Fréttablaðið - 03.07.2019, Side 23
fimm stjörnu hóteli?
„Það átti sér langan aðdraganda.
Við höfum rekið Silica hótel við Bláa
Lónið frá árinu 2007. Þar eru nú 35
herbergi og er svo til fullbókað allt
árið um kring. Þá höfðum við þegar
af lað okkur reynslu hvað varðar
þjónustu við betur borgandi gesti
með svonefndri Betri stofu í tengsl
um við baðlónið.
Þegar vaxtarskeið ferðaþjónust
unnar hófst fyrir alvöru árið 2012
var mikið rætt um fágætisferða
menn. Í þeirri umræðu kristallað
ist þörfin fyrir innviði til að taka á
móti þessum markhópi.
Árið 2011 fórum við að huga að
frekari uppbyggingu á torfunni og
þar með talið byggingu nýs hótels
sem hófst í lok árs 2014. Að sjálf
sögðu þróaðist hugmyndin í ferlinu.
Upphaflega stóð til að hótelið yrði
300 herbergi og rekið í samstarfi
við hótelrekanda en samhliða vexti
greinarinnar fengum við kjark til að
fara alla leið og opna fimm stjörnu
hótel með 62 herbergjum undir
merkjum Blue Lagoon Iceland.
Það er nokkuð merkilegt að nú
þegar samdráttur hefur verið í
ferðaþjónustu undanfarna mánuði
er þessi starfsemi í vexti hjá okkur.“
Hvernig hefur nýtingin á hótelinu
verið?
„Þegar nýting hótela í þessum
gæðaflokki er skoðuð er mikilvægt
að átta sig á því að það er ekki eftir
sóknarvert að fylla hvert herbergi
á hverjum tíma. Tryggja þarf þjón
ustu og svigrúm hvers gests. Við
verðum væntanlega með í kringum
70 prósent nýtingu í sumar sem er í
okkar huga nær lagi hvað fullbókað
hótel varðar í þessum gæðaflokki.
Þetta er eins og annað, það mun
taka tíma að ná þeirri nýtingu á
heilsársgrunni. Við hugsum alltaf
til lengri tíma í rekstri Bláa Lónsins.“
Hve stór hluti af gestum lónsins
eru Íslendingar?
„Um 98 prósent af gestum Bláa
Lónsins eru erlendir. Það hlutfall
hefur farið vaxandi eftir því sem
árin hafa liðið. Það má annars vegar
rekja til fjölgunar erlendra ferða
manna og hins vegar til þess að við
ákváðum að verðleggja þjónustuna
í samræmi við eftirspurn erlendra
gesta og verðmæti þeirrar þjónustu
sem við veitum.
Íslendingum þótti dýrt að koma
í Bláa Lónið og báru það gjarnan
saman við aðgangseyri í sundlaugar
sem eru jú hluti almannaþjónustu.
Að sjálfsögðu er þjónustan og upp
lifunin gerólík. Bláa Lónið er upplif
unarfyrirtæki sem á engan sinn líka
í veröldinni og kannanir okkar sýna
að verð og gæði fara saman, upplif
unin stenst væntingar gesta okkar.
Hvernig hefur verðið þróast í
evrum talið á undanförnum árum í
ferðamannasprengingunni?
„Það er ekki fast verð heldur fer
það eftir eftirspurn hverju sinni
eins og menn þekkja í rekstri f lug
félaga og hótela. Þegar eftirspurnin
er meiri er dýrara og þegar hún er
minni er ódýrara.
Árið 2009 var ákveðið að gera
félagið upp í evrum. Þá kostaði
ódýrasti aðgangur 20 evrur. Við
höfum breytt samsetningu þjón
ustuframboðs og því er í raun ekki
hægt að bera saman þá vöru sem
við seljum nú við þá sem við seldum
áður en ódýrasti aðgangurinn nú
kostar 48 evrur.
Hluti af því að höfða til betur
borgandi ferðamanna er að auka
tekjur af hverjum gesti í stað þess að
einblína á fjölda gesta. Við reynum
að fá viðskiptavini til að njóta sem
mest þjónustu okkar en fyrir utan
Bláa Lónið sjálft bjóðum við upp
á veitingar á fjórum mismunandi
veitingastöðum, Blue Lagoon húð
vörur, akstur til og frá lóni og dvöl á
öðru hvoru hótela okkar.
Við sjáum að með auknu þjón
ustuframboði hafa tekjur á hvern
gest farið vaxandi. Til að mynda
fækkaði gestum örlítið í fyrra en
tekjuvöxturinn var samt sem áður
20 prósent.
Verðin eru tengd gengissveiflum
krónu enda er stór hluti af kostnað
inum innlendur. Ég tel að jafnvægis
gengi krónunnar á móti evru sé í
kringum 140 eins og nú er. Síðasta
sumar kostaði evran 120 krónur og
þá reyndi verulega á rekstur fyrir
tækja í útf lutningi. Þá hefði ódýr
asti aðgangur í Bláa Lónið kostað í
kringum 60 evrur.“
Átti lítinn hlut við stofnun
Hvernig hefur eignarhlutur þinn í
Bláa Lóninu þróast?
„Ég átti afar lítinn hlut í Bláa Lón
inu við stofnun. Ég hef að langmestu
leyti keypt hlutina af fjárfestum
sem studdu við bakið á fyrirtækinu
þegar það tók sín fyrstu skref en
vildu svo losa sinn hlut.
Frumkvöðlar eignast oft myndar
legan hlut í þeim fyrirtækjum
sem þeir stofna og svo minnkar
hluturinn eftir því sem sótt er
meira hlutafé til fjárfesta. Þessu var
öfugt farið í mínu tilviki. Ég byrjaði
með lítinn hlut og fjárfesti af eigin
rammleik.
Grunninn að hlutafjár eign minni
í Bláa Lóninu má rekja til þess að
Kólfur, félag í minni eigu og Ed
vards Júlíussonar, keypti á árunum
2003 til 2005 meðal annars eignar
hluti Olís, Sjóvár, Nýsköpunarsjóðs
atvinnulífsins og Íslenskra aðal
verktaka í fyrirtækinu en þessir
aðilar vildu allir, af mismunandi
ástæðum, losa sína eign á þessum
tíma. Um þetta leyti gerðust Helgi
Magnússon og Sigurður Arngríms
son hluthafar.
Kólfur á nú um fjórðung hlutafjár
í Bláa Lóninu,“ segir hann.
Veðsetti húsið
Þurftir þú að veðsetja heimili þitt til
að halda fyrirtækinu í hruninu?
„Já, það var allt undir og þetta var
mjög erfiður tími. Þetta er leið sem ég
myndi ekki ráðleggja neinum frum
kvöðli að fara en sem betur fer hefur
fjárfestingaumhverfi frumkvöðla
batnað mikið á undanförnum
árum.“
Grímur á 75 prósenta hlut í Kólfi á
móti Edvard. Hann hefur aukið við
hlut sinn því árið 2010 átti hann 47
prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu.
Skuldirnar námu tæplega 770 millj
ónum króna við árslok 2017, sam
kvæmt ársreikningi.
Fram hefur komið í Markaðnum
að Kólfur hafi keypt hlut í Bláa Lón
inu í lok síðasta árs þar sem fyrir
tækið var metið á um 50 milljarða
króna. Eignarhaldsfélagið er því
lítið skuldsett. Til samanburðar var
markaðsvirðið fjórir milljarðar árið
2007, samkvæmt frétt Fréttablaðsins
frá þeim tíma, eða sjö milljarðar að
teknu tilliti til verðbólgu. Virði fyrir
tækisins hefur því sjöfaldast á ellefu
árum.
Viðskiptin komu þannig til að líf
tími framtakssjóðsins Horns II var
senn á enda og því þurfti að leysa
sjóðinn upp. Hann átti tæpan helm
ingshlut í Hvatningu, sem á 39,6
prósent í Bláa Lóninu á móti Kólfi.
Lífeyrissjóðirnir vildu vera áfram í
hluthafahópi Bláa Lónsins og fengu
því hlutabréfin í hendur en Lands
bankinn seldi átta prósenta hlut sinn
í Hvatningu, sem er í raun 1,6 pró
senta hlutur í Bláa Lóninu, til Kólfs.
Miðað við það var um 1,6 milljarða
viðskipti að ræða hjá Kólfi.
Virði Bláa Lónsins hefur marg-
faldast. Ég hefði haldið að það væri
kominn tími fyrir þig, 64 ára gamlan,
að leysa út hagnað en þú þvert á móti
bættir nýverið við hlut þinn?
„Já, ég hef trú á að félagið eigi enn
mikið inni. Það hefur verið samhent
ur og öflugur hópur sem staðið hefur
að stjórnun og uppbyggingu félags
ins og ég tel mikilvægt að tryggja
stöðugleika inn í næsta vaxtarfasa
félagsins.
Þessi strengur er mjög þéttur,
hluthafahópurinn, stjórnarmenn
og stjórnendur. Við erum ekki að
eyða tíma og orku í átök um stefnu
og rekstur. Við höfum sýnt það og
sannað að þessi hópur sem stendur
að fyrirtækinu hefur starfað farsæl
lega saman.“
Hvað mun næsti vaxtarfasi taka
langan tíma? Þú ert væntanlega að
vísa til sofandi risans, húðvaranna?
„Já. Við horfum til fimm ára.“
HS Orka átti þar til í vor 30 pró
senta hlut í Bláa Lóninu þegar það
seldi Jarðvarma, sem er í eigu 14 líf
eyrissjóða, hlutinn.
Aðrir stórir hluthafar í Bláa Lóninu
eru Helgi Magnússon, sem keypti
nýverið helmingshlut í útgáfufélagi
Fréttablaðsins, sem á sex prósenta
hlut, Sigurður Arngrímsson, sem
var framkvæmdastjóri hjá Morgan
Stanley á árunum 19952010, á sex
prósent, Ágústa Johnson, fram
kvæmdastjóri Hreyfingar, á þrjú
prósent, Sigurður Þorsteinsson
vöruhönnuður á þrjú prósent og
Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota
á Íslandi, á óbeint eins prósents hlut.
Við kaup lífeyrissjóðanna á
stórum hlut í Bláa Lóninu gekk Liv
Bergþórsdóttir, fyrrverandi for
stjóri Nova, inn í stjórn fyrirtækis
ins og Úlfar tók sæti í stjórn eftir að
hafa verið varamaður. Helgi er eftir
sem áður stjórnarformaður, Ágústa
stjórnarmaður auk Steinars Helga
sonar, sjóðsstjóra hjá Landsbréfum.
Hvernig kynntist þú þessum hlut-
höfum?
„Ég kynntist Úlfari þegar hann
var framkvæmdastjóri Nýsköp
unarsjóðs fyrir aldamót. Hann sat í
stjórn Bláa Lónsins í krafti hlutafjár
eignar sjóðsins. Það tókst með okkur
góð vinátta og þegar hann hætti hjá
Nýsköpunarsjóði bað ég hann um að
vera áfram í stjórn. Úlfar hefur verið
í stjórn eða varastjórn fyrirtækisins
í 20 ár.
Helgi, sem hefur verið vinur minn
í 40 ár, fjárfesti í fyrirtækinu þegar
það var í fjárfestingarfasa árið 2004
2005 og það gerði Sigurður Arn
grímsson einnig, eins og áður hefur
komið fram.
Sigurður Þorsteinsson er hönn
uður sem ég hef borið gæfu til að
vinna með allt frá árinu 1997. Hann
rekur um 80 manna hönnunarstúdíó
í Mílanó á Ítalíu. Bláa Lónið hefur
alltaf lagt mikla áherslu á hönnun
sem hluta af upplifun gesta sinna
og Sigurður hefur leitt þá vinnu auk
þess að vera einn mesti „brandspes
íalisti“ landsins að mínu mati.
Ágústa kom inn í hópinn við kaup
Bláa Lónsins á Hreyfingu árið 2005
en eignarhlutum í Hreyfingu var
dreift á hluthafa Bláa Lónsins árið
2012.“
Umræðan oft ýkt
Hvernig sérðu fyrir þér þróun ferða-
þjónustu á næstu misserum?
„Við upphaf árs var ég bjartsýnn,
eins og ég rakti í viðtali við Morgun
blaðið, og er það áfram til lengri
tíma litið. Þá voru teikn á lofti um að
Indigo Partners myndu gerast hlut
hafar í WOW air og ekki var búið að
kyrrsetja Boeing 737 MAX 8 f lug
vélar sem Icelandair ætlaði að taka
í notkun í vor. Frá þeim tíma hefur
margt lagst á árarnar sem hefur ekki
verið atvinnugreininni hagfellt. Hið
jákvæða er að gengið hefur veikst
sem hefur vegið á móti að nokkru
leyti. Ferðamönnum fækkaði um
23,6 prósent á milli ára í maí en
kortavelta þeirra hér á landi jókst um
tæplega eitt prósent. Aukna eyðslu
má þakka hagfelldri gengisþróun og
breyttri samsetningu gesta.
Það er til marks um hve umsvif
ferðaþjónustu eru mikil hér á landi
að talið er að bakslagið í ferðaþjón
ustu nú sé eins og fimmföld loðnu
vertíð, það er að gjaldeyristekjur af
greininni á þessu ári verði um 100
milljörðum minni en í fyrra.
Því miður verður almenn umræða
oft og tíðum nokkuð ýkt. Það eru
sveif lur í þessum atvinnurekstri
eins og öllum öðrum. Jafnvel þótt
það hafi verið loðnubrestur í vetur
er enginn að tala um að hætta loðnu
veiðum.
Ég hef engu að síður áhyggjur af
framboði á f lugsætum til Íslands
til skemmri tíma litið. Það skiptir
sköpum hvað varðar fjölda ferða
manna til landsins. Það er erfitt að
WOW air sé horfið af sjónarsviðinu
og á sama tíma getur Icelandair ekki
vaxið eins og til stóð vegna kyrr
setningar Boeingþotna.
Að þessu sögðu er ferðaþjónusta
komin til að vera sem burðar
atvinnugrein í íslensku efnahagslífi.
Framtíðin er björt. Ef spár ganga eftir
mun í ár svipaður fjöldi ferðamanna
sækja landið heim og árið 2016. Það
gerir um 1,8 milljónir ferðamanna.
Þetta er mikill fjöldi á alla mæli
kvarða sem ferðaþjónustan þarf
áfram að sinna.
Það sem gerist við þessar aðstæður
í efnahagslífinu er að þau fyrirtæki
sem eru með öflugan grunnrekstur
og skynsamlega fjármögnuð munu
koma sterkari úr þessari stuttu og
skörpu niðursveiflu. Hún mun ýta
undir samruna og samþættingu og
úr verða öflugri fyrirtæki.
Þeir sem litu á ferðaþjónustu sem
leið til að ná fram skjótfengnum
gróða og eru illa fjármagnaðir munu
heltast úr lestinni. Mörg af helstu
fyrir tækjum landsins í ferðaþjón
ustu hafa verið í rekstri í áratugi.“
Bláa Lónið hefur fjárfest í rekstri
annarra baðstaða. Er hægt að endur-
skapa Bláa Lónið?
„Nei, og það er ekki okkar hugsun.
Bláa Lónið hefur komið að uppbygg
ingu baðstaða um allt land þar sem
þekking okkar og reynsla hefur nýst
til uppbyggingar. Í því samhengi
má nefna Fontana við Laugarvatn
og Jarðböðin í Mývatnssveit og í
gegnum það síðarnefnda Sjóböðin
á Húsavík og nú síðast Vök á Egils
stöðum sem áætlað er að hefji starf
semi sína síðar í þessum mánuði.
Upplifun sem hæfir viðkomandi
stað og byggir á sérkennum hans er
kjarninn í mínum huga.
Hugmyndin að aðkomu okkar
hefur verið að tryggja fagmennsku
og að vel sé staðið að uppbyggingu.
Bláa Lónið er frumkvöðull í þróun
baðupplifunar sem mikilvægs þáttar
við markaðssetningu Íslands sem
ferðamannalands.
Bláa Lónið er ávallt í minnihluta
í félögunum, til dæmis með 25 pró
senta hlut í Jarðböðunum og 35
prósent í Fontana. Við fjárfestum
upphaflega í Jarðböðunum 2008 og
Fontana 2011.“
Hætti sem læknir 35 ára
Hvað er langt síðan þú hættir að
starfa sem læknir?
„Ég hætti að starfa sem læknir
í kringum 1990 þá 35 ára gamall.
Þá fór ég að sinna Bláa Lóninu og
öðrum fyrirtækjarekstri. Ég veitti til
dæmis fyrirtækjum læknisráðgjöf
og stofnaði í framhaldinu fyrirtæk
ið Heilsuvernd sem enn er starfandi.
Ég stofnaði Mátt, heilsurækt en sú
starfsemi rann inn í Hreyfingu. Ég
fór sem sagt í atvinnurekstur þar
sem þekking mín sem læknir nýtt
ist,“ segir Grímur.
Tímaritið National Geographic útnefndi Bláa Lónið eitt af 25 undrum veraldar vegna einstakrar virkni jarðsjávarins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Ég átti afar lítinn
hlut í Bláa Lóninu
við stofnun. Ég hef að
langmestu leyti keypt
hlutina af fjárfestum sem
studdu við bakið á fyrir-
tækinu þegar það tók sín
fyrstu skref en vildu svo losa
sinn hlut.
Við rekum til
dæmis einn stærsta
veitingastað landsins sem
velti um fjórum milljörðum
króna í fyrra.
MARKAÐURINN 7M I Ð V I K U D A G U R 3 . J Ú L Í 2 0 1 9
0
3
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:0
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
5
A
-6
7
5
C
2
3
5
A
-6
6
2
0
2
3
5
A
-6
4
E
4
2
3
5
A
-6
3
A
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
0
s
_
2
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K