Skagablaðið - 07.03.1994, Blaðsíða 7
7
Frábær árangur íþróttafólks í Þjóti:
Stríðir straum-
ar eðalmálma
íþróttafólk úr Þjóti,
íþróttafélagi fatlaðra hér á
Akranesi, hélt áfram að sópa
að sér verðlaunum á Islands-
mótinu í sundi og boccia sem
fram fór um helgina. Kepp-
endur frá Akranesi unnu til 8
einstaklingsverðlauna auk
þess sem boccia - sveitin hlaut
silfur í 3. deildinni. Þessi verð-
laun komu til viðbótar 12
verðlaunapeningum sem
keppendur frá Þjóti unnu á
Islandsmótinu í frjálsum
íþróttum nýverið.
erent Karl Hafsteisson vann
til fernra verðlauna í sund-
inu um helgina. Hann fékk gull í
100 m skriðsundi, silfur í 200 m
fjórsundi og 100 m bringusundi
og brons í 100 m baksundi.
Harpa Sif Þráinsdóttir fékk gull
í 100 m skriðsundi og silfur í
100 m baksundi. Þá fékk Ragn-
ar Hjörleifsson gull í 100 m
bringusundi og Emma Rakel
Björnsdóttir brons í 50 m skrið-
sundi.
Boccia - sveitin hafnaði í 2.
sæti í 3. deild og vann sér þar
með sæti í 2. deildinni. Sveitina
skipuðu þau Skúli Þórðarson,
Árni Jónsson, Harpa Sif Þráins-
dóttir og Andrés Sveinsson.
Uppskera Þjóts - manna var
ekki lakari fyrir skömmu á ís-
landsmótinu í frjálsum íþrótt-
um. Þar unnu liðsmenn Þjóts til
tveggja gullverðlauna, sjö silf-
urverðlauna og þriggja brons-
verðlauna.
Árni Jónsson fékk gull í lang-
stökki án atrennu og Hjörtur
Grétarsson gull í 60 m hlaupi.
Árni fékk einnig silfur í kúlu-
varpi og Hjörtur í langstökki án
atrennu.
Harpa Sif fékk þrenn silfur-
verðlaun á mótinu; í kúluvarpi,
60 m hlaupi og langstökki með
atrennu. Andrés Sveinsson vann
til silfurs í 60 m hlaupi og fékk
einnig brons í langstökki með
atrennu svo og kúluvarpi. Guð-
mundur Örn Björnsson vann til
bronsverðlauna í kúluvarpi.
Loks vann hinn síungi Skúli
Þórðarson silfur í kúluvarpi.
Myndin hér að neðan er af
verðlaunahöfunum á frjálsí-
þróttamótinu. Á henni eru frá
vinstri: Andrés Sveinsson, Árni
Jónsson, Guðmundur Örn
Björnsson, Skúli Þórðarson,
Harpa Sif Þráinsdóttir og Anna
Lóa Geirsdóttir, þjálfari. Á
myndina vantar Hjört Grétars-
son.
Herrakvöld Knattspyrnufélags ÍA:
Húsfyllir
Húsfyllir var á Herrakvöldi ÍA sem haldið var á veitinga-
húsinu Langasandi á föstudagskvöldið. Færri komust að en
vildu en þeir sem voru svo lánsamir að tryggja sér sæti
skemmtu sér konunglega við mat, drykk og skemmtiatriði.
Heiðursgestur kvöldsins var Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs-
ráðherra, og eru sennilega flestir sammála um að hann hafi
sýnt á sér nýja og skemmtilega hlið sem menn áttu ekki von á að
hann ætti til. Flosi Ólafsson fór svo á kostum í ræðu sinni síðar
um kvöldið og Jósef Þorgeirsson, sem var veislustjóri, sá til þess
að engum leiddist undir borðhaldi og á milli atriða, slíkur sagna-
brunnur sem hann er.
Skagablaðið smellti meðfylgjandi mynd af Þorsteini á Herra-
kvöldinu.
Þakkarorð
Með þakklæti minnumst við
vinarhugar og þátttöku ykk-
ar við fráfall Dódóar (Halldóru
Briem). Það hefur verið góð stoð
og styrkur fyrir okkur öll.
Jag blir sá glad át dej,
gamle ván, den
gladjen
strálar inte som solsken, ej heller/
som kvittrande fágel eller
körsbarstrad i
blom, men
nármar sej sem en for-
sigtig hand,
látt, ganska nára,
inte helt
nára, - den
gládjen ár som nár det
láttar efter
regn,
framát
kvállkvisten och
man ságer:
„Blir nog vackert í morgon
ocksá, ska du se!“
Sá glad kan jag bli át en
gammal ván, en
troskyldig grej frán ett
barndomshem.
(Halldóm Briem Ek)
Gunnar, Karin, Kerstin,
Thorunn og Thorsten. “
Tónleikar í
Vinaminni
Selkórinn á Seltjarnarnesi
efnir þriðjudaginn 15. mars
nk. til tónleika í safnaðarheimil-
inu Vinaminni ásamt Ingibjörgu
Guðjónsdóttur. Tónleikarnir
hefjast kl. 20.30 og á efnis-
skránni er m.a. mótetta eftir
Bach auk þess sem Ingibjörg
syngur einsöngslög. Stjórnandi
kórsins er Jón Karl Einarsson.
Aheitaleikar Þióts
Þjótur, íþróttafélag fatlaðra á Akranesi, ætlir á laugar-
daginn að efna til áheitaleika í íþróttahúsinu við Vesturgötu
frákl. 13-17.
Þar verður m.a. keppt í boccia og geta allir verið með, jafnt
innanfélagsmenn sem utan. Þegar hafa margar sveitir utan
félagsins látið skrá sig. Skráning er hjá Andrési Sveinssyni í
síma 13312.
Þá verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá samhliða boccia -
keppninni, m.a. rúlluskautarall og körfuboltaleiki þar sem leik-
menn Úrvalsdeildarliðs ÍA slást í hópinn.
Félagar í Þjóti munu í vikunni banka upp á hjá bæjarbúum og
leita eftir áheitum og er það von forráðamanna félagsins að vel
verði tekið á móti þeim.
Gulldrengirnir lögðu meistarann
„Við létum boltann ganga vel í fyrri hálfleik og þótt Einar
skori nú minna en fyrir áramót er hann að leika helmingi betur,
stjórnar leik liðsins eins og herforingi - og svo höfum við Steve
Greyer í teignum. Hann er ótrúlegur. Við misstum aðeins niður
dampinn undir lokin en það má ekki gleyma því hverja við vor-
um að spila við og svo hinu að við erum nýliðar;“ sagði Ivar Ás-
grímsson, þjálfari spútnikliðs Skagamanna í Úrvalsdeildinni í
körfuknattleik, alsæll eftir 113 :105 sigur Skagamanna á meist-
urum ÍBK í gærkvöld.
Með sigrinum bætti lið
Skagamanna enn einni
skrautfjöðrinni í hatt sinn. Sig-
urinn var í raun miklu öruggari
en lokatölur gefa til kynna því
þegar um 50 sekúndur voru eftir
leiddu Skagamenn, 110 : 92.
Fjórar þriggja stiga körfur Kefl-
víkinga á síðustu 40 sekúndum
leiksins löguðu stöðuna aðeins
en sigur nýliðanna var aldrei í
hættu.
Skagaliðið hefur ekki í vetur
leikið jafn vel og það gerði í
fyrri hálfleik. Frábær varnar-
leikur var lykillinn að góðri
stöðu í leikhléi. Liðið stóðst á-
hlaup Keflvíkinga í seinni hálf-
leik og stóð uppi sem verðugur
sigurvegari. Bestu menn liðsins
voru þeir Steve Greyer og Einar
Einarsson ^ en þeir Haraldur
Leifsson, Ivar Ásgrímsson og
Eggert Garðarsson áttu einnig
góðan leik.
Tölur:
ÍA - ÍBK: 0 : 8, 15 : 19, 29 :
19,46:29 (60:37)71 : 54, 76 :
67, 90:75,110:92,113: 105
Stig ÍA: Steve Greyer 39,
Einar Einarsson 22, Ivar Ás-
grímsson 17, Haraldur Leifsson
17, Eggert Garðarsson 14, Dag-
ur Þórisson 4.
Stig ÍBK: Guðjón Skúlason
42, Kristinn Friðriksson 21,
Raymond Foster 14, Albert
Oskarsson 10, Kristján Guð-
mundsson 7, Brynjar Harðarson
4, Jón Kr. Gíslason 3, Böðvar
Kristjánsson 2, Sigurður Ingi-
mundarson 2.