Skagablaðið - 07.03.1994, Blaðsíða 2
2
„Þú ert vist mamma min"
- Hjónin Hrönn RíkharSsdóttir og ÞórSur Elíasson ræSa um ættleiðingar og aðra menningarheima
Ættleiðingar barna frá fjarlægum löndum eru langt frá því
að vera óþekktar í okkar samfélagi og í Akranesbæ einum hef-
ur um tugur fjölskyldna ættleitt börn erlendis frá. í mörgum
tilfellum eru fleiri en eitt ættleitt barn í hverri fjölskyldu og slík
er einmitt raunin hjá hjónunum Hrönn Ríkharðsdóttur og
Þórði Elíassyni sem nýlega komu heim frá Indlandi með sína
aðra dóttur, Hallberu. Fyrir áttu þau Ragnheiði sem nú er orð-
in átta ára gömul en hana sóttu þau til Sri Lanka fyrir átta
árum.
Þegar blaðamaður Skaga-
blaðsins hugðist heimsækja
fjölskylduna fyrir skemmstu til
þess að kynnast sögunni á bak-
við ættleiðingu systranna
tveggja, varð hann að sæta lagi
milli gestaerils og hamingju-
óska vandamanna, en húsráð-
endur tóku því þó vel að fá einn
gestinn í viðbót sem vildi heyra
ferðasögu og spyrja spurninga.
Kveikjan að þessari
grein ersú að lítil
stúlka bættist í íbúa-
hóp Akranessbæjar
íyrir hálfum mánuði.
Víst kunna það að
þykja næsta hvers-
dagsleg tíðindi því
landsmönnum fjölgar
á degi hverjum, en
sumir nýir borgarar
koma eftir öðrum og
lengri leiðum en aðrir.
Litla stúlkan, sem
hér um ræðir kemur
alla leið frá Kalkútta
á Indlandi; hún er 7
mánaða gömul, dökk
á hörund og heitir
Hallbera Pórðardóttir.
Kýr og kjúklingar ...
„Ferðalagið sem við tókumst
á hendur til þess að sækja litlu
stúlkuna okkar tók alls tíu daga
og var mjög eftirminnilegt. Það
var mikið ævintýri að kynnast
lífsháttum fólks og framandi
menningu í borgunum við sem
gistum, Delhí og Kalkútta, en
þarna eru miklar andstæður í
lífskjörum. Allt frá því lægsta til
þess hæsta blasir við á götum
úti, frá betlandi börnum til vold-
ugrar forsetahallar", segja þau
Hrönn og Þórður og vísa til fjöl-
breyttra ljósmynda sinna úr
ferðinni sem gæða frásögnina
lífiog litum.
í leikgrind á gólfinu situr
Hallbera litla róleg og unir sér
við spiladós og er ekki að sjá að
hið langa ferðalag frá Asíu upp
að norðurheimskautsbaugi hafi
komið henni úr jafnvægi.
„Þótt við gistum á góðum
hótelum sem er nauðsynlegt til
að njóta góðrar hvíldar í lang-
ferð sem þessari, umkringdi
daglegt amstur borgaranna okk-
ur hvarvetna. Út um glugga hót-
elsins í Kalkútta urðum við
t.a.m. vitni að kjúklingamarkaði
þar sem lifandi fiðurfé var spyrt
saman í kippur líkt og skreiðar-
flök, selt og jafnvel hengt á
reiðhjól og ferjað þannig . . .
Nútímans sér þarna hvergi stað,
nær öll verslun fer fram undir
berum himni, kýr ganga lausar
um götur og húsbyggingar og
gatnagerð eru nánast unnar af
handafli."
... og kaos í Kalkútta
Annað sem olli hinum ís-
lensku ferðalöngum forundran
var umferðarmenningin. Bif-
reiðarnar voru áratugagamlir
ljóslausir skrjóðar sem skröltu
hver um annan þveran og flaut-
uðu einungis fyrir horn þannig
að þeim hjónum stóð hreint ekki
á sama að vera á ferðinni.
„Ég er viss um að verstu öku-
fantar hérlendis fengju ekki
einu sinni vinnu við akstur
þarna úti þótt þeir féllu grátandi
á kné - þeir þættu ekki nógu
harðsvíraðir til að eiga heima í
umferðinni í indverskum stór-
borgum“, skýtur Hrönn að og
kímir.
Þau hjón voru algerlega á eig-
in vegum ytra en fengu þó tæki-
færi til skoðunarferða með leið-
sögumanni og heimsóttu ýmis
hof, grafhýsi og aðra merka
staði. Meðal annars fóru þau að
hinum helga stað þar sem Gand-
hi var brenndur sem var að sögn
áhrifarfk heimsókn.
„I heild var þetta mjög fróð-
leg ferð því það hafa allir gott af
því að kynnast nýjum menning-
arheimum og víkka sjóndeild-
arhringinn,“ segir Hrönn, „en
mikið afskaplega vorum við
samt fegin að koma heim í
ferska loftið og fámennið.
Það tók okkur dálítinn tíma
að jafna okkur eftir hina löngu
heimferð en hún var mikil þol-
raun og útheimti 40 stunda sam-
fellda vöku. En öll óþægindi
ferðarinnar fyrnast fljótt á svip-
aðan hátt og sársauki fæðingar
hjá konum sem liggja á sæng,
allt gleymist nema gleðin yfir
barninu sem maður eignast."
Leyfíð börnunum...
Til Kalkúttaborgar á Indlandi
fóru hjónin þeirra erinda að
sækja hina nýju dóttur sína og
kynnin af heimilinu þar sem
hún dvaldi voru um margt
merkileg reynsla.
„Um er að ræða barnaheimili
í umsjá lögfræðings að nafni
Chandana Bose en hún hefur
séð um öll okkar mál þar niður-
frá. Þarna bíða fjölmörg börn
þess að verða sótt af kjörfor-
eldrum sínum en í indverskum
lögum er kveðið á um að ekki
megi skipuleggja ættleiðingar
nema að því tengist góðgerðar-
starfsemi af einhverju tagi. Sú
er tvímælalaust raunin á þessu
heimili en þar fer fram þríþætt
starfsemi.
í fyrsta lagi skýtur Chandana
skjólshúsi yfir börn fátækra og
fæðir þau og klæðir þar eð for-
eldrar þeirra hafa ekki fjárhags-
legt bolmagn til þess að annast
þau. Um helgar fara þau þó flest
heim til sín en vegna bágra
heimilisaðstæðna hafa sum
bamanna, sem eru á aldrinum
fjögurra til tólf ára, gist „heima-
vistina“ í mörg ár.
Kennari er fenginn til þess að
hjálpa börnunum við heima-
námið og þannig reynir
Chandana af veikum mætti að
jafna samkeppnisstöðu skjól-
stæðinga sinna gagnvart nem-
endum einkaskóla sem fá að
flestu leyti betri kennslu.
... að koma til mín
í öðru lagi rekur Chandana
Bose einskonar mötuneyti fyrir
um fimmtíu börn á skólaaldri.
Hún er í samstarfi við skólann á
þann hátt að ef nemendumir
stunda ekki námið af samvisku-
semi fyrirgera þeir rétti sínum
til þess að sækja málsverð á
heimilinu, en að öðru leyti er
börnunum ekki mismunað, t.d. á
grundvelli trúar eða uppruna.
Þetta er eina máltíðin sem flest
barnanna fá yfir daginn þannig
að þau taka hraustlega til matar
síns, og yfirleitt biðja þau um
ábót þótt skammturinn líti út
fyrir að duga fullorðnum manni.
Þriðji liðurinn í starfsemi
heimilisins er svo skipulögð
ættleiðing ungbarna sem flest
eiga sér ókunnan bakgrunn.
Börnin eru sótt á sjúkrahúsið
einungis 1-2 daga gömul og þá
sækir lögfræðingurinn strax um
forræði þeirra og sér um þau þar
til búið er að ganga frá ættleið-
ingu til öruggrar fjölskyldu."
Hrönn og Þórður útskýra að
SKAGA
E LAi IE
■ Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson
■ Auglýsingar: Fjóla Ásgeirsdóttir
■ Dreifing: Sigurður Sigurðsson
■ Áskrift og bókhald: Steinunn Ólafsdóttir
■ Umbrot og prentun: Prentverk Akraness hf.
■ Ritstjórn: Skólabraut 21,2. hæð. Opin alla virka daga
frákl. 10 -17. Símar 14222 og 12261. Fax: 14122.
■ Póstfang: Pósthólf 170, 300 Akranes.
Lakshmi Ncirayan-hofið íDehli, þaðan sem Hitler „stal hakakross-
inwn, “ merki eilífleikans í Hindúatrú.
Börnin á barnaheimili Chandana Bose ásamt starfsstúlkum.
Þessi börn fá að borða hér gegn því að stunda skólann. Þau taka
hraustlega til matar síns.