Fréttablaðið - 03.07.2019, Síða 10
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Draumsýn
menntamála
ráðherra með
fjölmiðla
frumvarpi
sínu er sú að
eitthvað
lagist á
ramm
skökkum
fjölmiðla
markaði.
Íslenskt efni í
fjölmiðlum,
hvort heldur
frumsamið,
þýtt, textað,
táknmáls
túlkað eða
talsett,
skiptir
höfuðmáli til
að viðhalda
tungumálinu.
Ólöf
Skaftadóttir
olof@frettabladid.is
Upplýstur og ábyrgur Sigmar
Margir ráku upp stór augu
þegar samfélagsrýnirinn og
veitingamaðurinn fyrrverandi
Sigmar Vilhjálmsson var ráðinn
talsmaður FESK, nýstofnaðs
félags svína-, eggja- og kjúkl-
ingabænda. Þar á hann að
„stuðla að upplýstri og ábyrgri
umræðu“ um landbúnað. Sig-
mar, sem hefur farið mikinn að
undanförnu í gagnrýni sinni á
þriðja orkupakkann, var á tíma-
bili talinn ætla að snúa aftur í
veitingabransann en nú er ljóst
að það frestast um ótiltekinn
tíma. Er því skrifað í skýin að
Sigmar verði ofarlega, ef ekki
efstur, á lista Miðf lokksins í
næstu kosningum.
Almennilegt hægri-vinstri
Stjórnmálaáhugamenn fagna nú
umræðunni um sykurskattinn.
Loksins er komin umræða sem
hægt er að setja á gamla, góða
hægri-vinstri skalann. Hvort
það sé hlutverk ríkisins að stýra
neyslu borgaranna. Viðreisnar-
og Sjálfstæðismenn efast en
vinstrimenn fagna. Munurinn
á stöðunni nú og áður er að nú
er engin leið að vita hvernig
málið endar. Það er þá hægt
að lenda því með málamiðlun
milli stjórnarf lokkanna eða
leyfa þinginu að taka sjálfstæða
ákvörðun. Það hverfur ekki því
enginn fer að slíta ríkisstjórn
til að spara tíkalla á kóki í dós.
Nema einhver f lokkanna nenni
í málþóf. arib@frettabladid.is
RÚV og Google
EKKERT
BRUDL
Gott í ferðalagið
RibWorld Grísarif
500 g
kr./500 g798kr./255 g398
Pik-Nik Kartöflustrá
255 g
FORELDAÐ
Aðeins að hita
Úrræðaleysi stjórnmálamanna í mál-efnum einkarekinn fjölmiðla er algjört. Á meðan vex Ríkisútvarpið og dafnar með margra milljarða meðgjöf frá almenningi auk þess sem stofnunin er í bullandi samkeppni við einkamiðla um
auglýsingatekjur í ójöfnum leik.
Nýjasta dæmið um skilningsleysi stjórnmálamann-
anna er svar ráðuneyta við fyrirspurn frá Píratanum
Birni Leví Gunnarssyni sem spurði um kaup stofnana
ríkisins á auglýsingum á erlendum samfélagsmiðlum.
Fréttablaðið tók tölurnar saman og í ljós kom að
dæmi eru um að útgjöld til slíks hafi ríflega tífaldast á
árunum 2015-2018.
„Stefnan var að efla íslenska fjölmiðla og þarna er
sérstaklega verið að taka ákvörðun um að auglýsa ann-
ars staðar. Tekjur flestra fjölmiðla eru í auglýsingasölu
og þarna er verið að beina auglýsingatekjum annað,“
sagði Björn Leví.
Í fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra þar sem
gert er ráð fyrir að skipta 350 milljóna framlagi frá
ríkinu milli einkamiðla er tækniþróun fjölmiðlamark-
aðarins tekin fyrir. Þar segir að Ísland hafi ekki farið
varhluta af þeim breytingum á rekstrarumhverfi sem
átt hafa sér stað síðustu ár með aukinni tækniþróun og
alþjóðavæðingu. Þar er einnig tekið fram að æ stærri
hluti auglýsingatekna renni til erlendra samfélags-
miðla og leitarvéla sem sé sjálfstætt vandamál.
Það skýtur því skökku við að á meðan ráðherrann
þykist skilja þann bráðavanda sem að íslenskum fjöl-
miðlum steðjar snýr hún sér við og kaupir auglýsingar
af þeim sömu og hún segir vera við það að ganga af
íslenskum fjölmiðlamarkaði dauðum.
Samkeppni íslenskra einkamiðla við erlend fyrir-
tæki á borð við Google og Facebook er staðreynd.
Henni væri hægt að taka fagnandi ef stjórnmálamenn
löguðu lagaumhverfið að nútímanum, í stað þess að
bjóða upp á miðjumoð á borð við það frumvarp sem nú
liggur á borðinu.
Af mörgu er að taka. Ein hugmynd er að leyfa aug-
lýsingar á áfengi í íslenskum miðlum. Rökin fyrir
banninu eru löngu fallin um sjálf sig. Áfengisauglýs-
ingar er að finna úti um allt. Netið hefur orðið til þess
að áfengisauglýsingar sjá allir, þótt þær séu bannaðar
í dagblöðum. Þær eru í erlendum tímaritum sem flutt
eru til landsins og seld í íslenskum bókabúðum. Þær
eru á samfélagsmiðlum sem heyra ekki undir íslenska
lögsögu en allir hafa aðgang að og svo í beinum sjón-
varpsútsendingum, aðallega frá íþróttaleikjum.
Á meðan stjórnmálamenn tala um mikilvægi fjöl-
miðla á tyllidögum er beint framlag ríkisins til Ríkisút-
varpsins um 4,7 milljarðar á ári. RÚV sækir svo um 2,3
milljarða til viðbótar með auglýsingasölu í samkeppni
við einkareknu miðlana. Draumsýn menntamálaráð-
herra með fjölmiðlafrumvarpi sínu er sú að eitthvað
lagist á rammskökkum fjölmiðlamarkaði með því að
ríkið leggi fram til einkamiðlanna það sem nemur um
5 prósentum af árlegri forgjöf Ríkisútvarpsins.
Og svo auglýsir hún draumsýnina á Facebook.
Í haust mun ég mæla fyrir frumvarpi um breyt-ingu á fjölmiðlalögum. Það frumvarp markar tímamót fyrir einkarekna fjölmiðla hér á landi
sem með því geta fengið opinberan fjárstuðning
vegna öflunar og miðlunar frétta og fréttatengds
efnis. Ljóst er að síðustu ár hafa rekstrarforsendur
einkarekinna fjölmiðla hér á landi versnað til muna.
Margar ástæður eru fyrir þeirri þróun svo sem
örar tæknibreytingar og minnkandi auglýsinga-
tekjur fjölmiðla samhliða breyttri neysluhegðun.
Fjölmiðlafrumvarpið gerir ráð fyrir tvíþættum
stuðningi til þess að mæta þeirri þróun en með
frumvarpinu er leitast við að Ísland skipi sér í hóp
hinna Norðurlandanna og fleiri ríkja í Evrópu sem
þegar styrkja einkarekna fjölmiðla.
Fjölmiðlar gegna þýðingarmiklu hlutverki við
miðlun upplýsinga og sem vettvangur umræðu
og skoðanaskipta. Markmið þessarar aðgerðar er
þannig bæði að efla fjölmiðlun hér á landi vegna
mikilvægis hennar fyrir þróun lýðræðis í landinu
og þróun tungumálsins. Fjölmiðlar eru lykilþátt-
takendur í því sameiginlega hagsmunamáli okkar
að efla íslenskuna og fá fólk til að fylgjast með sam-
félagsumræðu á sínu eigin tungumáli. Íslenskt efni
í fjölmiðlum, hvort heldur frumsamið, þýtt, textað,
táknmálstúlkað eða talsett, skiptir höfuðmáli til að
viðhalda tungumálinu.
Við viljum skapa frjóan jarðveg fyrir fjölbreytta
flóru fjölmiðla hér á landi. Fjölmiðlafrumvarpið
byggir á ítarlegri undirbúningsvinnu og var unnið
með aðkomu margra sérfræðinga, fulltrúa hags-
munaaðila og annarra flokka. Með nýjum lögum
verður til styrkjakerfi sem verður einfalt og fyrir-
sjáanlegt. Ávinningur þess verður einnig styrkari
ritstjórnir og aukið gagnsæi á fjölmiðlamarkaði. Við
lifum á spennandi tímum sem einkennast af örum
breytingum. Fjölmiðlar verða að hafa tækifæri til
þess að mæta þeim breytingum og þróast með þeim.
Nýtt fjölmiðlafrumvarp styður við grundvallar-
starfsemi þeirra, öflun og miðlun vandaðra frétta og
fréttatengds efnis.
Framtíð fjölmiðlunar
Lilja
Alfreðsdóttir
mennta- og
menningarmála-
ráðherra
3 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
0
3
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:0
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
5
A
-4
9
B
C
2
3
5
A
-4
8
8
0
2
3
5
A
-4
7
4
4
2
3
5
A
-4
6
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
0
s
_
2
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K