Skagablaðið


Skagablaðið - 20.02.1995, Blaðsíða 6

Skagablaðið - 20.02.1995, Blaðsíða 6
íþróttir Skagablaðið 6 20. febrúar 1995 Skrúfumótið í fimleikum stúlkna í Laugardalshöll um helgina: Fyrstu gullin til Akraness! Fimleikafélag Akraness hlaut um helgina fyrstu gullverðlaun sín í opinberri keppni á Skrúfu- mótinu svokallaða sem fram fór í Laugardalshöllinni um helgina. Skrúfumótið erfim- leikamót fyrir ungar stúlkur. Keppendur voru alls staðar af að landinu. Asta Valdimarsdóttir, 14 ára, gerði sér lítið fyrir og sigraði í dýnuæfingum í sínum flokki og varð í 4. sæti í samanlögðu en alls var keppt í þremur greinum; á gólfi, dýnu og trampolíni. Asta varð í 5. sæti í trampolín- æfingum og 6. sæti í æfingum á gólfi. Jafnaldra hennar, Kristrún Matthíasdóttir vann einnig til gullverðlauna er hún sigraði í æfingum á gólfi. Þá varð hún í 6. sæti í æfingum á dýnu. I flokki 13 ára varð Kristbjörg H. Magnúsdóttir í 6. sæti í trampolínæfingum. Belinda Eir Engilbertdóttir varð í 4. sæti í æfingum á dýnu í flokki 12 ára og í 10. sæti í sam- anlögðu. Salóme M. Olafsdóttir varð í 4.-6. sæti í gólfæfingum í þessum sama flokki og í 16. sæti í samanlögðu. Þær Heiðrún Garðarsdóttir og Fríða Bjarna- dóttir urðu síðan jafnar í 7.-8. sæti í æfingum á dýnu í flokki 12 ára. I flokki 11 ára, þar sem kepp- endur voru alls 44, varð Ardfs Osk Valdimarsdóttir í 10. sæti f samanlögðu og Anna María Sigurðardóttir í 14. sæti í sam- anlögðu. Að sögn Ragnhildar Sigurð- ardóttur, eins þjálfara fimleika- fólksins hér á Akranesi, er þessi árangur miklu betri en í fyrra og af öllu Ijóst að fimleikar eru hér í verulegri sókn. Full ástæða er til þess að óska stúlkunum og hinu unga félagi þeirra til hamingju með þennan glæsilega árangur, sem án efa á eftir að ýta undir enn öflugra starf. Lokssigurá Grindvíkingum Skagamenn unnu langþráðan sigur á Grindvíkingum í æf- ingaleik í knattspyrnu á föstudagskvöld, 2:1. Allt benti þó til þess að Grind- víkingar myndu halda sínu taki á Skagamönnum því þeir skoruðu fyrsta mark leiksins. Pálmi Haraldsson jafnaði metin fyrir Skagamenn og það var svo Bjarki Pétursson sem innsiglaði sigurinn. Grindvíkingar unnu Skaga- menn í báðum leikjum liðanna í 2. deild 1991 og m.a. æfinga- leik í fyrravor svo sigurinn nú var kærkominn þótt aðeins væri um æfingaleik að ræða. Enn tapa Skagamenn í körfunni: Tími kraftaverk- anna er liðinn Eftir tap gegn Skallagrími, 81:96, í næstsíðasta heima- leiknum í Úrvalsdeildinni á laugardag er Ijóst að tími kraftaverkanna er liðinn. Sú blákalda staðreynd blasir við að Skagamenn þurfa að leika við liðið í 2. sæti 1. deildar um sæti í Úrvalsdeildinni næsta haust. Það var ekki að sjá á leik Skagamanna á laugardaginn að þetta væri síðasta vonin til þess að losna við að leika aukaleiki um veru sína í deildinni. Liðið Haraldi. Sá síðarnefndi var þó öryggið uppmálað á vítalínunni og skoraði úr öllum 9 vítum sín- um. BJ verður ekki dæmdur af þessum leik. Stigin: Brynjar Karl 21, Har- aldur 18, BJ Thompson 15, Dagur 14, Jón Þór 8, Hörður 3 og Guðjón 2. Síðasti heimaleikur Skaga- manna er gegn Snæfelli kl. 20 á sunnudagskvöld. rLandsbanki \slands. AUrangSi 1 Landsbanks Islands Akranesi Brynjar Karl Sigurðsson og Haraldur Leifsson voru stigahœstir á laugardag en hvorugur var í námunda við sitt besta. Táningurinn í toppsætinu! Táningurinn Unnar Þór Guð- mundsson, 15 ára, úr Borgar- nesi heldur áfram að koma á óvart á Skákþingi Akraness og er nú einn í efsta sætinu. Sex umferðum af 9 er nú lokið og hefur Unnar Þór unnið allar sínar skákir, sex að tölu. Gunnar Magnússon er í 2. sæti - enn ósigraður - með 5 vinninga úr jafnmörgum skák- um. Leó Jóhannesson er í 3. sæti með 4 vinninga úr 6 skák- um. Magnús Magnússon er í 4. sætinu með 3 vinninga úr 5 skákum. Sjöunda umferð mótsins fer fram í Grundaskóla annað kvöld, þriðjudagskvöld. Knattspyrnuvertíðin hefst með stórleik íslands- og bikarmeistaranna: var ótrúlega ósamstillt og áhugalaust og virðist hafa tapað allri trú á eigin getu. Ljóst er af öllu að þau miklu áföll sem liðið hefur orðið fyrir í vetur eru stærri en svo að við því sé að búast að staðan sé önnur en raun ber vitni. Ekki aðeins hefur það misst tvo leik- menn úr byrjunarliði heldur bættist grátt ofan á svart í síð- ustu viku er BJ Thompson sneri sig á æfingu. Hann missti af hinum mikilvæga leik gegn Haukum og lék draghaltur gegn Borgnesingum og gat á engan hátt beitt sér af krafti. Hvað leikinn sjálfan varðar var hann ótrúlega slakur af hálfu okkar manna. Svo mjög, að gestimir gátu leyft sér að skipta varamönnum sínum inn á að vild á meðan sama liðið var keyrt áfram hjá okkur. Strax í byrjun var ljóst hvert stefndi. Borgnesingar tóku strax forystu og eftir að hafa náð upp 10-12 stiga forskoti tóku þeir lífinu með ró og innbyrtu ótrú- lega auðveldan sigur. Það er sama hvar á Akranes- liðið er litið, allir áttu slakan dag og voru fjarri sínu besta nema e.t.v. Dagur. Jón Þór stóð sig vel í lokin en hefði mátt beita sér af krafti miklu fyrr. Þátt fyrir að vera stigahæstir bar óvenjulítið á þeim Brynjari og Nýja stúkan vígð gegn KR-ingum? Guðjón Þórðarson kemur tví- vegis hingað með KR í upphafi vertíðar. Stefnt er að því að nýja áhorf- endastúkan á Jaðarsbökkum verði vígð í fyrsta heimaleik Skagamanna í íslandsmótinu gegn Breiðabliki þann 18. maí. Ekki er loku fyrir það skotið að stúkan verði vígð í Meistara- keppni KSÍ, sem fram fer 13. maí, þar sem Skagamenn fá KR-inga í heimsókn. Skiladagur stúkubyggingarinnar er 15. maí, þannig að ekki má mikið út af bera svo vígslan frestist jafnvel til 5. júní er Skagamenn fá FH-inga í heint- sókn í 1. deildinni. Hvort stúkan verður vígð gegn KR eða Breiðabliki verður að koma í ljós er nær keppnis- tímabilinu dregur. Hitt er aftur á móti ljóst, að Fjórir Skagamenn verða i leikbanni gegn Kfí í Meistarakeppninni. fjórir leikmenn IA verða í leik- banni í þeim leik; Zoran Miljkovic, Sigursteinn Gísla- son, Sturlaugur Haraldsson og Stefán Þórðarson. Allir taka þeir út eins leiks bann, nema Stefán sem byrjar þarna þriggja leikja bann. Niðurröðun íslandsmótsins liggur nú ljós fyrir og er óhætt að segja, að meistarar Skaga- manna séu óvenju heppnir hvað hana varðar. Sem fyrr segir mæta þeir Blikunum í fyrsta leik þann 18. maí. Þann 27. maí mætaþeir Haraldur og Ólafur Þórðarson að skríða úr meiðslum Tveir lykilmanna meistaraliðs Skagamanna í knattspyrnunni, þeir Haraldur Ingólfsson og Ólafur Þórðarson, eru um þessar mundir að skríða úr erfiðum meiðslum. Ólafur er lengra kominn á veg en Haraldur, sem ristarbrotnaði í vetur. Hvorugur þeirra hefur leikið með liðinu í æfingaleikjum að undanförnu, né heldur Zoran Miljkovic sem kemur heim með liðinu eftir Kýpurförina. Ólafur hefur ítrekað átt í meiðslum undanfarin misseri og gengist undir aðgerðir til þess að fá sig góðan. Keflavík syðra, þá FH hér heima 5. júní, Leiftri úti 14. júní og svo KR heima 22. júní. í 6. umferð sækja Skagamenn Grindvíkinga heim, í 7. umferð koma Framarar hingað, í 8. um- ferð er útileikur gegn Val og fyrri umferðinni lýkur svo hér heima gegn ÍBV. Skagamenn með nýjan Serba á Kýpur? Skagamenn hafa enn ekki gefið upp alla von um að næla í sterkan framherja fyrir Islandsmótið þótt Helgi Sig- urðsson virðist nú genginn þeim úrgreipum. Zoran Miljkovic, miðvörðurinn sterki, hefur í vetur svipast um eftir sprækum framherja. Vonast er til að hann mæti með leik- mann með sér á æfingamótið á Kýpur, sem Skagamenn taka þátt í dagana 13.-20. mars, þriðja árið í röð.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.