Skagablaðið


Skagablaðið - 20.03.1995, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 20.03.1995, Blaðsíða 1
Afbörnum og fullorðnum Kristín Steinsdóttir er ekki ánægð með framkomu fullorðinna gagnvart börnum. Hún segir sér líka allri hafa verið lokið þegar hún sá að Skaga- blaðið sendi ekki gagnrýnanda á sýn- ingu Skagaleikflokksins á Óvitum. Sjá bls. 4 Kvásarvalsinn tileink- aður Akurnesingum Skagaleikflokkurinn frumsýnir Kvásarvals- inn, nýtt verk eftir Jónas Árnason, í Rein á föstudaginn, og túlkar höfundurinn sjálfur eina af persónum verksins. Við ræddum við Jónas um verkið, kynni hans af Akur- nesingum og fleira. Sjá bls. 5 Haraldur L. Haraldsson stefnir bænum vegna gjaldþrots Þ&E hf. og fullyrðir: Bærinn sinnti ekki lagaskyldu Haraldur L. Haraldsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri Þorgeirs og Ellerts hf., hefur stefnt stjórnarmönnum bæjar- ins í fyrirtækinu og Akranes- kaupstað og gerir kröfu um greiðslu sex mánaða launa, auk orlofs, samtals á þriðju milljón króna. Haraldurtelur sig hafa orðið fyrir umtals- verðu tjóni vegna þess hvernig staðið var að málefnum fyrir- tækisins. Hann fullyrðir í stefnu sinni að bæjaryfirvöldum hafi verið skylt að fara fram á að fyrirtæk- ið yrði tekið til gjaldþrotaskipta þegar í desember árið 1992 en rekstri þess var haldið áfram fram á síðast liðið sumar. Með þessu telur Haraldur að stefndu hafi brugðist lagaskyldu og vís- ar til laga um gjaldþrotaskipti. Haraldur stefnir Sigtryggi Bragasyni, fyrrverandi stjórnar- formanni félagsins, Gísla Gísla- syni, bæjarstjóra og stjórnar- manni í Þ&E, báðum persónu- lega, en Gísla auk þess fyrir hönd Akranesbæjar. I stefnunni rekur hann að- draganda þess að fyrirtækið varð gjaldþrota í júlí í fyrra. Haraldur varð launalaus við gjaldþrotið en laun annarra starfsmanna nutu forgangs við búskiptin. Haraldur telur að hin- ir stefndu, Sigtryggur og Gísli, beri ábyrgð á tjóni hans. Hann sakar Sigtrygg og Gísla um að hafa ekki staðið við fyrri yfir- lýsingar um samninga um starfslok. í stefnunni segir: „Með því að þessir menn, sem voru fulltrúar stefnda Akra- neskaupstaðar í stjórninni, lögðu ávallt mjög ríka áherslu á nauðsyn þess að stefnandi héldi störfum sínum áfram hjá félag- inu meðan verið væri að koma málefnum þess í örugga höfn hafi þeir gefið stefnanda fulla ástæðu til að ætla að þeir mundu tryggja honum það að hann yrði ekki fyrir tjóni af störfum sínum fyrir félagið, þótt eigið fé þess Loðnuvertíð að Ijúka: Hrognatöku og frystingu lokið Loðnuvertíðin er senn á enda og að sögn Sturlaugs Stur- Helgin: Ölvun og óspektir Nokkrir fengu að gista fangageymslur lögreglunnar um helgina af ýmsum ástæð- um. Nokkuð bar á ölvun og óspektum í tengslum við skemmtanalíf bæjarbúa að sögn lögreglunnar. Maður varð fyrir barsmíðum á dansleik og annar skeytti skapi sínu á dyraverði aðfar- arnótt laugardagsins. Tals- verð brögð voru að því að lögregla þyrfti að koma ölv- uðu fólki til aðstoðar. laugssonar, aðstoðarfram- kvæmdastjóra HB hf., lauk hrognatöku og frystingu fyrir helgina. Alls voru fryst 380 tonn af loðnu og 365 tonn af hrognum hjá fyrirtækinu. Sturlaugur gerir hins vegar ráð fyrir að hráefni til bræðslunnar muni halda áfram að berast fram að mánaðamótum. Unnið var á vöktum allan sól- arhringinn við hrognatöku og frystingu hjá fyrirtækinu og var jafnframt fryst hjá Krossvík hf. Loðnuskip HB hf. lönduðu samtals um fimm þúsundum tonna af loðnu í heimahöfn dag- ana 9. til 15. mars. Höfrungur hefur landað 24.000 tonnum frá 1. júlí í fyrra en Víkingur 23.000 tonnum á sama tíma. Höfrungur landaði fullfenni af loðnu í síðustu viku og hefur fengið alls 24.000 tonn síðan í sumar. væri miklu minna en skuldir.“ Haraldur fékk 410.515 í mán- aðarlaun hjá Þ&E. Sex mánaða laun hans nema því rúmlega tveimur milljónum króna. Auk þess átti hann ógreitt orlof og samtals nemur því krafa hans nær þremur milljónum. Til frá- dráttar kemur hins vegar meðal annars lán sem fyrirtækið veitti honum vegna bifreiðakaupa. Haraldur lagði stefnu sína fram 1. mars síðast liðinn. Skagablaðið hefur síðan gert ít- rekaðar tilraunir til þess að fá stefnuna í hendur frá embættis- og stjórnmálamönnum. Eftir að bæjarstjóri, héraðsdómari, aðil- ar málsins og bæjarráðsmenn höfðu hafnað beiðni blaðsins um afhendingu stefnunnar barst blaðinu hún með óvæntum hætti um helgina. HB hf.: Greiðirsex prósenta arð Stjórn Haraldar Böðvars- sonar hf. mun leggja til á aðalfundi félagsins í vik- unni að greiddur verið sex prósenta arður til hluthafa. Auk þess verður farið fram á heimild til þess að auka enn hlutafé um 100 milljónir króna. Aðalfundur félagsins verður haldinn næst komandi laug- ardag en eins og Skagablað- ið hefur skýrt frá var fyrir- tækið rekið með 103 millj- óna króna hagnaði á síðasta ári eftir taprekstur árin á undan. Afkomubatinn milli áranna 1993 og 1994 nam 146 milljónum króna. Skuldir lækkuðu, hlutafé jókst og eiginfjárhlutfall hækkaði á síðasta ári.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.