Fréttablaðið - 03.07.2019, Blaðsíða 18
Tímamót eru í rekstri Bláa Lónsins. Að baki eru miklar fjárfestingar á tæpum fimm árum og óhemjumikill vöxtur.Grímur Sæmundsen,
stofnandi og forstjóri fyrirtækisins,
segir að nú sé verið að breyta um
áherslu í rekstrinum. Verið sé að
fara úr fjárfestingarfasa í almennan
rekstur. Sjónum verði beint að tæki-
færum til að hagræða og tryggja að
uppbygging síðustu ára verði arðbær
til framtíðar.
Það vekur athygli að frumkvöðull-
inn átti lítinn hlut í Bláa Lóninu við
stofnun og keypti megnið af því sem
hann á á árunum 2003-2005. Nánar
verður fjallað um það á öðrum stað
í viðtalinu.
Bláa Lónið hefur fjárfest fyrir
um 93 milljónir evra, jafnvirði 13
milljarða króna, á árunum 2014 til
2018 í innviðum. Meðal helstu fjár-
festinga má nefna uppbyggingu
fimm stjörnu hótelsins The Retreat
sem opnaði fyrir ári, ásamt Retreat
Spa og veitingastaðnum Moss, tvö-
földun á stærð núverandi baðlóns
auk þvottahúss, geymsluhúsnæðis
og fjölbýlishúss fyrir starfsmenn í
Grindavík.
Þrátt fyrir að fyrirtækið hafi fjár-
fest ríkulega á umliðnum árum
var eiginfjárhlutfallið 56 prósent
við árslok 2018 en hlutafé var ekki
aukið til að standa straum af upp-
byggingunni.
„Reksturinn er einkar arðbær.
Hagnaðarhlutfall fyrir fjármagns-
liði og afskriftir, nam 33 prósentum
í fyrra. Það hefur gert okkur kleift að
ráðast í þessa uppbyggingu án þess
að safna skuldum. Eftir fjármála-
hrunið höfum við lagt áherslu á að
vera með mikið eigið fé og sterka
lausafjárstöðu,“ segir Grímur.
Það er með ólíkindum að uppbygg-
ingin sé fjármögnuð að mestu með
sjóðstreymi.
„Já, það segir meira en mörg orð
um arðbærni rekstrarins. Ef við
berum t.a.m. rekstur Bláa Lónsins
saman við öflug framleiðslufyrir-
tæki í útflutningi sem skipa sess í
hjarta þjóðarinnar er hagnaðar-
hlutfall þeirra fyrir fjármagnsliði og
afskriftir um 15-20 prósent.
Það kemur mörgum á óvart hve
fjölþættur rekstur Bláa Lónsins er.
Við rekum til dæmis einn stærsta
veitingastað landsins sem velti um
fjórum milljörðum króna í fyrra.
Ég veit ekki um marga veitingastaði
sem eru jafn umsvifamiklir og það
á einum og sama staðnum en við
rekum okkar veitingastaði alla við
Bláa Lónið.
Að sama skapi seldum við húð-
vörur fyrir 1,5 milljarða króna í fyrra
sem eitt og sér myndi teljast nokkuð
gott.“
Tekjurnar sjöfölduðust
2010-2018
Velta Bláa lónsins var 123 milljónir
evra, jafnvirði 17 milljarða króna,
í fyrra. Tekjurnar sjöfölduðust á
árunum 2010 til 2018. Fyrirtækið
hagnaðist um 26 milljónir evra,
jafnvirði 3,7 milljarða króna í fyrra.
Hluthafar munu fá 30 milljónir evra
eða um 4,3 milljarða króna í arð. Það
er næstum því tvöföldun á milli ára
en arðgreiðslur námu 16 milljónum
evra í fyrra.
Skattspor Bláa Lónsins nam rétt
um fimm milljörðum króna á síðasta
ári. Það hefur vaxið mikið á síðustu
árum en það var til dæmis rúmlega
einn milljarður króna árið 2014.
Félagið er með hæstu greiðendum
opinberra gjalda á Íslandi.
Er verkefnið fram undan að beisla
þennan vöxt?
„Það þarf annars vegar að hagræða
í rekstri eftir tímabil sem hefur ein-
kennst af miklum vexti og hins vegar
að tryggja að uppbyggingin sem
ráðist var í skili arðbærum rekstri
til framtíðar.
Eins og ég nefndi var hlutfall hagn-
aðar fyrir fjármagnsliði 33 prósent
í fyrra en það hefur alla jafna verið
38-40 prósent. Stefnt er að því að
koma því í sama horf. Við þurfum
því að hagræða í rekstrinum.
Um 60 prósent af kostnaði fyrir-
tækisins eru launagreiðslur og 40
prósent er annar kostnaður. Það eru
tækifæri til hagræðingar á öllum
sviðum félagsins enda voru áherslur
aðrar á þessu mikla vaxtarskeiði.
Starfsmenn voru við lok síðasta
árs 874 í 726 stöðugildum frá 42
löndum. Við munum styrkja verk-
ferla sem stuðla að aga í rekstrinum.
Við höfum sömuleiðis fjárfest ríku-
lega í upplýsingatækni og stafrænni
þróun. Það mun skila sér í aukinni
skilvirkni.“
Grímur segist líta á Bláa Lónið sem
27 ára gamalt frumkvöðlafyrirtæki
(e. startup). „Við erum alltaf að þróa
reksturinn og skoða nýjar hugmynd-
ir,“ segir hann.
National Geographic útnefndi
Bláa Lónið eitt af 25 undrum ver-
aldar vegna einstakrar virkni jarð-
sjávarins en hann er ríkur af kísli,
þörungum og steinefnum. Hann
fellur til við vinnslu jarðvarma-
orkuvers HS Orku í Svartsengi. Með
þessari nýtingu breytir Bláa Lónið
því sem áður var skilgreint sem
hrakstraumur í verðmætan auð-
lindastraum.
„Þegar reksturinn fór að ganga
vel mátti heyra á fólki að hver sem
er hefði getað náð góðum árangri í
rekstri á baðstað í þessu umhverfi.
Það er mikil einföldun. Það tók
okkur langan tíma að átta okkur á
þessari einstöku upplifun og virkni
jarðsjávarins sem ætti sér engan
líka á heimsvísu. Það var þá sem við
hófum meðal annars að verðleggja
upplifunina miðað við einstök gæði
hennar.
Eftir hrun lögðum við aukna
áherslu á ferðaþjónustuþátt starf-
seminnar. Fyrir hrun höfðum við
gert tilraunir til að fara í útrás með
húðvörurnar en urðum að leggja
þær áætlanir til hliðar til að geta
tekist á við þær aðstæður sem þá
sköpuðust. Í því samhengi er rétt
að vekja athygli á því að engin fjár-
málastofnun tapaði krónu á okkur
í hruninu.
Áherslan á lækningastarfsemina
fór minnkandi en við drógum ekkert
af okkur hvað varðar vísindarann-
sóknir. Margir átta sig ekki á hve
mikil vísindastarfsemi er stunduð
í Bláa Lóninu en fyrirtækið ver að
meðaltali um 20 prósentum af veltu
húðvara í rannsóknir og þróun ár
hvert. Það er til að auka þekkingu
okkar á lífríki jarðsjávarins og til að
skapa nýja möguleika hvað varðar
þróun húðvaranna okkar.“
Vekja sofandi risa
Þú hefur kallað húðvörurnar sof-
andi risa.
„Já. Núna er miklu uppbyggingar-
tímabili lokið. Bláa Lónið hefur
ávallt haft öf lugum starfsmanna-
hópi á að skipa og þessi hópur undir
forystu öf lugra stjórnenda sinnir
nú daglegum rekstri fyrirtækisins.
Þetta gerir mér kleift að beina kröft-
um mínum í að skoða þau tækifæri
sem felast í að vekja þennan risa.
Við munum til að mynda funda með
erlendum ráðgjöfum í dag [mánu-
dag] sem eru að greina með hvaða
hætti best sé að haga þeirri vinnu.
Tíminn hefur unnið með okkur.
Nú er vörumerkið margfalt þekkt-
ara og sterkara en nokkru sinni
fyrr. Auk þess stöndum við mjög
vel að vígi fjárhagslega til að hefja
sóknina.“
Hvað fékk ykkur til að trúa á tæki-
færið að þjónusta fágætisferðamenn
í ljósi þess að þið hafið fjárfest í
Skipt um gír eftir hraða uppbyggingu
Bláa Lónið fjárfesti fyrir 13 milljarða króna á fimm árum í innviðum án þess að safna skuldum eða auka hlutafé. Grímur Sæmund-
sen forstjóri segir að nú verði áhersla lögð á almennan rekstur. Horft er til þess að hefja umfangsmikinn útflutning á húðvörum.
Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, er bjartsýnn á ferðaþjónustu á Íslandi en hefur engu að síður áhyggjur af framboði á flugsætum til landsins til skemmri tíma litið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Psoriasissjúklingar fá frítt í lækningalind
Bláa Lónið starfrækir lækninga-
lind fyrir psoriasissjúklinga
þeim að kostnaðarlausu og
án opinberra niðurgreiðslna.
„Við vorum með samning við
Sjúkratryggingar á sínum tíma.
Framan af fengum við greiddar
um 50 milljónir króna á ári fyrir
að veita meðferðarþjónustu
sem var langt undir kostnaðar-
verði. Eins og svo oft hefur verið
þurfti að skera niður kostnað til
heilbrigðisþjónustu og lækka átti
greiðsluna til okkar um helming.
Við fengum greiddar 25 milljónir
króna í eitt eða tvö ár en þá gekk
ég á fund Kristjáns Júlíussonar,
þáverandi heilbrigðisráðherra,
og bauð honum að félagið myndi
sinna þessari þjónustu endur-
gjaldslaust og þannig leggja sitt
af mörkum til samfélagsins sem
hann tók fagnandi. Við höfum
sinnt þessari meðferðarþjónustu
endurgjaldslaust síðan,“ segir
Grímur.
Í fyrra komu 175 sjúklingar í 2.492
skipti.
Helgi Vífill
Júlíusson
helgivifill@frettabladid.is
3 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN
0
3
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:0
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
5
A
-6
7
5
C
2
3
5
A
-6
6
2
0
2
3
5
A
-6
4
E
4
2
3
5
A
-6
3
A
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
0
s
_
2
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K