Skagablaðið


Skagablaðið - 07.03.1994, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 07.03.1994, Blaðsíða 5
5 Leirmunagerð að Dvalarheimilinu Höfóa: „Fáir njóta eldanna..." „Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá,“ segir í frægu ljóði og þessi orð eiga vel við konurnar á Dvalar- heimilinu Höfða, sem ieggja stund á leirmunagerð af ýms- um toga í kjallara heimilisins. Skagablaðið skýrði frá því í síðasta blaði að Höfða hefði verið afhentur nýr leirbrennslu- ofn frá sjúkravinum og Akra- nesdeild RKÍ. Þar láðist hins vegar að geta kvennanna sem vinna að leirmunagerðinni því upphafið að kaupunum má rekja til þeirra og það voru einmitt þær sem lögðu frarn fyrstu framlögin til kaupa á nýjum ofni. Óhætt er að segja að leir- munagerðin að Höfða sé blóm- leg. Margir stórglæsilegir munir eru unnir þar í hverri viku og handbragðið er eins og hjá bestu atvinnumönnum. Skagablaðið smellti myndinni hér til hægri af konunum í kjall- aranum sl. miðvikudag og fyrir framan og aftan þær má sjá hluta þeirra glæsilegu muna sem þær hafa unnið. Framkvæmdir við Faxabryggju Miklar framkvæmdir standa nú yfir við Faxabryggju. Heildarkostnaður við verkið nemur vel á annað hundrað milljónum króna en ekki er áætlað að verkinu ljúki fyrr en 1997. Mikil uppfyll- ing er komin austan við bryggjuna og kemur til með að skapa gott athafnasvæði. Stálþil verður síð- an rekið niður meðfram kanti uppfyllingarinnar til þess að verja hana ágangi sjávar. Myndin hér að ofan var tekin fyrir stuttu er stórvirkar vinnuvélar voru þar á ferð og eins og glöggt má sjá hefur þarna orðið mikii breyting á nokkrum vikum. Eins og sjá má af þessari mynd eru sœtin í Bíóhöllinni mörg hver orðin œði lúin. Heyra þau sögunni tilfrá og með miðju sumri? Fær Bíóhöllin tímabæra andlitslyftingu?: Heimild veill fyrir 4 millj. kr. lántöku Stjórn Bíóhallarinnar hefur fengið heimild til þess að taka að láni 4 milljónir króna nettó (án virðisaukaskatts) til þess að kosta tímabærar endur- bætur á húsinu. Um er að ræða 250 ný sæti í húsinu frá Irwing, fremsta framleiðanda Bandaríkjanna á þessu sviði, gólfdúk og teppi svo og máln- ingu. Tæknideild Akraneskaup- staðar er þessa dagana að fara yfir kostnaðartölur vegna fyrirhugaðra endurbóta en að sögn þeirra Ak - Sjón manna vonast þeir til þess að umrædd upphæð dugi til þess að veita Bíóhöllinni þá andlitslyftingu sem hún nauðsynlega þarfnast. Ak - Sjón menn áttu fund með bæjarritara á fimmtudag, þar sem þessi mál voru rædd. Þeir sögðu í samtali við Skaga- blaðið, að auðvitað væri æski- legast að hægt væri að fram- kvæma eina allsherjar andlits- lyftingu á sal hússins en fram- vinda málsins væri háð því hvort umrædd upphæð dygði tii framkvæmdanna. Það skýrðist væntanlega á næstu dögum.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.