Skagablaðið


Skagablaðið - 23.01.1995, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 23.01.1995, Blaðsíða 1
3. TBL. • 12. ÁRG. • 23. JANÚAR 1995 VERÐ KR. 220 I LAUSASOLU / hvað fara skattarnir? Fjárhagsáætlun var lögð fram á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku. Við gerum grein fyrir helstu töl- um; tekjum, rekstri og fram- kvæmdum. Sjá síðu 5 Kiwanismenn í aldarfjórðung Aldarfjórðungur er liðinn síðan Kiwanisklúbburinn Þyrill var stofnaður. Kiwanismenn hafa verið ötulir við að safna fé til góðra málefna á þessum tíma. Sjá síðu 4 Tíðir fundir með fjármálaráðuneytinu vegna hitaveitunnar: Stefnt að lausn á næstu vikum Eigendur Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar hafa átt tíða fundi með fulltrúum fjármála- ráðuneytisins að undanförnu og er stefnt að því að knýja fram lausn á vanda veitunnar á allra næstu vikum. Takist það ekki er búist við að málið drag- ist fram yfir kosningar og að erfitt verði að fá nýja ríkisstjórn að samningaborðinu. Samkvæmt upplýsingum Gísla Gíslasonar bæjarstjóra og Guð- bjarts Hannessonar, forseta bæj- arstjórnar, miða viðræðurnar við ríkið að því að hægt verði að lækka gjaldskrá hitaveitunnar um 20-30 prósent. Eigendur hitaveitunnar leggja áherslu á að ríkisvaldið yfirtaki stóran hluta af skuldum veit- unnar, hálfan milljarð króna hið minnsta. Skuldir Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar nema nú um 2,2 milljörðum króna og gjaldskrá veitunnar er með því hæsta sem þekkist á landinu. Þannig greiða notendur HAB um tvöfalt hærra verð en þeir sem kaupa vatn af Hita- veitu Reykjavíkur, enda þótt 14 prósenta virðisaukaskattur sé lagður á vatnið í Reykjavík en aðeins rúmlega fimm prósent á vatnið frá HAB. Takist að semja við ríkið um niðurfellingu skulda skuldbinda eigendur HAB sig til þess að ná fram hagræðingu í rekstri orku- fyrirtækjanna. Að sögn Guð- bjarts Hannessonar eru margir möguleikar ræddir í þeim efn- Húsnæðisnefnd: Bókhaldið gagnrýnt Ýmsar ábendingar komu fram 1988-1993 og mega nokkrir við endurskoðun á reikningum viðskiptamenn nefndarinnar húsnæðisnefndar fyrir árin eiga von á nýju uppgjöri innan tíðar þar eð villur hafa komið fram við fyrra uppgjör. Gísli Gíslason bæjarstjóri varð- ist frétta af málinu þegar Skaga- blaðið ræddi við hann í gær. - Það er ekki ástæða til að fjölyrða um þetta að svo stöddu, sagði hann. Fjallað var um málið á fundi bæjarráðs fyrir helgina og gætti mikillar óánægju með hve seint reikningar eru endurskoðaðir. Reikningar húsnæðisnefndar hafa ekki verið endurskoðaðir fyrr en nú. Endurskoðun fyrir árin 1988-1993 liggur fyrir og búist er við að endurskoðun síð- asta árs Ijúki á næstu dögum. Stefnt er að því að upp frá þessu verði reikningarnir endurskoð- aðir árlega. Að sögn Guðbjarts Hannes- sonar, forseta bæjarstjórnar, skeikar ekki háum fjárhæðum í bókhaldi nefndarinnar. Brekkubæjarskóli: Skemmdar- verk unnin Fimm rúður voru brotnar í anddyri á austurhlið Brekkubæjarskóla um helg- ina. Ekki var um innbrot að ræða og því virðist skemmdarfýsnin ein hafa ráðið ferð. Mjög algengt hefur verið að rúður hafi verið brotnar í skólanum undanfarna mánuði og óskar lögreglan eftir því að hugs- anleg vitni gefi sig fram. Þá var tilkynnt um það í gærmorgun að rúða hefði verið brotin í íþróttahúsinu við Vesturgötu. um. Meðal annars er rætt um einhvers konar samrekstur hita- veitunnar og rafveitnanna á Akranesi og í Borgarbyggð. Einnig er sá möguleiki reifaður að rekstur Rafveitu Akraness og hitaveitunnar verði sameinaður og að Rafveita Borgarness eigi nánara samstarf við Rafmagns- veitur ríkisins. Eigendur HAB eru einnig aðilar að Andakílsár- virkjun og tengist hún viðræð- unum við ríkið nú. Eigendur HAB áttu fund með aðstoðarmanni fjármálaráðherra í síðustu viku og ráðgert er að funda einnig í þessari viku. Guðbjartur segist vona að skýr- ari hugmyndir um lausn á vanda veitunnar liggi fyrir á fundi eig- enda veitunnar á föstudaginn. Kirkjuhvoll: Forsetinn í heimsókn Forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, verður við opn- un listasetursins Kirkjuhvols næst komandi laugardag en þá verður opnuð sýning á málverkum í eigu bæjarins. Sýningin verður opnuð al- menningi á sunnudaginn. í bréfi hússtjórnar Kirkju- hvols sem birtist í Skaga- blaðinu í dag kemur fram að fyrirhugað er að koma á styrktarmannakerfi til þess að tryggja rekstur listaseturs- ins. Ráðgert er að styrktarfé- lagar láti ákveðna upphæð af hendi rakna árlega. „Ekkert er of smátt í svona starfsemi þar sem öll vinna er í sjálf- boðavinnu. Fólk velur fram- lög sem því henta. Arlegt framlag væri því 500 krónur eða 5.000, allt eftir aðstæð- um,“ segir í bréfinu sem birtist á síðu fjögur. Lögreglan: Hótað með klippunum Lögreglan ræddi við tíu öku- menn um helgina sem dregið hafa úr hófi fram að færa bíla sína til skoðunar. Eig- endunum voru gerðir þeir kostir að fara með bílana í skoðun ekki síðar en í dag en missa númerin ella. Þorri genginn í garð Sumir fá sjálfsagt vatn í munninn þegar þeir sjá kræsingarnar sem Jónas Hallgrímsson matreiðslumaður heldur hér á lofti. Þorinn gekk í garð síðast liðinn föstudag og um leið tími þorrablótanna. Lundabaggar, hrútspungar, hákarl og annað góðgæti af því tagi verður því á borðum landsmanna á næstu vikum.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.