Skagablaðið


Skagablaðið - 23.01.1995, Blaðsíða 8

Skagablaðið - 23.01.1995, Blaðsíða 8
Skagablaðið 3. TBL. • 12. ÁRG. • 23. JANÚAR 1995 Bæjaryfirvöld og eigendur stjórnsýsluhúss þreyttir á biðinni eftir Landmælingum: Ráðherra krafinn um skjót svör Við erum hundóánægðir með að menn skuli ætla að breiða yfir þetta mál og láta það falla í gleymsku. Við fórum því á fund Ossurar Skarphéðinssonar umhverfisráðherra og kröfðum hann skjótra svara um hvort flytja eigi Landmælingar til Akraness eða ekki, segir Gísli Gíslason bæjarstjóri. Enn er alls óvíst hvort Land- mælingar Islands verða fluttar til Akraness. Verði ekki af flutn- ingi kemur það sér afar illa fyrir eigendur stjómsýsluhússins en gert hefur verið ráð fyrir að stofnunin muni nota stóran hluta húsnæðisins og beðið hef- ur verið með sölu þess. Gísli fór við þriðja mann á fund umhverfisráðherra. Með honum í för vom þeir Gísli Ein- arsson, alþingismaður Alþýðu- flokksins á Vesturlandi, og Jón Sigurðsson fyrir hönd eigenda stjómsýsluhússins. Þremenn- ingarnir fengu þau svör hjá Öss- uri Skarphéðinssyni að vilji hans stæði enn til þess að flytja Landmælingar íslands til Akra- ness og málið væri í skoðun í ráðuneytinu. Um það bil eitt er liðið síðan það komst í hámæli að fyrirhug- að væri að flytja Landmælingar Islands til Akraness. Um 30 manns starfa hjá stofnuninni og hafa starfsmennirnir nær ein- róma lagst gegn flutningi til Akraness. Umhverfisráðherra hefur ítrekað lýst vilja sínum til að flytja stofnunina frá Reykja- vík til Akraness. Skömmu fyrir jól var málið komið á ákvörðun- Starfsfólki Skagavers sagt upp: Stefnt að sveigjan- legri opnunartíma komulagi vegna breytinga á opnunartíma. - Það er alls ekki um það að ræða að lækka eigi laun eða fækka starfsfólki. Það hafa orð- ið breytingar á opnunartíma verslana og við ráðgerum að endurskipuleggja vinnutíma starfsfólks í samræmi við það. Við þurfum meiri sveigjanleika en nú er, segir Sveinn við Skagablaðið. Starfsmenn Skagavers er tólf talsins og var flestum sagt upp. Starfsmennirnir hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest. Skagaver hefur unnið að því á undanförnum vikum að semja við vörubirgja um greiðslur á skuldum og að sögn Sveins hef- ur það gengið vel. Þá hefur versluninni tekist að ná hag- stæðari samningnum við heild- sala og framleiðendur en áður. Skagaver hefur tekið upp það nýmæli að flytja sjálft inn vörur frá Noregi. Um er að ræða ýms- ar vörutegundir sem verða á boðstólum til reynslu. Irving Oil beinir sjónum sínum til Akraness: Spyr um möguleika á lóð undir bensínstöð Fulltrúi kanadíska fyrirtækisins Irving Oil hefur sýnt því áhuga að koma upp bensínstöð á Akranesi og hefur bæjarráð falið bygginga- og skipulags- nefnd að gera tillögu um málið. Fyrirspurn Irving Oil var lögð fyrir fund bæjarráðs síðast lið- inn fimmtudag. Othar Öm Pet- ersen hæstaréttarlögmaður skrifar fyrir hönd kanadíska fyr- irtækisins og óskar eftir upplýs- ingum um hvort mögulegt sé að fá lóð undir bensínstöð. Hann spyr jafnframt um áhuga sveit- arfélagsins á því að fyrirtækið setji hér upp aðstöðu. Gísli Gíslason bæjarstjóri segir í samtali við Skagablaðið að það sé út af fyrir sig jákvætt að starfsemi í bænum aukist. - Það hlýtur að vera til lóð fyrir þá, segir Gísli. Athygli vekur að formaður bæjarráðs, Gunnar Sigurðsson, er jafnframt umboðsmaður Olís á Vesturlandi og sagðist bæjar- stjóri ekki reikna með að Gunn- ar myndi taka þátt í afgreiðslu málsins. Flestum starfsmönnum Skaga- vers var sagt upp um áramót. Að sögn Sveins Knútssonar, aðaleiganda verslunarinnar, eru uppsagnirnar gerðar í samráði við starfsfólk og miða að því að breyta vinnufyrir- Ingveldur Ýr verður í Vina- minni á sunnudaginn. Ingveldur Ýr með tónleika Ingveldur Ýr Jónsdóttir verður með einsöngstón- leika í Vinaminni næst kom- andi sunnudag kl. 15.15. Píanóleikari er Kristinn Örn Kristinsson. Þau munu flytja dagskrá með fslenskum og spænsk- um lögum, þekktum óperu- aríum og lögum úr söng- leikjum. Ingveldur Ýr bjó um skeið á Akranesi og á hér ættingja. Hún hóf söng- nám hjá Guðmundu Elías- dóttur og fór svo til náms í Vínarborg og New York. Hún tók meðal annars þátt í uppfærslunni á „A valdi ör- laganna“ í Þjóðleikhúsinu og hefur haldið fjölda ein- söngstónleika. arstig í ríkisstjórn en þá kom fram tillaga nokkurra þing- manna um rannsóknarnefnd vegna vinnubragða Össurar við flutning veiðistjóra norður í Iand. I kjölfarið tilkynnti Össur að beðið yrði með ákvörðun í málinu. - Við gáfum ráðherra viku til þess að gefa okkur svör og ég á von á upplýsingum allra næstu daga. Það gengur náttúrulega ekki að málið falli í gleymsku vegna þingsályktunartillögunn- ar. Við sættum okkur ekki við það, segir Gísli Gíslason við Skagablaðið. Alþýðubandalagið: Jóhann efstur Alþýðubandalagið hefur samþykkt framboðslista sinn vegna alþingiskosning- anna í apríl og skipar Jó- hann Ársælsson alþingis- maður efsta sæti listans sem fyrr. Ragnar Elbergs- son verkstjóri í Grundarfirði verður einnig áfram í öðru sæti listans. Framboðslistinn var sam- þykktur með lófaklappi á fundi kjördæmisráðs flokks- ins í gær. Þriðja sæti lista Alþýðu- bandalagsins skipar Anna Guðrún Þórhallsdóttir, bú- fræðingur á Hvanneyri. I fjórða sætinu er Eyjólfur Sturlaugsson, kennari við Laugaskóla í Dalasýslu og fimmta sætið skipar Margrét Birgisdóttir, verkamaður í Ólafsvík. Höfnin: Umsvif voru með minnsta móti við Akraneshöfn og á Skagamarkaði í síðustu viku vegna brælu. Litlu bátarnir voru í landi vegna veðursins, ef frá eru taldir tveir róðrar Valdimars AK 15 með net. Haraldur Böðvarsson AK 12 landaði einnig í síðustu viku. Tæplega 11 tonn voru boðin upp á Skagamarkaði dagana 13.-19. janúar. Blá- langa var í meirihluta, eða 5,44 tonn, en 3,6 tonn af þorski bárust á markaðinn.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.