Fréttablaðið - 03.07.2019, Page 28
Stjórnar-
maðurinn
27.06.2019
MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is
Miðvikudagur 3. júlí 2019FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL |
Íslenska fyrirtækið sem framleiðir trefjapappírinn Filt, sem meðal annars er ætlaður til munntóbaks-
notkunar, hagnaðist um 13 milljónir
króna á síðasta ári. VTJ heldur utan um
reksturinn en það er í jafnri eigu Vals
Hermannssonar, eins af stofnendum
Eldum rétt, og Hreins Loftssonar hæsta-
réttarlögmanns.
Félagið hafði 36 milljóna króna tekjur upp úr sölu
á trefjapappírnum á síðasta ári sem þýðir að hlutfall
hagnaðar af sölunni var 37 prósent. Tekjurnar námu
24 milljónum árið 2017 og hagnaður-
inn 7 milljónum. Þá námu eignir félags-
ins tæplega 20 milljónum króna í lok
síðasta árs og eigið féð 14 milljónum.
Skömmu eftir stofnun félagsins árið
2015 sagði einn stofnendanna í viðtali
við Viðskiptablaðið að fyrirtækið væri
komið með einkaleyfi fyrir hönnunina á Norður-
löndunum. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu
fyrirtækisins er íslenski trefjapappírinn í virkri sölu
í Svíþjóð og Sviss en auk þess er hann seldur í alþjóð-
legri vefverslun fyrir munntóbaksvörur. – tfh
Trefjapappírinn skilar hagnaði
PwC | Sími 550 5300 | www.pwc.is
PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar,
endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem aðstoðar
viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn.
Hafðu samband því þinn árangur er mikils virði.
Hámarkaðu árangurinn þinn
og verðmæti með því að nýta þér
fjölbreytta þekkingu og víðtæka
reynslu PwC á öllum sviðum rekstrar
Verðmæti
Reykjavík | Akureyri | Reykjanesbær | Húsavík | Selfoss | Hvolsvöllur | Vestmannaeyjar
Það hefur lengi verið mín skoðun
að þegar búið er að koma lagaum-
gjörð um þessa starfsemi
í betra horf og gera nauð-
synlegar breytingar á
rekstrinum þá sé ekkert því
til fyrirstöðu að ríkið
selji [Íslandspóst].
Bjarni Benediktsson
fjármálaráðherra
Nú virðist sem þíða sé komin í
samskipti Bandaríkjanna og Kína,
en stórveldin hafa skipst á skotum
allt frá því að Donald Trump tók
við embætti. Trump hefur til þessa
sett verndartolla á hinn ýmsa kín-
verska varning. Kínverjar kunna
þó krók á móti bragði og hafa
einkum sett verndartolla á banda-
rískar landbúnaðarvörur. Þar kom
vel á vondan en Trump hefur notið
mikils stuðnings meðal bænda í
miðríkjunum sem verst verða úti.
Málið verður því sífellt erfiðara
fyrir Trump nú þegar styttist í
kosningar og skýrir það sennilega
vinahótin við Xi Jinping.
Þetta kalda stríð hefur nú þegar
haft talsverð áhrif á alþjóðahag-
kerfið. Mark Carney, seðlabanka-
stjóri Breta, lét hafa eftir sér í gær
að hagkerfi heimsins gæti beðið
skipbrot ef haldið yrði áfram
á sömu braut. Benti hann á að
viðskiptahindranir sem þessar
væru í raun einsdæmi. Heimurinn
sé mun tengdari en áður og því
ljóst að áhrifin geti orðið marg-
föld miðað við það sem þekkst
hefur sögulega. Í því samhengi
nefndi hann að viðskipti milli
Kína og Bandaríkjanna nemi um
2 milljörðum dala á dag. Viðskipti
Bandaríkjanna við Sovétríkin
sálugu þegar best lét námu sömu
upphæð á ársgrundvelli.
Hagfræðingurinn Nouriel Roub-
ini virðist á sama máli, en hann
telur merki um að sjálf hnatt-
væðingin sé að ganga til baka.
Slíkt muni valda kreppu áður en
langt um líður. Tollastríðið hafi
nú þegar valdið samdrætti í fjár-
festingum fyrirtækja sem aftur
hafi keðjuverkun á framleiðslu
og atvinnustig. Alheimskreppa
sé óumf lýjanleg. Ef Roubini og
Carney reynast sannspáir mun
allur heimurinn þurfa að súpa
seyðið af popúlisma Donalds
Trump. Forsetinn höfðaði til
lægstu kennda kjósenda í kosn-
ingabaráttunni, og reyndi að búa
til óvini í hverju horni. Kínverjar,
Mexíkóar, innf lytjendur og svo
mætti áfram telja.
Okkur er vandi á höndum þegar
tækifærissinnaðir lýðskrumarar
þurfa að fara að efna loforðin.
Bretar eru að upplifa það sama
í Brexit-lönguvitleysunni, og
meira að segja hér á landi er hópur
manna sem virðist leynt og ljóst
vilja að Ísland dragi sig út úr
alþjóðasamstarfi. Vítin eru til að
varast þau. Um það bera Brexit og
Trump ófagurt vitni. Þá er bara
vonandi að við berum gæfu til að
koma auga á okkar eigin víti.
Varist vítið
0
3
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:0
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
5
A
-5
3
9
C
2
3
5
A
-5
2
6
0
2
3
5
A
-5
1
2
4
2
3
5
A
-4
F
E
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
0
s
_
2
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K