Skagablaðið


Skagablaðið - 13.02.1995, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 13.02.1995, Blaðsíða 2
2 13. febrúar 1995 Viðhorf Skagablaðið Atvinnusmiðjan Fagna ber því framtaki bæjarins sem viö kynntum hér í blaðinu fyrir viku og felst í því að sett hefur verið á fót svonefnd atvinnusmiðja með fimm starfsmönnum. Starfsmennirnir fimm koma allir af hinni sorglega löngu skrá yfir atvinnulausa hér í bænum en þeim er ætlað það hlutverk að þefa uppi möguleika á myndun nýrra starfa hjá fyrirtækjum og stofnunum með tilstyrk atvinnuleysis- tryggingasjóðs. Atvinnusmiðja þessi er til orðin að tillögu bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins og nýtur stuðnings atvinnu- leysistryggingasjóðs. Það er von Skagablaðsins að fimm- menningunum verði ágengt í starfi sínu og að forsvars- menn fyrirtækja og stofnana taki hugmyndum þeirra með opnum huga. Eitt allra mikilvægasta verkefni Z samfélagsins urn þessar mundir er að halda at- 7 vinnuleysi í lágmarki. Það hlýtur hins vegar að vekja nokkra athygli að starfsmenn atvinnusmiðjunnar njóta ekki sannmælis hvað launakjör snertir. Laun þeirra nema aðeins 304 krónum á tímann eða rétt rúmlega 50 þúsundum króna á mánuði. Lægstu launataxtar hjá kaupstaðn- um eru mun hærri. Launin í atvinnusmiðjunni eru —1 aðeins lítillega hærri en atvinnuleysisbæturnar sem þetta fólk þáði áður. Þessi smánarlegu kjör eru Ijóð- ur á ráði annars ágæts framtaks. Engin ástæða er til að ætla annað en að starfsmenn atvinnusmiðjunnar séu verðir að minnsta kosti lægstu launa sem bærinn treystir sér til að greiða öðrum. Þeir sem að atvinnusmiðjunni standa hljóta að leiðrétta þetta hið skjótasta í nafni vel- cc < Q LU sæmisins. Viðurkenning Við hreyktum okkur nokkuð af því hér á þessum vett- vangi fyrir réttri viku síðan að hér í smábænum væru gefnar út bækur af metnaði. Það var eins og við manninn mælt að síðdegis þennan sama dag hiotnaðist Silju Aðal- steinsdóttur og Hörpuútgáfunni mesti heiður sem völ er á á þessu sviði. Verk Silju Aðalsteinsdóttur, Skáldið sem sólin kyssti, hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita. Útgefandi: Hörpuútgáfan á Akranesi. Skaga- blaðið óskar höfundi og útgefanda til hamingju með þessa frábæru viðurkenningu. - Garðar Guðjónsson • •••••••••••• Ritstjóri: Garðar Guðjónsson Útgefandi og ábm.: Sigurður Sverrisson. Prentun: Prentverk Akraness hf. Dreifing: Karl Örn Karlsson, sími 12707. Verð: Lausasala 220 kr., áskrift greidd með greiðslukorti 170 kr., annars 200 kr. Ritstjórn: Skólabraut 21,2. hæð. Opin alla virka daga kl. 10.00-17.00. Símar 14222 og 12261. Fax: 14122. Póstfang: Pósthólf 170, 300 Akranes. m s ■S;: *0 ! 2 I JQ I I (Q 3 : Ingunn telur að bœjaryfirvöld geri margt til þess að búa vel að unglingum en hvetur til átaks til þess að minnka áfengisneyslu unglinga. Aðgerðaleysi yfirvalda Mín skoðun Ingunn A. Jónasdóttir Bæjaryfirvöld geta séð um að skapa unglingum aðstöðu til að koma saman og stunda ýmiss konar tómstunda- störf en þau geta ekki fylgt þeim heim.“ Og beint heim! Það er mjög jákvæð upplifun að vera við gæslu á skólaböll- um. Þar skemmta krakkarnir sér án áfengis. Við kennaramir. Skagablaðið hefur að undan- fömu fjallað þó nokkuð um drykkju unglinga hér í bæ og þau vandamál sem henni fylgja. Segir í leiðara 9. janúar 1995: „Það er auðvitað fjarri öllum sanni að það sé í lagi að börn neyti áfengis. Drykkja barna og unglinga er þvert á móti svartur blettur á íslensku samfélagi og á sér vart hlið- stæður í öðrum löndum.“ Get ég tekið heilshugar undir þetta og bætt við, að drykkjusiðir ís- lendinga almennt séu þannig að þeir eigi sér varla hliðstæður í þeim Iöndum, sem við viljurn gjarna bera okkur saman við. Við hin eldri og reyndari ættum í þessum efnum sem svo mörg- um öðrum að hafa í huga að „það læra börnin sem fyrir þeim er haft“. Þarf átak Eins og Skagablaðið hefur oft bent á, þá er mikil þörf á átaki til að minnka unglingadrykkju og þar þurfa allir að vinna sam- an. Það sem fær mig til að stinga niður penna (eða réttara sagt setjast við tölvuna) í þetta sinn er staðhæfing blaðsins um algert aðgerðaleysi bæjaryfir- valda í þessum málum. Auðvit- að hafa yfirvöld hér í bæ, sem og á mörgum öðrum stöðum, lagt metnað sinn í að búa vel að unglingunum og það ætlar nú- verandi bæjarstjórn líka að gera. Þetta sést meðal annars á því að ákveðið hefur verið að auka starfið í Arnardal en á því er enginn vafi að starfsemi af því tagi sem þar fer fram er mjög fyrirbyggjandi. Ungling- arnir geta komið saman og not- ið félagsskapar hvers annars við ýmiss konar störf og leiki án þess að þar séu nokkurn tím- ann höfð vímuefni um hönd. Samstarf bæjarins og íþrótta- hreyfingarinnar hefur verið aukið og þá með áherslu á auk- ið unglingastarf og ákveðið hefur verið að standa betur að skólahljómsveitinni. Margar tjölskyldur þurfa á ráðgjöf að halda og þess vegna hefur verið ákveðið að auka við félags- þjónustuna í bænum. Sem sagt, bæjaryfirvöld gera sér fullkom- lega grein fyrir ábyrgð sinni í þessum efnum og axla hana. á launum frá bænum en hann kostar félagsstarf skólanna að mestu leyti, stöndum svo við útidyrnar og kveðjum með „Og svo farið þið beint heim“. Þetta eru orðin tóm ef ekki er hægt að treysta því að einhver standi við útidyrnar hinum megin og sjái um að þau hafi komið beint heim. Þarna kem ég enn einu sinni að ábyrgð foreldra. Bæj- aryfirvöld geta séð um að skapa unglingum aðstöðu til að koma saman og stunda ýmiss konar tómstundastörf en þau geta ekki fylgt þeim heim. Ingunn er kennari og bœjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins. Skagablaðið fyrir tíu árum Innsti-Vogur var í fréttunum hjá okkur um dag- inn þegar gengið var kaupum bæjarins á land- inu. Jörðin var aðalfrétt á forsíðu Skagablaðsins föstudaginn 15. febrúar 1985 þar sem sagt var frá erfiðleikum bæjarins og eigenda jarðarinnar við að ná samkomulagi. Fyrirsögnin var svona: „Gerðardómur líklegast látinn skera úr um kaup- verð“. Á forsíðu blaðsins voru einnig boðaðar bjartari horfur í atvinnumálum og var þar meðal annars minnt á að stutt væri í að Henson tæki til starfa í bænum. Hörður Pálsson bakarameistari og þáverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins skammaði bæ- inn fyrir að hafa ekki staðið sig í stykkinu hvað hótelaðstöðu í bænum varðar. Þetta kom fram í frétt á baksíðu. Á sömu síðu var velt vöngum yfir hugsanlegum togarakaupum Krossvíkur hf„ sagt frá kröfum slökkviliðsmanna um hærra kaup og ráðningu Gísla Björnssonar í stöðu varðstjóra hjá lögreglunni. Þá var sagt frá þeirri skoðun Ragnheiðar Ó- lafsdóttur bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að bæjarráðsmenn ættu að vera á fullum launum.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.