Fréttablaðið - 03.07.2019, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 03.07.2019, Blaðsíða 24
Núna sjáum við mikil tækifæri fyrir heildverslanir og rótgróin fyrirtæki sem geta sparað mikinn kostnað og ein- faldað reksturinn með því að nýta sér miðlægan lager Egill Fannar Halldórs-son er annar af tveimur stof nendu m Gor illa vöruhús sem tekur á móti vörum, hýsir lager, afgreiðir og dreifir pönt- unum fyrir 30 íslenskar netversl- anir og heildsölur. Fyrirtækið var stofnað fyrir tæpu ári en það hóf nýlega samstarf við TVG Zimsen í nýju lagerhúsnæði í Vatnagörðum. Hvernig er morgunrútínan þín? Morgnarnir hjá mér eru alveg heilagir. Ég vakna alla morgna klukkan sex og gef mér um það bil klukkutíma til þess að lesa og borða stóran og prótínríkan morgunmat. Klukkan sjö mæti ég svo í ræktina þar sem ég æfi í 60-90 mínútur og fer í heitan og kaldan pott. Það er ekki hægt að leggja betri grunn að deg- inum! Eftir æfingu fer ég út að labba með gömlu konuna mína (hundinn Bellu) áður en við fáum okkur svo að borða. Ég mæti síðan niður í Gorilla vöruhús á milli 10 og 10.30. Hver eru helstu áhugamálin? Mér finnst alveg æðislegt að ferðast um og skoða heiminn okkar – hvort sem það er hér heima eða erlendis. Ég kann rosalega vel við mig á faraldsfæti, svo vel að ef það væri ekki fyrir hina ástríðuna mína, sem er að reka fyrirtækin okkar hérna heima, þá væri ég lík- legast ekki hér, heldur með bakpoka á stanslausu ferðalagi um heiminn. Hverjar hafa verið helstu áskor- anirnar í rekstrinum síðustu mán- uði? Gorilla vöruhús hóf náttúrulega starfsemi fyrir bara rétt tæpu ári svo síðustu 11 mánuðir hafa verið vægast sagt lærdómsríkir. Okkar helsta verkefni hingað til hefur ein- faldlega verið að læra inn á þennan bransa og hvernig má hýsa og afgreiða vörur á sem bestan hátt. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á síðustu misserum en meðal ann- ars höfum við náð að afgreiða pant- anir til viðskiptavina mun hraðar og gert þjónustuna ódýrari. En að byggja upp vöruhús frá grunni sem hýsir og þjónustar á fjórða tug versl- ana daglega er ekkert grín – sér- staklega með það í huga að ég hafði aldrei stigið fæti inn á lager fyrr en við opnuðum – en í dag erum við ótrúlega ánægðir með þann mikla árangur sem fyrirtækið hefur náð á þessum stutta tíma. Hafið þið fundið fyrir vexti í net- verslun frá því að fyrirtækið var stofnað? Alveg pottþétt. Það liggur í augum uppi að netverslun hér heima eins og annars staðar er á blússandi siglingu og allt umhverfi í kringum verslun almennt er að breytast. Það eina sem við sjáum svart á hvítu er að okkar listi af við- skiptavinum er að stækka hratt og hjá f lestum er reksturinn á góðri leið. Við erum bæði að taka á móti miklu af nýjum verslunum og rót- grónum fyrirtækjum sem hafa verið í rekstri í mörg ár. Okkar aðalverkefni er og hefur alltaf verið að styðja við bakið á þessum verslunum og aðstoða þær við að veita betri þjónustu og vera samkeppnishæfar við erlenda risa sem eiga mjög stóran hluta af mark- aðinum hér heima. Hvernig sjáið þið fyrir ykkur að markaðurinn muni þróast á næstu árum? Ég held að tíminn einn muni leiða það í ljós hvernig neyslumynstur okkar breytist nákvæmlega. En það er alveg klárt að verslun mun bara halda áfram að færast yfir á net og í snjalltæki – og það á við um allt, alveg sama hvort það eru almennar neysluvörur eins og fatnaður, mat- væli, raftæki og þess háttar eða hús- gögn, bílar og dýrari munir. Fleiri lausnir og ýmsar uppfærsl- ur á þjónustu okkar munu líka 100% líta dagsins ljós en ég held að með þessari þróun muni mjög margir færa sig frá þessu gamla, hefð- bundna módeli sem er að reka dýrt verslunar- eða lagerrými, starfsfólk og þess háttar – og nýta sér þess í stað miðlægan vöruafgreiðslulager eins og Gorilla, sem er bæði ódýrara og getur einfaldað reksturinn mjög mikið. Hvaða tækifæri eru fram undan fyrir Gorilla? Núna sjáum við einmitt rosalega mikil tækifæri fyrir heildverslanir og rótgróin fyrirtæki sem ég held að geti sparað mikinn kostnað og einfaldað reksturinn hjá sér með því að nýta sér miðlægan lager eins og Gorilla vöruhús. Hingað til höfum við nær eingöngu verið að einbeita okkur að netverslunum en nýlega höfum við tekið inn þó nokkrar heildverslanir með góðum árangri. Í byrjun sumars tókum við svo höndum saman með TVG Zimsen sem er dótturfélag Eimskips og stærsta f lutningsmiðlun landsins. TVG býr yfir mikilli þekkingu hvað varðar bæði dreifingu og vöruhýs- ingu svo það gefur okkur mikinn byr undir báða vængi. Auk þess höfum við með þessu samstarfi getað boðið viðskiptavinum okkar betri kjör í innflutningi á vörum og hraðari dreifingu innanlands en áður hefur verið í boði. Svo tæki- færin eru stór núna og mjög margt gott að gerast. Íslensk netverslun á blússandi siglingu  Egill Fannar Halldórsson er annar af stofnendum Górilla vöruhús en fyrirtækið hóf starfsemi fyrir tæplega einu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Svipmynd Egill Fannar Halldórsson Svipmynd: Menntun: Stúdentspróf frá Menntaskólanum við Sund Störf: Eigandi Gorilla vöruhúss og ferða- þjónustufyrirtækisins Wake Up Reykjavík Fjölskylduhagir: Trúlofaður Tönju Ýri sem er við- skiptakona, áhrifavaldur, fegurðar- drottning og ég veit ekki hvað og hvað. Fjárfestingastjóri BlueBay Asset Management, eins stærsta sér-hæfða skuldabréfastýringar- fyrirtækis Evrópu, telur að af létt- ing fjármagnshafta og háir vextir geri Ísland að aðlaðandi fjárfest- ingarkosti og býst við því að f leiri erlendir fjárfestar endurnýi kynni sín af landið. Í nýlegu bréfi fjárfestingastjór- ans, Marks Dowdings, til fjárfesta er sjónum beint að stöðu íslenska hagkerfisins í kjölfar þess að fjár- magnshöftin sem innleidd voru á haustmánuðum ársins 2008 voru nánast að öllu leyti afnumin. Dowding bendir í bréfinu á að með auknu innf læði fjármagns til landsins og tilheyrandi gengis- styrkingu gæti verðbólga lækkað sem ætti að geta leitt til lægri vaxta. Á móti geti kröfur verkalýðs- félaga um myndarlegar launahækk- anir ýtt undir verðbólgu og dregið úr líkunum á vaxtalækkunum en fjárfestingastjórinn tekur þó fram að æ fleiri viðurkenni að stilla þurfi launakröfum í hóf þannig að þær verði skynsamlegri. Eins og greint hefur verið frá í Markaðinum hafa sjóðir á vegum BlueBay Asset Management keypt ríkisskuldabréf í talsverðum mæli á undanförnum mánuðum. Sjóða- stýringarfyrirtækið hóf innreið sína á hérlendan skuldabréfamarkað árið 2015. Í bréfi Dowdings til fjárfesta í mars síðastliðnum sagðist hann, eins og upplýst var um í Markað- inum, búast við því að ávöxtunar- krafa íslenskra ríkisskuldabréfa lækkaði um eitt hundrað punkta á næstu tólf mánuðum og að gengi krónunnar styrktist um tíu prósent á sama tíma. Gengi sú spá eftir gæti fjárfesting í slíkum bréfum mögulega skilað meira en tuttugu prósenta ávöxtun á tímabilinu. Í bréfinu sagðist hann jafnframt telja að sterkari króna myndi á endanum þrýsta verðbólgu niður og gera Seðlabankanum kleift að lækka vexti á það stig sem tíðkast á öðrum þróuðum mörkuðum. Um leið gæti bankinn takmarkað áhættuna af því að vaxtamunarvið- skipti leiði til bólumyndunar í hag- kerfinu. Í nýjasta bréfi fjárfestingastjór- ans, dagsettu 1. júlí, segir hann að afnám haftanna skapi mikil tæki- færi fyrir fjárfesta, eins og áður var lýst. Seðlabankinn hafi lækkað stýrivexti sína að undanförnu og frekari lækkanir séu líklegar. Jafnframt geti Ísland notið góðs af áhuga þeirra fjárfesta sem taka tillit til svonefndra ESG-þátta – en ESG stendur fyrir umhverfismál, sam- félagsmál og stjórnarhætti – við fjárfestingar sínar. – kij Afnám hafta og háir vextir geri Ísland að góðum kosti BlueBay segir Ísland freista erlendra fjárfesta. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Mark Dowding, fjárfestingastjóri hjá BlueBay. Sjóðir í stýringu BlueBay Asset Management hófu innreið sína á íslenskan skuldabréfamarkað á árinu 2015. 3 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R8 MARKAÐURINN 0 3 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 0 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 5 A -6 C 4 C 2 3 5 A -6 B 1 0 2 3 5 A -6 9 D 4 2 3 5 A -6 8 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 2 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.