Skagablaðið


Skagablaðið - 07.03.1994, Blaðsíða 8

Skagablaðið - 07.03.1994, Blaðsíða 8
Bresk skemmtibátaverksmiðia íhugar flutninga til Akraness - 6 - 10 manns koma til meS að fá vinnu við fyrirtækiS í upphafi og e.t.v. fleiri er fram líSa stundir Svo kann að fara að Cleopatra Cruisers, kunn skemmtibáta- verksmiðja í Essex í Englandi, flytji starfsemi sína til Akraness á næstu mánuðum að sögn Nick Sweeney, framkvæmdastjóra fyrirtrækisins. Sweeney var hér á Akranesi í síðustu viku og átti þá viðræður við þá Gunnar Leif Stefánsson og Rúdolf Jósefsson vegna þessa. Þeir Gunnar og Rúdolf hafa þegar keypt mót og fram- leiðslurétt á þeirri tegund báta sem fyrirtækið hefur selt mest af á undanförnum árum og samn- ingar um kaup á mótum af nýrri og stærri tegund skemmtisigl- ingabáts fyrirtækisins eru nú í bígerð. Þeir félagar reikna með að 6 - 10 manns a.m.k. fái vinnu við bátasmiðina þegar hún fer í gang en starfsmenn gætu orðið mun fleiri færi svo að Cleopatra Cruisers færði starfsemi sína al- farið til Akraness. Það var Gunnar Leifur sem hafði frumkvæðið að því að koma þessu samstarfi á. Samn- ingaviðræður hafa staðið yfir undanfarna mánuði. Þremenn- ingarnir áttu á föstudagsmorgun fund með áhrifamönnum á Akranesi vegna þessa máls. I samtali við þá eftir fundinn kom fram að þeir væri bjartsýnir á að samningar tækjust um flutning fyrirtækisins. Er Skagablaðið innti Nick Sweeney eftir því hvað ylli því að rótgróið breskt fyrirtæki sýndi því áhuga að flytja starf- semina til Islands svaraði hann því til að þar kæmu fyrst og fremst til persónulegar ástæður, sem hann vildi ekki rekja nánar. Um 90% framleiðslu fyrirtækis- ins hefur farið á Evrópumarkað. Skemmtibátar þeir sem ætl- unin er að framleiða hér á Akra- nesi eru vönduð smíð og dýr. Verð hvers báts hleypur á 10 - 20 milljónum króna og nýja gerðin sem nú hefur verið hönn- uð er enn dýrari. Markaður fyrir þessa báta hefur verið stöðugur í Evrópu og þeir Gunnar Leifur og Rúdolf gera sér vonir um að selja megi þessa báta hér á landi til aðila sem hafa áhuga á að stunda sjóstangaveiði með ferðamenn. Enn sem komið er hafa þeir félagar ekki fundið húsnæði undir starfsemina en eru með á- kveðna aðstöðu í huga. Samn- ingar þar að lútandi eru þó ófrá- gengnir. Rúdolf, Seweeney og Gunnar Leifur við Akraneshöfn á föstudag. Sweeney heldur á bœklingi frá Cleopatra Cruisers, þar sem sjá má mynd afþeim báti sem mest hefur verið framleitt og selt af. FegurÖarsamkeppni Vesturlands að Hlöðum um helgina: Keppir þrátt fyrir slys Sigrún Þorgilsdóttir, sem slasaðist alvarlega í bflslysi um fyrri helgi, er staðráðin í að taka þátt í Fegurðarsam- Stúlkurnar átta sem keppa í Fegurðarsamkeppni Vesturlands á laugardaginn komu saman í Líkams- rœktinni á laugardaginn. keppni Vesturlands, sem fram að Hlöðum á Hvalfjarðar- strönd nk. laugardag. Keppn- inni, sem átti að fara fram þann 19. febrúar sl., var þá frestað er þrír keppendanna lentu í bflslysi að morgni þess dags. Sigrún var á laugardag mætt í Líkamsræktina ásamt hin- um keppendunum sjö. Þrátt fyr- ir að hún eigi enn langt í land með að ná fyrri heilsu segist hún staðráðin í að vera með á laug- ardaginn. Sigrún hlaut alvarlega höfuðáverka og er Skagablaðið hitti stúlkurnar að máli kom í ljós að Sigrún heyrir enn ekkert með öðru eyranu og hefur að auki tapað bæði bragð- og lykt- arskyni. Silja Allansdóttir, einn þriggja umboðsmanna keppn- innar á Vesturlandi, sagðist ekki geta annað en dáðst að hugrekki Sigrúnar þótt hún setti vissulega spurningamerki við þátttöku henna vegna slyssins. „Við munum öll styðja hana með ráð- um og dáð á laugardaginn og á- kveðni hennar á örugglega eftir að smita út frá sér til hinna keppendanna,“ sagði Silja. Slysið setti að vonum alla skipulagningu keppninnar úr skorðum en nú er þegar tryggt að dagskráin verður hin sama og áður hefur verið kynnt. Magnús Scheving, nýbakaður Evrópumeistari í þolfimi, mætir á staðinn, Orri Harðarson og Valgerður Jónsdóttir syngja og nemendur dansskóla Jóhönnu Arnadóttur sýna dans. Einnig hefur verið skotið inn tískusýn- ingu frá versluninni Roxy. Miðasala á keppnina hafði gengið mjög vel er henni var frestað en Silja sagði enn vera hægt að fá miða á úrslitakvöld- ið. Skagablaðið kemur næst út mánudaginn 21. mars

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.