Fréttablaðið - 03.07.2019, Side 14
MARKAÐURINN
ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000
Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5051
Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is
Eimskip telur að starfsmaður Samkeppniseftirlitsins sem hefur annast stjórnsýslurann-
sókn á hendur félaginu vegna meintra
samkeppnisbrota þess hafi farið
langt út fyrir hlutverk sitt og tekið sér
lögregluvald með ólögmætum hætti
með því að bera á sama tíma hitann
og þungann af lögreglurannsókn á
hendur núverandi og fyrrverandi
stjórnendum. Flutningarisinn telur
að fyrir hendi séu aðstæður sem séu
til þess fallnar að draga óhlutdrægni
starfsmanns eftirlitsins með réttu í
efa. Þá telur Eimskip að Páll Gunnar
Pálsson, forstjóri Samkeppniseftir-
litsins, sé vanhæfur í málinu enda
hafi honum verið kunnugt um það að
starfsmaður eftirlitsins hafi í reynd
annast sakamálarannsóknina í trássi
við lög án þess að aðhafast nokkuð til
þess að stöðva hana.
Þetta kemur fram í kröfu sem
Eimskip lagði fram í Héraðsdómi
Reykjavíkur í byrjun vikunnar þar
sem þess er farið á leit að rannsókn
Samkeppniseftirlitsins á meintum
brotum félagsins, sem hefur staðið
yfir í tæp tíu ár, verði hætt.
Eftirlitið rannsakar hvort Eimskip
og Samskip, auk dótturfélaga þeirra,
hafi haft með sér ólögmætt samráð
frá 2008 til 2013 en það er frummat
þess að félögin hafi haft með sér
samráð við breytingar á siglinga-
kerfum og flutningaleiðum sem hafi
falist í að draga úr framboði og skapa
þannig skilyrði til þess að viðhalda
eða hækka verð til viðskiptavina.
Á sama tíma hafa núverandi og
fyrrverandi stjórnendur félaganna,
þar á meðal Gylfi Sigfússon, fyrr-
verandi forstjóri Eimskips, haft rétt-
arstöðu sakbornings við rannsókn
héraðssaksóknara sem snýr að hluta
til að sömu sakarefnum en eftirlitið
kærði umrædda stjórnendur til sak-
sóknara 2014. Samkvæmt lögum er
lögreglu, en ekki eftirlitsstjórnvaldi,
falið að rannsaka brot einstaklinga
gegn samkeppnislögum.
Í kröfu Eimskips segir að málsat-
vik sýni að sá starfsmaður eftirlitsins
sem hafi haft umsjón með stjórn-
sýslurannsókninni hafi samhliða
í reynd annast lögreglurannsókn
á hendur starfsmönnum Eimskips
með sekt þeirra að leiðarljósi. Slíkt
leiði til þess að hann sé vanhæfur í
málinu og rannsóknin ólögmæt.
Þá er byggt á því að yfirheyrsla yfir
Gylfa, sem fór fram í maí í fyrra, hafi
í raun verið í höndum starfsmanns
Samkeppniseftirlitsins og Aldísar
Hilmarsdóttur sem hefur starfað
fyrir eftirlitið að rannsókn málsins.
„Ljóst er að það fer í bága við lög,
enda er það starfsmanna héraðssak-
sóknara að hafa með höndum slíka
rannsóknaraðgerð, en ekki [Sam-
keppniseftirlitsins],“ segir í kröfu
Eimskips. – kij
Sakaður um að taka sér lögregluvald
– MEÐ ÞÉR Í SUMAR
ÞÚ GETUR LESIÐ BLAÐ DAGSINS Á
FRETTABLADID.IS OG Í
FRÉTTABLAÐS APPINU,
HVAR SEM ÞÚ ERT Í SUMAR!
Ky n n i s fe r ði r h a f a stefnt Isavia vegna þeirrar ákvörðunar ríkisfyrirtækisins að stöðva síðasta sumar tímabundið gjald-
töku á ytri rútustæðum við flugstöð
Leifs Eiríkssonar. Rúturisinn krefst
þess að greiðslur sínar til Isavia
verði lækkaðar enda hafi ákvörðun
fyrirtækisins, sem var tekin að kröfu
Samkeppniseftirlitsins, raskað sam-
keppni þeirra rútufyrirtækja sem
hafa með höndum farþegaflutninga
til og frá flugvellinum.
„Við töldum eðlilegt að í ljósi þess
að Isavia hóf ekki gjaldtöku á fjar-
stæðunum fyrr en í nóvember í fyrra
að það ætti að taka mið af því í okkar
greiðslum til Isavia,“ segir Björn
Ragnarsson, framkvæmdastjóri
Kynnisferða, í samtali við Markað-
inn. Ríkisfyrirtækið hafi hins vegar
ekki viljað ljá máls á því.
Málið verður tekið fyrir í héraðs-
dómi í byrjun septembermánaðar.
Sem kunnugt er tók Samkeppnis-
eftirlitið bráðabirgðaákvörðun í
júlí í fyrra þar sem Isavia var gert að
stöðva tímabundið gjaldtöku á fjar-
stæðum við flugstöðina. Umrædd
gjaldtaka hafði hafist í mars fyrr
um árið í framhaldi af útboði um
nýtingu á stæðum við bygginguna,
svonefndum nærstæðum, en Kynn-
isferðir og Hópbílar áttu besta boðið.
Ákvörðun Samkeppniseftirlits-
ins var tekin í kjölfar kvörtunar
keppinautarins Gray Line, sem tók
jafnframt þátt í útboðinu, en rútu-
fyrirtækið taldi að gjaldtaka Isavia
á fjarstæðunum hefði falið í sér
óheimila skattheimtu.
Á seinni stigum málsins lýsti
Samkeppniseftirlitið því þó yfir
að Isavia væri skylt að halda gjald-
tökunni áfram með breyttu verðlagi
og tók áfrýjunarnefnd samkeppnis-
mála undir það sjónarmið í úrskurði
sínum síðasta haust. Í byrjun nóv-
ember kynnti Isavia svo nýja gjald-
skrá fyrir fjarstæðin sem gildir þar
til deilan hefur endanlega verið leidd
til lykta af hálfu eftirlitsins.
Björn segir að í forsendum áður-
nefnds útboðs frá 2017 hafi komið
fram að gjaldtaka myndi hefjast á
fjarstæðunum á sama tíma og nýir
samningar vegna nærstæðanna
tækju gildi. „Gray Line kærði gjald-
tökuna til Samkeppniseftirlitsins
sem tók svo bráðabirgðaákvörðun í
júlí árið 2018 en Isavia túlkaði niður-
stöðu eftirlitsins þannig að fyrirtæk-
inu væri gjaldtakan óheimil. Isavia
hætti því gjaldtökunni á fjarstæð-
unum í júlí og alveg fram í nóvem-
ber. Við höfum síðan upplýsingar
um að fyrirtækið hafi ekki gengið á
eftir því að fá greiðslur frá því í mars
eða alveg frá því að nýja gjaldskráin
tók gildi,“ nefnir Björn.
Stjórnendur Kynnisferða hafi því
talið eðlilegt að tekið yrði tillit til
þessara atvika í samningum sínum
við Isavia og greiðslur til ríkisfyrir-
tækisins yrðu lækkaðar.
Forsvarsmenn rúturisans hafa
bent á að ákvörðun Isavia um að
stöðva gjaldtökuna hafi leitt til mis-
mununar og röskunar á samkeppni
gagnvart þeim rútufyrirtækjum sem
unnu útboðið 2017 og fengu þannig
aðgang að nærstæðunum. Ákvörð-
unin hafi gert það að verkum að þau
fyrirtæki sem stundi fólksflutninga
til og frá Keflavíkurflugvelli og nýti
eingöngu fjarstæðin hafi ekki þurft
að greiða gjald á meðan bráða-
birgðaákvörðunin hafi verið í gildi
en á sama tíma hafi þau fyrirtæki
sem nýti nærstæðin, Kynnisferðir
og Hópbílar, þurft að greiða Isavia í
samræmi við útboðsskilmálana.
„Við teljum að við hefðum átt að
fá einhverja umbun eins og önnur
fyrirtæki sem voru klárlega í sam-
keppni við okkur um þessi fjar-
stæði,“ segir Björn.
„Isavia hefur ekki viljað taka tillit
til þess og fara í viðræður við okkur
um lækkun á greiðslunum fyrir
þetta tímabil og því brugðum við á
það ráð að stefna fyrirtækinu og láta
þá dómstóla skera úr um það.“
kristinningi@frettabladid.is
Stefna Isavia og vilja
lægri greiðslur
Kynnisferðir vilja að greiðslur þeirra til Isavia verði lækkaðar vegna ákvörð-
unar ríkisfyrirtækisins um að stöðva tímabundið gjaldtöku á fjarstæðum við
Keflavíkurflugvöll. Hafi leitt til mismununar og röskunar á samkeppni.
Mikið hefur verið deilt um gjaldtöku Isavia á bílastæðum við flugstöð Leifs Eiríkssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Björn Ragnars-
son, fram-
kvæmdastjóri
Kynnisferða.
Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem fer núna með sextán prósenta hlut í
Arion banka, mun kaupa tæplega
helminginn af tuttugu prósenta hlut
Kaupþings í bankanum en eignar-
haldsfélagið er nú að ganga frá sölu á
öllum bréfum sínum í Arion banka,
líklega strax í þessari viku. Eftir
kaupin verður Taconic, sem á jafn-
framt um 48 prósenta hlut í Kaup-
þingi, stærsti eigandi Arion banka
með í kringum fjórðungshlut.
Aðrir helstu kaupendur að hlut
Kaupþings í Arion banka, samkvæmt
heimildum Markaðarins, eru fjárfest-
ingafélagið Stoðir, sem á fyrir tæplega
fimm prósenta hlut, og Lífeyrissjóður
verslunarmanna (LV) en sjóðurinn
átti í árslok 2018 aðeins um 0,4 pró-
senta hlut í bankanum.
Samkvæmt fyrirliggjandi sam-
komulagi munu viðskiptin, en það
eru Fossar markaðir sem eru söluráð-
gjafar Kaupþings, fara fram á geng-
inu 75,5 krónur á hlut en við lokun
markaða í gær stóð hlutabréfaverðið
í 75,9 krónum. Auk Taconic, Stoða og
LV munu einnig aðrir lífeyrissjóðir
ásamt innlendum sjóðastýringar-
félögum, sem eru nú fyrir í
hluthafahópi Arion, kaupa
bréf Kaupþings.
Kaupverðið á tuttugu
prósenta hlut Kaupþings
mun því nema samtals
um 27,4 milljörðum. Stór
hluti þeirrar fjárhæðar
fellur í skaut ríkissjóðs á
grundvelli afkomuskipta-
samnings sem var á meðal
þeirra stöðugleikaskilyrða
sem Kaupþing þurfti að
u n d i r g a n g a s t
við samþykkt
n auð a s a m n-
inga í árslok
2015.
Beðið er nú eftir því, samkvæmt
heimildum Markaðarins, að stað-
festing fáist frá fjármálaráðuneyt-
inu um að ríkið ætli ekki að stíga inn
í viðskiptin og nýta sér forkaupsrétt
sinn. Sem kunnugt er hafa stjórnvöld
forkaupsrétt á öllum hlutabréfum
Kaupþings ef til stendur að selja þau
á genginu 0,8 eða lægra miðað við
eigið fé Arion banka. Salan á tutt-
ugu prósenta hlut Kaupþings mun
nú fara fram á gengi sem jafngildir
0,73 miðað við eigið fé bankans í lok
fyrsta ársfjórðungs.
Samkvæmt heimildum Mark-
aðarins var búið að ganga frá sam-
komulagi við fjárfesta um kaup á
fimmtán prósenta hlut Kaupþings í
Arion banka undir lok síðasta mán-
aðar. Ekki tókst hins vegar þá að
ljúka sölunni en regluvörður Arion
banka, að sögn kunnugra, gerði þá
athugasemdir við að Kaup-
þing, sem er með fulltrúa í
stjórn bankans, ætti við-
skipti með bréf í félaginu
á sama tíma og ráðning
á nýjum bankastjóra
Arion væri á lokametr-
unum. Í kjölfarið ákvað
Kaupþing síðan að bjóða
allan hlut sinn í bankanum
til sölu. – hae
Taconic að auka hlut sinn
í Arion um helming
27,4
milljarðar er kaupverðið á
20 prósenta hlut Kaupþings.
Keith Magliana
stýrir fjárfest-
ingum Taconic
á Íslandi.
3 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN
0
3
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:0
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
5
A
-5
8
8
C
2
3
5
A
-5
7
5
0
2
3
5
A
-5
6
1
4
2
3
5
A
-5
4
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
0
s
_
2
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K