Skagablaðið


Skagablaðið - 20.03.1995, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 20.03.1995, Blaðsíða 7
Skagablaðið Af lífi og sál 20. mars 1995 7 Vinsælustu myndböndin Listi Myndbandaleigunnar As yfir vinsælustu myndböndin í síðustu viku: 1. True Lies 2. Wolf 3. City Slickers 2 4. Lightning Jake 5. Fjögur brúðkaup og jarðarför 6. Beverly Hills Cop 3 7. Blank Cheque 8. Getting even with Dad 9. Maverick 10. Clifford Sjöfn sýnir í Kirkjuhvoli Sýningu Auðar Vésteinsdóttur myndlistarmanns í Kirkjuhvoli lauk í gær en næst komandi laugardag verður opnuð sýning Sjafnar Haraldsdóttur listmál- ara. Sýningin verður opin al- menningi dagana 26. mars til 9. apríl. Listasetrið Kirkjuhvoll er opið virka daga kl. 16.00-18.00 og kl. 15.00-18.00 um helgar. Aðgangseyrir fyrir fullorðna er 250 krónur en 100 krónur fyrir börn. Gangur lífsins Skírð Þórður Þorsteinn, fæddur 22. febrúar 1995, skírður 11. mars. Foreldrar: Þórður Þórðarson og íris Björg Þorvarðardóttir, Bjarkargrund 30. Arnar, fæddur 25. febrúar 1995, skírður 19; mars. Foreldrar: Ami Ivar Ivarsson og Arna Böðvarsdóttir, Einigrund 29. íþaðheilaga 11. mars í Akraneskirkju: Bjarki Lúðvíksson og Rannveig Björk Guðjónsdóttir, Skarðs- braut 3. Gísli Gíslason samdi annál í bundnu máli ogflutti við þekkt lög. Honum til aðstoðar voru Einar Skúlason, Andrés Helgason og Ragnar Skúlason. \ Bæjarstjóri i hélt uppi #■ ■■ ■ i fjormu J Gísli Gíslason bæjarstjóri sýndi J á sér hina hliðina á árshátíð J starfsmanna bæjarins sem hald- J in var nýlega. Bæjarstjórinn J söng þar og spilaði frumsamd- J an annál og gaf raunar út í fjöl- J riti fyrstu Ijóðabók sína (af mörgum). Margir samstarfs- { menn hans fengu þar vel J meintar glósur og var víða J komið við. Skúli Lýðsson var með myndavélina á lofti á árs- Það stóð ekki á Valeyju Guðjónsdóttur og stöllum hennar að brosa : hátíðinni. framan í Ijósmyndarann. | á döfinni dagana ZO.-26. mars Miðvikudagur 22.03. Föstumessa í Akraneskirkju kl. 20.30. Föstudagur 24.03. Skagaleikflokkurinn frumsýnir Kvásarvalsinn eftir Jónas Arna- son í félagsheimilinu Rein kl. 20.30. Laugardagur 26.03. íþróttafélagið Þjótur heldur áheitatónleika í íþróttahúsinu við Vesturgötu kl. 13.00-17.00. Aðalfundur Haraldar Böðvars- sonar hf. verður haldinn í kaffi- stofu fyrirtækisins að Bárugötu kl. 11.00. Bridgefélag Akraness heldur Vesturlandsmót í tvímenningi. Árshátíð Hestamannafélagsins Dreyra verður haldin kl. 20.30. Sunnudagur 26.03. Sýning Sjafnar Haraldsdóttur listmálara í Kirkjuhvoli opin al- menningi dagana 26. mars til 9. aprfl. Opið virka daga kl. 16.00-18.00 og 15.00-18.00 um helgar. Messa á Höfða kl. 12.45 og í Akraneskirkju kl. 14.00. Aðalfundur safnaðarins haldinn í Vinaminni eftir messu. Pylsuréttur með beikoni Við komum ekki að tómum kof- anum hjá Jennýju Á. Magnús- dóttur þegar við óskuðum eftir einföldum hversdagsrétti. Ingibjörg Þorkelsdóttir kenndi Jennýju matreiðslu í Gagn- fræðaskóla Akraness og frá henni hefur Jenný uppskrift að pylsurétti sem hún hefur notað af og til síðan. Pylsuréttur með beikoni Einn lítill pakki spaghettí, soðið samkvæmt leiðbeiningum á pakka og látið í smurt eldfast mót. Gott að setja tómatsósu saman við. Eitt bréf af beikoni skorið í litla bita og steikt á pönnu, sett til hliðar. Tvöfaldur pylsupakki, pylsurnar skornar í litla bita og steiktar á sömu pönnu í bacon- feitinni. Pylsurnar látnar ofan á spag- hettíið, beikoninu dreift þar yftr. Ostur yfir það, síðan paprikuduft yfir ostinn. Bakað í ofni þar til osturinn er vel bráðinn. Borið fram með kartöflumús og hrásalati. Jenný lætur okkur einnig í té hugmynd að hrásalati: Hálfur haus af hvítkáli rifinn niður, sömuleiðis 2-3 gulrætur. Lítil dós af ananaskurli. Franskt sætt sinnep, 1 eða 1/2 msk. 1 msk borðedik. Sykurlaus appelsínudjús 2-3 msk. Mayones og/eða sýrður rjómi eftir smekk. Emilía Hulda Óskarsdóttir fæddist á Akranesi 24. maí 1935. Eiginmaður hennar er Þórarinn Guðmundsson skipstjóri og börn þeirra eru Kolbrún Ósk 39 ára, Sigríður 38 ára, Magný 37 ára og Þráinn Þór 29 ára. Bifreið: Lada Samara. Myndirðu nota göng undir Hvalfjörð? Ég yrði ekki fyrst manna til þess. Áttu reiðhjól? Já, það er svo gaman að hjóla á Akranesi. Starfog laun: Ég er starfsstúlka á Dvalarheimilinu Höfða. Launin mættu vera miklu hærri. Helsti kostur: Læt aðra dæma um það. Matur og drykkur í uppáhaldi: Ég hef dálæti á villibráð og mjólk er besti drykkurinn. Uppáhaldstónlist: Ég er alæta á tónlist að þungarokki undanskildu. Ég þoli það ekki. Hvað gerirðu ífrístundumþínum? Ég er í ýmsum félagsstörfum og svo les ég. Á sumrin er ég flestum stundum í sumarbústaðnum. Uppáhaldsíþróttamaður: Mér kemur enginn í hug. Ég fylgist h'tið með íþróttum. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Svavar Gestsson, hann hefur alltaf verið mitt uppáhald. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir og hvers kyns íslenskt efni. Leikari í uppáhaldi: Gísli Halldórsson. Hvaða bók ertu að lesa ? Grandaveg 7 eftir Vigdísi Grímsdóttur. Hún er góð og ég á áreiðanlega eftir að lesa hana aftur. Svo var ég að ljúka við sögu Halldóru Briem eftir Steinunni Jó- hannesdóttur. Ég hafði gaman af henni. Hvaða kvikmynd sástu síðast? Síðast þegar ég fór í bíó sá ég Börn náttúr- unnar. Það er skemmtileg og yndisleg mynd. Ertu farin að skipuleggja sumarfríið? Það er alltaf skipulagt. Við verjum í brcnnidcpli sumarfríinu í bústaðnum okkar í Þing- vallasveitinni. Hvað meturðu mest ífari annarra? Heiðarleika og glaðværð. Nœrðu endum saman í heimilisbók- haldinu? Það blessast furðanlega með því að gæta ítrasta aðhalds. Hvað líkar þér best við Akranes? Þetta er besti bær á íslandi, hér er gott fólk og gott að vera. Hvað veitir þér besta afslöppun? Að vera í sveitinni og að vera með góðu fólki. Hvað viltu að bœjarstjórn leggi höfuð- áherslu á? Það er aðeins eitt sem verð- ur að koma í lag; atvinnumálin. Hitt kemur á eftir. Flokkarðu sorp? Ég verð því miður að viðurkenna að það á aðeins við dósirn- ar. Stundarðu líkamsrœkt? Ég hjóla og svo er ég alltaf á leiðinni í líkamsrækt. Hulda segist eyða öllum lausum stund- um á sumrin í bústaðnum í Þingvalla- sveitinni. Sœkirðu tónleika eða aðra menningar- viðburði? Já, ég hef gaman af því.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.