Skagablaðið


Skagablaðið - 20.03.1995, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 20.03.1995, Blaðsíða 2
2 20. mars1995 Viðhorf Skagablaðið CL < Q LLI Mál er að linni Rúmur mánuður er nú liðinn síðan kennarar lögðu niður störf í grunn- og framhaldsskólum landsins og gerðu nemendum að fara til síns heima. Lítið hefur þokað í deil- unni og gangur mála í síðustu viku hlýtur að hafa valdið almenningi miklum vonbrigðum. Kennarar lögðu þá loks fram gagntilboð sem hafnað var um hæl og ekki talið umræðuvert. Stór hluti foreldra leggur sig fram um að sýna málstað kennaranna skilning en flestum hlýtur þó að vera nóg boðið enda er verkfallið farið að segja til sín með ýmsum hætti. Margt hefur verið um verkfallið ályktað. Stjórnir for- eldrafélaganna í grunnskólunum á Akranesi voru harðorðar í ályktun sem samþykkt var fyrir nokkru, en þar segir að réttur barna til menntunar sé fótum 2 troðinn með verkfalli kennara. „Við álítum það ábyrgðarleysi af stjórnvöldum og kennurum að láta það viðgangast að skólar séu lok- aðir og að réttur barna okkar til menntunar sé fótum troðinn. Við skorum á deiluaðila að láta nú hendur standa fram úr ermum, Ijúka samningsgerð og aflétta því ófremdarástandi sem nú ríkir hjá börnun- —1 um okkar,“ ályktuðu foreldrafélögin. Bæjarstjórn hefur síðan tekið undir ályktun félag- anna og það skal einnig gert hér. Undirtektir við ályktun- ina voru reyndar samhljóma í bæjarráði fyrir nokkru en þegar málið kom til umfjöllunar í bæjarstjórn treystu bæj- arfulltrúar Alþýðubandalagsins sér ekki til að taka undir orð foreldranna. Forseti bæjarstjórnar lagði hins vegar fram tillögu að bókun sem samþykkt var samhljóða á fundi bæjarstjórn- ar í síðustu viku. Þar lýsir bæjarstjórn áhyggjum sínum af ástandi mála og segist treysta á að deiluaðilar leggi sig fram um að komast að samkomulagi sem fyrst svo tryggja megi eðlilegt skólastarf að nýju. Síðan segir í bókun bæjarstjórnarinnar: „Allir stjórnmálaflokkar hafa undirstrikað mikilvægi góðrar menntunar sem undirstöðu í framtíðaruppbygg- ingu í landinu. Það er því mikilvægt að sátt náist um skólastarfið. Það er sérlega mikilvægt fyrir sveitarfélögin nú þegar ákveðið hefur verið að rekstur grunnskólans færist til sveitarfélaga á næsta ári að sátt náist um kjör kennara svo allir kostnaðarliðir verði rétt metnir við yfir- færsluna." Kennarar halda á hinn bóginn hvern baráttufundinn af öðrum og skilaboð þeirra eru skýr: Ábyrgðin er ríkisvalds- ins. Þess er að ganga til samninga. Veruleikinn er þó auðvitað sá að báðir aðilar verða að leggja sig í líma við að aflétta því ástandi sem skapast hefur vegna verkfallsins en hvorugur aðilinn getur vísað ábyrgðinni alfarið á hendur hinum. Málið er í hnút og full- trúar deiluaðila hafa reynst ófærir um að láta skynsemina og hagsmuni almennings ráða gerðum sínum. Kennarastarfið er göfugt starf og einatt sveipað nokkrum Ijóma í hugum ungs fólks, enda hefur mikill fjöldi fólks einsett sér að gera það að ævistarfi og aflað sér tilskilinna prófa í því skyni. Óhætt er að fullyrða að kennarar njóta almennt velvildar í samfélaginu vegna mikilvægra starfa sinna með æsku landsins, þótt for- dóma gæti einnig alltof víða í garð kennara og starfs þeirra og kjara. Velvildin er verðskulduð en hún er ekki takmarkalaus. - Garðar Guðjónsson Trúnaður við fólkið Megintilgangurinn með stofnun hreyfíngar fólks- ins Þjóðvaka er fjórþættur: ★ Sameina jafnaðar- og fé- lagshyggjufólk í eina öfluga fjöldahreyfingu. ★ Endurreisa trúnað milli stjórnmálamanna og fólksins. ★ Vinna að nýrri sókn í at- vinnu- og menntamálum og til átaks í mannréttinda- og jafn- réttismálum. ★ Breyta skiptingu þjóðar- auðsins með því að ná fram jafnrétti í eigna- og tekjuskipt- ingunni og að sporna gegn söfnun auðs og valds á fárra manna hendur. Lykillinn að þessari fjórþættu uppstokkun í íslensku samfé- lagi er öflug hreyfing jafnaðar- manna- og félagshyggjufólks, sem byggir á hugsjónum jafn- aðarstefnunnar og nútímalegum frjálslyndum viðhorfum. Þannig viljum við endurvekja mannleg verðmæti í samfélag- inu; mannúð samhjálp og sjálfsvirðingu einstaklingsins, andspænis þeirri óheftu frjáls- hyggju hægri aflanna, sem leitt hefur til sundrungar og stétta- átaka víða í samfélögum Vest- urlanda á síðustu árum. Til þess að það megi gerast hér á landi þarf m.a. hreinni línur í íslensk stjórnmál og að endurreistur verði trúnaður milli stjórnmálamanna og fólksins í landinu. Það verður einungis gert með nýjum vinnubrögðum og breyttum áherslum í íslenskum stjórn- málum. Lykillinn að breytingu Gamla flokkakerfið hefur í raun gefist upp andspænis þess- um brýnu verkefnum í íslensk- um stjómmálum. Því þarf upp- stokkun og ný vinnubrögð á öllum sviðum þjóðlífsins - ekki síst í valda- og samtrygginga- kerfi stjórnmálanna. Þjóðvaki stefnir að uppstokk- un í stjórnmálum, stjórnkerfi og atvinnulífi til að ná fram breytingum sem leitt geta til jöfnuðar í íslensku samfélagi. Þannig stefnum við að sam- fylkingu félagshyggjufólks og jafnaðarmanna í öflug stjórn- málasamtök, sem njóti meiri- hlutafylgis. Við viljum að því ástandi linni að gömlu flokk- arnir til vinstri fari fyrir hverjar kosningar í kapphlaup um valdastóla undir leiðsögn Sjálf- stæðisflokksins. Þjóðvaki hafn- ar því að fara í þá biðröð, þar sem sá félagshyggjuflokkanna hlýtur hnossið við hlið íhalds- ins sem mest slær af sínum lof- orðum við kjósendur. Þegar þeir segjast vilja ganga óbundnir til kosninga, þá þýðir það í reynd að þeir vilja ganga óbundnir af loforðum sínum við kjósendur til stjórnarmynd- unar. Þeir vilja geta samið sig frá loforðum sínum við fólkið fyrir ráðherrastólana. M.a. þess vegna hefur orðið trúnaðar- brestur milli fólksins og stjórn- málaaflanna í landinu. Stefna hægri aflanna ráðandi Þjóðvaki aftur á móti er trúr stefnumálum sínum, uppstokk- un flokkakerfisins og samfylk- ingu félagshyggjuaflanna, og mun þess vegna ekki taka þátt í ríkisstjórn með Sjálfstæðis- flokknum. Stefna Sjálfstæðis- flokksins gengur í veigamikl- um atriðum þvert á stefnu Þjóðvaka og við segjum því skýrt við kjósendur: Við ætlum ekki að semja okkur frá loforð- um við ykkur með samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í ríkis- stjórn. Það er nýbreytni í íslenskum stjórnmálum að stjórnmálaafl taki af skarið og gefi fólki skýra valkosti fyrir kosningar. Staðreyndin er sú að kjósendur vita aldrei hvers konar ríkis- stjórn þeir eru að kjósa yfir sig að loknum kosningum. At- kvæði greitt Alþýðubandalag- inu eða Alþýðuflokknum gæti þess vegna verið atkvæði greitt ríkisstjórn undir forsæti hægri aflanna, sem knýr félags- hyggjuflokkana til að semja sig frá loforðum sínum við kjós- endur. Undir yfirskyni nauð- synlegrar málamiðlunar við hægri öflin eru kjósendur síðan beðnir velvirðingar á því að fé- lagshyggjuflokkarnir hafi ekki staðið við loforð sín. Af hverju hafa grundvallarat- riðin í stefnu félagshyggju- og jafnaðarmanna ekki komist meira til framkvæmda í ís- lensku samfélagi? Staðreyndin er þó sú að kjósendur Sjálf- stæðisflokksins eru í minni- hluta meðal þjóðarinnar, þegar 60-70% þjóðarinnar vilja í raun og sanni framgang og fram- kvæmd jafnaðarstefnu og fé- lagshyggju á íslandi. Engu að síður hefur stefna hægri aflanna - minnihluta þjóðarinnar - með stuðningi þessa eða hins félags- hyggjuflokksins verið alltof ráðandi um stjóm landsins í áraraðir. Skýr valkostur Þjóðvaki hefur skorað á önnur framboð félagshyggju- og jafn- aðarmanna að taka þátt í ný- sköpun flokkakerfisins með því að gefa sams konar yfirlýsingu og Þjóðvaki varðandi ríkis- stjórnarþátttöku. Það gæti orðið upphaf að öflugri breiðfylkingu jafnaðarmanna og félags- hyggjufólks til mótvægis við hægri öflin í landinu. Þannig yrðu til skýrar línur í íslenskum stjórnmálum. Þannig gætu kjósendur veitt stjórnmálaöfl- unum í landinu meira aðhald, því þeir gætu þá ekki hlaupið frá sínum loforðum. Skorist önnur framboð fé- lagshyggju- og jafnaðarmanna undan því að gefa þessa yfir- lýsingu, til að hafa svigrúm til að taka þátt í kapphlaupinu til Sjálfstæðisflokksins að loknum kosningum, eru loforð þeirra við kjósendur ekki marktæk. Þá hafa jafnaðarmenn og félags- hyggjufólk í þessum kosning- um aðeins einn skýran valkost, að leggja sitt af mörkum til að Þjóðvaki verði svo öflugur að loknum kosningum að hann verði forystuafl, sem félags- hyggjuflokkamir geta ekki gengið framhjá við stjómar- myndun að loknum næstu kosningum. Með því stöðvum við sókn hægri aflanna og frjálshyggjunnar í þjóðfélaginu. Jóhanna er alþingismaður og formaður Þjóðvaka. j 11* Mín skoðcifi Jóhanna Sigurðardóttir m m §) </> c o o c: I Ritstjóri: Garðar Guðjónsson Útgefandi og ábm.: Sigurður Sverrisson. Prentun: Prentverk Akraness hf. Dreifing: Karl Örn Karlsson, sími 12707. Verð: Lausasala 220 kr., áskrift greidd með greiðslukorti 170 kr., annars 200 kr. Ritstjórn: Skólabraut 21,2. hæð. Opin alla virka daga kl. 10.00-17.00. Símar 14222 og 12261. Fax: 14122. Póstfang: Pósthólf 170, 300 Akranes. Skagabladið fyrir tíu árum Skagablaðið skýrði frá því í máli og myndum á forsíðu föstudaginn 15. mars 1985 að vélsmiðja Síldar- og fiskimjölsverksmiðju Akraness hefði orðið óþyrmilega fyrir barðinu á skemmdarfýsn einhverra borgara. Brotist var inn í vélsmiðjuna og allar læstar hurðir sprengdar upp. Innbrota- hrina virðist hafa riðið yfir bæinn um þessar mundir því blaðið sagði einnig frá innbrotum í BSA og víðar. Blaðið greindi sömuleiðis frá því á forsíðu að deilur væru milli skólastjóra tóniistarskólans og bæjarfulltrúa vegna húsnæðismála tónlistarskól- ans. Á baksíðu var rætt við Sigríði Hagalín, sem leikstýrði leikhópi fjölbrautaskólans í verkinu Grænjaxlar og sagðist Sigríður hafa átt skemmti- lega upplifun með krökkunum. Af öðrum fréttum má nefna viðtal við Hönnu Rúnu Jóhannsdóttur sem opnaði Barbró fyrir tíu árum. Sagt var frá mikilli opnunarhátíð Henson á Akranesi og rætt við Sigurð Sigurðsson skósmið.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.