Skagablaðið


Skagablaðið - 07.03.1994, Blaðsíða 6

Skagablaðið - 07.03.1994, Blaðsíða 6
6 „Berjumst gegn blindu" - átak Lionshreyfingarinnar: Færa 30 milliónum manns sjónina á ný Lionshreyfingin á Islandi stendur þessa dagana í sam- vinnu við alþjóða Lionshreyfinguna fyrir átaki gegn blindu í heiminum. I vikunni verður gengið í hús hér á Akranesi og barmmerkið Hvíti stafurinn selt. AHur ágóði af sölunni rennur til þessa verkefnis. Talið er að um 40 milljónir manna í heiminum séu blindir í dag. Jafnframt er talið af 80% þeirra gætu haft sjón ef fjár- magn væri fyrir hendi. Með átaki sínu stefnir Lionshreyfingin að því að færa 30 milljónum manna sjónina á ný. Verði ekkert aðhafst stefnir í að tala blindra í heiminum tvöfaldist á næstu 25 Þórður á fullri ferð íbúningi Vfl Bochum. Meistaraflokkur kvenna hefur orðið fyrir blóð- töku því nú er ljóst að Jónína Víglundsdóttir, leikmaður Islandsmótsins tvö undan- farin ár, verður fjarri góðu gamni í sumar vegna barns- burðar. Jónína og Haraldur Ingólfsson, unnusti hennar, eiga von á bami í ágúst. Mihajlo Bibercic, Serbinn snaggaralegi, er mættur á Skagann á ný á- samt unnustu og bami, og hélt í dag áleiðis til Kýpur á- samt Akranesliðinu, þar sem það tekur þátt í æfingamóti. Annar Serbi, Zoran Milj- kovic, kemur til liðs við Skagamenn á Kýpur, þar sem hann spreytir sig með liðinu. Vonir standa til þess að hann geti Ieyst Luka Kostic af í stöðu miðvarðar hjá Islands- og bikarmeistur- unum. Brotthvarf Kostic hefur veikt vörn Skaga- manna og arftaki hans hefur verið helsti höfuðverkur Harðar Helgasonar í æfinga- leikjum undanfarið. ÞórÖur Guðjónsson fyrsti SkagamaSurinn í Bundesligunni?: „Það yrði slórslys el við ekki færum „Mér hefur gengið alveg ágætlega upp á síðkastið og vonandi getur orðið framhald á því og að ég nái að tryggja stöðu mína enn frekar hjá félaginu,“ sagði Þórður Guðjónsson í spjalli við Skagablaðið þegar við slógum á þráðinn til Þýskalands á dög- unum, þar sem hann hefur staðið sig frábærlega með með þýska 2. deildar Iiðinu Bochum eftir að hann yfirgaf herbúðir Skagamanna sl. haust. essir hressu norðlensku hestamenn komu hingað til Akraness sl. mánudag á leið sinni til Reykjavíkur í tilefni norðlenskra hestadaga. Myndin var tekin er þeir höfðu riðið yfir Grunnafjörð og komu „í land“ í landi Arkarlækjar. Þrátt fyrir að kuldinn biti í kinnar í febrúar- sólinni voru knaparnir hinir kát- ustu enda stutt eftir á áfangastað eftir langa reið norðan úr landi. Silthvað Ósk eða Barbró Vegna fréttar í Skagablaðinu fyrir nokkru um að bókaðar hafi verið 16 - 1800 gistinætur á Hótel Osk og gistiheimilinu Barbró í sumar er rétt að taka það skýrt fram að meginþorri þessara bókana á við Hótel Osk. Að sögn Hönnu Rúnu Jóhanns- dóttur, eiganda gistiheimilisins Barbró, er aðeins um 2% um- ræddra gistinátta bókuð hjá þeim - hitt er allt bókað á Hótel Osk. Þessu er hér með komið á framfæri. Barnaheill: Yesturlands- deild stofnuð Vesturlandsdeild Barna- heilla verður formlega stofnuð í Grundaskóla kl. 20.30 nk. fimmtudag, 10. mars. Fundinn sækja m.a. for- vígismenn samtakanna og eru allir þeir sem áhuga hafa á málefninu hvattir til þess að sækja stofnfundinn. að yrði stórslys hjá okkur ef við ekki færum upp í Bundesliguna í vor,“ sagði Þórður. „Við erum nú með ör- ugga forystu í 2. deildinni og höfum aðeins tapað tveimur leikjum í vetur og reyndar var annar þeirra um fyrri helgi þeg- ar við töpuðum 1 : 2 gegn Hansa Rostock á útivelli. Fyrir hálfum mánuði sigruðum við MV Meppen á heimavelli 4 : 0, en það lið er í 3. sæti deildarinnar. Sá leikur er mér minnistæður en þá skoraði ég fyrsta mark mitt fyrir Bochum í leik í deildar- keppni og átti ágætan leik. Þjálfarinn okkar sagði eftir leik- inn að þetta hefði verið besti leikurinn sem liðið hefði sýnt í allan vetur.“ Mark gegn Bayern En markakóngur íslands- mótsins hafði nú reyndar komist á lista markaskorara hjá Boch- um áður en hann skoraði gegn MV Meppen því hann skoraði fallegt mark gegn gegn sjálfu stórveldinu Bayern Múnchen í æfingaleik, sem Bochum tapað- aði reyndar 1 : 2 og þá skoraði hann tvívegis í öðrum æfinga- leik gegn svissneska liðinu Grasshoppers í 3 : 2 sigri. Þórður sagði að þessir æf- ingaleikir hefðu farið fram í svokölluðu vetrarfríi þýskra knattspyrnumanna. En deildar- keppnin í Þýskalandi liggur niðri frá því í byrjun desember og fram í miðjan febrúar. Fljót- lega eftir áramót fara liðin síðan að leika æfingaleiki og einnig eru haldin innanhússmót. „Okkur gekk mjög vel á þess- um innanhússmótum," sagði Þórður. „Við tókum þátt í fjór- um mótum og sigruðum í tveimur þeirra og fyrir vikið var okkur boðið á mót sem þýska knattspyrnusambandið heldur og býður þeim liðum þátttöku sem hafa staðið sig best á öðrum innanhússmótum. Við höfnuð- um í þriðja sæti á þessu móti.“ Að sögn Þórðar er heimavöll- ur Bochum glæsilegt íþrótta- mannvirki og tekur hann um 42 þúsund áhorfendur. Hann sagði að á heimaleiki liðsins í vetur hefðu mætt að meðaltali um 18 þúsund áhorfendur. Heimavöllurinn ljónagryfja „Liðinu hefur vegnað mjög vel á heimavelli og er hann sannkölluð „ljónagryfja" fyrir aðkomuliðin. En Bochum hefur aðeins tapað tveimur stigum á heimavelli í vetur - gert tvö jafntefli - en unnið alla aðra leiki. Liðið var talið mjög ó- heppið að falla úr Bundeslíiunni í fyrra, þótti allt of gott til þess að fara niður og hefur sýnt það svo um munar því forystan hef- ur verið örugg í deildinni í allan vetur.“ Þórður sagði að auk sín væru tveir erlendir leikmenn hjá fé- laginu. Annar væri mjög öflug- ur Suður - Kóreu maður sem léki á miðjunni og væri hann nú að taka þátt í þriðju heimsmeist- arakeppninni fyrir þjóð sína í sumar. Þá væri einnig Hollend- ingur hjá félaginu en hann væri varnarmaður Leyfilegt er að nota þrjá erlenda leikmenn hjá hverju félagi í Þýskalandi, og um þessar mundir notar Boch- upp" um alla þrjá erlendu leikmenn sína. „Æfingaaðstaðan hjá Bochum er mjög fullkominn og eru 5 æf- ingavellir hjá félaginu, sem við æfum á. Við æfum alla daga, einu sinni til tvisvar á dag, en við fáum lítið að æfa á aðalleik- vanginum, hann er einungis not- aður til keppni. Tel mig heppinn Eg tel mig mjög heppinn að hafa komist að hjá Bochum. Fé- lagið á sér mikla og góða fram- tíð og ætti að hafa alla burði til þess að standa sig vel meðal þeirra sterkustu í þýsku knatt- spyrnunni undir öruggri stjórn Klaus Hilbert fyrrum þjálfara Skagamanna, en hann er allt í öllu hjá félaginu og er aðalfram- kvæmdarstjóri þess." Þórður sem er á fyrsta ári á þriggja ára samningi sínum við félagið sagðist una hag sínum mjög vel í Bochum. Hann býr á- samt unnustu sinni, Önnu Lilju Valsdóttur, aðeins örskammt frá æfingasvæði félagsins og stunda þau bæði þýskunámið af krafti. Hann fær til sín einka- kennara þrisvar í viku en Anna Lilja sækir námið í skóla í borg- inni. -SE.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.