Fréttablaðið - 03.07.2019, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.07.2019, Blaðsíða 8
Harmleikur í Mumbai Að minnsta kosti fimmtán fórust í gær þegar veggur hrundi vegna þess mikla monsúnregns sem fallið hefur á indversku borgina Mumbai. Borgarlífið hefur verið í lamasessi undanfarna tvo daga vegna rigningarinnar. Hér má sjá björgunarstarfsfólk og björgunarstarfshund leita að líkamsleifum sem og hverjum þeim sem gæti hafa lifað slysið af. Mikil f lóð hrella íbúa svæðisins einnig þessa dagana. NORDICPHOTOS/AFP KÍNA Sérstök skrifstofa Kommún- istaf lokks Kína í höfuðborginni Peking um málefni Hong Kong og Macau fordæmdi í gær áhlaup sem mótmælendur í Hong Kong gerðu á þinghús sjálfstjórnarhéraðsins á mánudag. Fjöldi mótmælenda kom sér þá inn í þinghúsið og vann spell- virki á málverkum, húsgögnum og öðru. Þá var kallað eftir því að yfir- völd í borginni stilltu til friðar hið fyrsta. Mótmælaalda hefur riðið yfir Hong Kong frá því í maí. Á áttunda tug hafa særst í aðgerðum lögreglu og rúmlega þrjátíu verið handtekin. Mótmælin kviknuðu vegna frum- varps um að leyfa skyldi framsal til meginlands Kína en eftir að frum- varpinu var stungið ofan í skúffu hafa mótmælendur einkum beint spjótum sínum að Carrie Lam, æðsta stjórnanda Hong Kong, og krafist afsagnar hennar. Geng Shuang, upplýsingafulltrúi hjá kínverska utanríkisráðuneyt- inu, sagði áhlaupið á þinghúsið hafa verið gróft lögbrot. Hann kall- aði eftir því að Bandaríkin og ESB fordæmdu það og bætti við að það væri mikil hræsni fólgin í því að for- dæma ekki gjörðir mótmælenda. „Það er tvískinnungur að segjast einungis styðja réttinn til frið- samlegra mótmæla. Við vitum öll hvernig lögreglan í Bandaríkjunum og Evrópu tekur á of beldi og fram- fylgir lögum,“ bætti Geng við. – þea Vilja stilla til friðar í Hong Kong sem fyrst Lögregla hefur beitt táragasi gegn mótmælendum. NORDICPHOTOS/AFP BANDARÍKIN Skrifstofur Facebook í hinum svokallaða Kísildal Banda- ríkjanna voru rýmdar sem og fjögur önnur nærliggjandi hús eftir að sjálfvirkir skynjarar í póstrými fyrirtækisins sýndu að snefilmagn af saríngasi væru utan á sendingu sem barst fyrirtækinu. Saríngas er öf lugt taugaeitur sem hefur verið notað í efnavopnaárásum. Áhyggjurnar reyndust óþarfar að lokum og sagði slökkviliðsstjórinn Jon Johnston við Reuters að ítar- legar prufur á svæðinu hafi leitt í ljós að ekkert sarín væri þar að finna. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem ástand sem þetta myndast, en sama skrifstofuhúsnæði var rýmt í desember vegna sprengjuhótunar. „Til þess að gæta fyllstu varúðar rýmdum við næstu fjórar byggingar og hófum ítarlega rannsókn í sam- starfi við yfirvöld á svæðinu. Yfir- völd hafa staðfest neikvæðar niður- stöður og hafa húsin verið opnuð á ný. Verklagsreglur okkar reyndust góðar til þess að takmarka hættu og tryggja öryggi starfsfólks,“ sagði upplýsingafulltrúi hjá samfélags- miðlarisanum. – þea Óttuðust sarínárás á Facebook Ekkert sarín. NORDICPHOTOS/AFP FRAKKLAND Breskir útgöngusinnar og Evrópusinnar sem og katalónskir sjálfstæðissinnar létu duglega í sér heyra á fyrsta degi nýs Evrópuþings þegar þingmenn komu saman í Strassborg, Frakklandi, í gær í fyrsta sinn frá því þeir náðu kjöri í lok maí. Mótmæli hinna katalónsku sner- ust um þá þrjá þingmenn sem ekki hafa getað tekið sæti. Carles Puigde- mont, fyrrverandi forseti héraðs- stjórnarinnar, og Toni Comin, fyrrverandi heilbrigðisráðherra héraðsins, hafa ekki getað tekið sæti þar sem þeir eru í sjálfskipaðri útlegð í Brussel vegna ásakana um uppreisn á Spáni. Til þess að taka sæti þyrftu Puigdemont og Comin að ferðast til Madrídar og sverja spænsku stjórn- arskránni hollustueið en hafa ekki gert það vegna hættu á handtöku. Jafnvel þótt þeir gætu farið beint til Frakklands gætu þeir verið hand- teknir. Spænska lögreglan hefði heimild til þess á grundvelli sam- komulags við Frakka sem gert var árið 2002 samkvæmt katalónska héraðsmiðlinum ACN. Sá þriðji, fyrrverandi varafor- setinn Oriol Junqueras, er aftur á móti í gæsluvarðhaldi á meðan hæstaréttardómarar ráða ráðum sínum og reyna að komast að niður- stöðu um hvort hann og ellefu aðrir Katalónar hafi gerst sekir um sömu glæpi, meðal annars uppreisn og uppreisnaráróður, og þeir Comin og Puigdemont. Katalónskir sjálfstæðissinnar í þingsalnum stilltu upp ljósmynd- um af fjarverandi félögum sínum á borð sín í þingsalnum í mótmæla- skyni, en þeir álíta ásakanirnar pól- itískar og Junqueras þar með pólit- ískan fanga. Fyrir utan mótmæltu hundruð Katalóna sem höfðu lagt leið sína yfir Pýreneafjöllin. Matt Carthy, írskur Evrópuþingmaður fyrir hönd Sinn Féin, studdi við bakið á Katalónunum og hafði BBC eftir honum að grafið væri undan- trúverðugleika þingsins með því að ekki væri staðinn vörður um rétt- indi katalónskra kjósenda. Bresku útgöngusinnarnir í Brexit- flokknum vöktu svo reiði Antonios Tajani, fráfarandi forseta þingsins, með mótmælum í þingsal. Er Óður Beethovens til gleðinnar, einkennislag Evrópusambandsins, var spilað í þingsal stóðu Brexit- f lokksmenn upp en sneru baki í salinn. Nigel Farage, leiðtogi flokks- ins, hafði fyrr lofað „skemmtilegri ögrun“. „Að rísa á fætur er spurning um virðingu. Það þýðir ekki að þú sért endilega sammála sjónarmiðum Evrópusambandsins. Jafnvel þegar þú hlýðir á þjóðsöng annars ríkis áttu að rísa á fætur,“ sagði Tajani. Og svo voru það Frjálslyndir demókratar, breski f lokkurinn sem hefur talað einna hæst gegn útgöngunni. Flokksmenn klædd- ust skærgulum bolum sem ýmist stóð á „Stop Brexit“ eða „Bollocks to Brexit“. thorgnyr@frettabladid.is Mótmælt af krafti á fyrsta degi Katalónskir sjálfstæðissinnar mótmæltu af krafti í hinni frönsku Strassborg í gær. NORDICPHOTOS/AFP Nýkjörnir Frjálslyndir demókratar. NORDICPHOTOS/AFP Evrópuþingið kom saman í fyrsta sinn frá kosningum. Þrjá kata- lónska þingmenn vant- aði og lögðu hundruð Katalóna leið sína til Strassborgar að mót- mæla meðferð á þeim. Bretar buðu upp á sín eigin mótmæli. 3 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 3 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 5 A -5 D 7 C 2 3 5 A -5 C 4 0 2 3 5 A -5 B 0 4 2 3 5 A -5 9 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 2 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.