs- ins verður einn sona Guðmund- ar væntanlega framkvæmda- stjóri Krossvíkur. Óhætt er að fullyrða að Grundarfjörður hafi á undan- fömum árum verið eitt mesta þenslusvæði á landinu. Þaðan eru gerðir út fjórir togarar og þrjú frystihús eru í fullum rekstri. Mikill skortur hefur ver- ið á vinnuafli og húsnæði á staðnum. Það er því von manna að unnt verði að finna á næstu mánuðum flöt á samstarfi við Akurnesinga með það fyrir aug- um að tryggja til frambúðar fullan rekstur í frystihúsi Haf- amarins. Samstarf Hafarnarins og Sæfangs er ekki alveg nýtt af nálinni en fyrirtækin hafa síð- astliðið ár unnið sameiginlega að gæðastjórnunarátaki sem styrkt var af Byggðastofnun með það fyrir augum að kanna möguleika á samstarfi fyrirtækj- anna. Eins og komið hefur fram í fréttum er Haföminn nú í greiðslustöðvun og verið er að leita nauðarsamninga við kröfu- hafa. Fyrir skömmu var togar- inn Sæfari seldur en útgerð hans hefur gengið mjög erfiðlega allt frá því hann var keyptur. Kross- vík hefur samið um ráðstöfunar- rétt yfir kvóta Sæfara og mun væntanlega, eins og áður sagði, taka frystihús Hafarnarins á leigu. Að aðgerðunum loknum verður rekstur Krossvíkur því með svipuðu umfangi og rekst- ur Hafarnarins var áður að því frátöldu að tekist hefur að selja Sæfara. Gangi nauðarsamningar eftir munu þeir ásamt sölunni á Sæfara laga skuldastöðu Haf- amarins um 170 - 180 millj. króna. Það er engu að síður ljóst, að miklar skuldir verða á- fram helsta vandamálið. Tuttugu gefa kost á sér í prófkjöri Alþýðuflokksins um aðra helgi: Guðmundur í slaginn á ný - Hervar Gunnarsson og Kristján Sveinsson á meÖal þátttakenda í prófkjörinu Guðmundur Vésteinsson, fyrrum bæjarfulltrúi Alþýðu- flokksins, og Hervar Gunn- arsson, núverandi bæjarfull- trúi flokksins, hafa báðir á- kveðið að gefa kost á sér í opið prófkjör flokksins sem fram fer dagana 18. og 19. mars næstkomandi. Svars Hervars hefur verið beðið með eftirvæntingu undan- farnar vikur. Þá vekur nafn Kristjáns Sveinssonar mikla athygli en orðrómur um framboð hans hefur sömu- leiðis verið á kreiki að undan- förnu. Framboð Guðmundar kemur nokkuð á óvart en orðróm- ur um það hefur verið á kreiki undanfarnar vikur. Eftir að hafa setið í bæjarstjórn í fjögur kjör- tímabil hefur Guðmundur verið fjarri góðu gamni undanfarin 8 ár. Nafn Guðmundar er eitt af 20 sem Alþýðuflokkurinn til- kynnti á föstudagskvöld sem þátttakendur í væntanlegfu pró- kjöri. Þeir sem gefa kost á sér í prófkjörið eru þessir í stafrófs- röð: Ástríður Andrésdóttir, skrif- stofumaður, Björgheiður Valdi- marsdóttir, húsmóðir, Björn Guðmundsson, húsasmiður, Elín Hanna Kjartansdóttir, skrifstofumaður, Friðrik Al- freðsson, rafeindavirki, Guð- mundur Vésteinsson, deildar- stjóri, Hafsteinn Baldursson, rennismiður, Haukur Ármanns- son, kaupmaður, Hervar Gunn- arsson, formaður VLFA, Ingvar Ingvarsson, aðstoðarskóla- stjóri, Júlíus Már Þórarinsson, lektor, Kristján Sveinsson, deildarstjóri, Rannveig E. Hálf- dánardóttir, móttökuritari, Sig- ríður K. Óladóttir, hússtjórnar- kennari, Sigrún Ríkharðsdóttir, bankamaður, Sigurður Hauks- son, verslunarmaður, Sigurjón Hannesson, húsasmiður, Stein- dóra Steinsdóttir, verkamaður, Steinunn Jónsdóttir, deildar- stjóri og Sveinn Rafn Ingason, rennismiður.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.