Fréttablaðið - 03.07.2019, Blaðsíða 2
Riffill og haglabyssa sem
lögregla lagði hald á eru
talin vera þýfi úr innbroti.
Veður
Hæg suðvestanátt með smá-
skúrum sunnan- og vestanlands
síðdegis, en dálítil rigning norðan-
og austanlands. Hiti 10 til 18 stig að
deginum, hlýjast norðaustanlands
síðdegis. SJÁ SÍÐU 16
ALLT
fyrir listamanninn
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Verkfæralagerinn
Góður gestur á leikskólanum
LÖGREGLUMÁL Tveir menn voru
handteknir í Breiðholti á mánudag
og hald lagt á skotvopn og lítilræði
af fíkniefnum.
Að sögn lögreglu barst tilkynn-
ing frá húsráðanda í Breiðholti um
skothvell sem virtist koma frá húsi
nágranna hans. Við nánari eftir-
grennslan kom í ljós að ummerki í
jarðvegi fyrir utan umrætt hús gáfu
til kynna að þar hefði verið hleypt
af skoti og var í kjölfarið fengin
heimild til húsleitar.
Við framkvæmd leitarinnar var
húsráðandi handtekinn auk annars
manns sem var gestkomandi í hús-
inu. Hald var lagt á smáræði fíkni-
efna og þar að auki tvö skotvopn,
haglabyssu og riffil, auk skotfæra.
Grunur leikur á að skotvopnin séu
þýfi úr innbroti.
Málið telst upplýst og hefur
mönnunum verið sleppt.
Maðurinn sem var gestkomandi
í húsinu er af erlendum uppruna.
Hann var hér í ólöglegri dvöl og
hafði verið vísað úr landi. Stoðdeild
ríkislögreglustjóra hefur verið gert
viðvart um hans mál. – aá
Handtóku tvo
eftir skothvelli
í Breiðholti
Íbúi í Breiðholti tilkynnti málið.
REYKJAVÍK „Það þarf að endurmeta
ástand og viðhaldsþörf alls skóla-
húsnæðis sem er í eigu Reykjavíkur-
borgar. Ástandið er óviðunandi allt-
of víða. Þetta mun kosta gríðarlega
fjármuni og því þarf að endurskoða
fimm ára fjárhagsáætlun borgarinn-
ar, enda ekki nokkur von til þess að
hún muni standast,“ segir Valgerður
Sigurðardóttir, fulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins í skóla- og frístundaráði.
Dregið var úr viðhaldi á bygg-
ingum í eigu Reykjavíkurborgar á
árunum eftir hrun. Í fyrra var fyrsta
árið þar sem fjármunir fóru yfir við-
miðunarfjárhæð borgarinnar.
„Ég hef fengið gögn frá einum af
fjármálastjórum borgarinnar sem
sýna það svart á hvítu að óunnið
en uppsafnað viðhald hjá Reykja-
víkurborg var yfir fimm milljarðar
árið 2017, þar af voru þrír milljarðar
hjá Skóla- og frístundasviði. Þetta
þýðir að þrír milljarðar hafa verið
teknir af skólunum sem hefðu átt að
fara í viðhaldskostnað en skiluðu sér
ekki,“ segir Valgerður.
„Af framkvæmdu viðhaldi síðustu
10 ár hefur einn þriðji verið eign-
færður sem hækkar stofnverð og þar
með innri leigu um ókomin ár. Þetta
er viðhald sem rétt væri að gjaldfæra
en ekki eignfæra. Þetta er einfaldlega
bókhaldsbrella til að reyna að fegra
ástandið í viðhaldsmálunum.“
Valgerður segir að bætt hafi verið
við viðhaldsfé en það hafi ekki
komið til af góðu.
„Fossvogsskóli er nánast ónýtur.
Miklar framkvæmdir standa yfir í
Breiðholtsskóla vegna myglu. Selja-
skóli er lokaður og þar verður ekki
hægt að hefja kennslu í haust. Börn
í Dal skóla fá samlokur fram til jóla
því þar vantar mötuneyti. Nýjast er
að í Gufunesi þarf að fá fleiri gáma-
einingar því aðstaðan er óviðunandi.
Það þarf að bæta við viðhaldsfé af
illri nauðsyn.“
Vill Valgerður að í stað þess að
skólastjórnendur þurfi sjálfir að
ganga á eftir skoðun verði farið í
markvissa úttekt og sýnatöku í skól-
um og öðru húsnæði borgarinnar.
Valgerður segir að hún hafi misst
traust á upplýsingagjöf borgarinnar.
„Við borgarfulltrúar lásum það í
fréttum að staðan í Fossvogsskóla er
mun verri en okkur var sagt. Það var
nýbúið að kynna þetta fyrir okkur,
þá var okkur sagt að allt væri í góðu
og kennsla hæfist í haust. Þetta er
í þriðja skiptið sem ég frétti það í
fjölmiðlum að staðan er verri en á
horfðist.“
Fær það hana til að spyrja sig
hvað komi næst upp á yfirborðið.
„Við vitum að frístundamiðstöðvar
og leikskólar eru mjög víða í slæmu
húsnæði. Það kæmi ekki á óvart að
þessir fimm milljarðar í uppsöfnuðu
viðhaldi séu bara toppurinn á ísjak-
anum. Ég vil bara fá að vita hvað
vandinn er stór og ráðast í að laga
það sem laga þarf, “ segir Valgerður
Sigurðardóttir. arib@frettabladid.is
Ástand allra skólanna
í borginni verði metið
Uppsöfnuð viðhaldsþörf í skólum Reykjavíkurborgar nam þremur milljörð-
um króna fyrir tveimur árum. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að nú
verði farið í markvissa úttekt og endurskoðun á fjármálaáætlun borgarinnar.
Það kæmi ekki á
óvart að þessir
fimm milljarðar í uppsöfn-
uðu viðhaldi séu bara
toppurinn á ísjakanum.
Valgerður Sigurðardóttir, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Valgerður Sigurðardóttir segir sér hafa komið á óvart að sjá í fjölmiðlum að
Fossvogsskóli væri verr farinn en fyrst var talið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Krakkarnir á Laufásborg léku við hvern sinn fingur á sumarhátíð leikskólans í gær. Tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson f lutti þeim lög úr
Fuglakantötu með ljóðum Jóhannesar úr Kötlum. Féll söngurinn í góðan jarðveg hjá börnunum jafnt sem fullorðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
EVRÓPA Leiðtogaráð ESB hefur til-
nefnt Ursulu von der Leyen, þýska
varnarmálaráðherrann, í embætti
forseta framkvæmdastjórnar Evr-
ópusambandsins. Leiðtogarnir hafa
átt erfitt með að koma sér saman um
tilnefningu og gengið fram hjá meðal
annars forsetaefni hægrif lokka-
bandalagsins EPP, Manfred Weber.
Ef þingið samþykkir verður Leyen
fyrsta konan til að gegna embættinu.
Weber mun í staðinn sækjast eftir
því að verða forseti Evrópuþingsins
sem þykir ólíklegt að henni takist.
Fyrsta umferð atkvæðagreiðslunnar
fer fram í dag. Sagði Donald Tusk,
forseti leiðtogaráðsins, í gær að
leiðtogarnir hefðu ákveðið að jafn-
aðarmenn fengju sætið fyrri helming
kjörtímabilsins. Sergei Stanishev
þykir líklegur valkostur.
Þá var einnig tilkynnt um að
Christine Lagarde, sem nú stýrir
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sé til-
nefnd í embætti forseta Evrópska
seðlabankans. – þea
Þjóðverji í gegn
um nálaraugað
3 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
3
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:0
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
5
A
-3
A
E
C
2
3
5
A
-3
9
B
0
2
3
5
A
-3
8
7
4
2
3
5
A
-3
7
3
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
0
s
_
2
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K