Skagablaðið


Skagablaðið - 13.02.1995, Blaðsíða 8

Skagablaðið - 13.02.1995, Blaðsíða 8
Skagablaðið v?na 6. TBL. • 12. ÁRG. • 13. FEBRÚAR 1995 Þjóðvaki á Vesturiandi: Listar birtir í vikulokin Það er verið að ganga frá upp- röðun á lista um allt land og við gerum ráð fyrir að þeir verði birtir samtímis, vonandi í lok þessarar viku, segir Run- ólfur Ágústsson, einn forystu- manna Þjóðvaka á Vesturlandi og stjórnarmaður í flokknum, í samtali við Skagablaðið. Gömlu flokkarnir hafa nú birt framboðslista sína á Vesturlandi en litlar sem engar fregnir hafa borist af framboðsmálum Þjóð- vaka. Þau sem helst hafa verið nefnd sem forystumenn flokks- ins á Vesturlandi eru Runólfur, sem er fulltrúi sýslumanns í Borgarnesi, Stefán Garðarsson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, og Sigurlín Sveinbjarnardóttir, for- stöðumaður Norræna skólaset- ursins. Auk þessara þriggja má nefna að Sveinn Hálfdánarson hefur gengið til liðs við Þjóð- vaka en hann var áður einn af forystumönnum Alþýðuflokks- ins á Vesturlandi. 99 mmjomr Höfrungur III, frystiskip Harald- ar Böðvarssonar hf., kom til hafnar í síðustu viku og að sögn Sturlaugs Sturlaugssonar aðstoðarframkvæmdastjóra nam verðmæti aflans um 55 milljónum króna. Aflinn var nær eingöngu grálúða. Sturlaugur segir að unnið sé við Lögreglan: Ábendingar um lausa- göngu hrossa Lögreglan fékk ítrekað á- bendingar um lausasöngu hrossa í síðustu viku. í bæði skiptin sögðust viðkomandi hafa séð til lausra hrossa á þjóðveginum við hitaveitut- ankinn. Þegar lögreglan kom á stað- inn voru hrossin á bak og burt, en Svanur Geirdal, yf- irlögregluþjónn, segist vilja brýna það fyrir eigendum hrossa að gæta þess að halda þeim í öruggri gæslu. Mörg og alvarleg umferð- arslys hafa orðið á kaflanum, þar sem sjónarvottar sögðust hafa séð til hrossanna. að setja ný frystitæki um borð í skipið til að auka frystigetu þess, aðallega vegna út- hafskarfans. Einnig er fyrirhug- að að nota skipið til loðnufryst- ingar. Höfðavík Ak 200 landaði rúmlega 100 tonnum í síðustu viku, aðallega karfa. Haraldur kom með svipað magna af karfa. Um 20 bátar reru með línu dagana 2. - 8. febrúar sam- kvæmt upplýsingum hafnarvog- arinnar. Flestir náðu aðeins að róa tvisvar og var heildarafli línubátanna tæp 63 tonn. Þar af nam þorskur um tveimur þriðju. Ebbi kom með 8,5 tonn að landi, Bresi 7,3 tonn og Hrólfur rúm 7 tonn. Anna Kristjánsdóttir og Margrét Guðbrandsdóttir við einn stiganna í Akransehöfn. Þœr skoðuðu öryggisbúnað í höfninni ásamt þeim Rögnvaldi Einarssyni og Helga Lárusi Guðlaugssyni og fundu fátt ábótavant. Akraneshöfn: Öryggismálin í lagi Fulltrúar Slysavarnafélags ís- lands gerðu nær engar at- hugasemdir við öryggi Akra- neshafnar þegar þeir tóku hana til gagngerrar skoðunar fyrir nokkrum í tengslum við hafnardaga Slysavarnafélags- ins. Hins vegar voru gerðar athugasemdir við frágang stiga í Grundartangahöfn. Fjórir fulltrúar kvennadeildar Slysavarnafélagsins og björg- unarsveitarinnar Hjálpin skoð- uðu Akraneshöfn í fylgd hafn- arvarðar í lok síðasta árs. Gætt var að öryggismálum í sam- ræmi við gátlista sem notaðir voru við hafnarskoðun Slysa- varnafélagsins um allt land. Bryggjustigar, öryggisbúnaður og björgunartæki voru sérstak- lega undir smásjánni. Sem fyrr segir voru sáralitl- ar athugasemdir gerðar. Anna Kristjánsdóttir og Margrét Guðbrandsdóttir frá kvenna- deild Slysavarnafélagsins á Akranesi lýstu þó áhyggjum sínum af því að vegrið vantar í brekkuna á Faxabraut neðan við Hafnarhúsið og vilja hvetja bæjaryfirvöld til að bæta úr því. Verð á íbúðum í fjölbýli: Um 65% af Reykjavíkurverði Verð á íbúðum í fjölbýlishúsum á Akranesi nemur um tveimur þriðju af verði sambærilegra íbúða í Reykjavík, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins. Athygli vekur að fasteignaverð á Akranesi hefur hækkað á und- anfömum árum á meðan verðið hefur staðið í stað eða lækkað í Reykjavík. Ekki eru dæmi um það á undanförnum 13 árum að fasteignaverð á Akranesi hafi verið svo nálægt verðinu í Reykjavík. Þetta á sem fyrr segir við um íbúðir í fjölbýli, það er að segja þar sem tvær íbúðir eða fleiri eru í sama húsi. Fasteignamat ríksins byggir tölur sínar ein- göngu á beinum sölum en skipti á eignum teljast ekki marktæk til samanburðar. Samkvæmt tölunum var stað- greiðsluverð hvers fermetra í fjölbýli á Akranesi 47.699 krón- ur að meðaltali á síðasta ári. Fermetrinn kostaði hins vegar 72.797 krónur í Reykjavík. Verðið á Akranesi samsvaraði því um 65 af hundraði verðsins í Reykjavík. Þetta hlutfall var með hæsta móti á síðasta ári. Samkvæmt yfirliti Fasteigna- mats ríkisins fór verðið á Akra- nesi lægst í 46,72 prósent af Reykjavíkurverðinu 1988. Höfrungur III: Grálúða fyrir

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.